Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Stor- nes og Thetis fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ýmir, Eldborg og Slétt- bakur fóru í gær. Örvar kom í gær. Mannamót Norðurbrún 1 og Furu- gerði 1. Farið verður í Húsafell fimmtudaginn 13. júní. Steinasafn Páls skoðað og farið verður í gömlu kirkjuna á Húsa- felli. Fólk taki með sér nesti. Upplýsingar í Norðurbrún, s. 568 6960 og í Furgerði, s. 553 6040. Aflagrandi 40. Ferð á Langjökul: Miðvikud. 10. júlí verður ekið um Kaldadal upp á Geit- landsjökul á Langjökli þar sem snæddur verður hádegisverður, á heim- leið verður ekið um Húsafell, Skorradal, Svínadal og Hvalfjörð. Skráning í afgreiðslu, s. 562 2571. Bólstaðarhlíð 43 Ekið um borgina þriðjudag- inn 11. júní og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golfskála Reykjavíkur, Graf- arholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568 5052 fyrir kl. 12, mánudaginn10. júní. All- ir velkomnir. Farið verð- ur á Hólmavík fimmtud. 20. júní kl. 8. Sr. Sigríð- ur Óladóttur tekur á móti okkur í Hólmavík- urkirkju. Sýningin Galdrar á Ströndum og Sauðfé í sögu þjóðar skoðaðar. Kaffi og með- læti í Sævangi. Kvöld- verður í Hreðavatns- skála. Leiðsögumaður: Anna Þrúður Þorkels- dóttir. Uppl. í síma 568 5052. Félgasstarfið Lönguhlíð 3. Sumarferð að Sól- heimum í Grímsnesi miðvikudaginn 12. júní kl. 13–18, leiðsögumaður Edda Björgvinsdóttir leikkona. Tilkynna þarf þátttöku á skrifstofu. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, laugardag, morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli, rúta frá Firð- inum kl. 9.50. Á mánu- dag félagsvist kl. 13.30, brids á þriðjudag kl. 13.30, pútt á Hrafn- istuvelli á þriðju- og föstudögum kl. 14–16. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10, súpa og brauð á Hvolseli, síðan ekið að Skógum og umhverfið skoðað, kaffi drukkið í Fossbúanum, ekið til baka um Fljótshlíð og merkir staðir skoðaðir. Allar upplýsingar í Hraunseli, s. 555 0142. Vestmannaeyjaferð 2. til 4. júlí, greiða skal far- miðana frá mánudegi 10. til miðvikudags 12. júní kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Golfnámskeiðið hjá GKG byrjar mánudag- inn 10. júní og verður næstu 4 daga. Mæting hjá Golfskálanum í Vetr- armýrinni kl. 13. Fóta- aðgerðarstofan, tíma- pantanir eftir samkomulagi í síma 899 4223. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnud.: Dansleikur kl. 20, Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13, danskennsla framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Vest- mannaeyjar 11.–13. júní. Brottför frá Ásgarði kl. 10.30. Söguferð í Dali 25. júní dagsferð, Eiríks- staðir-Höskuldsstaðir- Hjarðarholt-Búð- ardalur-Laugar- Hvammur. Léttur há- degisverður á Laugum í Sælingsdal. Kaffihlað- borð í Munaðarnesi. Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson, skráning hafin. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara fara í sameiginlega óvissuferð. Dagsferð verður farin miðviku- daginn 19. júní, farið verður frá SBK kl. 9.30, komið við í Hornbjargi, Hvammi, Hlévangi og Seli. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. júní. Ferða- nefndin. Farin verður 4 daga ferð á Vestfirði, Suðurfirðina, 22., 23., 24. og 25. júlí, nánar auglýst í Suðurnesjafréttum og dagbók Morgunblaðsins. Gerðuberg, félagsstarf, Þriðjud. 11. júní og miðvikud. 12. júní kl. 13.30 „mannrækt trjá- rækt“ gróðursetning í „Gæðareitinn“ með börnum frá leikskól- anum Hraunborg, á eftir bjóða börnin upp á veit- ingar, kaffihúsastemn- ing í Hraunborg, allir velkomnir. Verkefnið er í samstarfi við garð- yrkjustjóra. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Vesturgata 7. Dagsferð 19. júní kl. 9. Ekið að Skógum með viðkomu í kaupfélginu á Selfossi. Léttur hádegisverður (súpa, brauð, kaffi) í Fossbúanum við Skóg- arfoss. Byggðasafnið á Skógum skoðað. Farið verður í rjómabúið á Baugsstöðum og leið- sögn þar. Ekið um Eyr- arbakka, Stokkseyri og Óseyrarbrú að Hótel Örk í Hveragerði þar sem snæddur verður kvöldverður. Heitir pottar og sundlaug á staðnum fyrir þá sem vilja. Dansað undir stjórn Sigvalda. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Ath. takmark- aður sætafjöldi. Upplýs- ingar í síma 562 7077. Sækja miða í síðasta lagi 14. júní. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað verður á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. Mætum öll og reynum með okk- ur. Farið verður til Vest- mannaeyja mánudag 24. júní með Herjólfi og komið til baka miðvikud. 26. júní. Ferðatilhögun: 1. dagur. Farið frá Þor- lákshöfn kl. 12 og farin skoðunarferð um Eyjar, kvöldverður. 2. dagur, skoðunarferðir á landi og sjó, kvöldverður. 3. dagur. Brottför frá Eyj- um kl. 15.30. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst. Rútuferð frá Gjábakka kl. 10.15 og Gullsmára kl. 10.30. Þátttökugjald greiðist til Boga Þóris Guðjónss. fyrir 14. júní. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem rað- ast þannig: 10.–14. júní, 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík efnir til skoðunar og grillhátíðar, í Fjöl- skyldu- og húsdýragarð- inum sunnudaginn 9. júní kl. 14. Skemmti- nefnd félagsins, merkt FSH tekur á móti gest- um. Leiðsögumaður fylgir hópnum um garð- inn. Fólk þarf að hafa með sér pylsur og brauð á grillið. Hægt er að fá keyptar pylsur á staðn- um ef með þarf. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Grillveisla verður sunnudaginn 9. júní í sumarbústaðnum Birki- hlíð við Elliðavatn og hefst kl. 14. Hoppkastali og nóg við að vera. Grill- að á staðnum, veiting- arnar í boði fjölda fyr- irtækja. Í dag er laugardagur 8. júní, 159. dagur ársins 2002. Medardus-dagur. Orð dagsins: „Sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum.“ (Lúk. 24, 48.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ónauðsynleg, 4 skinn- poka, 7 súrefnið, 8 megn- ar, 9 rödd, 11 nöldra, 13 sjávargróður, 14 púslu- spil, 15 drepa, 17 góð- gæti, 20 snjó, 22 snauð, 23 loðskinns, 24 glerið, 25 minnka. LÓÐRÉTT: 1 gildir ekki, 2 dáin, 3 matur, 4 vað á vatnsfalli, 5 ljúka, 6 harmi, 10 álút, 12 keyra, 13 á húsi, 15 haggar, 16 líðandi stund, 18 röltir, 19 fást við, 20 birta, 21 öskuvondur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bjúgaldin, 8 sýpur, 9 sunna, 10 agn, 11 arinn, 13 arður, 15 matts, 18 hamar, 21 tía, 22 rolla, 23 kurri, 24 fiðringur. Lóðrétt: 2 jeppi, 3 gáran, 4 losna, 5 iðnað, 6 usla, 7 maur, 12 nýt, 14 róa, 15 mæra, 15 tældi, 17 staur, 18 hakan, 19 mörðu, 20 reið. Víkverji skrifar... ÞESSA dagana vaknar Víkverji áhverjum morgni klukkan um það bil 6.30. Það er reyndar ekki af fúsum og frjálsum vilja sem Vík- verji rís úr rekkju svo árla morguns heldur er honum einfaldlega fyrir- munað að sofa við hrópin og köllin sem heyrast innan úr stofu. Þar sit- ur nefnilega betri helmingur Vík- verja og hrópar hástöfum á fótbolta- menn hinum megin á hnettinum. Víkverji veit ekki hvort áhorfand- inn í stofunni er haldinn þeirri rang- hugmynd að köll hans muni hafa áhrif á gang mála, þrátt fyrir fjar- lægðina. Helst hallast Víkverji að því að með þessu fái maki hans út- rás fyrir einhverja innri spennu og satt best að segja er Víkverji hæst- ánægður með að þessari streitulos- un sé beint að kassa með skjá en ekki öðru heimilisfólki. x x x REYNDAR á maki Víkverja þaðtil að hrópa að fleirum sem all- ar líkur benda til að heyri ekki til hans. Þetta gildir til dæmis um öku- menn í öðrum bílum, sérstaklega þegar umferðin er þétt og þung á mestu annatímunum. Þá heyrast gjarnan athugasemdir í pirringstón á borð við: „Jájá, það borgar sig aldrei að gefa stefnuljós!“ eða: „Veist þú ekki að maður á að vera á annarri hvorri akreininni, ekki milli þeirra … asni?“ En einhverra hluta vegna virðast ökumenn almennt taka lítið tillit til þessara „vinsamlegu“ tilmæla. x x x HVAÐ varðar boltann þá er makiVíkverja greinilega ekki sá eini sem tekur daginn snemma um þessar mundir. Hvert sem Víkverji fer má sjá syfjuleg andlit og geisp- andi munna. Inn á milli geispanna nýta þeir þó þetta op til að ræða um framgang mála á knattspyrnuvell- inum, um flottustu mörkin og fárán- legustu dómana. Víkverji finnur gjörla að heims- meistarakeppnin í fótbolta er til þess fallin að auka umræðuefni manna í milli og þannig stuðla að auknum samskiptum þeirra og sem slík er hún af hinu góða. Hvort hún auki vinnuafköstin skal hins vegar látið liggja milli hluta. VÍKVERJI hefur löngum hafthorn í síðu sölumanna sem hringja heim að kvöldi til, oftast á háannatíma fjölskyldunnar. Þess vegna tók Víkverji því fagnandi þegar Landssíminn bauð upp á þann möguleika að láta merkja við sig sérstaklega í símaskrá með hætti sem á að gefa til kynna að við- komandi vilji ekki fá slíkar hring- ingar. Þessi símaskrá kom út á dögun- um og stoltur sá Víkverji að rauður kross var merktur við nafn hans og maka hans í skránni. Því brá honum í brún tveimur dögum síðar þegar hann fékk tvær slíkar símhringing- ar á einu og sama kvöldinu, þrátt fyrir merkinguna góðu. Víkverja finnst lágmark að þeir sem stundi slíkar hringingar hafi fyrir því að útvega sér nýjustu síma- skrár, sérstaklega þegar þær inni- halda mikilvægar upplýsingar um hverjir vilji fá að vera í friði fyrir ágangi símasölumanna. Er líklegt að þeir spari sér mikinn tíma og leiðindi við það að hringja í fólk sem kann þeim ekkert nema skammir fyrir. Engir vinir ÞAÐ er ákaflega hvimleitt að heyra utanríkisráðherra og fleiri ráðamenn þrástag- ast á að Íslendingar séu vin- ir Ísraela. Sem Íslendingur frábið ég mér að þeir tali þannig fyrir mína hönd. Er engin leið að komast hjá þessari vináttu? 100528-4529. Mexíkó – Mexíkói – mexíkóskur SVAR við athugasemd Helgu Guðmundsdóttur 6. júní 2002: Íþróttafréttamenn Sýnar fara hárrétt með þegar þeir kalla þá Mexíkóa sem eru frá Mexíkó. Orðið Mexíkani er enskuskotið (Mexican) og þykir ekki vönduð íslenska en náði þó að festa sig í sessi og mjög margir nota það. Það liggur þó í augum uppi að Mexíkói er það sem nota skal ef menn vilja fara með rétt mál þar sem ó-ið er í stofni orðsins. Málfarsráðgjafar Norðurljósa. Betra líf HRINGT var í mig frá sam- tökum sem kölluðu sig Betra líf og ég spurð hvort ég vildi kaupa geisladisk á 2.500 kr. til styrktar sykur- sjúkum. Borgaði ég með VISA en hef ekki fengið geisladisk- inn. Hringdi ég í Visa og fékk símanúmer sem ekki er svarað í. Getur einhver gefið mér upplýsingar um þessi sam- tök í síma 554 0837? Kolbrún. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með 3 lykl- um og viðhengi fannst í Garðabæ sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 554 1313. Gleraugu týndust ÞRIÐJUDAGINN 4. júní um kl. 21 týndust sjóngler- augu með sólgleri í sund- laug Kópavogs. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 554-6162 eða 893-6162. Linsur í óskilum LINSUR, 4 pakkar, Dailis, fundust í Austurstræti sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 864 5290. Silfurhálsmen týndist SILFURHÁLSMEN með semelíusteini (demanti) týndist helgina 1.–3. júni í Rúmfatalagernum í Holta- görðum. Það er ekkert sér- lega verðmætt en afar dýr- mætt tilfinningalega séð. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Evu í síma 692 9440. Nokia-sími týndist NOKIA 3310-sími með gylltri framhlið týndist, lík- legast á Lækjartorgi, sunnudaginn 26. maí. Skilvís finnandi vinsamlegast hafið samband í síma 698 2209. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG vil lýsa yfir vanþókn- un minni á þeirri þjón- ustu sem ég fékk á Hlöllabátum um daginn. Ég fór ásamt vinkonu minni á Hlöllabáta við Ingólfstorg. Þegar inn var komið var ég eini viðskiptavinurinn. Ég var tilbúin að panta mér mat en afgreiðslumað- urinn hjá Hlölla var upp- tekinn við að tala í síma staðarins og hélt áfram þrátt fyrir að ég stæði þarna og biði eftir af- greiðslu. Ég hélt að það kæmi einhver annar af- greiðslumaður að af- greiða mig en svo var ekki, maðurinn í síman- um var einn að vinna á þessari vakt. Það er ótrúlegt en satt en þessi afgreiðslumað- ur var mjög ókurteis, þ.e.a.s. að í staðinn fyrir að leggja á og afgreiða mig þá hélt hann óspart áfram að mala í símann. Það sem mér fannst mest dónalegt er að hann sá mig alveg, vissi alveg að ég var þarna og samt hélt hann áfram að tala í símann! Ekki nóg með það þá hringdi far- síminn hans stuttu eftir að ég gekk þarna inn og þá kvaddi hann mann- eskjuna sem hann var að tala við í hinum síman- um og svaraði í farsím- ann sinn. Ég var orðin mjög pirruð á framkomu mannsins en lét það þó ekki á mig fá og æsti mig ekki við hann. Eftir að hafa staðið þarna í 10–15 mínútur ákvað ég að ganga út og þá sagði afgreiðslumað- urinn að það væri við- skiptavinur að bíða eftir afgreiðslu. Ég hins veg- ar gekk út hneyksluð og pirruð og sagði við af- greiðslumanninn að halda bara áfram að tala í símann. Halldóra Ósk Reynisdóttir. Slæm þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.