Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 43 Sterkar kalk + D-vítamín Styrkir bein og tennur 400 mg af kalki töflur til að gleypa. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum SMÁRALIND S. 569 1550 – KRINGLUNNI S. 569 1590 – AKRANESI S. 430 2500 S t æ r s t a v e r s l u n a r k e ð j a m e ð r a f t æ k i í E v r ó p u ! 1 3 ára ábyrgð ef greitt er með biðgreiðslum eða raðgreiðslum Visa, annars 2 ár. 2 Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi í umbúðum. Gildir ekki um tölvur, geisladiska, DVD diska, GSM síma og vörur til persónulegra nota. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar. 19.995,- Philips AZ 2045 fer›atæki me› geislaspilara Fallegt ferðatæki með geislaspilara sem er mjög vel útbúið og býr yfir miklum hljóm. Þriggja banda tónjafnari og ofurbassi. 0VEXTIR% FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! Þú kau pir nún a en b orgar e kki fyr stu afborg un fyrr en eft ir 4 mán uði, va xtalau st. Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. NÚNA ER FÓTBOLTAFÁRIÐ Í FULLUM GANGI! 2 20” silfurlita› 27.995,- Finlux 32" 82X210 brei›skjár 100 Hz og TrueFlat myndlampi. 2048 síðu minni í textavarpi ásamt minni fyrir 79 undirsíður veita þér aðgang að textavarpinu án biðtíma. Þægilegt í notkun með einfaldri fjarstýringu. Sjónvarp ársins í tímaritinu „Hljóð og mynd” fyrir árið 2001/2002. Bor› fylgir! VINNINGSHAFINN! 239.995,- 32” 32” 159.990,- 24.995,- JVC bílgeislaspilari KD-S70R 4x40 W magnari, RDS útvarp, ADS hljóðstýring, hægt að vista mismunandi stillingar í tónjafnara. Kraftmikið og fallegt tæki sem sómir sér vel í hvaða bíl sem er. Tveggja lita hnappar. Panasonic 32” brei›tjaldstæki TVTX-32DK20 32" Quintrix Wide myndlampi. 100 Hz Digital Scan. Stafræn mynd- og hljóðmeðferð. Digital Combfilter sem gefur betri upplausn. Stafrænn aðdráttur. Sjálfvirkar myndstýringar. Q-Link tengi fyrir sjónvarp/myndband. JVC XV-S42SL glæsilegur DVD- og CD-spilari Sérlega nett hönnun (aðeins 68 mm hár) og búin fullkomnustu tækni. Optical og Coaxial útgangar. Digital/DTS/MPEG og DVD Video, CD, CD-R/RW og Video CD. 1 ÁBYRGÐ SEG 20“ sjónvarp SEG-5125s 20" sjónvarp með textavarpi, Scart- tengi. Fullkomið sjónvarp í sumar- bústaðinn eða barnaherbergið. KAUPBÆTIR 6.995kr. VIRÐI CASIO BABY-G ÚR FYLGIR FRÍTT MEÐ! 29.995,- Ef þú verslar fyrir meira en 5000 kr. (gildir laugardag og sunnudag eða á meðan birgðir endast). 1.795,- Kauphlaupstilbo› 29.995,- Ver› á›ur 44.995 kr. - 15.000 kr. Grundig GV 3142 myndbandstæki Nýtt myndbandstæki með mjög öflugu drifi. Frábær „Showview“ upptökustilling. ACC+ myndstýrikerfi. Margir athyglisverðir möguleikar. FRÁ Argentínu berast sífellt frétt- ir af því að fólk – að frumkvæði kvenna – safnast þúsundum saman á torgum og strætum með skaftpotta að vopni. Pottunum er slegið saman eða þeir barðir með sleifum svo kunn- ugleg kvennatónlist með eldhúslegu ívafi hljómar á götunum til að mót- mæla efnahagsástandi landsins, nið- urskurði, uppsögnum, lokunum, einkavæðingu, spillingu, ráðdeildar- leysi hins opinbera og fyrirgreiðslu- pólitík, að ógleymdri ríkisábyrgð út- valinna einkafyrirtækja sem farin eru á hausinn. Sú tónlist sem til verður er líka samin til stuðnings réttindabar- áttu opinberra starfsmanna, s.s. kennara og lækna, stjórnsýslustarfs- fólks og þingmanna, ellilífeyrisþeg- um, og öðrum þeim sem þurft hafa að snúa sér að betli og bóngöngum til að sjá sér og sínum farborða. Efnahagsástand Argentínu er í molum og það á sér langa sögu, en ekki hvað síst snýst vandinn um það að gerð var tilraun til að taka upp efnahagsstjórn samkvæmt fyirmynd- um vesturlanda í landi þar sem allt aðrar hefðir og venjur ríktu. Efna- hagsráðgjafar að utan sögðu til um hvernig ætti að fara að og um tíma mældist ástandið í lagi á vogarskálum vesturlanda um þjóðarframleiðslu og framleiðni, erlendar fjárfestingar, arðsemi og hagvöxt. Á sama tíma harðnaði sífellt á dalnum fyrir meg- inþorra þeirra tæplega 50 milljóna manna sem byggja landið. Launafólki var þröngvað til að samþykkja langan vinnudag á lágum launum á þeim rök- um að það biðu hvort eð er hundruð eftir starfi þeirra. 16 tíma vaktir urðu að hefð frekar en undantekingu á síð- ustu árum í verksmiðjum og í litlum einkafyrirtækjum, s.s. hjá afgreiðslu- og dreifingastöðvum póstsins eftir að fyrirtækið var einkavætt á síðasta áratug. Verkalýðshreyfingin hefur mátt sín lítils því almenningur á engra kosta völ. Hver og einn berst við að halda starfi sínu hvað sem það kostar, á meðan þeir efnameiri koma sér burt úr landinu en hinir betla á götuhorn- um eða í neðanjarðarlestinni. Börn vinna fyrir sér með söng og sendi- ferðum, fullvaxta karlmenn selja blýanta eða tannbursta í strætó á meðan konurnar sem bera ábyrgð á því að eitthvað sé til í pottunum á kvöldin mótmæla á götum úti því þeir eru allir tómir. Já, þær þramma aftur og aftur með pottana út á götur og hafa gert síðan í desember þegar allt fór í bál og brand í landinu. Þær krefjast leiðréttinga, úrbóta og um- bóta. Um þessar mundir kalla þær til kvenna um víða veröld og biðja um stuðning. Þær biðja konur um allan heim að flykkjast út á götu og búa til tónverk skaftpotta sem hljómað get- ur um víða veröld; – un cacerolazo global – eins og þær kalla það á spænsku. Þær hvetja konur og karla um heim allan til að taka undir í tón- verkinu þann 4. júlí næstkomandi kl. 21.30 að staðartíma, en kl. 16.30 að íslenskum tíma. Lagið sem til verður er hugsað sem samhljóma tónn gegn ráðandi hag- kerfi á veraldarvísu sem veldur vaxandi mismun- un þjóða og því að bilið milli norðurs og suðurs heldur áfram að breikka og gjáin að dýpka. Konur í Argentínu og víðar í Rómönsku Amer- íku benda á að þátttaka í tilurð skaftpottatón- verksins sé friðsamleg leið til mótmæla þar sem tungumál, menning og landfræðileg lega skipta ekki máli. Það eru alls staðar til skaftpottar og tónverkið mun varpa nýju ljósi á nýja rödd í kór allra þeirra sem ósáttir eru með fyrirkomulag heimsskipulagsins. Skaftpottar sem tæki til mótmæla drepa ekki segja þær heldur næra, um leið og hend- ur þeirra sem fylla pottana eyðileggja ekki heldur skapa! Frekari upplýsingar má finna á: cacerolat- inamer- ica@data54.com. eða http://cuatrodeju- lio.tripod.com.ar Mismunun, matarskortur og skellir í skaftpottum Hólmfríður Garðarsdóttir Argentína Konur í Argentínu, segir Hólmfríður Garðarsdóttir, krefjast leiðréttinga, úrbóta og umbóta. Höfundur er aðjúnkt í spænsku við heimspekideild HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.