Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús FreyrSveinbjörnsson fæddist á Seyðis- firði hinn 2. mars 1980. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, 2. júní síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Sveinbjörns Magn- ússonar sjómanns frá Ísafirði, f. 4. apríl 1960, og Þor- bjargar Finnboga- dóttur frá Seyðis- firði, f. 19. jan. 1960. Magnús var elstur fjögurra systkina. Systk- ini hans eru 1) Laufey Anika, f. 12. des. 1982, í sambúð með Jón- asi Eyjólfi Jónassyni og eiga þau einn son, Sveinbjörn Einar. 2) Stefán Reyr, grunnskólanemi, f. 4. sept. 1988. 3) Fannar Halldór, grunnskólanemi, f. 19. febr. 1993. Magnús ólst upp á Seyðisfirði fyrstu árin en flutti síðan til Ísafjarðar með foreldrum sínum og bjó þar til 16 ára aldurs, en þá flutt- ust þau til Keflavík- ur þar sem þau voru næstu tvö ár- in. Síðan fluttu þau aftur til Ísafjarðar þar sem Magnús bjó til dauðadags. Magnús lauk prófi frá grunnskólanum á Ísafirði og var aðallega til sjós eftir það, síðustu þrjú árin á frystitogar- anum Júlíusi frá Ísafirði. Útför Magnúsar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hann Jón Hilmar, maðurinn hennar Veru, móðursystur Magnús- ar heitins, hringdi í mig rétt um eitt- hálftvö á sjómannadaginn og sagði mér að Maggi væri dáinn. Ég fraus eins og sagt er, þar sem ég sat. En um leið varð mér hugsað til foreldra hans og systkina. Ég hugsaði að dauðinn er ekki alltaf verstur. Kannski var þetta besta lausnin úr því sem komið var. Mér finnst ekki langt síðan þú fæddist, Maggi minn. Þó að leiðir okkar skildu þegar þú varst ungur, þá fylgdist ég nú með þér. Mér dett- ur í hug kvæði eftir Ögmund Svav- arsson, „Minning“, sem fjórir bræð- ur syngja svo vel og byrjar svona: Ég lít yfir gömul og gengin spor þá mætir mér minningafjöldinn. Hugurinn fullur með vonir og vor og þá voru yndisleg kvöldin. Þriðja vísan kemur öll hér: Nú er ég komin á efri ár, við ellina glíman er hafin. Ég rúnum er ristur og grátt er mitt hár, sú ganga mun alls ekki tafin. Og minningar gamlar ég geyma vil hér, þær geta ekki máðst eða fúnað. Svo geymi ég barnið í sjálfum mér með sakleysi einlægni og trúnað. Svo opnaði ég litla bók sem ég á og í opnunni stóðu eftirfarandi orð: Þú lifðir því lífi sem þú sjálfur vildir. Þetta líf er svo skrítið, ef líf er í því. Aldrei var lognmolla í kringum þig. Þú kvaddir á viðkvæmri stundu, þú kvaddir vort litlausa líf. Þú átt svo margt, sem lítið bar á. Þetta hitt sem þú áttir hvarf alltof fljótt. Ég bið góðan Guð að varðveita þig Maggi minn og vaka yfir foreldrum og systkinum þínum. Sömuleiðis bið ég Guð að varðveita alla ættingja þína. Guðrún Andersen, Seyðisfirði. „Dáinn, horfinn!“ - Harmafregn! Elsku Maggi, það er sárt að þurfa að kveðja þig á þessari stundu, þú sem varst stórglæsilegur maður á besta aldri og áttir framtíðina fyrir þér. Kominn í eigin íbúð og grunn- urinn að glæstri framtíð lagður. En skjótt skipast veður í lofti. Þær fréttir sem bárust okkur laugardaginn 25. maí um að þú lægir við dauðans dyr eftir fólskulega árás í miðborg Reykjavíkur settu okkur hljóð, og allt í einu gerðum við okkur grein fyrir hversu skammt er á milli lífs og dauða. Þú hafðir brugðið þér í bæinn til að njóta lífsins áður en sjómennskan tæki við aftur, en þú fékkst ekki tækifæri til að snúa heim til starfa. Og nú eru margir sem syrgja góðan dreng sem kippt var út úr lífinu á vægðarlausan og hræðilegan hátt. Ég er ein af þeim sem svo gera, því mér finnst svo ósköp stutt síðan ég hélt á þér í fanginu nýkomnum í þennan heim. Þú varst stór og myndarlegur ný- fæddur og við mamma þín vorum báðar að rifna af gleði yfir komu þinni til þessa lífs. Þú varst fyrsta barn foreldra þinna og fyrsta barnið sem ég var viðstödd fæðingu á, og þvílík hamingja sem fylgdi þeirri stundu. En það er engin hamingja til stað- ar núna, þegar við þurfum að horfa á eftir þér úr heimi þessum svo ör- skömmu eftir fæðingu þína að mér finnst, þú áttir eftir að gera svo margt og mikið, en varst sviptur því tækifæri af manna völdum. Að þú skulir ekki fá að vera lengur okkar á meðal veldur mér afskap- lega mikilli sorg og reiði. Reiði vegna þess að þú varst tek- inn frá öllum sem elskuðu þig og þurfa nú að ganga veginn án þín, og sorg vegna þess að þú fékkst ekki tækifæri til að ljúka lífsstarfi þínu saddur lífdaga. En elsku Maggi minn, ég bið al- góðan guð og alla hans engla að geyma þig í faðmi sínum þar til við sjáumst á betri stað. Ég kveð þig með orðum ljóða- skáldsins Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér vinur í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Drottinn blessi minningu góðs drengs. Elsku Tobba mín, Svenni, Laufey, Stefán, Fannar og aðrir sem eiga um sárt að binda við fráfall Magnúsar, ég færi ykkur öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið guð að gefa ykkur styrk sinn og frið nú og ætíð. Linda Baldvinsdóttir og fjölskylda. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð. Vald. V. Snævarr.) Í dag, laugardaginn 8. júní, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju ungur skipverji minn, Magnús Freyr Sveinbjörnsson, sem hefur verið fastur skipsmaður um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmunds- syni ÍS 270 síðastliðin þrjú ár. Magnús varð fyrir fólskulegri árás í Hafnarstræti í Reykjarvíkurborg 25. maí sem leiddi til andláts hans á sjómannadaginn, 2. júní síðastliðinn. Magnús var duglegur og sam- viskusamur til vinnu, lífsglaður og hrókur alls fagnaðar í samskiptum við skipsfélaga sína, ungur drengur sem hverfur af lífsins braut langt um aldur fram, aðeins nýorðinn tuttugu og tveggja ára. Vil ég votta foreldr- um hans, systkinum og öðrum að- standendum mína innilegustu sam- úð. Gunnar Arnórsson skipstjóri. Maggi er dáinn. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi ungi og hressi strákur sé farinn frá okkur. Kynni mín af Magga voru alltof stutt og ég hefði viljað kynnst hon- um meira. Fallegu augun og brosið er eitt- hvað sem ég mun muna eftir og rauðu sólgleraugun og keyrandi um á rauða sprotbílnum. Þegar ég var á Ísafirði hjá Tinnu um hvítasunnu- helgina horfði ég á eftir bílnum þín- um og spurði Tinnu hvort það væri ekki allt í lagi með þig, því þú varst svo mikill töffari þegar þú keyrðir fram hjá okkur. Hún Tinna sagði að þetta væri bara ekta þú, að þér fannst þetta töff. Elsku Maggi, þín er sárt saknað af mörgum og þetta skarð sem hefur myndast hjá mörgum hverfur aldrei því þú átt þetta pláss í hjarta okkar allra. Ég veit að Guð vildi fá þig í eitthvert sérstakt verkefni annars hefði þú komið aftur til okkar. Ég sendi samúðarkveðjur mínar og litla sonar míns, Jóhannesar Bjarka, til fjölskyldu, ættingja og vina Magga. Guð verði með ykkur í þessari miklu sorg. Þú ert minning, ég er minning. Við munum minnast þín og við sökn- um þín elsku Maggi. Góða ferð og við sjáumst aftur seinna. Erla. Elsku Maggi minn. Þú varst hrifs- aður frá okkur svo allt of allt of fljótt og það er svo margt sem ég á eftir að segja finnst mér og þú varst alls ekki á leiðinni að fara neitt, áttir allt lífið fram undan, en núna ertu kominn á betri stað en við erum á og ég vona að þú hafir það gott hjá honum Mola og öllum hinum sem hafa verið hrifs- uð frá okkur hérna niðri. Ég veit að þú vilt ekki að við velt- um okkur of mikið upp úr þessu og lifum lífinu áfram en það getur verið ansi erfitt stundum. En þá verður maður bara að hugsa um góðu stundirnar sem við áttum saman sem voru ansi margar. Núna þegar ég hugsa um allt sem hefur verið að gerast á undanförnum dögum og ég get sagt þér það að út- litið er búið að vera svart, þá man ég þegar ég hugsa til þess hvernig þú varst á föstudeginum, þú varst í svo góðu skapi og lífið brosti við þér og þú varst svo ánægður að vera að fara suður og þú varst brosandi allan tím- ann meðan ég talaði við þig (eins og þú varst reyndar alltaf). En svo var þetta allt tekið frá manni á laugar- dagsmorgun þegar ég fékk hring- ingu frá Laufeyju um að þú lægir í lífshættu á spítala. Alla vikuna þar á eftir lifði maður í voninni um að allt myndi bjargast og allt yrði eins og áður en svo á sjómannadaginn var eins ég væri slegin utanundir þegar mamma kom til mín og sagði mér að hann Maggi minn væri dáinn, ég ætlaði ekki að trúa því og þú áttir það svo alls ekki skilið, ekki þú, þú varst alltaf svo góður við allt og alla og varst með hjarta úr gulli, alltaf brosandi og reyttir af þér brandar- ana, og þú varst besti vinur sem hægt var að hugsa sér þótt víða væri leitað. Og þetta allt var tekið frá mér. Ég vissi hvert átti að leita ef mér leið illa, alltaf gastu komið mér í gott skap. En svoleiðis man ég þig og mun alltaf muna eftir þér, þannig að það mun aldrei breytast, og ég veit að þó svo að ég sjái þig ekki þá munt þú alltaf vera nálægt mér ef mér líður illa og vantar einhvern að tala við þá get ég samt sem áður tal- að við þig þó svo að það verði allt öðruvísi en áður. Elsku Maggi minn, ég mun aldrei gleyma brosinu þínu, augunum þín- um og bara þér eins og þú komst til okkar og gerðir líf okkar betra með návist þinni, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og ég mun aldrei gleyma þér. En ég veit að þú hefur þurft að gera eitthvað mikilvægt þarna uppi, og þú ert alveg bókað kominn á flottasta kaggann í bílaflot- anum þarna, og við hérna niðri kom- um til þín einhvern daginn en það verður ekki fyrr en þú ert búinn að gera allt tilbúið fyrir komu okkar. Elsku Tobba, Svenni, Stebbi, Fannar, Laufey og aðrir aðstand- endur, ég sendi ykkur allan minn styrk og alla mína samúð og ég vil að þið vitið að ég er að hugsa til ykkar og Maggi okkar er kominn á betri stað þar sem hann er óhultur og hann mun alltaf vaka yfir okkur og passa okkur. Þín vinkona Tinna. Magnú Freyr Sveinbjörnsson lést af sárum sínum síðastliðinn sjó- mannadag sem hann hlaut viku fyrr við hrottafengna líkamsárás tveggja ógæfumanna í Reykjavík. Okkur skipsfélögunum er það al- veg óskiljanlegt að þessi geðgóði og fjörugi piltur skuli vera frá okkur tekinn með þessum hætti. En við verðum að leita huggunar í trúnni því sagt er að þeir deyi ungir sem guð elskar. Það hefur verið alveg einstakt að vinna með Magga sjó eins og við kölluðum hann, dugnaðarforki til vinnu og alltaf var hann kátur og tilbúinn að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og létta lund skipsfélaga sinna í amstri dagsins, það er ómet- anlegt að hafa slíka menn innan- borðs. Við munum minnast Magga með hlýju um ókomna tíð og sendum all- ar okkar bænir um að góður guð muni umvefja hann og styrkja for- eldra hans og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum. Hinsta kveðja. Áhöfn Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270. Fá orð koma manni til að trúa því að Maggi sé látinn. Að þessi hressi og hrausti strákur skuli ekki eiga eftir að rúnta í gegnum bæinn aftur á rauða sportbílnum sínum, nýkom- inn af sjónum, og kinka til okkar kolli er ótrúlegt. En á örlagastundu sem þessari hlaðast upp alls kyns minningar, skemmtilegar minningar um góðan og líflegan strák sem stóð öðrum framar í flestu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Maggi var frábær íþróttamaður, stundaði fótbolta, sund og síðast en ekki síst körfubolta með frábærum árangri, var m.a. valinn í unglinga- landsliðið og engu líkara en hann gæti leikið sér að því að verða bestur í því sem hann vildi hverju sinni. Fótboltakvöldin á sjúkrahústúninu í gamla daga eru ógleymanleg, þar sem Maggi var einu sinni sem oftar langbestur og fékk hann ávallt einn leikmann í lið með sér til að vera markvörður meðan hann spilaði einn á móti öllum hinum! Þarf varla að taka það fram að oftar en ekki fór hann með sigur af hólmi, okkur hin- um til mikillar gremju. Við kveðjum Magga nú í hinsta sinn, en minningin um góðan og dug- legan dreng lifir um ókomna tíð. Svenni, Tobba, Laufey, Stefán og Fannar, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Stefán Þór, Hjördís Eva og Árni Björn Ólafsbörn. MAGNÚS FREYR SVEINBJÖRNSSON ✝ Málfríður AnnaBjarnadóttir fæddist á Siglufirði 15. janúar 1923. Hún andaðist á dval- arheimilinu Hraun- búðum í Vestmanna- eyjum 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bjarni Guðmunds- son og Sigurveig Margrét Gottskálks- dóttir. Anna var yngst af sex systk- inum en þau voru Guðmunda, Sigríð- ur, Ólafur, Gísli og Halldór. Halldór er eina eftirlifandi systkinið. Hinn 27. desember 1945 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sín- um, Ingvaldi Ólaf Andersen. Þau eignuðust saman þrjú börn. Þau eru: Kristinn Ævar, f. 10. júní 1947; Sigurveig Margrét, f. 9. októ- ber 1951; og Ólafur Sölvi, f. 28. nóvem- ber 1958. Fyrir átti Anna tvær dætur með Björgvini Guð- mundssyni, Guð- mundu Guðrúnu, f. 23. júní 1942, og Sigríði Rögnu, f. 6. október 1943. Barnabörnin eru fjórtán og barna- barnabörnin eru ellefu. Anna ólst upp á Siglufirði en flutti til Vest- mannaeyja árið 1952. Hún starf- aði lengst við fiskvinnslu auk húsmóðurstarfsins. Útför Önnu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskuleg amma okkar er látin og komið er að kveðjustund. Það rifjast upp margar góðar minn- ingar um hana ömmu okkar og hennar verður sárt saknað. Þegar við systkinin vorum yngri vorum við oft hjá ömmu og afa, annaðhvort í pössun eða í heim- sókn. Okkur fannst alltaf jafn gott að koma til ömmu og afa því heim- ili þeirra var svo hlýlegt og nota- legt. Amma var mjög snyrtileg kona og passaði vel upp á að allt væri í röð og reglu á heimilinu sínu og sjálf var hún alltaf mjög snyrtileg til fara. Amma skildi okkur krakkana betur en flestir aðrir. Hún vissi hvað það var að vera ungur og hún hjálpaði okkur oft að leysa ýmis vandræði og erfiðleika daglegs lífs. Við gátum talað um allt við ömmu og hún lagði aldrei dóm á gerðir okkar heldur sýndi hún ósvikinn áhuga á því sem við vorum að fást við og kom oft með góðar úrlausn- ir inn í erfið mál. Amma var félagsvera og hafði sérstakt yndi af öllum afkomend- um sínum. Hún átti marga vini og það var ávallt kátt á hjalla þar sem hún kom. Amma hafði alla tíð verið hörku- dugleg kona, ósérhlífin og fórnfús og hafði metnað til að leysa sér- hvert verk bæði fljótt og vel af hendi. Það var ekkert sem hún gat ekki gert þegar um handverk var að ræða. En þrátt fyrir mikið álag var alltaf stutt í bros og glettni og hún hafði alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Amma var alltaf heilsu- hraust og raunar óvenju þrekmik- il, kvik og þrautseig allt þar til að heilsan brást henni fyrir nokkrum árum þannig að það varð hennar hlutskipti að taka út þrautir og erfiðleika langvarandi veikinda. Því trúum við því að núna líði henni aftur vel og hún geti hreyft sig kvik og frá á fæti eins og við munum flest eftir henni við eril daglegs lífs. Við kveðjum hana ömmu okkar með sorg í hjarta en jafnframt gleði yfir því að hafa átt allar þessar góðu stundir með henni því þær eru ómetanlegar minningar sem enginn getur tekið frá okkur. Næm og skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér. Í minni muntu mér; því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgr. Pét.) Elsku afi, megi allar góðar vætt- ir veita þér styrk í sorginni. Við sendum öllum okkar skyld- mennum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Björgvin Þór, Kolbrún Anna, Svanhildur Inga, Þóra Mar- grét og fjölskyldur. ANNA BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.