Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 30
NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BEINVERND, landssamtök áhuga- fólks um beinþynningu, hlaut ný- verið alþjóðlega viðurkenningu fyrir framsækni í að vekja athygli á beinþynningu frá IOF, Al- þjóðlegu beinverndarsamtökunum. IOF eru samtök 139 aðildarfélaga frá 71 landi sem hafa helgað sig baráttunni gegn beinþynningu og afleiðingum hennar, beinbrotum. Viðurkenningin var afhent á al- þjóðlegri ráðstefnu beinvernd- arfélaga í Lissabon í Portúgal. „Beinverndarfélögin eru hvött til þess að sækja um og leggja fram umsókn þar sem fram kemur að hverju samtökin hafa verið að vinna og koma með raunhæfa áætl- un um hvernig þau ætla að vinna að markmiðum sínum í framtíð- inni,“ segir Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beinverndar. „Síðan er hver umsókn metin og ákveðið hverjir hljóta viðurkenn- ingu eða verðlaun.“ Halldóra og Anna Pálsdóttir, formaður Bein- verndar á Suðurlandi, sóttu ráð- stefnuna fyrir Íslands hönd. Halldóra segir að Beinvernd á Íslandi noti ýmsar aðferðir við að koma boðskap samtakanna á fram- færi. Undanfarið hafa sjónvarps- auglýsingar verið notaðar til að vekja athygli á beinþynningu og er þeim beint að mismunandi hópum fólks. „Á undanförnum árum hafa samtökin vakið athygli erlendis fyrir öflugt fræðslustarf,“ segir Halldóra. „Við höfum komið inn í grunnskólana með námsefni í lífs- leikni sem tengist beinum og bein- heilsu. Þá höfum við gefið út góða bæklinga sem hefur verið dreift í gegnum heilsugæsluna og skólana í landinu.“ Samtökin fimm ára Beinvernd er fimm ára um þess- ar mundir en samtökin voru stofn- uð 12. mars árið 1997 og var Ólafur Ólafsson, þáverandi landlæknir, stofnandi þeirra. Markmið samtakanna eru fjög- ur: Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli. Að miðla til almennings og heilbrigðisstétta þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynn- ingu og varnir gegn henni. Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum bein- þynningar og forvörnum gegn henni. Að eiga samskipti við erlend félög sem starfa á svipuðum grundvelli. „Það samstarf felst t.d. í alþjóð- legum beinverndardegi, 20. októ- ber ár hvert, en á þeim degi er sér- stök athygli vakin á beinþynn- ingu,“ segir Halldóra. Í tilefni afmælis Beinverndar í ár voru gefnir út bæklingar sem sendir voru á allar heilsugæslustöðvar þar sem þeim er dreift. Rétt mataræði og reykleysi Helstu áhættuþættir beinþynn- ingar varða aldur, þeim mun eldri, þeim mun meiri áhætta; kyn, kon- ur eru í meiri hættu á að fá bein- þynningu; smábeinóttir og grann- vaxnir eru í meiri hættu en aðrir; þá hafa aðrir sjúkdómar og lyf áhrif á beinþynningu. „Erfðaþátt- urinn er hvað sterkastur, ef for- eldrar hafa fengið beinþynningu eru afkomendurnir í aukinni hættu,“ segir Halldóra. Hún segir að áhersla hafi verið lögð á fornvarnarstarf samtakanna til þessa. „Helstu forvarnir eru góð næring sem felur í sér nægjanlegt kalk og D-vítamín, hæfileg hreyf- ing og að reykja ekki.“ Á heimasíðu samtakanna, www.beinvernd.is, er að finna ýmsar upplýsingar um beinvernd og beinþynningu. Þar er t.d. að finna áhættupróf til að kanna hvort viðkomandi er í hættu á að fá beinþynningu. Öflugt forvarnar- og fræðslustarf vekur athygli Halldóra Björnsdóttir, framkvæmdastj. Beinverndar, og Anna Pálsdótt- ir, form. samtakanna á Suðurlandi, hampa viðurkenningunni í Portúgal. Íslensku Beinverndarsamtökin hljóta alþjóðlega viðurkenningu HEILSA Steingrímur Hermannsson, Garðabæ: Undanfarna mánuði hef ég daglega tekið teskeið af Angelicu. Fyrsta mánuðinn fann ég lítil áhrif, en síðan hafa mér þótt áhrifin veruleg og vaxandi bæði á heilsu og þrótt. Pestir eða kvilla hef ég enga fengið og þróttur og úthald hefur aukist, ekki síst í vetrargolfinu. www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. FYRIR skömmu var greint frá könnun á landsvísu um öryggisbún- að barna í bílum þar sem fram kom að 10,3% barna væru án öryggisbún- aðar eða laus í akstri. Einnig kom í ljós að 12,8% barna notuðu eingöngu bílbelti, sem er rangur búnaður fyrir börn undir 36 kílóum. Þá voru 35 börn látin sitja andspænis öryggis- púða í framsæti, sem getur verið lífs- hættulegt. Hér á eftir fylgja leiðbeiningar frá forsvarsmönnum umræddrar könn- unar, það er Árvekni, Landsbjargar og Umferðarráðs, um val á örygg- isbúnaði barna í bílum. Allur öryggisbúnaður sem fluttur er til landsins og seldur er hérlendis verður að uppfylla lágmarkskröfur um öryggi. Þessi búnaður skal vera merktur með ECE R44-03, FMVSS- eða CMVSS-stöðlum. Við kaup á öryggisbúnaði skal hafa eftirfarandi í huga:  Að öryggisbúnaðurinn sé merktur með ECE R44-03. Þessa merkingu er ekki alltaf hægt að finna á öryggisbúnaðinum sjálfum heldur einungis í upplýsingabækl- ingi sem fylgir honum. (Þessi merk- ing gefur til kynna að búnaðurinn uppfylli gildandi lágmarkskröfur um öryggi.)  Mikið úrval er af barnabílstól- um í verslunum og sumir stólar hafa merkingar umfram ECE R44-03 eins og T-merkingu sem er sænsk árekstraprófun sem prófar sérstak- lega álag á höfuð. T-merking er að- eins á bakvísandi barnabílstólum.  Að öryggisbúnaðurinn sé valinn í samræmi við þyngd og stærð barnsins.  Að máta barnið í öryggisbún- aðinn til að athuga hvort öryggis- beltin sitji rétt á líkamanum og vel fari um barnið í honum. Þetta skiptir minna máli með ungbarnabílstólinn.  Að athuga hvort öryggisbúnað- urinn henti bílnum og hægt sé að festa hann tryggilega með beltum bílsins, því fastari því betra. Ef nota á öryggisbúnaðinn í fleiri en einn bíl þarf hann einnig að henta í þá bíla. Mikilvægt er að fara alltaf eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja með öryggisbúnaðinum um rétta festingu hans. Flokkar búnaðar eftir þyngd Öryggisbúnaði er skipt í nokkra flokka sem ráðast af þyngd barna. Við kaup á öryggisbúnaði er mik- ilvægt að velja réttan flokk. Hér á síðunni er tafla sem sýnir mismun- andi flokka yfir öryggisbúnað.  Höfuð ungbarna er hlutfalls- lega stórt og þungt miðað við líkam- ann og því meiri hætta á háls- og höfuðáverkum í árekstri. Til að draga úr hættu á þessum áverkum er afar mikilvægt að barnið snúi með bakið í akstursstefnu eins lengi og hægt er. Æskilegra er að velja stól sem gefinn er upp fyrir 0–13 kg.  Algengt er að foreldrar vilji hætta að nota ungbarnabílstólinn of snemma, þ.e. áður en barnið vegur 10 kg eða 13 kg, sökum þess að fæt- urnir eru komnir upp á bak bílsætis. Það hefur engin áhrif á öryggi barnsins í bílnum. Mikilvægara er að miða við stöðu höfuðsins í stólnum. Þegar eyrnasneplar nema við brún stólbaksins er barnið orðið of langt í stólinn.  Í þessum flokki eru einungis stólar sem snúa baki í akstursstefnu.  Börn eru að jafnaði best varin í aftursæti. Ungbarnabílstólar mega þó vera í framsæti svo fremi að þar sé ekki öryggispúði. Í bílum sem hafa öryggispúða farþegamegin í framsæti verður barnið alltaf að vera í aftursætinu, nema að örygg- ispúðinn hafi verið aftengdur.  Ungbarnabílstól á alltaf að festa með þriggjafestu öryggisbelti sé annað ekki tekið fram í leiðbein- ingum.  Ef ungbarnabílstóll er í fram- sæti á sætið að vera eins aftarlega og hægt er, a.m.k. 20 sm frá mælaborði. Það sama á við um fjarlægð að baki framsætis sé stólinn hafður í aftur- sæti. Barnabílstólar frá 9 kg til 36 kg Mikilvægt er að börn noti barnabíl- stól eða bílpúða með baki eins lengi og hægt er, eða upp að 36 kg. Barn sem er í slíkum búnaði er mun betur varið en það barn sem einungis not- ar öryggisbelti bílsins. Gæta skal að því þegar stólar eru notaðir með inn- byggðum beltum að beltin falli ávallt þétt að líkamanum. Beltin eiga að falla það þétt að líkamanum að ekki sé hægt að renna meira en 2–3 fingr- um á milli beltis og barns. 9–18 kg  Í þessum flokki eru til stólar sem einungis mega snúa fram og stólar sem mega bæði snúa fram og baki í akstursstefnu. Þeir stólar sem bæði geta snúið fram og aftur henta mjög vel þeim börnum sem ná 10 kg hámarksþyngd ungbarnabílstóls snemma.  Hér eru allir stólar með inn- byggðum öryggisbeltum.  Börn í þessum bílstólum eru best varin í aftursæti bílsins nema þau séu í bakvísandi stól og ekki virkur öryggispúði fyrir framan þau. 15–25 kg / 22–36 kg  Stólar í þessum flokki eru bæði með og án belta. Ef valinn er stóll þar sem notuð eru þriggjafestu ör- yggisbelti bílsins þarf að athuga að bílbeltið sitji rétt á líkama barnsins, þ.e. yfir öxl og brjóst og neðra beltið yfir læri. Ef beltið liggur ekki rétt þá er barnið of smávaxið fyrir stólinn og þarf því að velja stól með inn- byggðum beltum.  Ef ekki eru höfuðpúðar í aft- ursæti bíls er mælt með að nota barnabílstól eða bílpúða með baki til að veita betri stuðning við bak og háls.  Talsverður fjöldi forráðamanna lendir í því einhvern tímann að barn- ið fer að losa spennuna sjálft. Á slíku fikti þarf að taka strax. Ekki má nota neinn aukabúnað til að hindra aðgengi að spennunni nema t.d. leik- borð úr svampi sem er fest með frönskum rennilás. Spennuna á að vera auðvelt að opna. Það getur reynst nauðsynlegt ef lent er í um- ferðaróhappi og losa þarf barnið fljótt úr honum.  Börn í þessum bílstólum eru best varin í aftursæti bílsins nema þau séu í bakvísandi stól og ekki virkur öryggispúði fyrir framan þau. Athuga þarf hvort öryggisbúnað- urinn henti bílnum og hægt sé að festa hann tryggilega með beltum bílsins, líkt og að framan greinir. Flokkur 2 og 3, 15–36 kg Til eru bílpúðar með eða án baks fyrir börn frá 15–36 kg.  Ef velja á bílpúða er öruggara að hann sé með baki. Hann veitir barninu betri vörn fyrir háls, hrygg og höfuð í árekstri. Þetta á sérstak- lega við ef engir höfuðpúðar eru í aftursæti bílsins.  Þegar barnið hefur náð þeirri hæð að eyrnasneplarnir ná upp að brún baksins á bílpúðanum er tíma- bært að fjarlægja bakið og nota ein- göngu bílpúðann.  Öruggast er að nota bílpúðann þangað til barnið hefur náð a.m.k. 36 kg þyngd, þá fyrst er öruggt fyrir barnið að nota eingöngu öryggisbelti bílsins, svo framarlega að beltið sitji rétt á líkama þess, þ.e. þétt yfir öxl og brjóst og neðra beltið yfir læri. Áður en búnaðurinn er keyptur skiptir miklu máli að máta barnið í hann. Öryggisbeltið þarf að liggja rétt á líkama barnsins, þ.e. yfir öxl, brjóstkassa og neðra beltið yfir læri. Ef beltið liggur ekki rétt þá er barn- ið of smávaxið fyrir búnaðinn. Þó þessi búnaður sé gefinn upp fyrir börn frá 15 kg þá er ekki víst að bún- aðurinn henti barninu strax. Börn á bílpúða eiga alltaf að vera í aftursæti bíla og nota þriggjafestu öryggis- belti. Bílbelti er fyrir börn sem náð hafa 36 kg. Mikilvægt er að börn séu í aft- ursæti þar til þau hafa náð a.m.k. 140 sm hæð en þar eru þau örugg- ust. Börn helst í öryggisbún- aði upp að 36 kílóum Sex ára gamalt barn í beltisstól fyrir börn upp í 36 kíló. Tæplega tveggja ára barn í stól sem vísar fram í aftursæti.          ! " # $%  # $% & #& '  ( !                          ) *  ( ) *  $ ) * + ) * " !" ) *!! $& HERBERT Guðmundsson tón- listarmaður opnar nýja ísbúð á há- degi á morgun. Ísbúðin nefnist Stikk-frí og er við Síðumúla 35. Í tilefni af opnuninni ætlar Herbert að gefa viðskiptavinum ís í brauð- formi, með eða án dýfu, alla helgina. Herbert kveðst hafa not- ið fulltingis Hilmis Sigurðssonar, sem áður rak þekkta ísbúð í Álf- heimum, við uppsetningu verslun- arinnar og ætlar að hafa opið frá klukkan 12 á morgun fram á kvöld, eða meðan birgðir endast. Opið verður frá 12 fram á kvöld á sunnudag líka, að hans sögn. Ókeypis ís í nýrri ísbúð um helgina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.