Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ F ORSVARSMENN nokk- urra bifreiðaumboða gagnrýna hvernig ríkið stóð að útvegun bifreiða sem notaðar voru við akstur utanríkisráðherranna 45 sem sóttu vorfund Atlantshafsbandalags- ins í síðasta mánuði og telja að útboð hefði átt að fara fram. Utanríkisráðuneytið samdi við Bifreiðar og landbúnaðarvélar (B&L), umboðsaðila BMW hérlend- is, sem lagði til 45 bíla af BMW-gerð, er notaðir voru við akstur utanrík- isráðherranna á fundinum. Flutti umboðið 30 bíla til landsins vegna þessa. Samgönguráðuneytið veitti B&L starfsleyfi til reksturs bílaleigu til bráðabirgða, með mjög stuttum fyrirvara, vegna umræddra bifreiða og hefur sú leyfisveiting einnig verið gagnrýnd. Utanríkisráðuneytið svarar gagn- rýninni á þann veg að framkvæmd fundarins falli undir undanþágu- ákvæði laga um opinber innkaup og hafi ekki verið útboðsskyld. Framkvæmd fundarins byggðist á samningi íslenskra stjórnvalda og NATO, skv. upplýsingum ráðuneyt- isins. Athugasemdir við útgáfu bílaleiguleyfis Sigfús R. Sigfússon, forstjóri Heklu, telur að reglum um útboð hafi ekki verið fylgt, þegar utanríkis- ráðuneytið útvegaði glæsibifreiðar fyrir utanríkisráðherrana. „Tilgang- ur reglnanna er auðvitað að tryggja jöfn tækifæri þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Auðvitað átti að hafa útboð vegna þessara viðskipta. Það umboð sem best bauð hefði þá hreppt hnossið. Svo er það ekki síður athugunarefni hvernig staðið var að því að útvega tilteknu fyrirtæki bíla- leiguleyfi. Maður spyr sig hvers vegna bílaleigurnar í landinu fengu ekki þetta verkefni, frekar en að leigja notaða bíla af tilteknu bifreiða- umboði. Mistök af þessu tagi eru mjög slæm og leiðinlegur blettur á annars vel heppnuðu skipulagi utan- ríkisráðuneytisins á fundinum,“ seg- ir Sigfús. Bogi Pálsson, forstjóri Toyota- umboðsins P. Samúelsson hf., gerir miklar athugasemdir við fram- kvæmd vorfundarins. Hann segir að allar reglur hafi verið sveigðar og beygðar og það sé óþolandi fyrir önnur bílaumboð en B&L. Bogi segir að ríkið hafi ákveðnar reglur um hvernig staðið skuli að op- inberum innkaupum. Þegar kostnað- ur sé kominn upp fyrir ákveðið mark skuli framkvæmt útboð. Enginn hafi hins vegar haft samband við P. Sam- úelsson í sambandi við þessa fram- kvæmd. „Auðvitað vekur það líka ákveðnar spurningar þegar maður sér að utanríkisráðuneytið hefur ný- lega fest kaup á BMW bifreið fyrir ráðherra, án þess að útboð hafi farið fram. Verðið var þó alveg ábyggilega það hátt að útboð hefði átt að fara fram,“ segir hann. Bogi segir að utanríkisráðuneytið hafi reynt að komast hjá því að þurfa að bjóða framkvæmdina út með því að kaupa ekki bílana sjálft, heldur leigja þá. „Væntanlega hafa þessir bílar ekki fengist til landsins á þeim gríðarlega afslætti sem raun bar vitni nema með þeim formerkjum að þeir yrðu notaðir til að flytja ráð- herrana. Verksmiðjurnar hefðu aldr- ei farið að gefa svona afslátt að ástæðulausu,“ segir hann. Hann seg- ir þetta verklag bera vott um siðferð- isbrest. Að sögn Boga ákvað ríkið að hunsa samninga sína við bílaleigur, sem gerðir voru eftir útboð, senni- lega að því gefnu að þær ættu ekki bifreiðar við hæfi. Einnig hafi verið í gildi samningar við leigubílastöðvar, en ákveðið að skipta ekki við þær, líklega af sömu ástæðum. „Þegar bíl- arnir komu til landsins átti að taka þá strax í notkun. Þá uppgötvaði ein- hver, á elleftu stundu, að nauðsyn- legt væri að leigja bílana af einhverj- um. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að B&L, sem flutti þá til landsins, hafði ekki bílaleigustarfs- leyfi. Þá var farið í að gefa út slíkt leyfi fyrir fyrirtækið, þrátt fyrir að það gangi fyrir sig með öðrum hætti ef aðrir sækja um. Slíkt leyfi er afar ströngum skilyrðum háð, varðandi tryggingar og fleira,“ segir Bogi. Voru á rauðum númerum Hann segir að bílarnir hafi borið rauð númer og til þess hæf yfirvöld hafi gert athugasemdir við það. „Þá var því bjargað samstundis, með því að gefa út aukaleyfi til að í þetta verkefni megi nota bíla á rauðum númerum. Það er öllum öðrum al- gjörlega óheimilt,“ segir hann. Bogi segir að það sé fyrir neðan allar hellur að leyft sé að leigja út bifreiðar sem ekki sé búið að toll- afgreiða eða greiða af nein opinber gjöld. „Ég er ansi hræddur um að ríkið myndi snarlega beita sér fyrir því að starfsleyfið yrði tekið af hverj- um þeim sem undir venjulegum kringumstæðum myndi sýna þá hegðun,“ segir hann. „Það er algjör- lega óþolandi fyrir aðra í þessari grein að allar reglur séu beygðar og sveigðar að vild í þessu máli.“ Bogi segir líka að þessi mikli inn- flutningur geti valdið tímabundnu offramboði á markaði fyrir lúxus-bif- reiðar og sé þegar farinn að hafa nei- kvæð áhrif á verð BMW bíla sem nú séu í offramboði á markaðnum, enda sé greinilegt að einhverjir þeirra sem fest hafi kaup á þessum tilboðs- bílum hafi einungis ætlað að kaupa afsláttinn með því að losa sig strax við bílana. Lúxusbifreiðir um 5,8% af markaði fyrir fólksbíla „Það var ekki haft samband við okkur, sem hefði verið eðlilegt, sér- staklega ef eitthvað hefur verið borgað fyrir [bílana],“ segir Egill Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Brim- borgar. Að hans sögn gerði fyrirtæk- ið þó ekki athugasemdir við þetta þar sem hann sagði að menn væru löngu orðnir þreyttir á hvernig stjórnvöld stæðu að málum af þessu tagi. Eðlilegur framgangsmáti hefði verið að viðhafa útboð eða í það minnsta að leita eftir því við bifreiða- umboðin hvort þau vildu vera með. Samkvæmt útreikningum sem Egill hefur gert er innflutningur svo- nefndra glæsibifreiða til landsins það sem af er árinu um 5,8% af heild- armarkaði fólksbíla hér á landi. Hef- ur innflutningur þessara bifreiða tvöfaldast á sl. fimm árum. Ef gert er ráð fyrir að fluttir verði inn um 7.000 fólksbílar á þessu ári eru lúx- usbifreiðar þar af að hámarki um 300 talsins. Búið að selja alla bílana B&L, umboðsaðili BMW hérlend- is, lagði til umrædda BMW bíla sem notaðir voru við akstur utanríkisráð- herranna á fundinum og flutti inn 30 bíla vegna þessa. Alls voru lagðir til fimm bílar af svokallaðri 7-línu, 10 X5-jeppar og 28 bílar úr 5-línunni. Að sögn Guðmundar Gíslasonar hjá B&L hafa allir bílarnir nú verið seld- ir. Aðspurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið á að ráðuneytið viðhafði ekki útboð sagði Guðmund- ur að það væri utanríkisráðuneytis- ins að svara fyrir það. Hann tók fram að bílarnir hefðu ekki verið leigðir heldur hafi ráðuneytið fengið afnot af bílunum þessa daga í kringum ut- anríkisráðherrafundinn. Aðspurður hvort bílarnir sem- fluttir voru til landsins hefðu fengist á sérstökum afslætti sagði hann að alltaf fengjust betri samningar þeg- ar um væri að ræða innkaup á mörg- um bílum í einu lagi. Guðmundur segir mjög stóran Forsvarsmenn bílaumboða gagnrýna hvernig staðið var að útvegun bifreiða fyrir ráðherrafund NATO Ríkið greiddi 3,1 milljón fyrir ráðherrabílana Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 3,1 milljón kr. fyrir afnot af 45 glæsibifreiðum sem notaðar voru á vorfundi utanríkisráðherra NATO. Forsvarsmenn nokkurra bílaumboða gagnrýna harðlega að ekki var viðhaft útboð en að mati ráðuneytisins var framkvæmdin ekki útboðsskyld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanríkisráðuneytið útvegaði bifreiðir fyrir utanríkisráðherra og sendi- nefndir þátttökuríkja á vorfundi NATO í Reykjavík 14. og 15. maí sl. „Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Lifðu þannig að þegar þú ferð gráti þínir nánustu en þú sjálfur verður glaður.“ (S. Kierkegaard.) Elsku Þórdís og Arnar. Það var stoltur faðir sem hringdi til okkar að kveldi 21. maí. Fæddur var lítill snáði. Við réðum okkur ekki fyrir kæti, loksins var hann fæddur, það var búið að bíða eftir þessum atburði í mörg ár. Það var varla búið að leggja á þegar það kom upp að hann var mikið veikur og þurfti að fara í aðgerð. Við vorum svo hreykin að þú fékkst að bera nöfnin okkar og það var skrítin tilfinning að eiga lítinn og sætan nafna. Við vorum bjartsýn á að þetta tækist allt saman hjá þér, hetjan okkar. Svo kom bakslagið og óvissan um hvort þú hefðir krafta til að takast á við veikindin. Það voru þung spor þegar afi þinn kom og bað mig um að koma heim. Þá vissi ég að það voru ekki góðar fréttir sem hann hafði að færa. Elsku drengurinn okkar var látinn, þessi litli kroppur sem var búinn að þurfa að þola svo mikið á stuttri ævi sinni. Elsku börnin mín, ég veit að þið þráðuð hann heitt og áttuð skilið að fá að hafa hann hjá ykkur miklu lengur, en þetta var tíminn sem þið fenguð, hann var ljúfur en erfiður. Elsku Þórdís mín og Arnar, Guð varðveiti minningarnar um litla drenginn ykkar. Megi hann veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Afi og amma, Stykkishólmi. Það voru miklar gleðifréttir þegar litli sonarsonurinn kom í heiminn ljúfan sumardaginn 21. maí. Mikið voru foreldrarnir og fjölskyldurnar búnar að hlakka til þessarar stundar að fá lítinn sólargeisla í faðminn. GUÐMUNDUR INGI ARNARSSON ✝ Guðmundur IngiArnarsson fædd- ist 21. maí 2002. Hann lést 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Arnar Kristjánsson, f. 2. júlí 1969, og Þórdís Anna Guðmunds- dóttir, f. 17. apríl 1971. Útför Guðmundar Inga verður gerð frá Grundarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Erfitt er að skilja hvers vegna þessi fallegi litli dreng- ur er hrifinn burtu úr ástríkum faðmi foreldr- anna eftir tíu daga erf- iða baráttu hér heima og í London og enn erf- iðara er að sætta sig við það. Elsku Þórdís og Arnar, megi almáttug- ur Guð styrkja og hugga í ykkar miklu sorg. Farðu í Guðs friði, elsku Guðmundur Ingi. Sr. Jóni Baldvinssyni í London eru færðar innilegar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð. Amma og afi, Grundarfirði. Elsku Guðmundur Ingi minn, ég man þá gleðitilfinningu sem um mig fór þegar Addi bróðir tilkynnti mér um komu þína í heiminn. Ég er þakk- látur fyrir þann stutta tíma sem þú varst með okkur. Þegar ég leit þig augum fylltist ég stolti og fegurð þín fer mér aldrei úr huga. Þó að ég hafi einungis litið þig augum einu sinni þá var hugur minn alltaf hjá þér og foreldrum þínum. Líf þitt var bar- átta frá fyrsta degi sem endaði með því óhjákvæmilega. Núna ertu í faðmi Guðs sem veitir mér mikla huggun. Ég er þakklátur öllu hinu góða fólki sem lagði sitt lóð á vogarskál- arnar til að lengja dvöl þína hérna með okkur, einnig öllu því góða fólki sem sýndi samhug og stóð með for- eldrunum og fjölskyldunni þessa erf- iðu daga. Elsku foreldrar, Arnar og Þórdís, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum sem og um ókomna framtíð. Þórarinn Kristjánsson. Elsku Þórdís og Addi. Þegar ég fékk fréttirnar um að hann Guð- mundur Ingi væri fæddur grét ég af gleði og Embla hoppaði af kæti. Síð- ar, þegar það kom í ljós að litla hjart- að hans var veikt, héldum við í von- ina. Nú sitjum við með hendur í skauti okkar, harmi slegnar yfir þeim stutta tíma sem hann fékk til að dvelja meðal okkar. Minning hans mun lifa í hjarta okkar. Guðrún og Embla. 4    &   1  ,2 )"   (    )   5        # "#   'A ""  +$ >##!$$ %-!"C$# $!. - .     "       "   "    "  0 D.0 D> $$ ! !("!!E    4      1 2      (   (    67   (     " 1       $$   $% %& $!* +'( #'! '(&." ,%$ &"   " ,#'! F" +$%$ $!* +'( #'! " ,=) F"%$  $A!"#'( #'! $$    F"#'! F"! MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.