Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í UMSÖGN Nátt-
úruverndar ríkisins
um mat á umhverfis-
áhrifum vegna Norð-
lingaölduveitu, sem
birt var á vefsíðu
stofnunarinnar 3. júní,
er á nokkrum stöðum
vitnað í skrif mín um
vatnafar í Þjórsárver-
um. Umsögnin er
óvandlega unnin al-
mennt en út í það fer
ég ekki hér að öðru
leyti en því sem snýr
beint að rannsóknum
mínum.
Á bls. 11 í umsögn
Náttúruverndar er örstutt setning
tekin úr skýrslu eftir mig, hún slitin
úr samhengi og blásin út. Síðan er
eytt tölverðu púðri í að skjóta hana
niður. Þar segir:
„Sveiflur í grunnvatnsborði að
vetri hafa ekki mikil áhrif á vöxt
eða vaxtarskilyrði gróðurs (Árni
Hjartarson 1999).“ Þessi fullyrðing
kemur í kjölfar þess að fullyrt er að
grunnvatnsborð verði tiltölulega
stöðugt frá miðjum júní og fram í
nóvember en miklar sveiflur í því
annars að vetri til. Framangreind
fullyrðing er án nokkurra röksemda
um hvers vegna grunnvatnsbreyt-
ingar að vetri til hafi engin áhrif á
vaxtarskilyrði gróðurs. Rannsóknir
Þóru Ellenar Þórhallsdóttur (1993)
sýna þvert á móti [að] miklar
grunnvatnsbreytingar að vetri til
þegar efsta lag jarðvegsins er fros-
ið muni valda töluverðri röskun um-
fram frostlyftingu. Klaki í jarðvegi
bráðnar, rústir hrynja, gróðurhula
og jarðvegur fer á hreyfingu langt
umfram frostlyftingu á ákveðnum
svæðum og eftir stendur flag með
smávöxnu naflagrasi. Viðkomandi
gróðursvæði verður viðkvæmara
fyrir rofi og þar með uppblæstri.
Þjórsárveranefnd telur áhrifin van-
metin og engin rök fyrir áliti fram-
kvæmdaraðila enda hefur komið í
ljós að um ,,hugleiðingar Árna
Hjartarsonar er að ræða[“] (RÚV
14.5. 2002).
Hér er margt sem kemur und-
arlega fyrir sjónir. Í fyrstu setn-
ingu er réttilega eftir mér haft að
sveiflur í grunnvatnsborði að vetri
hafi ekki mikil áhrif á vöxt eða
vaxtarskilyrði gróðurs. En í þriðju
setningu er umsögn mín allt í einu
orðin að fullyrðingu um að sveifl-
urnar hafi engin áhrif. Augljós mis-
túlkun sem gefur því miður tóninn í
því sem á eftir fer. Skoðun minni er
síðan vísað á bug sem órökstuddri,
enda stangist hún á við rannróknir
Þóru Ellenar Þórhallsdóttur frá
1993. Í fyrsta lagi er það rangt að
niðurstaða mín sé „án nokkurra
röksemda“. Röksemdirnar eru á
bls. 13 í skýrslu minni um vatnafar
í Þjórsárverum frá 1999 sem allir
geta lesið á netsíðunni nordlinga-
alda.is (þar er raunar verið að tala
um lónhæð 578–9 m y.s. en ekki
575, en rökin gilda líka við lægri
töluna). Þar segir m.a. að grunn-
vatnssveiflur við Norðlingaöldulón
geti orðið allmiklar, einkum við
ströndina ofan stíflu. Þessar sveifl-
ur fari svo dvínandi upp með lón-
inu. Áhrif lóns á grunnvatnsborð í
verunum ofan lóns verði lítil. Þar
eru það jökulkvíslarnar frá Hofs-
jökli sem ráða grunnvatnshæðinni
en hún er mjög víða upp undir yf-
irborði. Rökstudd nið-
urstaða mín varð því
sú að vetrarsveiflur í
grunnvatnsborði
kæmu ekki til með að
hafa mikil áhrif á vöxt
eða viðgang gróðurs
við Norðlingaöldulón.
Borgþór Magnússon,
plöntuvistfræðingur
hjá Náttúrufræðistofn-
un Íslands, kemst að
svipuðum niðurstöðum
og ég um umfang bak-
vatnsáhrifa lónsins í
skýrslum sínum frá
1999 og 2002 (sjá nor-
dlingaalda.is). Nátt-
úruvernd ríkisins kýs að hundsa
þær og getur þeirra ekki í heim-
ildaskrá.
Í öðru lagi eiga rannsóknir Þóru
Ellenar frá 1993 alls ekki við í
þessu sambandi. Af samhenginu í
áliti Náttúruverndar kynni maður
að halda að um væri að ræða
grunnvatnsathuganir við Norðlinga-
öldulón en það er blekking, því þeg-
ar að er gáð eru þetta rannsóknir á
áhrifum vatnavaxta í Kvíslaveitu.
Þær fjalla um krapastíflur og af-
leiðingar vetrarflóða á gróður. Sem
sagt um áhrif yfirborðsvatns en
ekki grunnvatns, þær eru um
vatnavexti að vetri en við Norð-
lingaöldulón á vatn að vera í lág-
stöðu að vetri, sem dregur mjög úr
áhrifum vetrarflóða á gróður utan
lóns. Hin hrollvekjandi upptalning;
að röskun verði umfram frostlyft-
ingu, að klaki í jarðvegi bráðni,
rústir hrynji, gróðurhula og jarð-
vegur fari á hreyfingu og verði við-
kvæmari fyrir rofi og þar með upp-
blæstri, á fyrir vikið engan veginn
heima hér. Mér er raunar hulið við
hvað er átt þegar talað er um
hreyfingar eða röskun umfram
frostlyftingu. Kann Náttúruverndin
skil á því? Af textanum verður ekki
annað séð en þetta sé úr áður-
nefndri grein Þóru Ellenar, en það
er blekking, því hún nefnir hvergi
frostlyftingu. Hér er ranglega farið
með heimildir.
Rannsóknir Þóru Ellenar á vetr-
arflóðum í Kvíslaveitu breyta sem
sagt ekki rökstuddum niðurstöðum
mínum um áhrif grunnvatnssveiflna
í grennd við Norðlingaöldu, enda er
hér um óskyld fyrirbrigði að ræða.
Þá er komið að síðustu setning-
unni í tilvitnuninni hér að ofan og
þeirri sérkennilegustu. Í fyrsta lagi
er þar, sem og víðar í umsögninni,
ekki gerður greinarmunur á mér og
svokölluðum framkvæmdaraðila,
þ.e. Landsvirkjun. Það er eins og
ég persónulega ætli í Norðlinga-
ölduframkvæmdir. Þetta er óþarfa
ónákvæmni í orðalagi. Í öðru lagi
segir að í ljós hafi komið í rík-
isútvarpinu þann 14. maí árið 2002
að áhrif grunnvatnssveiflna á gróð-
ur séu engin rök heldur hugleið-
ingar Árna Hjartarsonar. Í fagur-
bókmenntum kallast svona setning
„stílfræðileg skrauthvörf“ en í fag-
legum texta er þetta einfaldlega
klúður og rangfærslur. Ég kom
ekki í útvarp þennan dag og sendi
ekki frá mér neinar yfirlýsingar.
Þar að auki er hér ekki um hugleið-
ingar að ræða heldur skrifaða vís-
indalega niðurstöðu í opinberri
skýrslu sem er margumrædd og
ívitnuð. Svona ófagleg vinnubrögð
eru ekki boðleg í virðulegu nefnd-
aráliti.
Nú hef ég bent á sjö atriði í
stuttu textabroti úr umsögn Nátt-
úruverndar sem ýmist eru mis-
færslur, ónákvæmni eða klúður. Ég
legg því til að stofnunin felli hina
tilvitnuðu klausu úr áliti sínu. Í leið-
inni mætti prófarkalesa umsögnina
í heild því þar eru allt of margar
ritvillur og orðalýjur. Eftir stæði
vandaðra plagg og þá mættu allir
betur við una.
Orð í eyra
Náttúruverndar
Árni Hjartarson
Höfundur er jarðfræðingur sem
vinnur að sérverkefnum við
Kaupmannahafnarháskóla.
Norðlingaalda
Nú hef ég bent á sjö
atriði í stuttu textabroti
úr umsögn Náttúru-
verndar, segir Árni
Hjartarson, sem ýmist
eru misfærslur,
ónákvæmni eða klúður.
Að ruglast í ríminu þýddiupphaflega að ruglast ítímatali. Í þá daga töldumenn tímann á fingrum
sér. Nú er hvert barn með klukku
og dagatal. Samt erum við enn
rugluð í ríminu, meðal annars
vegna þess að tíminn herðir stöð-
ugt ferðina.
Löngu eftir fyrsta sumardag
heyrist sumar ársins enn kallað
næsta sumar. Stuttu seinna er far-
ið að bollaleggja um næsta haust.
Það er kallað svo fram á haust.
Ekki er sá tími fyrr kominn en far-
ið er að nefna hið fyrrverandi
næsta sumar síðasta sumar.
Haustið er ekki langt. En það er
varla byrjað þegar farið er að kalla
það síðasta haust. Þá er þegar orð-
ið altalað að næsti vetur sé í aðsigi.
Hér líður tíminn á ensku. Á síð-
asta föstudag vantar ekkert nema
greininn, þá mætti ákvarða dóms-
dag með nokkurra daga ná-
kvæmni. Um daginn var ég spurð-
ur þessarar samviskuspurningar
yfir bílvélinni: Hvenær fór hann í
síðustu smurningu? Toyotan mín
er ekki einu sinni kaþólsk. En við
þetta tækifæri er skipt um olíu á
manni í hinsta sinn.
Víst geta allar árstíðir verið
næstar hér á landi, jafnvel allar í
einu. En næsti þýðir fyrst og
fremst næstur í röð. Sá sem er með
mörg haust í takinu getur aðgreint
þau eins og girðingarstaura. Eftir
hið fyrsta kemur það næsta og svo
framvegis. En í dæmunum að ofan
er ekki um neitt raðhaust að ræða.
Þar er átt við næst-komandi haust.
Það er ekki rangt að kalla það
næsta haust. Hins vegar er það dá-
lítið enskt og alveg ástæðulaust
nema menn vilji tala ísensku. Nú
er sumar. Næst kemur haust. Það
er nefnilega næsta árstíð. Þar
næsta árstíð er svo veturinn. En
það sem gerist þetta næsta haust
gerist í haust. Þá mun mega segja
að það hafi verið ráðgert í sumar.
Ég átti afmæli í vetur og ef sá lofar
sem afmælum ræður mun ég aftur
eiga afmæli í vetur. Afmælum
fylgir því miður svonefnd öldrun
og því er hér um tvö afmæli að
ræða þótt bæði eigi sér stað í vet-
ur. Veturnir eru tveir og sagnorðin
sjá alveg um að halda þeim sundur.
Það er engin hætta á því að maður
sem segir „Ég átti afmæli í vetur“
verði skilinn eins og hann hefði
sagt „Ég átti afmæli eftir hálft ár“.
Íslendingar geta minnst alda,
ára, árstíða, mánaða, vikna, daga
og nátta og sömuleiðis hugsað
fram í tímann á ótal vegu. Í fyrra
og hitteðfyrra, að vetri, að ári, á
sumri komanda, í nótt eða nótt sem
leið, á næstliðinni öld, á föstudag-
inn var, í fyrra mánuði, á mánu-
daginn kemur, síðastliðinn mið-
vikudag, í fyrrahaust og svo
framvegis. Það rýrir bæði mál og
hugsun að nota síðasta og næsta á
þetta allt. Þegar sagt verður við
okkur á morgun „Þú hraust alveg
hrikalega síðustu nótt“ skulum við
svara fullum hálsi „Nei, ég hraut
alveg hrikalega í nótt og það skal
ég líka gera aftur í nótt!“
– – –
Enska er hinn mesti fjársjóður.
Hún á hins vegar ekki heima í ís-
lensku. Hún er ekki á flótta og við
þurfum ekki að veita henni hæli.
Hún er stórmál, íslenskan smámál.
Enskan kemst af án okkar. Það er
sjálfsagt að við notfærum okkur
hana. En þegar menn ganga á reka
hirða þeir ekki allt sem þeir finna.
Þeir hirða það sem búið þarf með.
Það sést lang-
ar leiðir þegar
tökuorð festist í
málinu. Hitt er
ógreinilegra,
þegar útlenskan
smýgur í það
eins og í dæmunum að ofan. Þar
eru orðin íslensk, notkunin ensk.
Þessi tungumál eru ekki ósvipuð
og Davíð og Golíat í vextinum. Það
má vel vera að tækist að end-
urhæfa Golíat ef nógu margir
þroskaþjálfar eltu hann og teygðu.
En meðan hann hugsar ekki kristi-
legar en hann gerir held ég að við
megum ekki líta af honum. Ég vil
ekki hvetja til þess að við reynum
bókstaflega að dauðrota enska
tungu með grjótkasti. En góð
meining gerir mikla stoð.
Sjálfur er ég svo gamall sem á
grönum má sjá og alltaf fer um mig
smáhrollur þegar ég er spurður:
Hvenær var síðasta afmælið þitt?
– – –
Brot úr tónlistarsögu: Átti að
spila á 17. júní. Ekkert kom. Lúð-
urinn tengdur við loftpressu. Þá
fannst hamsturinn sem hvarf á 13.
febrúar. Settur í hreinsun (lúð-
urinn). Fæ hann aftur á 7. júlí.
Nú líður að því að menn þurfa að
þreifa oní lúðurinn. 17. júní fer í
hönd. Hann þarf ekkert á með sér
frekar en 1. maí eða dagurinn þeg-
ar hamsturinn hvarf, nema hann sé
nefndur gælunafni sínu
sautjándinn: „Við vorum pikkföst í
mannþrönginni upp við ræðupall-
inn þegar Bibbi sagði: ‘Mamma, é
búna …’ Því gleymi ég aldrei. Það
var á sautjándanum.“ Þarna er far-
ið með sautjándann eins og viku-
dag. Um dagsetningar með tölum
eins og hamingjudaginn 7. júlí sem
ég fæ lúðurinn aftur gildir svokall-
að tímaþolfall. Menn geta sett
hvaða dag sem er í þolfalli fyrir
framan töluna, þá sjá þeir hvers
kyns er: Mánudaginn 17. júní ber
að þessu sinni upp á þjóðhátíð-
ardaginn.
– – –
Ísland varð ekki í fyrsta sæti,
segir iðulega í íþróttafréttum og
alltaf lofa ég Guð. Margt getur
sögnin að verða þýtt en eina vitið
sem ég sé í henni í þessu sambandi
er að drepast. Ég veit að íþróttir
eru misþyrmingar. Skemmst er að
minnast hinnar hroðalegu fréttar
Skalli Guðlaugar fór rétt framhjá
markinu. Jafnvel dvergþjóð getur
lagt sitt af mörkum til að draga úr
ofbeldinu með því að komast í
fyrsta sæti, ná því, lenda í því,
krækja í það, hlamma sér í það,
hreppa það, hljóta það eða vinna
það. Þannig má lengi telja en þetta
ætti að duga í bili til að orða sigur
okkar í heimsmeistarakeppninni
næstu árin.
Þegar menn
ganga á reka
hirða þeir ekki
allt sem þeir
finna
asgeir@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Ásgeir Ásgeirsson
HLUTVERK for-
eldra tekur á sig sí-
breytilega mynd frá
því augnabliki sem
þeir eignast barn og
þar til það verður
sjálfráða. Þrátt fyrir
það er hlutverk for-
eldra í lífi barns alltaf
jafnmikilvægt. Mikil-
vægast af öllu er að
foreldrar gefi sér tíma
með börnum sínum;
kynnist þeim, þekki
þau og séu vinir
þeirra. Þetta á við allt
frá fæðingu. Íslenskar
rannsóknir hafa leitt í
ljós að samverustundir
fjölskyldunnar hafa forvarnagildi
þegar neysla barna og unglinga á
áfengi og vímuefnum er skoðuð –
tengsl eru milli mikilla samveru-
stunda og lítillar neyslu.
Unglingsárin eru mótunarár í
víðum skilningi. Sjóndeildarhring-
urinn víkkar og alvara lífsins fer að
gera vart við sig. Ef einstaklingur
leiðist á annað borð út í neyslu eru
unglingsárin líklegasti tíminn.
Rannsóknir hafa sýnt að þeim mun
yngri sem einstaklingurinn er þeg-
ar hann leiðist út í neyslu, þeim
mun meiri líkur eru á að það muni
hafa neikvæð áhrif á líf hans. Al-
þjóðlegar kannanir sem gerðar
hafa verið meðal ung-
linga á grunnskóla-
aldri, þar sem spurt
hefur verið um áfeng-
is- og vímuefnaneyslu,
sýna að staða Íslands
hefur batnað á undan-
förnum árum. Samt
sem áður eru þeir enn
of margir sem rata í
raunir vegna neyslu.
Vegna þessa er mik-
ilvægt að foreldrar
þekki sín börn og leggi
sitt af mörkum til að
sporna gegn því að
barnið rati á villigötur.
Til að undirstrika
mikilvægi samveru-
stunda fjölskyldunnar og ábyrgð
foreldra hefur Saman-hópurinn,
sem er samstarfsvettvangur ýmissa
stofnana og samtaka sem vinna að
velferð barna og ungmenna, látið
útbúa auglýsingar þar sem 18 ára
ábyrgð foreldra er í brennidepli.
Birtar eru myndir af ungbarni ann-
ars vegar og unglingi hins vegar,
með yfirskriftinni ,,18 ára ábyrgð“,
til að minna á að foreldrar bera
ábyrgð á börnum sínum í 18 ár hið
minnsta samkvæmt lögum. Einnig
eru þrjú lykilatriði í hlutverki for-
eldra dregin fram: Nærgætni, virð-
ing og handleiðsla. Nærgætni eða
umhyggjusemi er mikilvæg hvort
sem um ungbarn eða ungling er að
ræða; unglingar þurfa ekki síður á
faðmlagi að halda en ungbörn.
Virðingu ber auðvitað að sýna
hverjum einstaklingi, óháð aldri,
þroska og getu. Reynslan kennir
okkur sitthvað og henni ber okkur
foreldrum að miðla til barnanna,
setja þeim mörk og leiða þau á rétt-
ar brautir.
Samhliða auglýsingunum er
starfræktur vefur, vimuvarnir.is.
Þar er að finna ýmsar haldgóðar
upplýsingar sem foreldrar og for-
ráðamenn geta stuðst við. Upplýs-
ingar um uppeldi, vanda sem upp
getur komið og hvernig hægt er að
taka á honum er meðal þess sem er
að finna á fyrrnefndum vef.
Það er von okkar að þetta fram-
tak mælist vel fyrir og veki foreldra
til umhugsunar um hlutverk sitt og
í hverju samband þeirra við barn
sitt felst. Höfum það hugfast að
þegar kemur að forvörnum er þátt-
ur foreldra ómetanlegur.
Nærgætni, virðing
og handleiðsla
foreldra innifalin
Ragnheiður
Jónsdóttir
Foreldrahlutverk
Rannsóknir hafa leitt í
ljós, segir Ragnheiður
Jónsdóttir, tengsl milli
samveru fjölskyldunnar
og lítillar neyslu barna
og unglinga á áfengi
og vímuefnum.
Höfundur er verkefnisstjóri Áfengis-
og vímuvarnaráðs, sem skrifar fyrir
hönd Saman-hópsins.