Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FREYJUKÓRINN heldur sína ár- legu vortónleika í Reykholtskirkju á morgun, sunnudag, og hefjast þeir kl. 15. Þar flytur kórinn fjölbreytt efni, bæði innlent og erlent, fram koma einsöngvarar og nýr kvartett. Stjórnandi kórsins er Zsuzsanna Budai og undirleik annast þau Stein- unn Árnadóttir og Haukur Gíslason. Einsöngvarar eru Kristín Magda- lena Ágústsdóttir og Unnur Sigurð- ardóttir. Aðgangseyrir 1.500 kr., frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Vortónleikar Freyjukórsins AFRAKSTUR síðasta vetrar hjá hönnunardeild Listaháskóla Íslands mun verða til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á sýn- ingu sem nefnd hefur verið: Hönn- unaræska. Þarna má sjá ótal dæmi um hönnun, prótótýpur, líkön, mark- aðsfræði, tískulínur í fötum og fram- setningu. Sýningin hefst í dag með opnun klukkan 17.30 og tískusýning verður upp úr kl. 18 þar sem sýndar verða fatalínur nemenda deildarinn- ar með tónlist sem einnig er gerð innan veggja hennar. Tískusýning þessi mun verða kvikmynduð og síðan sýnd allan sýn- ingartímann. Grafísk hönnun mun verða sýnd á fjölbreyttan máta, til dæmis með uppsettum álímdum verkum, mynd- máli, teikningum og á mörgum tölvu- skjám þar sem áhrifa margmiðlunar- tækni gætir verulega. Þrívíðar prótótýpur verða til sýnis ásamt tækniteikningum og hreyfanlegum tölvumyndum þar sem rannsakaðar hafa verið ýmsar útfærslur. Sýningunni lýkur 18. júní. Sýning hönnunar- deildar LÍ BJÖRG Sveinsdóttir sýnir í Kaffitári Laugavegi 91 s/h myndir teknar á hljómleikum hljómsveitarinnar Sig- ur Rósar í Laugardalshöll, Lista- safni Reykjavíkur, Montreux í Sviss og Barbican-listamiðstöðinni í Lund- únum árin 2001 og 2002. Björg hefur tekið ljósmyndir af ís- lenskum hljómsveitum síðan 1987. Hún hélt sýningu á myndum í Japís á Laugavegi á síðasta ári. Myndir eftir hana hafi birst í Morgunblaðinu og ýmsum öðrum blöðum og tímaritum innlendum sem erlendum. Hún hef- ur einnig átt fjölda mynda í bókum um íslenska rokktónlist og á hljóm- plötuumslögum. Sýningin er opin á verslunartíma. Henni lýkur 1. ágúst. Sýnir myndir af Sigur Rós SÝNING á verkum bandaríska lista- mannsins Marks Normans Brosseaus verður opnuð í Galleríi Skugga, Hverfisgötu, í dag kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina „Space Project“ og vísar til þeirrar rýmis- hugsunar sem Mark leggur áherslu á í verkum sínum. Í kjallara gallerísins mun Mark vinna málverksinnsetningu en verk hans á efri hæð gallerísins saman- stendur af texta og ætingum. Í Klefanum verður myndskyggn- um varpað á vegg, þar sem gefur að líta umhverfisverk sem listamaðurinn vann utanhúss í Straumi við Vatns- leysuströnd. Mark hefur verið við störf hérlend- is í eitt ár á vegum Fulbright-stofn- unarinnar. Hann lauk BA-gráðu í Stúdíólistum frá Dartmouth College 1998, og MFA-gráðu í myndlist frá University of Pennsylvania 2001. Í ágústmánuði lýkur dvöl Marks hér- lendis en í október hefur honum verið boðið að sýna með myndlistarmann- inum Frank Stella í Paul Kasmin Gallery í New York. Um áramót held- ur Mark til Senegal þar sem hann hyggst sinna sjálfboðaliðastörfum. Sýningin stendur til sunnudagsins 23. júní nk. Galleríið er opið frá kl. 13– 17 alla daga nema mánudaga. Rýmishugsun í Skugga Í MENNINGARMIÐSTÖÐ Horna- fjarðar standa nú yfir tvær sýningar í húsnæði sem áður hýsti Vöruhús KASK á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða Jöklasýningu og sýningu á verkum Svavars Guðnasonar. Sýn- ingarnar verða opnar daglega frá kl. 13–18 og 20–22 í allt sumar. Jökla- sýningin er nú opnuð í þriðja sinn en var fyrst opnuð sumarið 2000 í sam- starfi við Reykjavík – Menningar- borg 2000. Sýningin er ætluð sem undanfari varanlegs jöklaseturs á Hornafirði. Kjarni sýningarinnar eru 18 fræðsluspjöld í máli og mynd- um. Á þeim er fjallað um eðli jökla og sambúð manns og jökuls. Á hinni sýningunni er úrval verka hornfirska listamannsins Svavars Guðnasonar, en sveitarfélagið Hornafjörður á tæplega eitthundrað listaverk eftir Svavar. Flest þeirra eru gjöf frá Ástu Eiríksdóttir, ekkju Svavars Guðnasonar, og vinum þeirra hjóna. Tvær sýningar á Höfn ÚTSKRIFAÐIR verða í dag kenn- arar frá Kennaraháskóla Íslands. Í hópi útskriftarnemenda eru þær Heiða Guðmundsdóttir og Vala Kar- en Guðmundsdóttir sem hafa valið sér kjörsvið í textílmennt. Lokaverkefni þeirra var nokkuð óvenjulegt. Í stað þess að skrifa ritgerð tóku þær þann kost, í samráði við leiðbeinanda sinn, Fríði Ólafsdóttur dósent, að leita samstarfs við Þjóðminjasafn Íslands um að gera safnfræðslukistu um ull og tóvinnu sem Þjóðminjasafnið mun lána út til skóla. Safnið hefur um ára- bil haft ýmsar slíkar kistur til útlána en því er mikill fengur að nýrri tó- vinnukistu. Í henni er ull á ýmsum vinnslustigum og tóvinnuáhöld sem nemendur geta æft sig í að nota: snældur, kambar, prjónastokkur og nálhús. Einnig er þar myndband um íslensku ullina og glærur um tóvinnu auk fræðsluefnis og verkefna sem Vala og Heiða hafa safnað og samið. Kista um ull og tóvinnu HAMLET eftir Shakespeare verður meðal verkefna Leikfélags Ak- ureyrar á næsta leikári og eru æf- ingar þegar hafnar. Leikstjóri verður Sveinn Einarsson, en í hlut- verkum Hamlets og Ófelíu verða tveir nýútskrifaðir leikarar, Ívar Örn Sverrisson og Arnbjörg Vals- dóttir. Tveir kornungir bresk- menntaðir leikarar stíga sín fyrstu spor á íslensku leiksviði í sýning- unni, en það eru þeir Jón Ingi Há- konarson og Sigurður Þ. Líndal. Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Jakob Þór Einarsson verða öll í veigamiklum hlutverkum, sem og Sigurður Karlsson, sem kemur sem gestaleikari frá Leikfélagi Reykja- víkur. Búninga og leikmynd hannar Elín Edda Árnadóttir. Sigurður Hróarsson leikhússtjóri segir Hamlet með stærri verk- efnum sem Leikfélagið hefur tekist á hendur. „Þetta er í stærra lagi fyrir lítið leikhús og Hamlet í sjálfu sér alltaf stórt verkefni, fyrir hvern sem er, hvar sem er. Leikfélagið hefur beðið lengi eftir rétta tím- anum og rétta tækifærinu til að takast á við verkefni af þessu tagi. Á undanförnum árum höfum við verið að vinna okkur út úr vissum vanda sem félagið var í, en í dag stendur það vel og á fjárhagslega öruggum fótum. Þá gafst rétta tækifærið. Við Sveinn Einarsson sammæltumst reyndar um það fyrir þónokkrum árum að hann kæmi hingað til að leikstýra, þótt atvikin hagi því þannig nú, að þegar sýn- ingar hefjast hef ég látið af störfum og nýr leikhússtjóri, Þorsteinn Bachmann, verður tekinn við.“ Frumsýning á Hamlet hjá Leik- félagi Akureyrar verður 28. sept- ember. Morgunblaðið/Kristján Samkomuhúsið á Akureyri, heimili Leikfélags Akureyrar. Hamlet hjá LA OFARLEGA í vesturbæ Manhatt- aneyju eru mæðgurnar Meg (Jodie Foster) og Sara (Kristen Stewart), dóttir hennar um fermingu, að búa sig undir svefninn. Framundan fyrsta nóttin í íbúðinni sem þær voru að kaupa, glæsilegri eign á þremur hæðum í virðulegri múrsteinsbygg- ingu á einum dýrasta stað á jarðríki. Þeim er heldur ekki aura vant því Meg er nýskilin við margmilljarða- mæringinn mann sinn, sem búinn er að finn nýrri árgang af hjásvæfu. Á hinn bóginn kemur í ljós að mikið vantar uppá öryggið í þessari svim- andi fögru fasteign – jafnvel þótt hún sé útbúin öryggisklefa, griðastað með öllum hugsanlegum hátækniútbúnaði þar sem eigandinn getur leitað skjóls bak við margfaldar stáldyr og járn- benta steinsteypu ef utanaðkomandi hætta steðjar að. Öryggisherbergið, eða „panic room“, setur hroll að Meg, engu að síður þarf hún á skjóli þess að halda strax fyrstu nóttina. Hún vaknar upp, sér á sjónvarpsskjánum sem fylgist með öllu í þessari risa- vöxnu íbúð, að þrír óboðnir gestir hafa ráðist til inngöngu. Meg vekur Söru og hraða mæðgurnar sér síðan í virkið. Það má ekki tæpara standa, þungar stálhurðirnar smella á nef bófanna. Innbrotsþjófarnir eru þrír; auð- mannssonurinn Junior (Jared Leto), öryggisskápasmiðurinn Burnham (Forest Whitaker) og bófinn Raoul (Dwight Yoakam). Junior er einn af erfingjum nýlátins, sérviturs auðkýf- ings, eiganda íbúðarinnar á undan Meg. Junior hefur komist að því að karlinn á falið morð fjár í leynihólfi í öryggisherberginu og veit nú enginn af því annar en hann. Íbúðin selst hinsvegar fyrr en talið var og vand- ræðin byrja hjá Junior og samverka- mönnum hans um leið og þeir stíga inn fyrir dyrnar. Samstundis hefst þráskák bragð- vísi og blekkinga sem verður æ harð- svíraðri. Ræningjarnir gera hvað þeir geta að komast að fjársjóðnum, mæðgurnar verjast með ráðum og dáð auk þess sem þær reyna að ná sambandi við umheiminn, sem er ill- mögulegt. Þá er Sara litla með syk- ursýki og þarf fljótlega að fá insúl- ínskammtinn sinn, sem er utan klefaveggjanna. Svo sem ekki margflókinn sögu- þráður og ekki tiltakanlega frumleg- ur. Manni skilst að öryggisherbergi sem þessi séu að verða æ algengari úti í hinum stóra heimi og sjálfsagt tímaspurning hvenær auðlegð, of- sóknaræði og stigmagnaður djöful- skapur afbrotamanna í okkar eigin umhverfi verður þess valdandi að þau verða hluti af íslenskum raunveru- leika. (Ef þau eru ekki orðin það.) Kringumstæður sem þessar geta tæpast skapast nema í skáldskap og lipur handritshöfundur, David Koepp (Jurassic Park, Carlito’s Way, Spider Man), gætir þess að ofbjóða ekki skynsemismörkum áhorfandans. Sögufléttan heldur lengst af, uns fer að reyna á þolrifin undir lokin. End- urtekningar verða að aðgerðaleysi og endalokin gömul lumma að hætti The Treasure of the Sierra Madre. Leikurinn er upp og ofan. Mest mæðir á Jodie Foster, sem getur sýnt ágæta tilburði þegar efnið hentar hennar kuldalega, nánast fráhrind- andi persónuleika. Sem hin varnar- lausa og örvinglaða móðir er hún ámóta sannfærandi og Roy Keane í kvenmannsklæðum. Leikararnir sem túlka hinn ólíka hóp innbrotsmann- anna eru nokkuð þéttir en lítil per- sónueinkenni og óspennandi sam- ræður hjálpa þeim ekki frekar en Foster. Þrátt fyrir allt er Panic Room vönduð og vel gerð afþreying í flesta staði og ekki við David Fincher að fást þótt árangurinn í heild sé aðeins í rösku meðallagi. Myndinni er vel leikstýrt, hún er vel klippt og tekin enda úrvalsmannskapur á borð við Conrad Hall, Darius Khondji og Howard Shore í ábyrgðarstöðum. Fincher heldur því áfram að vera einn þeirra leikstjóra sem hvað mest- ar vonir eru bundnar við nú um stundir. Hann kom fyrst á óvart með fáséðri tónleikamynd með Aeros- mith, þeim ódrepandi hörkurokkur- um (prýdd Aliciu Silverstone, Edw- ard Furlong, Liv Tyler, dóttur Stevens o.fl.). Í kjölfarið komu þrjár, einkar athyglisverðar og sterkar myndir: Alien 3, Seven og The Fight Club. Vonandi verður handrit Mis- sion: Impossible 3, næstu myndar hans, mun bitastæðara en það sem hann glímir við að þessu sinni. Ófriður í öryggisklefa „Þrátt fyrir allt er Panic Room vönduð og vel gerð afþreying.“ KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjóri: David Fincher. Handrit: David Koepp. Kvikmyndatökustjórar: Conrad W. Hall og Darius Khondji. Tónlist: How- ard Shore. Aðalleikendur: Jodie Foster, Forest Whitaker, Dwight Yoakam, Jared Leto, Kristen Stewart, Ann Magnuson. Sýningartími 110 mín. Columbia. Banda- ríkin 2002. PANIC ROOM/ÖRYGGISHERBERGIÐ ½ Sæbjörn Valdimarsson SUMARTÓNLEIKARÖÐIN Bláa kirkjan á Seyðisfirði fer nú af stað í fimmta sinn. Tónleikar verða tíu að þessu sinni og sem fyrr haldnir í Seyðis- fjarðarkirkju á mið- vikudagskvöldum kl. 20.30. Fyrstu tónleik- arnir verða 19. júní og koma þá fram Borgar- dætur, Ellen Krist- jánsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Berg- lind Björg Jónasdótt- ir. Páll Óskar Hjálm- týsson og Monika Abendroth hörpuleik- ari verða á tónleikum 26. júní. Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla 3. júlí, en Aðal- heiður Borgþórsdóttir mun m.a. syngja með honum. Ásgerður Júní- usdóttir mezzosópran verður á tón- leikunum 10. júlí ásamt Hildi Högnadóttur píanóleikara. Frá Þýskalandi koma gestir á tónleikunum 17. júlí. Það er org- elleikarinn Wolfgang Portugall og kona hans, Judith Portugall flautu- leikari. Tónleikarnir 24. júlí eru gospeltónleikar. Þar koma fram Patricia Randolph söngvari og Edward Cohee píanóleikari. Þau munu halda gospelnámskeið fyrir söngvara og hljóðfæraleikara dag- ana 23. og 24. júlí og munu þátttak- endur væntanlega taka þátt í tónleikunum um kvöldið. Djasssöngkonan Kristjana Stefánsdótt- ir kemur á tónleikana 31. júlí, ásamt djass- píanóleikaranum Agn- ari Má Magnússyni. Frá Amsterdam hinn 7. ágúst kemur dúett- inn Gunnhildur Ein- arsdóttir, sem spilar á barokkhörpu, og Paul Leenhout, sem spilar á blokkflautur. Norskt tónlistarfólk verður á tónleikum 14. ágúst í tilefni af norskum dög- um á Seyðisfirði dagana 11.–18. ágúst. 21. ágúst verða lokatónleikar og er efnisskráinn tileinkuð þeim bræðrum Jónasi og Jóni Múla Árnasonum, sem bjuggu á Seyðis- firði á æskuárum. Einar Bragi Bragason, saxófónleikari og tónlist- arskólastjóri á Seyðisfirði, skipu- leggur tónleikana ásamt Ágústi Ár- mann Þórlákssyni frá Neskaupstað og fleira tónlistarfólki af Austur- og Suðurlandi. Breitt efnisval á tónleikum Bláu kirkjunnar Ásgerður Júníusdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.