Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Aðstoðarmaður for- sætisráðherra kveinkar sér hástöfum undan gagnrýni minni á skýrslu hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um kostnaðinn við hugsanlega inngöngu landsins í ESB. Aðstoð- armaðurinn sakar mig um ómaklega árás á stofnunina, án þess að ég færði efnisleg rök fyrir fullyrðingum mín- um. Ég skal með glöðu geði ítreka og rökstyðja gagnrýni mína ef það má verða til þess að hann og húsbóndi hans skilji hana betur. Frakkar sjöfaldi framlag sitt? Skýrsla Hagfræðistofnunar gerir ráð fyrir að þaki á útgjöldum ESB verði lyft úr 1,27% af vergri lands- framleiðslu aðildaríkjanna upp í 1,4%. Það er hinsvegar alls ekki stefna ESB, heldur á að fara útí umfangs- miklar kerfisbreytingar til að hag- ræða útgjöldum undir 1,27% þakinu. Þessi forsenda er því einfaldlega röng. Þar fyrir utan þarf það að fara í gegnum þjóðþing allra aðildarríkjn- anna ef lyfta á þakinu. Og dettur til að mynda einhverjum heilvita manni í hug að Frakkar samþykki sjöfalt framlag til ESB, eins og raunin yrði er þakið yrði hækkað með þess- um hætti? Nei, að sjálf- sögðu ekki. Því er út- reikningur stofnun- arinnar á kostnaði Íslands við aðild að ESB fjarri öllu lagi. Forsendurnar eru rangar og því er niður- staðan það augljóslega einnig. Hagnaður samfélagsins Þá eru styrkir til sjávarútvegsins ekki teknir inn í útreikning- inn, en þeir myndu væntanlega nema nokkrum milljörðum. Útgjöld okkar til landbúnaðarmála myndu falla nið- ur og ávinningurinn af evrunni er ekki tekinn með. Til að mynda mat hnattvæðingarnefndin það svo að heimilin í landinu myndu spara 10–20 milljarða á ári í formi lægri vaxta. Að sleppa ávinningnum og meta einungis kostnaðinn með þessum fáránlegu forsendum er dæmalaust. Þótt ríkið hafi hreinan kostnað af aðild upp á nokkra milljarða má því reikna með að hreinn hagnaður þjóð- félagsins alls við aðild væri a.m.k. þre- faldur á við það. Við inngöngu í ESB væri því verið að fórna minni hags- munum ríkisins fyrir meiri hagsmuni atvinnulífsins og heimilanna í landinu. Í sinni einföldustu mynd er aðildar- gjald tilfærsla á fjármagni til þriðja stjórnsýslustigsins, sameiginlegrar evrópskrar stjórnsýslu. Þetta er sumsé ekki tapað fé, frekar en útgjöld sveitarfélaga. Ótrúverðug upplýsingaöflun Það er með hreinum ólíkindum í hvaða farveg forsætisráðherra er að reyna að færa umræðuna um ESB að- ild. Hann niðurlægir utanríkisráð- herra með því að hafa ekki einu sinni samband við ráðuneytið þegar skýrsl- an er unnin! Það ætti hinsvegar að vera verkefni og skylda ríkisstjórn- arinnar í heild að afla bestu fáanlegu upplýsinga um kosti og galla aðildar að ESB. Líkt og ríkisstjórn Finna stóð fyrir á sínum tíma þegar landið var í aðildarferlinu. Í staðinn er verið að keppa um upplýsingaöflun og hún um leið gerð ótrúverðug í sjálfu sér. Villandi vinnubrögð Bryndís Hlöðversdóttir ESB Dettur einhverjum heil- vita manni í hug, spyr Bryndís Hlöðversdóttir, að Frakkar samþykki sjöfalt framlag til ESB, eins og raunin yrði er þakið yrði hækkað með þessum hætti? Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. ÍSLENSK umræðu- hefð býður að menn skiptist í flokka með og á móti. Annar flokkur- inn hefur það hlutverk að draga fram allt sem er jákvætt og með en hinn flokkurinn leggur á borðið allt sem er neikvætt og á móti. Það tilheyrir hefðinni að verja mestu rúmi í umræður um forsend- ur talna og spádóma en forðast kjarna máls og meginhugmyndir. Margt bendir til þess að tilraunir séu nú gerðar til þess að þvinga umræðu um það hvort Ís- lendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu inn í þennan gamalkunna farveg. Tveir stjórn- málaflokkar, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, eru að búa sig undir að svara þeirri spurningu hvort þeir eigi að hafa það sem op- inbera stefnu sína að sótt verði um aðild. Samfylkingin brýtur blað í sögu flokkslýðræðis á Íslandi með því að taka afstöðu í innanflokks- kosningum næstkomandi haust. Framsóknarflokkurinn mun vænt- anlega komast að niðurstöðu um svipað leyti á miðstjórnarfundi sín- um. Já eða nei ekki tímabært Í þessari ákvarðanatöku er ekki verið að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Engin ástæða er til þess að fylgismenn þessara flokka fari að skipa sér í andstæðar fylkingar vegna spurn- ingarinnar um aðild. Þeirrar spurningar verður ekki spurt fyrr en eftir nokkur ár og þá mun henni verða svarað í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í slík- um atkvæðagreiðslum er ekki nema eðlilegt, eins og dæmin sanna úr grannlöndum okk- ar, að stuðningsmenn flokka skipi sér ýmist í hóp andstæðinga eða fylgjenda aðildar. Nú er hins vegar verið að fást við það hvort leita eigi eftir samningum um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu og freista þess í fullri al- vöru að ná samningsniðurstöðu sem fullnægir samningsmarkmiðum og þjóðarhagsmunum Íslendinga. Eina leiðin til þess að ganga úr skugga um hvort viðunandi niður- staða næst er með því að efna til formlegra samningaviðræðna. Mat forsætisráðherra eða forseta lýð- veldisins á Evrópusambandinu og erindi okkar við það er í sjálfu sér fróðlegt, en segir meira um þeirra pólitík en erindislok í samningavið- ræðum. Viðræður við Evrópusam- bandið hefjast væntanlega á því að fjallað yrði um það hvað aðilar séu ásáttir um að ræða skuli í samn- ingaviðræðum. Strax í slíkum for- mála kæmi í ljós hvort ófrávíkjan- legar samningskröfur Íslendinga væru uppi á borðinu. En það er nokkuð ljóst að sterkir aðilar á Ís- landi vilja fyrir engan mun að mál komist þó ekki væri nema á þetta stig. Það þarf ekki mikið hugarflug til þess að ætla að hér ráði ferðinni gæsla sérhagsmuna og hefðbund- inna forréttinda í íslensku atvinnu- lífi sem löngum hefur sett mark sitt á ríkisvaldið og hamlað framförum í landinu. Sanngjarnari reglur Umfram allt ættu menn að forð- ast að láta þröngva sér inn í um- ræðu þar sem andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu líta á það sem hlutverk sitt að draga fram nei- kvæðar hliðar en stuðningsmenn að- ildar telja sig nauðbeygða að ræða eingöngu um jákvæðar hliðar. Þvert á móti eigum að nýta tækifærið til þess að ræða kost og löst á aðild Ís- lands að Evrópusambandinu, draga fram allar upplýsingar, vega þær og meta, og gera okkur eins glögga grein fyrir afleiðingum og ávinning- um af inngöngu í Evrópusambandið og nokkur er kostur. Við þurfum þó að hafa skilning á því að spádómar andstæðinga aðildar um neikvæð áhrif af inngöngu t.d. Svíþjóðar, Finnlands, Danmörku og Írlands hafa reynst jafn haldlitlir og spá- dómar stuðningsmanna aðildar um jákvæð áhrif. Framtíðin hefur lag á því að verða öðruvísi en okkur varir og fyrir henni gefst ekkert „gar- antí“. Aðlögun Íslands að Evrópusam- bandinu hefur orðið okkur til far- sældar og tryggt einstaklingum og fyrirtækjum meiri rétt og sann- gjarnari reglur en áður var. Það er meginástæðan fyrir því að áhugi er fyrir því að kanna til hlítar hvort hag okkar sé ekki enn betur borgið með fullri aðild að Evrópusamband- inu, sérstaklega í ljósi væntanlegrar fjölgunar ríkja í ESB og veikari stöðu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Samningavið- ræður við ESB Einar Karl Haraldsson ESB Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu, segir Einar Karl Haraldsson, hefur orðið okkur til farsældar. Höfundur er ráðgjafi á sviði almannatengsla. S íðastliðið haust sat ég á leikvelli í Jerúsal- em og horfði á son minn leika sér, sólin speglaðist á hvítum steinum húsanna og loftið ang- aði af bleikum og bláum blóm- um. Skyndilega varð uppi fótur og fit. Ein kvennanna hafði tek- ið eftir tösku sem lá eftirlitslaus á einum bekknum og nú hlupu konurnar fram og aftur um leikvöllinn til að forða börnum sínum frá hugsanlegri hættu. Á hverju ári stend ég frammi fyrir þeirri spurningu hvort mér sé óhætt að fara með son minn að heimsækja fjölskyldu hans í Ísrael. Hvort það sé sið- ferðislega réttlætanlegt að njóta ávaxta þessa gósenlands á meðan fólk lif- ir í sárustu ör- birgð í nokk- urra kílómetra fjarlægð. Ég komst í óvenjumikla nálægð við raunveruleika þessa fólks þegar ég fór með Halldóri Ásgríms- syni utanríkisráðherra og föru- neyti hans til Jenín-flótta- mannabúðanna á Vesturbakkan- um í síðustu viku en heimsóknin var hluti heimsóknar Halldórs til Miðausturlanda. Eftir stendur minningin um mann, í rauðum bol, sem grefur enn í rústunum og berfættan strákhnokka sem horfir alvar- legur á okkur. Á húsunum í kring hanga veggspjöld með myndum af Palestínumönnum sem féllu í hernaðaraðgerðum Ísraela í Jenín. Á meðal þeirra er sex ára glaðlegur strákur og á einum stað hefur einhver dregið rautt hjarta um andlit hans. Við göngum á stökum skóm, rifnum tuskum og á ein- um stað tekur samferðamaður minn upp rispaðan snaga úr eldhúsi. Á veggbroti, sem stendur upp úr eyðileggingunni, stendur „Lifum frjáls eða deyj- um“. Á leiðinni til baka þurfum við að bíða við vegatálma Ísr- aelshers. Opinber sendinefnd og æðstu yfirmenn Sameinuðu þjóðanna á svæðinu bíða þess að vopnuðum unglingi þóknist að standa upp og kinka kolli. Sorgin í andliti palestínska hjálparstarfsmannsins, sem fylgir okkur, leynir sér ekki þegar við förum að ókyrrast og hann segir „Palestínumenn kunna að bíða“. Um kvöldið hringir ísraelsk vinkona mín til mín. Ég segi henni að ég hafi verið í Jenín og svo tölum við ekki meira um það enda höfum við þegar rætt um aðgerðir Ísraela í Jenín. „Ég studdi Sharon í nokkra daga. Það var þegar hann kall- aði út varalið hersins og fór inn í Jenín,“ sagði hún. „Það varð eitthvað að gera og mér var al- veg sama hvað.“ Ég er henni ekki sammála – það réttlætir ekkert aðgerð- irnar í Jenín – en ég veit hvað hún á við. Það eina sem skiptir hana máli er að tveggja ára dóttir hennar komi heil heim að kvöldi og ég veit að fæst okkar hafa rúm fyrir náungakærleika og mannréttindi þegar börnum okkar er ógnað. Ég veit að starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna hafa þegar fundið mörg hundruð sprengjur í rústunum í Jenín og þó er hreinsunarstarf á svæðinu rétt að hefjast. Ég man hvernig það var að búa í Ísrael og vakna snemma morguns við sírenur sjúkrabílanna. Vita strax að þeir væru of margir til að allt gæti verið með felldu. Ég man líka þegar 102 flótta- menn, sem höfðu leitað skjóls hjá friðargæslusveitum Samein- uðu þjóðanna í Qana í Líbanon, féllu í „kosningaherferð“ Shim- onar Peres árið 1996. Peres var að tapa í skoðanakönnunum og þurfti að sanna þjóðinni að hon- um væri treystandi til að tryggja öryggi hennar. Ég stóð úti á svölum og horfði yfir Vest- ur-Jerúsalem sem iðaði áfram líkt og ekkert hefði í skorist og þegar ég fór í matarboð um kvöldið var ekki að sjá að nokkrum manni væri brugðið. Ísraelar hafa búið við stríðs- ástand í fimmtíu ár. Þeir hafa búið við ógn nágranna sinna frá því Ísraelsríki var stofnað í kjölfar helfararinnar og það ristir djúpt í þjóðarvitund þeirra að gyðingar skuli aldrei aftur „leiddir mótþróalaust til slátrunar“. Á sama tíma hafa þeir lært að lifa með ógninni, að greina á milli einkalífs og stjórnmála. Sjálfsmorðsárásir Palest- ínumanna voru því áhrifamikið vopn sem ruddi þeim leið inn í einkalíf Ísraela. Framan af virt- ist ísraelskur almenningur reiðubúinn til ýmissa fórna til að verja þetta vígi sitt en þegar traustið brást snerust vopnin í höndum Palestínumanna. Óttinn sat eftir og það er hann sem gerir heilbrigt fólk hættulegt. Það er óttinn sem gerir vel- viljað fólk skeytingarlaust um þjáningar annarra og dregur þannig úr áhrifum þess í sam- félaginu. Hann tryggir völd her- skárra hermangara og fær kornunga hermenn til að skjóta á börn og konur í barnsnauð. Það er þessi stanslausa ógn sem gerir það að verkum að nú má heyra vinstrisinnaða Ísraela segja hluti sem þeir hefðu ekki þolað öðrum að segja fyrir nokkrum árum. Það grætir mig að sjá lítinn dreng á veggspjaldi í Jenín, að vita af lítilli stúlku sem kom ekki heim úr verslunarferð með ömmu sinni í Petah Tiqvah. Ég sé fyrir mér landnemabyggð- irnar sem gnæfa yfir þorp Pal- estínumanna, blómlega garða Ísraela og skrælnaðar grundir Palestínumanna. Ég hef samúð með skelfingu Ísraela en það særir mig vita að þeir lifa í vel- lystingum á meðan nágrannar þeirra lifa í undirokun og sárri fátækt. Það fyllir mig vonleysi að heyra af byggingu nýrrar land- nemabyggðar í Austur- Jerúsalem. Grætir mig að heyra óminn frá skriðdrekaskotunum í Betlehem þegar ég leggst til svefns í Jerúsalem. Lifað með ógninni Óttinn gerir velviljað fólk skeyting- arlaust um þjáningar annarra og dregur úr áhrifum þess í sam- félaginu. Þannig tryggir hann völd herskárra hermangara. VIÐHORF Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur Sibb@mbl.is VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.