Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.06.2002, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 57 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Stórglæsileg ferð um hjarta Evrópu þar sem þú getur notið fegurstu staða Mið-Evrópu og siglt hina frægu leið frá Passau til Vínar á ótrúlegum kjörum og upplifað fegurð Ítalíu, Austurríkis og Ungverjalands í sömu ferðinni. Aðeins 30 sæti í boði Sigling á Dóná 29. ágúst - 12. september frá kr. 139.950 29. ágúst. Flug til Bologna. Brottför kl. 12.30. Lending í Bologna kl. 19.00. Ekið til Riva sem er staðsett við norðanvert Gardavatnið. Gist þar í eina nótt. 30. ágúst. Ekið frá Riva yfir til Austurríkis til hins fallega bæjar Kitzbuhel. Skíðabær sem umvafin er fegurð Austurrísku Alpanna. Dvalið þar í eina nótt. 31. ágúst. Ekið til Passau, þaðan sem siglt er. Sigling á Dóná með MS Bonaventura Pearl 31. ágúst – 7. september. 31. ágúst Passau 1. september Melk 2. september Esztergom 2. september Budapest 3. september Budapest 4. september Bratislava 5. september Vín 6. september Vín 6. september Dürnstein 7. september Passau 7.–10. september. Ekið frá Passau til Tegernsee. Tegernsee er lítið stöðuvatn skammt sunnan við Munchen. Einstök náttúrufegurð prýðir staðinn. Tegernvatnið kúrir í faðmi hárra fjalla og litlir bæir standa allt í kring um vatnið. Dvalið þar í 3 nætur. 10.–12. september. Ekið frá Tegernsee til Mantova. Fallegur miðaldarbær í hjarta Lombardi héraðsins. Skammt sunnan við Verona. Dvalið í Mantova síðustu tvær næturnar 12. september. Dagurinn tekinn snemma og ekið til Bologna þaðan sem flogið er til Íslands kl. 9.00. Lent í Keflavík kl. 11.30. Fullt fæði um borð. Skoðunarferðir um helstu bæi og borgir. Verð kr. 139.950 Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, hálft fæði við Tegernsee og vikusigling á Dóná með fullu fæði. Akstur á milli áfangastaða og fararstjórn. M.v. neðra þilfar, flugvallarskattar. Ekki innifalið: Kynnisferðir og aðgangseyrir á söfn og tónleika. Raðhús - Víkurhverfi Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherb. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Fuglaskoðun í Höfðaskógi Á MORGUN, sunnudaginn 9. júní, mun Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar standa fyrir fuglaskoðunarferð um Höfðaskóg og nágrenni Hvaleyr- arvatns. Fuglaskoðararnir Hannes Þór Hafsteinsson, Þorkell Þorkels- son og Steinar Björgvinsson munu leiðbeina og segja frá því, sem fyrir augu ber í ferðinni. Lagt verður af stað frá starfs- mannahúsi félagsins, Höfða í Höfða- skógi við Kaldárselsveginn, klukkan 10.00 árdegis. Eru þátttakendur hvattir til að hafa með sér sjónauka. Áætlað er, að gangan muni taka um tvær klukku- stundir. Fuglaskoðun í friðlandinu í Flóa FUGLA- og náttúruskoðun verður í friðlandinu í Flóa sunnudaginn 9. júní kl. 16. Lagt verður upp í göngu eftir fræðslustíg um friðlandið frá Stakkholti kl. 16. Friðlandið er við austurbakka Ölf- usár. Ekið er þangað frá afleggjara að bænum Sólvangi og er vegvísir við Eyrarbakkaveg, sem á stendur: Nesengjar, friðland fugla. Um 4 km eru frá þjóðveginum að Stakkholti. Sérfróðir leiðbeinendur verða til staðar, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar um friðlandið eru á heimasíðu Fuglaverndar- félagsins www.fuglavernd.is Húmanistaflokkurinn kærir til sýslumanns Vill ógilda kosningar í Reykjavík HÚMANISTAFLOKKURINN hefur kært aðdraganda og niður- stöður sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík til sýslumanns. Í til- kynningu frá Húmanistaflokknum segir að kæran sé lögð fram vegna brota á jafnræðisreglu stjórnar- skrár Íslands, brota á útvarpslög- um og brota á lögum um sveit- arstjórnarkosningar frá 1998. Farið er fram á að sýslumaður ógildi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík og að boðað verði til nýrra kosninga jafnframt því sem framgangur fjölmiðla í að mis- muna framboðum í aðdraganda kosninganna verði fordæmdur. Krafist er þess að sýslumaður gefi út yfirlýsingu um nauðsyn þess að löggjafarvaldið endurskoði kosn- ingalöggjöfina með tilliti til þess að tryggja jafnræði allra framboða í aðdraganda kosninga skv. 65. gr. stjórnarskrárinnar og 9. gr. út- varpslaga. Þá er þess krafist að sýslumaður gefi út yfirlýsingu um nauðsyn þess að prentmiðlar, sem ekki eru sérblöð um einstök málefni, verði settir undir svipuð lög og útvarps- lög til að tryggja grundvöll lýð- ræðis í landinu. Farið er fram á að viðurlögum verði beitt til að taka á brotum ljósvakamiðla á útvarps- lögum og ljósvakamiðla og annarra miðla á kosningalögum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LEIÐRÉTT Rangur myndatexti Rangt var farið með nöfn í mynda- texta með frétt um úthlutun Poka- sjóðs í blaðinu gær. Réttur mynda- texti er svona: Höskuldur Jónsson, stjórnarmaður í Pokasjóði, veitir Haraldi Erni Ólafssyni styrk úr Pokasjóði verslunarinnar í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Piltur handleggsbrotnaði Missagt var í frétt í Morgun- blaðinu á miðvikudag að ekið hafi verið á unga stúlku á Bústaðavegi við Grímsbæ. Hið rétta er að ekið var á pilt og mun hann hafa handleggs- brotnað illa. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Ráðstefnuaðstaða 2.000 fermetrar Ónákvæmni gætti í fyrirsögn við frétt af stækkun Esju í blaðinu í gær. Sagði þar að ráðstefnusalur, sem fyrirhugaður er í húsinu, yrði 2000 fermetrar að stærð en hið rétta er að það er stærð allrar ráðstefnuaðstöð- unnar sem verður í hótelinu. Salur- inn verður 520 fermetrar en verður engu að síður stærsti ráðstefnusalur landsins. ÍSLENSKA ríkið hefur á undan- förnum árum stutt kennslu í nútíma- íslensku við fjórtán háskóla í Evr- ópulöndum. Árlegur fundur íslenskulektora, sem starfa við þessa erlendu háskóla, var haldinn í Kaup- mannahöfn dagana 24. og 25. maí sl. Stofnun Sigurðar Nordals hefur um- sjón með kennslu í íslensku við er- lenda háskóla af hálfu íslenskra stjórnvalda. Að þessu sinni skipu- lagði Margrét Eggertsdóttir, kenn- ari í íslensku við Hafnarháskóla, fundinn í samráði við aðra íslensku- lektora erlendis og stofnunina. Á fundinum var rætt um kennslu í íslensku fyrir erlenda námsmenn, kennslufræði tungumála, kennslu- efni í íslensku fyrir útlendinga og ís- lenska menningarkynningu erlend- is. Þá var sérstaklega fjallað um þýðingar á íslenskum bókmenntum á dönsku og kennsluefni í íslensku á Netinu sem verið er að vinna í sam- starfi milli íslenskuskorar heim- spekideildar Háskóla Íslands, Hug- vísindastofnunar, Stofnunar Sigurð- ar Nordals og Wisconsinháskóla í Madison í Bandaríkjunum. Meðal fyrirlesara á fundinum voru Erik Skyum-Nielsen, þýðandi, og Þóra Björk Hjartardóttir, dósent við Há- skóla Íslands. Á fundinum komu fram áhyggjur vegna þess samdráttar sem er að verða á kennsluframboði í skandin- avískum málum, íslensku og finnsku við háskóla á Norðurlöndum, sem meðal annars hefur birst í því að ekki hefur verið ráðið í stöðu íslenskulektors við Óslóarháskóla, sem hefur verið laus á annað ár. Hins vegar var lýst ánægju með að íslensk stjórnvöld hafa nú gert samninga við Humboldtháskóla í Berlín og Manitobaháskóla í Winni- peg um stuðning við íslensku- kennslu og bætast þeir skólar við þá fjórtán þar sem íslenskukennsla var þegar styrkt,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Fundur sendikennara í ís- lensku, haldinn í Kaupmannahöfn dagana 24. og 25. maí 2002, fagnar auknum stuðningi yfirvalda við ís- lenskukennslu í Winnepeg og Berlín og hvetur yfirvöld til frekari að- gerða á þessum vettvangi, t.d. í Austurríki og Frakklandi, þar sem kjör sendikennara eru lökust. Heimspekideild Háskóla Íslands hefur hætt fjárstuðningi við sumar- námskeið á vegum Stofnunar Sig- urðar Nordals. Fundurinn skorar því á yfirvöld að þau tryggi fjárhags- legan grundvöll námskeiðanna og veiti áfram erlendum nemum styrki til að sækja þau. Fundurinn lýsir enn fremur eftir viðbrögum menntamálaráðuneytis- ins við þeirri úttekt, sem ráðuneytið lét gera árið 2000 um stöðu íslensku- kennslu erlendis. Fundurinn ítrekar þá ályktun sendikennarafundarins í maí 2001 að nauðsyn beri til þess að ráðuneytið móti skýra stefnu um ís- lenskukennslu við erlenda háskóla.“ Fundur íslenskulektora sem starfa við erlenda háskóla Stuðningi við kennslu í Berlín og Winnipeg fagnað Esjudagur fjölskyldunnar ÁRLEGUR Esjudagur fjölskyld- unnar verður haldinn sunnudaginn 9. júní kl. 9–16, í boði SPRON. Samstarfsaðilar SPRON á Esju- deginum eru Ferðafélags Íslands, Flugbjörgunarsveitin og Nanoq. Að þessu sinni stendur SPRON fyrir kapphlaupi upp Esjuna og verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Boðið er upp á göngu yfir Esj- una og hefðbundna göngu á Þver- fellshorn undir leiðsögn félaga í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Ferðafélagi Íslands. Fyrir yngstu þátttakendurna verður boðið upp á skógarferð sem kallast skóg- urinn og blómin. Allir þátttak- endur á Esjudeginum taka þátt í happdrætti og dregið verður úr ferðavinningum frá Ferðafélagi Ís- lands og útivistavörum frá Nanoq. Leppin, Emmessís og Nói-Síríus sjá til þess að allir þátttakendur hafi næga orku fyrir gönguleið- irnar. Kl. 9 verður gengið yfir Esjuna frá Mógilsá – rúta til baka, kl. 10 er skráning í Esjukapphlaupið á bílastæðinu við Mógilsá og kl. 16 verður dregið í happdrætti Esju- dagsins. Allir þátttakendur í Esju- deginum eru með í útdrættinum, segir í frétt frá SPRON. Kennaranámskeið í Kramhúsinu KENNARANÁMSKEIÐ verður haldið í Kramhúsinu dagana 13.–16. júní. Gestakennari námskeiðsins, Francis Firebrace frá Ástralíu, leiðir þátttakendur inn í heim frumbyggja í formi sagnalistar, myndlistar, tón- lsitar og dans. Tónlistarmaðurinn Brian Birchall mun kenna þátttak- endum að spila á ástralska hljóðfær- ið didgeridoo. Aðrir kennarar eru: Orville Penn- ant, Hafdís Árnadóttir, Elfa Lilja Gísladóttir og fyrirlesari er Jóhann Breiðfjörð, segir í frétttilkynningu frá Kramhúsinu. Nánari upplýsingar veitir Kram- húsið, netfang: kramhusid@island- ia.is Hugleiðslunám- skeið á Akureyri BÚDDANUNNAN Gen Nyingpo kennir á hugleiðslunámskeiði 12., 13. og 14. júní á Glerárgötu 32, 4. hæð. Gjald er kr. 1.000 fyrir hvert skipti (kr. 2.400 fyrir öll þrjú skiptin) en kr. 500 fyrir nema, öryrkja og atvinnu- lausa (1.200 fyrir öll þrjú skiptin). Kennt er á ensku og eru allir vel- komnir. Nánari upplýsingar www.karuna.- is, segir í fréttatilkynningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.