Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMRÆÐUR Í ANDARSLITRUM? Óskar Guðmundsson, blaðamað-ur og rithöfundur, segir í greinhér í Morgunblaðinu í gær: „Þegar ég horfi til baka finnst mér eins og lýðræðisleg umræða hafi stað- ið betur fyrir tuttugu árum en hún gerir í dag. Stundum er meira að segja eins og hún sé í andarslitrum.“ Greinarhöfundur vísar til þeirrar fjölbreytni, sem áður einkenndi dag- blaðaútgáfu á Íslandi, þegar stjórn- málaflokkar stóðu að útgáfu dagblaða, sem nú eru ekki lengur til. Hann telur að fjölmiðlar starfi í „skugga þröngs eignarhalds og pólitísks forræðis hægrimanna“. Ennfremur telur hann að lengdarmörk á greinum og langur biðtími eftir birtingu þeirra þýði að takmarkanir hafi verið settar á skoð- anaskipti og „fjölmiðlarnir halda áfram að þrengja að umræðunni“. Á þessi gagnrýni við rök að styðj- ast? Ef miðað er við það tuttugu ára tímabil, sem Óskar Guðmundsson vís- ar til er óhætt að fullyrða, að opinber- ar umræður eru miklu fjölbreyttari og mun fleiri taka þátt í þeim en fyrir tveimur áratugum. Þrjár sjónvarps- stöðvar hafa orðið líflegur vettvangur umræðna um þjóðfélagsmál. Í dagleg- um umræðuþáttum eru öll helztu mál, sem á döfinni eru, brotin til mergjar bæði í sjónvarpsstöðvum og útvarps- stöðvum. Það er engin leið að halda því fram, að þeir umræðuþættir og val á þátttakendum í þeim endurspegli „þröngt eignarhald og pólitískt for- ræði hægrimanna“. Dagblöðum hefur vissulega fækkað. En Morgunblaðið birtir dag hvern mikinn fjölda aðsendra greina, miklu fleiri en fyrir tuttugu árum. Stað- reyndin er sú að þátttakendum í um- ræðum á þessum vettvangi hefur fjölgað mjög á þessu tímabili. Það eru ekki lengur „fáir útvaldir“, þ.e. stjórn- málamenn eða sérfræðingar, sem lýsa skoðunum sínum á málefnum líðandi stundar á síðum Morgunblaðsins held- ur allur almenningur í landinu. Þetta er stórkostleg breyting til batnaðar og óhætt að fullyrða, að í fáum löndum er lýðræðisleg umræða jafnmikil, með þátttöku alþýðu manna og einmitt hér á Íslandi. Þau lengdarmörk, sem sett eru á birtingu aðsendra greina í Morgun- blaðinu, eru ekki til þess fallin að tak- marka skoðanaskipti eða þrengja að umræðunni. Þau eru náttúrlega sett til þess að gera blaðinu kleift að veita viðunandi þjónustu á þessu sviði en þau eiga einnig þátt í að hvetja höf- unda til þess að skrifa agaðri texta en ella. Það er vissulega rétt hjá Óskari Guðmundssyni að biðtími greina getur orðið langur og stundum óhóflega langur en það á þó fyrst og fremst við í aðdraganda kosninga. Þremur vikum fyrir kosningarnar í vor biðu nær 200 greinar birtingar á ritstjórn Morgun- blaðsins. Blaðið var stækkað verulega fram að kosningum til þess að unnt væri að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu blaðsins að koma sjónarmiðum greinarhöfunda á framfæri. Og ekki má gleyma því að greinarhöfundar eiga kost á því að fá greinar sínar birt- ar án nokkurra lengdarmarka á net- útgáfu Morgunblaðsins, sem er mest lesna netútgáfan í landinu. Þótt dagblöðum hafi fækkað hefur útvarpsstöðvum fjölgað. Líflegar um- ræður fara líka fram á hinum ýmsu netútgáfum. Þegar á heildina er litið fer því fjarri að þjóðfélagsumræður á Íslandi séu í andarslitrum. Þvert á móti má fullyrða, að þær hafi aldrei verið blóm- legri en nú ekki sízt vegna þess hve mikill hlutur almennra borgara er í þeim umræðum. VIÐSKIPTI VIÐ ÚTLÖND Á RÉTTRI LEIÐ Mjög hefur dregið úr viðskipta-hallanum við útlönd undanfarin misseri. Á fyrsta fjórðungi ársins var hann 1,5 milljarðar króna en á sama tímabili í fyrra var hann 18,5 millj- arðar króna. Minni viðskiptahalli staf- ar einkum af miklum samdrætti í inn- flutningi, 16,1% á föstu verðlagi, en útflutningur jókst einnig lítillega, 1,6% að raungildi, á tímabilinu. Þetta er jákvæð þróun sem ber að fagna eftir viðvarandi mikinn halla á viðskiptum við útlönd í mörg ár. Samkvæmt síðustu spá Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fyrir að við- skiptahallinn verði 15,8 milljarðar króna árið í heild. Ef svo fer sem fram horfir þá eru talsverðar líkur á að hallinn verði minni en spá Þjóðhags- stofnunar gerir ráð fyrir. Er það merki um að hagkerfið sé að ná betra jafnvægi eftir þenslu undanfarinna ára þegar einkaneysla og fjárfesting- ar voru meiri en góðu hófi gegnir. Í markaðsyfirliti Íslandsbanka fyr- ir júní kemur fram að ýmislegt bendi til þess að mesta samdráttarhrinan í einkaneyslu sé að baki og að skammt sé í vöxtinn. Aftur á móti séu heimilin í landinu skuldsett og það setji bönd á vöxtinn. Því verði að telja ólíklegt að þjóðarútgjöld taki að vaxa svo neinu nemi fyrr en í fyrsta lagi undir lok árs. Þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi minnkað á milli ára og stórlega dregið úr verðbólgu verður að forðast að nýtt þensluskeið líti dagsins ljós. Gæta þarf fyllsta aðhalds bæði hjá hinu op- inbera og í einkageiranum ef ekki á að stefna stöðugleikanum í hættu. Á fyrsta ársfjórðungi voru hreinar þáttatekjur neikvæðar um 5,5 millj- arða króna en á sama tímabili í fyrra voru þær neikvæðar um 8,5 milljarða. Þar munar mest um minni vaxtabyrði af erlendum skuldum vegna vaxta- lækkana á erlendum lánamörkuðum. Ólíklegt má þó telja að vextir lækki frekar í Evrópu og Bandaríkjunum á næstunni þrátt fyrir að efnahagsbat- inn hafi verið hægari þar en gert var ráð fyrir. Fjárútstreymi vegna erlendra verð- bréfakaupa nam 9,6 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins sem er nær helmingi meira en á sama tímabili í fyrra. Þetta eru athyglisverðar tölur, þá sérstaklega í ljósi þess að síðustu tólf mánuði hafa helstu hlutabréfa- vísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu lækkað umtalsvert en á sama tíma hefur Úrvalsvísitala aðallista hækkað um tæp 20%. JOEL Chipkar frá Kanadaog iðkandi Falun Gong,sem staddur er hér á landivegna komu Jiangs Zem- ins forseta Kína til landsins í næstu viku, segist ekki óttast að sér verði vísað úr landi eða að ís- lensk stjórnvöld ákveði að meina Falun Gong iðkendum inngöngu í landið. Hann áætlar að um 10 manns á vegum Falun Gong séu hér á landi vegna komu kínverska forsetans og segir aðspurður ekki ólíklegt að nokkur hundruð iðk- endur komi til landsins á næstu dögum. Chipkar er fatseignasali, búsett- ur í Toronto í Kanada og á og rek- ur eigið fyrirtæki. Hann segist hafa ferðast vítt og breitt vegna Falun Gong og heimsótt mörg lönd í þeim tilgangi að vekja máls á mannréttindabrotum kínverska forsetans. „Við erum komin til Íslands til að vekja íslensku þjóðina til um- hugsunar um glæpi sem Zemin forseti hefur gerst sekur um gagn- vart meðlimum Falun Gong í Kína. Við erum einnig hingað komin til að vekja máls á því að forsetinn hefur ferðast til annarra landa og þrýst á stjórnvöld um að aðstoða hann í ofsóknunum með því að breiða út lygar um Falun Gong,“ segir Joel Chipkar. Hann bendir á að bandarísk og kanadísk stjórn- völd og fjölmörg Evrópuríki hafi fordæmt ofsóknir Kínverja í garð Falun Gong. Chipkar leggur áherslu á að Falun Gong iðkendur „mótmæli“ ekki. heldur vilji með nærveru sinni minna kínverska forsetann á þau mannréttindabrot sem hann hefur framið. Þá ræði Falun Gong iðkendur gjarnan við stjórnvöld, fjölmiðla og ýmis samtök í þeim ríkjum sem forsetinn heimsækir. Hann segist ekki trúa því að ís- lensk stjórnvöld meini Falun Gong iðkendum inngöngu í landið og segir að með þrýstingi sínum sé kínverski forsetinn í raun að sverta orðspor Íslands á sviði mannréttindamála. Hann óttast ekki að sér verði vísað úr landi. „Ef fólki verður vís- að héðan úr landi mun það líta mjög illa út fyrir Ísland á al- þjóðavettvangi.“ Hann fullyrðir að aldrei hafi komið til átaka milli lögreglu og Falun Gong iðkenda. Chipkar nefnir sem dæmi að hann hafi tek- ið þátt í mótmælagöngu vegna fundar Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar í New York í fyrra. Til mikilla óeirða kom í tengslum við mótmælin en Chipkar bendir á að lögreglan hafi beðið Falun Gong iðkendur sérstaklega að halda sig fremst í göngunni vegna þess að þeir myndu ekki verða til vand- ræða. Aðrir mótmælendur gripið til ofbeldisverka en iðkendur Falun Gong. Joel Chipkar segir ekke tengslanet vera milli Falun iðkenda og að Falun Gong ekki sem samtök eins og st sé haldið á lofti. Hann segi komið einn hingað til land nokkrir kanadískir félaga sem einnig iðki Falun Gon líka hér á landi. Hann segi komið hingað fyrst og frem vegna komu forsetans og m halda af landi brott þegar sókn hans lýkur. Hann bætir við að verði Gong iðkendum meinuð in í landið muni þeir ekki grí beldis af neinu tagi heldur þrýstingi með lögformlegu um. Hann segir að það mu landi og þjóð til mikillar sk verði það niðurstaðan. Segja Ísland haga eins og alræðisrík Í tilkynningu á heimasíð lýsingamiðstöðvar kínvers takanna Falun Gong (www uninfo.net) segir að vestræ lýðræðisríki hafi beygt sig ræðisstjórn, og er þar skír til þeirrar ákvörðunar ísle lendingaeftirlitsins að neit félaga í samtökunum um v bréfsáritun til Íslands. Mun líta illa út á alþj ÞRÁTT fyrir að mótmæla-aðgerðir Falun Gong hafialla tíð verið friðsamleg-ar eru liðsmenn hreyf- ingarinnar afar aðgangsharðir og reyna hvað þeir geta til þess að komast sem næst ráðamönnum sem þeir eru að mótmæla. Þetta kom fram á fundi í dómsmálaráðu- neytinu í gær þegar kynntar voru aðgerðir stjórnvalda vegna fyrir- hugaðrar komu um 300–400 Falun Gong-liða á sama tíma og Jiang Zemin, forseti Kína, heimsækir Ís- land í næstu viku.Þar kom einnig fram að fulltrúar Falun Gong sem lögreglumenn hér á landi hafa rætt við, hafa neitað að verða við til- mælum lögreglu um að halda sig á tilteknum stöðum við mótmælin. Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, seg- ir að af þessum sökum óttist ís- lensk stjórnvöld að mótmælin fari úr böndunum enda sé íslenska lög- reglan tiltölulega fámenn miðað við þann mikla fjölda sem talið er að ætli að mótmæla hér á landi. Fari mótmælin úr böndunum geti slíkt hæglega valdið almannahættu. Ekki sé heldur hægt að líta fram hjá því að kínverska forsetanum fylgi 30 vopnaðir lífverðir sem muni efalaust grípa til vopna telji þeir öryggi hans ógnað. Þá séu Ís- lendingar skuldbundnir til að tryggja öryggi þjóðhöfðingja og annarra gesta sem sækja landið heim sem fulltrúar annarra ríkja. Upplýsingar frá FBI og Interpol Nokkrir dagar eru síðan íslensk stjórnvöld fengu upplýsingar um að nokkur hundruð, líklega um 300–400, félagar og áhangendur Falun Gong-hreyfingarinnar hygð- ust koma til mótmæla hér á landi. Jiang Zemin kemur hingað á fimmtudag í boði forseta Íslands og dvelur hér í fjóra daga. Hafa stjórnvöld fengið upplýs- ingar um þetta frá erlendum lög- regluyfirvöldum, þ.m.t. frá FBI og Interpol. Jafnframt hefur lögregl- an aflað sér lista með nöfnum Fal- un Gong-liða og áhangenda sam- takanna. Verður notast við þessi gögn til að koma í veg fyri ið geti tekið þátt í mótmæl landi. Fólkinu verður ýmist n vegabréfsáritun, meinuð la eða því vísað úr landi. Þar sókn Jiangs Zemin lýku haldið uppi eftirliti á inn mærum Íslands að öðrum en-ríkjum. Þeir Björn Friðfinnsso neytisstjóri og Stefán E skrifstofustjóri dómsm neytisins segja þessar aðg ekki miða að því að hefta arfrelsi eða koma í veg f samleg mótmæli. Þær göngu gerðar í því skyni a allsherjarreglu og gera ís lögreglumönnum kleift að yggis þjóðhöfðinga sem sæ ið heim í boði íslenskra stjó Falun Gong er friðsaml Aðgangsh friðsöm m Búist við yfir 300 liðsmönnum í Falun Gong þegar f Brot úr myndbandsupptöku sem Falun Gong-iðkandi tók 14. mars á þessu ári og sýnir lög- reglumenn fjarlægja Falun Gong-iðkendur í hungurverkfalli í Hong Kong. Ið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.