Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 68

Morgunblaðið - 08.06.2002, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSK stjórnvöld ætla að neita félögum Falun Gong-hreyfingarinn- ar um vegabréfsáritanir til landsins eða afturkalla þær, en yfirvöld eiga von á fjölda mótmælenda, líklega um 300–400 manns, sem hyggjast mótmæla hér á landi þegar Jiang Zemin, forseti Kína, heimsækir Ís- land í næstu viku. Að sögn embættismanna í dóms- málaráðuneytinu byggist þessi ákvörðun á því að íslensk stjórn- völd hafa áhyggjur af því að mót- mælin fari úr böndunum og ógni öryggi almennings, mótmælenda og lögreglumanna. Fulltrúar ríkislög- reglustjóra ræddu við talsmenn Falun Gong, sem staddir eru hér á landi, og kom þar m.a. fram að mótmælendurnir vildu komast sem næst forseta Kína og myndu ekki sætta sig við að lögregla úthluti til- teknum stöðum fyrir mótmælin. Sagði forsvarsmaður þeirra að þeir myndu ekki sætta sig við að vera settir á einhvern stað þar sem þeir sæjust ekki og gætu ekki kom- ið skilaboðum sínum á framfæri. Þeir myndu reyna að komast sem næst forsetanum en mótmælin yrðu samt sem áður friðsamleg. Falun Gong hyggst ræða við lög- regluna í Reykjavík á mánudag um hvernig mótmælunum verður hátt- að. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að þrátt fyrir að mótmæli Falun Gong hafi alltaf verið friðsamleg hafi liðs- menn hreyfingarinnar verið afar aðgangsharðir. Skv. upplýsingum frá þýsku lögreglunni reyni þeir flest til þess að komast sem næst þeim sem þeir eru að mótmæla. Hafi liðsmenn þeirra m.a. farið inn á öryggissvæði í þessum tilgangi. Miðað við þann mikla fjölda sem von er á, sé hætta á að tiltölulega fámennt íslenskt lögreglulið muni eiga í vandræðum með að hafa stjórn á mótmælunum og tryggja öryggi kínverska forsetans. Íslensk stjórnvöld hyggjast koma í veg fyrir að fólk, sem er líklegt til að taka þátt í mótmælunum, komist til landsins með því að afturkalla eða neita því um vegabréfsáritanir eða snúa því við. Einnig verður tekið upp tímabundið eftirlit á landamærum að Schengen-ríkjum. Þegar hafa verið afturkallaðar um 20–30 vegabréfsáritanir og búið að neita að gefa út 30–40. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir má þó telja víst að stórir hópar komist í gegn og verður öryggisgæsla vegna heimsóknarinnar hert til muna vegna þessa. Vitað er til þess að um 200 Falun Gong-liðar hafa pantað sér flugfar hingað fyrir og á meðan á heim- sókn Jiangs Zemin á að standa. Er talið að um 50 félagar í Falun Gong séu þegar komnir til landsins. Falun Gong-félögum synjað um áritanir eða snúið við Vildu ekki hlíta því að hafa mótmælin á tilteknum stöðum  Aðgangshörð/34 sl. Í bréfinu segir að ráðuneytið telji skýringar forstjórans á atriðum, sem ráðuneytið hafði óskað skýringa á, ófullnægjandi og að ráðuneytið íhugi að áminna forstjórann. Í rökstuðn- ingi fyrir afstöðu ráðuneytisins kem- ur fram að ráðuneytið telur forstjór- ann hafa sýnt af sér háttsemi sem varði áminningu skv. ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins í sjö af níu atriðum sem rakin eru í bréfinu. ,,Með bréfi þessu er yður veittur kostur á að neyta andmælaréttar áð- ur en tekin verður ákvörðun um hvort yður verði veitt áminning, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 21. gr. og 4. mgr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/ 1996,“ segir í bréfinu, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram kom í blaðinu í gær sendi ráðherra forstjóranum upp- haflega bréf 22. maí þar sem fundið var að störfum hans og óskað skýr- VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra gerir mjög alvarlegar athugasemdir við störf Theodórs A. Bjarnasonar, forstjóra Byggðastofnunar, í bréfi sem ráð- herrann sendi forstjóranum 5. júní inga á atriðum í níu tölusettum lið- um. Forstjórinn svaraði athuga- semdunum með bréfi 26. maí. Í bréfinu, sem ráðherra sendi 5. júní sl., er að finna rökstuðning fyrir afstöðu ráðuneytisins til einstakra efnisatriða sem fundið er að. Er hátt- semi forstjórans í tilteknum atriðum, sem rakin eru í bréfinu, m.a. talin fela í sér vanrækslu, ófullnægjandi árangur í starfi, brot gegn almenn- um skyldum gagnvart stjórn stofn- unarinnar og er hann sakaður um að hafa sýnt í starfi óhlýðni við löglegt boð yfirmanns. ,,Áréttað skal að fyrirhuguð ákvörðun er áminning í skilningi 21. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Bæti starfsmaður ekki ráð sitt eftir að hafa verið veitt slík áminning, kann það að leiða til þess að honum verði veitt lausn frá störfum um stundar- sakir í samræmi við 2. mgr. 26. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins og eftir atvikum vikið frá að fullu í kjölfarið,“ segir í lok bréfs ráðherra. Sparðatíningur sem ráðuneytið getur fengið skýringar á Theodór A. Bjarnason segist í við- tali við Morgunblaðið hafa orðið mjög undrandi á svarbréfi ráð- herrans. Telur hann sig hafa útskýrt þau atriði, sem tilgreind eru í bréf- inu, með ítarlegum hætti og þau gefi ekki tilefni til áminningar. Theodór segir m.a. að hér sé um sparðatíning að ræða sem ráðuneytið geti fengið góðar skýringar á með nánari skoð- un. Morgunblaðinu barst í gær yfir- lýsing frá oddvitum þeirra fjögurra framboða sem sæti eiga í nýkjörinni sveitarstjórn Skagafjarðar. Þar er lýst fullu trausti á starfsfólki Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Viðskiptaráðherra sakar forstjóra Byggðastofnunar um vanrækslu í starfi Háttsemi talin varða áminningu í sjö atriðum  Byggðastofnun/10–11 SKÓLA Ísaks Jónssonar, Ísaks- skóla, var slitið í gær með viðhöfn, en skólinn fagnar um þessar mund- ir 75 ára afmæli sínu. Við skólaslit- in var efnt til samsöngs nemenda á skólalóðinni við Bólstaðarhlíð og tóku þessar hnátur, skrýddar heimatilbúnum útskriftarhúfum, hraustlega undir. Morgunblaðið/Arnaldur Sungið við skólaslit Ísaksskóla HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úr- skurðaði í gærkvöldi mann í gæslu- varðhald til miðvikudags vegna gruns um aðild að peningafölsun og fíkniefnabroti. Hann var einn þriggja manna sem lögreglan í Kópavogi og Reykjavík handtók í fyrrakvöld en tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Frekari upplýsingar um umfang málsins var ekki að fá frá rannsókn- ardeildum lögreglunnar í Kópavogi og Reykjavík, sem unnu sameigin- lega að rannsókn þess og sendu út fréttatilkynningu til fjölmiðla í gær- kvöldi. Samkvæmt tilkynningunni gerði saksóknari sýslumannsins í Kópavogi kröfu um gæsluvarðhald yfir þriðja manninum sem héraðs- dómari samþykkti, sem fyrr segir, til miðvikudags hið minnsta. Grunaður um peningaföls- un og fíkni- efnabrot TRYGGINGAFÉLAGIÐ Allianz í Þýskalandi hóf í þessari viku að bjóða viðbótarlífeyrissparnað hér á landi og er að sögn Hreins Loftssonar, stjórn- arformanns söluskrifstofunnar All- ianz Ísland, fyrsta erlenda trygginga- félagið sem kemur inn á þennan markað. „Við höfum orðið varir við mikla eftirspurn eftir þessari vöru og þeim kostum sem í henni felast,“ segir Hreinn. „Viðbótarlífeyrissparnaður er nýlegt fyrirbæri hér á landi, en sú útfærsla sem Allianz í Þýskalandi býður Íslendingum hefur mótast á löngum tíma og hvílir á mikilli reynslu Allianz. Nú eftir að við höfum hafið sölu á þessari sparnaðarleið fá Íslend- ingar beinan aðgang að kerfi Allianz.“ Hreinn segir að íslenska söluskrif- stofan, Allianz Ísland ehf., sé eina skrifstofa sinnar tegundar utan Þýskalands, því annars staðar þar sem Allianz bjóði þjónustu sína sé það í gegnum fyrirtæki sem þeir eigi meirihluta í. Skrifstofan hér sé bein- tengd höfuðstöðvunum úti en samið hafi verið við Sparisjóð Kópavogs um að hafa milligöngu um inn- og út- greiðslur sparnaðarins. Í samtali við Hrein og Árna Gunn- ar Vigfússon, framkvæmdastjóra Allianz Ísland, sem birt er í blaðinu í dag, kemur fram að þessi sparnaður er frábrugðinn þeim sem hér er í boði í nokkrum veigamiklum atriðum. Þeir leggja áherslu á að kostnaður sé ljós fyrirfram og að loforð liggi fyrir um ákveðna lágmarksávöxtun. Þetta þýði að sá sem sparar geti vitað hvernig hann muni standa við upphaf lífeyr- istöku. Þá sé sparnaðurinn í evrum, sem sé hagstætt vegna dreifingar áhættu og loks sé hægt að semja um að fá lífeyri út ævina, en ekki aðeins til ákveðins árafjölda eins og tíðkist með þann viðbótarlífeyrissparnað sem sé í boði hér á landi. Allianz býður við- bótarlífeyr- issparnað  Loforð/24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.