Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 41 Ver› á›ur: 6.125 kr. Jotaproff veggmálning 4.990 kr. 100 cm á breidd Verð áður: 2.220 kr. m. Verð áður: 2.965 kr. m 10 lítra. Verð áður: 7.995 kr. Epoxy 3 lítra, vatnsþynnanleg Gólfmálning 3.990 kr. Gúmmídregill 1.490 kr. m. Helgartiltekt 2 2 21.900 kr. Tvær fjarstýringar. Ver› á›ur: 26.990 kr. Bílskúrshurðaopnari í bílskúrnum Bergó plastflísar 1.990 kr. m Tilboð í verslun Skútuvogi 16 í dag. Opið 10-16 Lárus Kjartansson, þyngstur keppenda skv. leikskrá, hóf keppni gegn Arngeiri og lagði hann á klof- bragði. Lét fallast niður á kné og ýtti honum með handafli í völlinn. Tveir af þremur dómurum mótsins gáfu tóninn, þegar þeir gáfu Lárusi vinning fremur en gult spjald eða vítabyltu sem hefði verið réttari dómur. Lárus lagði Stefán á svip- aðan hátt og gerði jafnt við Pétur. Þetta dugði honum til þriðja sætis. Lárus hefur alla burði til góðrar glímu, en skortir jafnvægi í há- brögðum og lætur fallast í gólf með andstæðing í stað þess að ljúka bragði með því að hlaupa yfir manninn að hætti góðra glímu- manna. Röng þjálfun? Slíkur útfærsluskortur hjá öfl- ugum glímumanni hlýtur að ein- hverju leyti að skrifast á reikning þjálfarans, sem er Kjartan Lár- usson, faðir Lárusar. Kjartan er einnig þjálfari Ólafs. Það athygl- isverða er að bæði Ólafur og Lárus eru stök prúðmenni utan glímuvall- ar, og drengir góðir. Því er það íhugunarefni að þessir eiginleikar skuli ekki skila sér í glímustíl þeirra. Arngeir átti í basli með Stefán, enda stærðarmunur mikill. Reynsluboltinn Arngeir náði hægri lausamjöðm, sínu sterkasta bragði og lagði Stefán með tilþrifum. Pétur lagði hann á klofbragði og varð fjórði. Pétur Eyþórsson náði sér ekki á strik. Hann var léttastur og lipr- astur keppenda og auðséð sá fim- asti í vörnum. Hann stendur tein- beinn að glímunni og ber aldrei við að níða andstæðing. Mættu margir taka drengskap hans til fyrirmynd- ar. Léttleiki hans mátti sín ekki gegn ofurefli andstæðinganna. Hann gerði jafnglími við Lárus og Stefán og endaði fimmti. Þjálfari Péturs og Ingibergs er Hjálmur Sigurðsson, sem þekktur var á ár- um áður fyrir góða og drengilega glímu. Honum hefur tekist að miðla henni til lærisveina sinna. Stefán Geirsson, hinn hávaxni og stælti Flóamaður, var ekki í góðri glímuæfingu en glímdi þó af fullri einurð. Hann var nokkuð svifa- seinn og því ekki nógu fljótur til varna. Stefán á mikið inni og í góðri æfingu verður hann öllum skeinuhættur. Hann hlaut hálfan vinning gegn Pétri. Dómnefnd mótsins, þeir Hörður Gunnarsson yfirdómari, Þorvaldur Þorsteinsson og Pétur Yngvason áttu ekki góðan dag og voru ekki alltaf sammála. Þeir tóku lítt á níði en yfirdómari var oft lengi að ákveða dóma sem virtust nokkuð augljósir og átti löng viðtöl við meðdómara. Slíks þarf en tók of langan tíma. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, af- henti verðlaun en mótið var haldið í Hafnarfirði í tilefni 90 ára afmæl- isþings ÍSÍ sem fór fram þar um helgina. Undirritaður var glímu- stjóri og byggir þessa grein á at- hugasemdum sem hann skráði samtímis. Alls voru útfærð fimm afbrigði glímubragða og tvær bragðleysur í þrettán byltum móts- ins. Þar af hábrögð sex sinnum en lágbrögð fimm sinnum. Fjölbreytni í meðallagi. Í lokahófi glímumanna um kvöldið var birt vinsældakosn- ing glímumanna: Lárus Kjartans- son var kosinn glímumaður ársins og Inga Gerða Pétursdóttir glímu- kona ársins. Dómari ársins var kosinn Kjartan Lárusson, þjálfari ársins Þóroddur Helgason og fé- lagsmálamaður ársins, formaður GLÍ, Kristján Yngvason. Höfundur er fyrrverandi formaður Glímusambands Íslands. alltaf á sunnudögumFERÐALÖG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.