Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 43
Sterkar kalk + D-vítamín
Styrkir bein og tennur
400 mg af kalki töflur til að gleypa.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
SMÁRALIND S. 569 1550 – KRINGLUNNI S. 569 1590 – AKRANESI S. 430 2500
S t æ r s t a v e r s l u n a r k e ð j a m e ð r a f t æ k i í E v r ó p u !
1 3 ára ábyrgð ef greitt er með biðgreiðslum eða raðgreiðslum Visa, annars 2 ár.
2 Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi í umbúðum. Gildir ekki um tölvur, geisladiska, DVD diska, GSM síma og vörur til persónulegra nota. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar.
19.995,-
Philips AZ 2045 fer›atæki me› geislaspilara
Fallegt ferðatæki með geislaspilara sem er mjög
vel útbúið og býr yfir miklum hljóm. Þriggja
banda tónjafnari og ofurbassi.
0VEXTIR%
FYRSTA
AFBO
RGUN
Í OKTÓ
BER!
Þú kau
pir nún
a en b
orgar e
kki fyr
stu
afborg
un fyrr
en eft
ir
4 mán
uði, va
xtalau
st.
Og þá
er mög
uleiki
á allt a
ð 32 m
ánaða
raðgre
iðslu.
NÚNA ER FÓTBOLTAFÁRIÐ Í FULLUM GANGI!
2
20” silfurlita›
27.995,-
Finlux 32" 82X210
brei›skjár
100 Hz og TrueFlat myndlampi.
2048 síðu minni í textavarpi ásamt
minni fyrir 79 undirsíður veita þér
aðgang að textavarpinu án biðtíma.
Þægilegt í notkun með einfaldri
fjarstýringu.
Sjónvarp ársins í tímaritinu
„Hljóð og mynd” fyrir árið
2001/2002.
Bor› fylgir!
VINNINGSHAFINN!
239.995,-
32”
32” 159.990,-
24.995,-
JVC bílgeislaspilari KD-S70R
4x40 W magnari, RDS útvarp, ADS
hljóðstýring, hægt að vista mismunandi
stillingar í tónjafnara. Kraftmikið
og fallegt tæki sem sómir sér vel
í hvaða bíl sem er.
Tveggja lita hnappar.
Panasonic 32” brei›tjaldstæki
TVTX-32DK20
32" Quintrix Wide myndlampi. 100 Hz
Digital Scan. Stafræn mynd- og
hljóðmeðferð. Digital Combfilter sem
gefur betri upplausn. Stafrænn
aðdráttur. Sjálfvirkar myndstýringar.
Q-Link tengi fyrir sjónvarp/myndband.
JVC XV-S42SL glæsilegur
DVD- og CD-spilari
Sérlega nett hönnun (aðeins 68 mm hár) og
búin fullkomnustu tækni. Optical og Coaxial
útgangar. Digital/DTS/MPEG og DVD Video,
CD, CD-R/RW og Video CD.
1
ÁBYRGÐ
SEG 20“ sjónvarp
SEG-5125s
20" sjónvarp með
textavarpi, Scart-
tengi. Fullkomið
sjónvarp í sumar-
bústaðinn eða
barnaherbergið.
KAUPBÆTIR
6.995kr.
VIRÐI
CASIO BABY-G ÚR
FYLGIR FRÍTT MEÐ!
29.995,-
Ef þú verslar fyrir
meira en 5000 kr.
(gildir laugardag
og sunnudag eða
á meðan birgðir
endast).
1.795,-
Kauphlaupstilbo›
29.995,-
Ver› á›ur 44.995 kr. - 15.000
kr.
Grundig GV 3142 myndbandstæki
Nýtt myndbandstæki með mjög öflugu
drifi. Frábær „Showview“ upptökustilling.
ACC+ myndstýrikerfi. Margir athyglisverðir
möguleikar.
FRÁ Argentínu berast sífellt frétt-
ir af því að fólk – að frumkvæði
kvenna – safnast þúsundum saman á
torgum og strætum með skaftpotta
að vopni. Pottunum er slegið saman
eða þeir barðir með sleifum svo kunn-
ugleg kvennatónlist með eldhúslegu
ívafi hljómar á götunum til að mót-
mæla efnahagsástandi landsins, nið-
urskurði, uppsögnum, lokunum,
einkavæðingu, spillingu, ráðdeildar-
leysi hins opinbera og fyrirgreiðslu-
pólitík, að ógleymdri ríkisábyrgð út-
valinna einkafyrirtækja sem farin eru
á hausinn. Sú tónlist sem til verður er
líka samin til stuðnings réttindabar-
áttu opinberra starfsmanna, s.s.
kennara og lækna, stjórnsýslustarfs-
fólks og þingmanna, ellilífeyrisþeg-
um, og öðrum þeim sem þurft hafa að
snúa sér að betli og bóngöngum til að
sjá sér og sínum farborða.
Efnahagsástand Argentínu er í
molum og það á sér langa sögu, en
ekki hvað síst snýst vandinn um það
að gerð var tilraun til að taka upp
efnahagsstjórn samkvæmt fyirmynd-
um vesturlanda í landi þar sem allt
aðrar hefðir og venjur ríktu. Efna-
hagsráðgjafar að utan sögðu til um
hvernig ætti að fara að og um tíma
mældist ástandið í lagi á vogarskálum
vesturlanda um þjóðarframleiðslu og
framleiðni, erlendar fjárfestingar,
arðsemi og hagvöxt. Á sama tíma
harðnaði sífellt á dalnum fyrir meg-
inþorra þeirra tæplega 50 milljóna
manna sem byggja landið. Launafólki
var þröngvað til að samþykkja langan
vinnudag á lágum launum á þeim rök-
um að það biðu hvort eð er hundruð
eftir starfi þeirra. 16 tíma vaktir urðu
að hefð frekar en undantekingu á síð-
ustu árum í verksmiðjum og í litlum
einkafyrirtækjum, s.s. hjá afgreiðslu-
og dreifingastöðvum póstsins eftir að
fyrirtækið var einkavætt á síðasta
áratug.
Verkalýðshreyfingin hefur mátt
sín lítils því almenningur á engra
kosta völ. Hver og einn berst við að
halda starfi sínu hvað sem það kostar,
á meðan þeir efnameiri koma sér burt
úr landinu en hinir betla á götuhorn-
um eða í neðanjarðarlestinni. Börn
vinna fyrir sér með söng og sendi-
ferðum, fullvaxta karlmenn selja
blýanta eða tannbursta í strætó á
meðan konurnar sem bera ábyrgð á
því að eitthvað sé til í pottunum á
kvöldin mótmæla á götum úti því þeir
eru allir tómir. Já, þær þramma aftur
og aftur með pottana út á götur og
hafa gert síðan í desember þegar allt
fór í bál og brand í landinu. Þær
krefjast leiðréttinga, úrbóta og um-
bóta.
Um þessar mundir kalla þær til
kvenna um víða veröld og biðja um
stuðning. Þær biðja konur um allan
heim að flykkjast út á götu og búa til
tónverk skaftpotta sem hljómað get-
ur um víða veröld; – un cacerolazo
global – eins og þær kalla það á
spænsku. Þær hvetja konur og karla
um heim allan til að taka undir í tón-
verkinu þann 4. júlí
næstkomandi kl. 21.30
að staðartíma, en kl.
16.30 að íslenskum tíma.
Lagið sem til verður er
hugsað sem samhljóma
tónn gegn ráðandi hag-
kerfi á veraldarvísu sem
veldur vaxandi mismun-
un þjóða og því að bilið
milli norðurs og suðurs
heldur áfram að breikka
og gjáin að dýpka.
Konur í Argentínu og
víðar í Rómönsku Amer-
íku benda á að þátttaka í
tilurð skaftpottatón-
verksins sé friðsamleg
leið til mótmæla þar sem
tungumál, menning og landfræðileg
lega skipta ekki máli. Það eru alls
staðar til skaftpottar og tónverkið
mun varpa nýju ljósi á
nýja rödd í kór allra
þeirra sem ósáttir eru
með fyrirkomulag
heimsskipulagsins.
Skaftpottar sem tæki
til mótmæla drepa ekki
segja þær heldur
næra, um leið og hend-
ur þeirra sem fylla
pottana eyðileggja
ekki heldur skapa!
Frekari upplýsingar
má finna á: cacerolat-
inamer-
ica@data54.com. eða
http://cuatrodeju-
lio.tripod.com.ar
Mismunun, matarskortur
og skellir í skaftpottum
Hólmfríður
Garðarsdóttir
Argentína
Konur í Argentínu,
segir Hólmfríður
Garðarsdóttir, krefjast
leiðréttinga, úrbóta
og umbóta.
Höfundur er aðjúnkt í spænsku við
heimspekideild HÍ.