Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 27

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 27 KIA ÞRJÁTÍU og þrjú Evrópu-, Amer- íku- og Kyrrahafsríki samþykktu í gær nýjar ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efna- og sýklavopna og hindra að þau komist í hendur hryðjuverkamanna. Ráðstafanirnar voru samþykktar á árlegum fundi óformlegra samtaka sem kölluð hafa verið Ástralíuhóp- urinn. Þótt samþykktin sé ekki laga- lega bindandi sagði embættismaður, er sat fundinn, að „pólitíska og sið- ferðilega skuldbindingin“, sem henni fylgdi, myndi brátt leiða til nýs og samræmds eftirlits með útflutningi efna og búnaðar sem hægt er að nota við framleiðslu efna- og sýkla- vopna. Embættismaðurinn, sem var í sendinefnd Ástralíu á fundinum, bætti við að mikilvægi Ástralíuhóps- ins hefði aukist verulega frá hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september. „Enginn vafi leikur á því að starfsemi hópsins hefur stórauk- ist síðustu níu mánuði,“ sagði hann. Að sögn embættismannsins er eitt af hlutverkum hópsins að „berjast gegn hryðjuverkum sem liður í sam- eiginlegum viðbrögðum við hryðju- verkastarfsemi“. Ríkin samþykktu meðal annars viðmiðunarreglur um veitingu heim- ilda til að flytja út efni og búnað, sem hægt er að nota við framleiðslu efna- og sýklavopna, og hert eftirlit með slíkum útflutningi. Þau samþykktu einnig að vara önnur aðildarríki hópsins við ef grunur vaknaði um að ríki, fyrirtæki eða einstaklingar hefðu reynt að kaupa slíkan búnað í þeim tilgangi að framleiða vopn. Dæmi um að hópurinn hafi hindrað útbreiðslu vopnanna Ástralski embættismaðurinn lagði áherslu á að nýju hömlurnar hefðu ekki verið samþykktar vegna upp- lýsinga um að hættan á efna- eða sýklavopnaárásum hefði aukist, heldur væri um „fyrirbyggjandi“ ráðstafanir að ræða. „Menn bíða ekki eftir því að eitthvað gerist til að bæta eftirlitið,“ sagði hann. Embættismaðurinn bætti við að dæmi væri um að hópnum hefði tek- ist að hindra framleiðslu efna- og sýklavopna en vildi ekki veita neinar upplýsingar um þau. „Við vitum að hópurinn hefur haft skýr áhrif.“ Ástralíuhópurinn var stofnaður árið 1984. Aðildarríkin, sem eru flest vestræn, þeirra á meðal Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins, hafa undirritað alþjóðlega samninga sem banna aðstoð við framleiðslu efna- og sýklavopna. Ísland er á meðal að- ildarríkja hópsins. Eiga að stöðva útbreiðslu efna- og sýklavopna París. AFP. 33 ríki samþykkja ráðstafanir til að hindra hryðjuverk FYRSTA ganga samkynhneigðra um miðborg Jerúsalem fór fram í gær. Aðstandendur göngunnar vildu í senn vekja athygli á samkyn- hneigð, sem þeir segja að hafi legið í þagnargildi í hinni helgu borg, sem og að ítreka umburðarlyndi milli allra manna, óháð kynhneigð, þjóðerni eða trúarbragða. Allt fór fram með friði og spekt, og mættu nokkur hundruð manns í gönguna. Einn göngumannanna heldur hér á skilti með áletrununni: fría smokka, fría Palestínu. AP Samkynhneigðir fylkja liði í Jerúsalem MICHAEL Skakel, frændi Ro- berts heitins Kennedys, fyrr- verandi forsetaframbjóðanda í Bandaríkjun- um, var í gær fundinn sekur um að hafa fyr- ir rúmlega 25 árum myrt 15 ára gamla stúlku, Mörthu Moxley. Það tók kviðdóm í Norwalk í Connecticut þrjá daga að komast að niður- stöðu, og á Skakel, sem er 41 árs, yfir höfði sér allt að lífstíð- arfangelsi. Refsidómurinn verður kveðinn upp 19. júlí. Við réttarhöldin báru vitni að Skakel, sem einnig var 15 ára er morðið var framið, hefði ver- ið hrifinn af Moxley og reiður vegna þess að hún virtist hrifn- ari af bróður hans en honum. Málið hefur verið óleyst í áratugi, en var tekið upp að nýju fyrir skömmu, þegar lög- reglumenn ráku augun í að Skakel hafði orðið tvísaga í framburði sínum við fyrri rann- sókn málsins. Ákæran byggðist nær eingöngu á vitnisburði fólks sem sagðist hafa heyrt Skakel játa á sig morðið. Frændi Kenned- ys fund- inn sekur New York. AFP. Skakel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.