Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 56

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 56
56 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á RÁÐSTEFNU sem Búnaðarbanki Íslands boðaði til í Súlnasal Hótels Sögu þriðjudaginn 16. apríl um fjár- mál eldri borgara kom fram hjá fram- sögumönnum það sama og áður hefur verið bent á, að stór hluti eldri borg- ara býr við mjög kröpp kjör. Þar kom líka fram, skv. skoðanakönnun Gall- ups, sem kynnt var á ráðstefnunni, að tæplega helmingur eldri borgara tel- ur sig hafa of litlar tekjur til fram- færis. Í framhaldi af þessari ráðstefnu kom í ágætum leiðara Morgunblaðs- ins 18. apríl um kjör aldraðra m.a.: „Það er augljóst að við þetta ástand verður ekki unað og krefjast málefni aldraðra rækilegrar endurskoðunar með það að markmiði að rétta kjör þeirra. Kerfið á ekki að vinna á móti fólki heldur með því og taka mið af raunverulegum aðstæðum þess. Eldri borgarar kvarta sjaldan og þeg- ar nær helmingur kveðst ekki hafa nægilegt fé til framfærslu er óhjá- kvæmilegt annað en taka mark á því.“ Á ráðstefnunni kom fram að greiðslur Almannatrygginga hafa rýrnað mikið á undanförnum árum og vantar milli tíu og tuttugu þúsund krónur á mánuði til að ná sama hlut- falli við laun verkamanna og fyrir tíu árum. Þá kom fram að skerðingar á greiðslum Almannatrygginga vegna annarra tekna, hvort sem er lífeyris- eða launatekjur, koma svo fljótt og eru svo skarpar, að maður sem er með lífeyrissjóðs- eða vinnulaun á bilinu milli 50 og 100 þúsund krónur fær ekki nema tvö þúsund í vasann af hverjum tíu, sem hann vinnur sér inn. Af þessu má vera ljóst að núverandi kerfi er mjög andstætt því að eftir- launafólk taki að sér vinnu, því það fær aðeins 20% af laununum í vasann. Á ráðstefnunni var jafnframt bent á að lífeyrissjóðirnir fari ekki að skila nægum lífeyri til fólks fyrr en eftir fimmtán til tuttugu ár og almanna- tryggingakerfið hefði hrörnað undan- farið og því vantaði eitthvað til að fylla í skarðið næstu árin. Hvað er til ráða? Eldri borgarar hafa margbent á að greiðslur úr al- mannatryggingum eigi að fylgja launaþróun, lagfæring á skerðingar- ákvæðum, hækkun skattleysismarka og fjölgun skattþrepa sé það sem þurfi að gera strax, en stjórnvöld tala um mikinn kostnað samfara svona að- gerðum, en er kostnaðurinn svo óskaplegur? Hvað kemur mikið aftur í ríkissjóð í formi skatta ef þessar lagfæringar fyrir okkur yrðu gerðar? Mér vitanlega hefur enginn reikn- að út hvað þjóðarbúið tapar miklu á að fara að tillögum okkar, en ég vil halda fram að það sé ekki mikið, því eftirlaunafólk myndi vinna meira en það gerir, borga meiri skatta, og þannig skapa tekjur til ríkissjóðs á móti útgjöldum. Kerfið eins og það er stuðlar að því að eftirlaunafólk hefur ekki mögu- leika á að drýgja tekjur sínar, nema með því að vinna svart eins og kallað er, því það fær ekki nema tvö þúsund af hverjum tíu sem það vinnur fyrir, hitt fer í skatta og skerðingar. Á það hefur verið bent af fjölmörg- um fræðimönnum að þetta mikla skerðingarkerfi eins og hér er skapar fátækt, er fátækragildra, en með því að hætta skerðingum, og nota skatta- kerfið til tekjujöfnunar, geti aldraðir átt von á betra lífi og jafnari tekjum. Nú eru sveitarstjórnarkosningar nýafstaðnar og var ekki annað að heyra á frambjóðendum en að mikið þyrfti að gera til að bæta kjör aldr- aðra, sem margir byggju við slæm kjör. Hvernig væri að ráðamenn hlustuðu einu sinni á okkur og færu að tillögum okkar, en hlustuðu ekki á misvitra sjálfskipaða sérfræðinga, sem ekki þekkja okkar aðstæður af eigin raun? Hvernig væri að ráða- menn gerðu sér ljóst að Almanna- tryggingarnar eru tryggingar en ekki fátækraframfærsla? Hvernig væri að ráðamenn gerðu sér ljóst að mörg verkefni, sem peningum er eytt í, geta beðið í fimmtán tuttugu ár, en við getum ekki beðið, við þurfum leið- réttingar strax. Eftir fimmtán til tutt- ugu ár verður það of seint fyrir okk- ur, sem erum á sultarkjörum í dag. Eigum við engan rétt til að lifa? KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, formaður félags eldri borgara í Kópavogi, Kópavogsbraut 97, Kópavogi. Þarf eftirlauna- fólk að lifa? Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: UMHYGGJA, einmanaleiki, ofbeldi, ótti, starfsgleði, pólitísk vakning, ást- argleði, kærleikur, hryggð, fegurð. Öll þessi tilfinningatákn leika við sjónsviðið og sálina þegar íslenski dansflokkurinn flytur áhorfendum ballettinn Sölku Völku eftir Auði Bjarnadóttur. Það jaðrar við hið ótrúlega, að sagan um Sölku Völku skuli skila sér svo vel og fagurlega í hreyfilist sem raun ber vitni. Það seg- ir okkur að list er ekki eitthvað eitt og einangrað heldur samruni ótaldra þátta. Ég sá síðustu sýningu ballettsins, hinn 17. maí sl. og ég hefði ekki viljað missa af þeim viðburði. Mér þykir illt að heyra að sýningarnar verða ekki fleiri. Ég vil hér og nú hvetja að- standendur íslenska dansflokksins og aðra þá er hafa hönd í bagga menningarmála að efna til framhalds þessarar ballettsýningar, þótt síðar verði, til þess að sem flestir fái tæki- færi til að sjá og skynja auðlegð hennar. Og svo í beinu framhaldi: Ef þetta málefni nær fram að ganga þá legg ég til að bókmenntakennarar á unglinga- og framhaldsskólastigi lesi Sölku Völku fyrir nemendur sína, fari með þeim á danssýninguna og stuðli þannig að því að þeir fái skynjað og meðtekið þann listræna samruna efn- is, orðlistar og hreyfilistar sem er að- alsmerki hennar. ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR, fv. kennari, Hringbraut 42, Reykjavík. Lýsandi list Frá Ásgerði Jónsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.