Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 31
• Jákvæða sjálfsmynd
• Líf í kærleika og gleði
• Að finna drauminn sinn og leiðir til að
láta hann rætast
• Heilun, hómópatía, hugleiðsla, slökun,
hreyfing o.fl.
• Gestafyrirlesari verður Edda Björgvins
HAMINGJUHELGI
3 daga námskeið fyrir konur helgina
21.–23. júní í Sólheimum í Grímsnesi
þar sem m.a. verður unnið með:
fyrir konur
Nánari upplýsingar:
Sólbjört Guðmundsdóttir,
reikimeistari og kristallaheilari,
s. 862 4545
Martha Ernstdóttir, hómópati,
sjúkraþjálfari, s. 863 8125
Guðrún Óladóttir, reikimeistari,
ráðgjafi, s. 897 7747
STUNDUM situr aðeins ein
spurning eftir þegar maður gengur
út að aflokinni nýrri bíómynd, þ.e.
Hvers vegna í ósköpunum voru
menn að hafa fyrir því að búa til
þessa kvikmynd?
Í tilfelli Dragonfly hljómar
spurningin kannski á þessa leið:
Var það virkilega fagmanneskja
sem las þetta handrit og hugsaði:
„Hmmmm…best að eyða nokkrum
milljónum í að búa til kvikmynd upp
úr þessu handriti.“
En jæja, umrædd kvikmynd, sem
er sumsé orðin að veruleika, og
skartar stórstjörnunni Kevin Cost-
ner í aðalhutverki, fjallar um lækn-
inn Joe Darrow, sem tekst á við þá
sorg að hafa misst barnshafandi
eiginkonu sína í bílslysi. Sagan fer
þannig af stað sem nokkuð forvitni-
legt tilfinningadrama, þar sem
spurningar um viðbrögð við ást-
vinamissi eru í forgrunni, sem og
hugleiðingar um mörk þessa heims
og annarra. Smám saman fer þó að
bera á ýmsum lúalegum brögðum
til að hræða áhorfandann með alls
konar draugagangi og nær sú lág-
kúra botninum þegar óheppinn, lát-
inn mótorhjólakappi fer að tala
mjög gróteskum tungum. Verri er
þó eiginlega notkunin á „krabba-
meinssjúkum börnum“ í þessum
sama tilgangi. En upp úr miðbikinu
tekur myndin síðan mjög einfeldn-
ingslega stefnu, og fylgist áhorf-
andinn allt að því hvumsa með
hvernig sagan heldur lengra og
lengra út fyrir öll skynsamleg
mörk, þvert á það sem upphafið gaf
til kynna. Umfjöllunin um sorgina
breytist þar smám saman í ein-
feldningslega hollywoodíska ósk-
hyggju.
Greinilegt er að handritshöfund-
ar, leikstjóri og framleiðendur hafa
átt mjög erfitt með að ákveða sig í
hvað skyldi verja peningunum, að
búa til sálrænt drama, hrollvekju
eða firrt ævintýri.
Úr drama í firringu
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjóri: Tom Shadyac. Handrit: David
Seltzer, Brandom Camp og Mike Thomp-
son. Kvikmyndataka: Dean Semler. Aðal-
hlutverk: Kevin Costner, Susanna
Thompson og Kathy Bates. Sýningartími:
103 mín. Bandaríkin. Universal Pictures,
2002.
DRAGONFLY (DREKAFLUGA)
Heiða Jóhannsdóttir
JÓN Reykdal opnar sýningu í List-
húsi Ófeigs í dag kl. 16. Á sýning-
unni verða rúmlega 30 verk, að-
allega vatnslitamyndir og nokkur
olíumálverk.
Sýningin er í tilefni 30 ára starfs-
afmælis Jóns, en hann stundaði
framhaldsnám í Amsterdam og
Stokkhólmi.
Ásamt myndlist kenndi Jón um
langt árabil við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands, og nú síðast við
Kennaraháskóla Íslands.
Einnig hefur Jón gert fjölda
bókaskreytinga og bókakápur.
Jón hefur haldið margar einka-
sýningar og tekið þátt í tugum sam-
sýninga.
Síðasta einkasýning Jóns var í
Listasafni ASÍ á síðasta ári.
Sýningin er opin virka daga
klukkan 10–18 og laugardaga
hlukkan 11–16. Lokað á sunnudög-
um, sýningunni lýkur 26.júni.
Afmælis-
sýning Jóns
Reykdal
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
MENNINGARMÁLANEFND
Hafnarfjarðar efndi á dögunum til
listaverkasamkeppni vegna flutn-
ings Bóksasafns Hafnarfjarðar í
nýtt húsnæði á Strandgötu 1. Dóm-
nefnd valdi verk Sólveigar Baldurs-
dóttur, fimm sexstrendar blágrýtis-
súlur með áristum myndum, sem
gjöf bæjarstjórnar. Verkið var valið
úr um 100 tillögum sem bárust frá
41 listamanni.
Verkinu verður komið fyrir fyrir
framan Bókasafnið þegar endanleg
útfærsla á torginu liggur fyrir en
ein súlan prýðir nú anddyri safns-
ins.
Sólveig Baldursdóttir nam mynd-
list við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og lauk námi í skúlptúr árið
1987 frá Akademíunni í Odense í
Danmörku. Hún var valin bæjar-
listamaður Akureyrar 1999 og hlaut
starfslaun árið 2000. Sólveig býr nú
og starfar í Hafnarfirði.
Sigraði í listaverkasam-
keppni í Hafnarfirði
LOKATÓNLEIKAR Salarins á
þessu starfsári verða haldnir annað
kvöld kl. 20. Þar koma fram hjónin
Randi Gíslason sópran og Magnús
Gíslason tenór, ásamt Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur píanóleikara.
Randi og Magnús eru búsett í Kaup-
mannahöfn þar sem þau starfa bæði
sem söngvarar og halda nú í fyrsta
sinn sameiginlega tónleika á Íslandi.
„Okkur hefur lengi langað að
koma til Íslands og halda tónleika, en
ekki gefist tími til þess að skipu-
leggja það fyrr en nú,“ segja hjónin í
samtali við Morgunblaðið. „Þegar
okkur gafst tækifæri til að syngja í
þessum frábæra tónleikasal slógum
við að sjálfsögðu til. Við höfum
hlakkað mikið til að syngja hér.
Einnig er frábært að vinna með
Önnu Guðnýju, sem er mjög fær pí-
anóleikari.“
Nielsen og Kaldalóns
Fyrri hluti tónleikanna er tileink-
aður norrænni tónlist. Íslenskar
perlur á borð við Draumalandið og
Hamraborgina í flutningi Magnúsar
eru fyrstar á efnisskránni. Þá syngur
Randi þrjú lög á sænsku eftir Sibel-
ius og loks munu þau bæði flytja
nokkur verk eftir Carl Nielsen. „Við
vildum flytja að hluta norræna tón-
list á þessum tónleikum og óperutón-
list að hluta. Magnús vildi syngja ís-
lensk lög og mig langaði til að við
flyttum danska tónlist. Við völdum
því lög eftir Carl Nielsen, sem er
góður fulltrúi hennar. Verkin sem
við flytjum eru mjög dæmigerð fyrir
tónlist hans,“ segir Randi. „Við mun-
um enda tónleikana fyrir hlé á aríu
úr óperunni Saul og David eftir Niel-
sen sem er ekki eins þekkt og önnur
ópera hans, Maskerade. En tónlistin
í henni er ekki síður falleg,“ bætir
Magnús við, en segist ekki vita hvort
arían hafi verið flutt á Íslandi áður.
Seinni hluti tónleikanna er tileink-
aður aríum og dúettum úr óperum
eftir Tsjaíkovskíj og Verdi, en Randi
og Magnús tóku í vetur þátt upp-
færslu á Macbeth eftir Verdi á veg-
um Det Nordjyske Operakompagni.
Hlutu þau bæði lofsamlega dóma í
fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í
hlutverkum Lady Macbeth og Mac-
duff og munu hlustendur hlýða á
tvær aríur úr því verki. „Við munum
auk þess syngja aríur úr Jevgení
Ónegin eftir Tsjaíkovskíj, sem eru á
rússnessku. Á tónleikunum ætlum
við því að útskýra fyrir áheyrendum
um hvað þær fjalla,“ segir Randi.
„Við munum svo enda tónleikana á
mjög fallegum ástardúett úr Ótelló
eftir Verdi.“
Tónleikarnir annað kvöld hefjast
kl. 20.
Flytja norræn verk
og óperutónlist
Morgunblaðið/Golli
Randi Gíslason sópran, Magnús Gíslason tenór, og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Salnum. MÁLVERKASÝNINGIN
„Augnablik …“ verður opnuð í
Húsi málaranna í dag, laugardag,
kl. 14. Þar sýnir Ari Svavarsson
26 málverk sem unnin eru í akrýl
á tré. Um er að ræða fyrstu
einkasýningu Ara en í verkunum
leitast hann við að lýsa tilfinn-
ingalegum tíma, því augnabliki
þegar allt virðist vera að ganga
upp.
Hús málaranna, Eiðistorgi 11,
er opið frá fimmtudegi til sunnu-
dags milli kl. 14 og 18.
Augnablik í
Húsi málaranna
Í EDEN í Hveragerði stendur
nú yfir sýning Hannesar
Scheving á 38 akrýlmyndum,
að mestu unnum á þessu og
síðasta ári.
Þetta er áttunda myndlist-
arsýning Hannesar Scheving
og mun hún standa yfir til 16.
júní.
Hannes
sýnir í
Eden