Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 1
Morgunblaðið/Kristinn
Alþjóðahúsið, miðstöð fjöl-
menningarlegs samfélags, verð-
ur opnað formlega 14. júní nk.
Í húsinu mun fara fram marg-
háttað upplýsinga- og menn-
ingarstarf. Opnun húss af
þessu tagi er tímabær, því inn-
flytjendum fer sífellt fjölgandi
hér á landi. Hildur Einarsdóttir
kynnti sér starfsemina, sem er
liður í því að gera íslenskt
þjóðfélag fjölmenningarlegt og
fordómalausara.
Öll samfélög hafa
gott af fjölbreytileika
ferðalögLesið í jarðlöginbílarRange RoverbörnNáttúrubörnbíóMálarinn og sálmurinn
Sælkerar á sunnudegi
Mjúkir sumardrykkir
Afríkuríkið
Sierra Leone:
ríkt land -
fátæk þjóð
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
9. júní 2002
MORGUNBLAÐIÐ 9. JÚNÍ 2002
134. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Framlög Íslands til ESB
ekki samningsatriði
18
Fornleifafræðin
fótum troðin
20 B
Vilji til friðar en
ekkert traust
10
PAKISTANAR sögðu í gær að her-
þotur sínar hefðu skotið niður
ómannaða indverska njósnaflugvél
sem rofið hefði pakistanska lofthelgi
yfir boginni Lahore í austurhluta
landsins. Eykur þetta spennuna í
samskiptum ríkjanna, er hafa verið
mjög stirð að undanförnu vegna
átaka í Kasmírhéraði, sem ríkin
hafa deilt um síðan 1947.
Talsmaður indverska varnar-
málaráðuneytisins staðfesti að vélin
hefði verið skotin niður og sagði að í
ljósi stöðunnar í samskiptum
ríkjanna væri „notkun slíkra
ómannaðra loftfara af beggja hálfu
ofureðlileg“. Dagblöð höfðu eftir
sjónarvottum að eftir að vélin var
skotin niður hefði hún hrapað í eld-
hnetti og lent á sykurakri við þorpið
Raja Jang, skammt suður af La-
hore.
Í yfirlýsingu frá pakistanska
hernum í gær sagði að indversku
vélarinnar hefði orðið vart síðdegis
á föstudag og skömmu síðar hefðu
pakistanskar herþotur skotið hana
niður. Flak vélarinnar yrði nú flutt
til Islamabad til rannsóknar. Pakist-
anski hershöfðinginn Rashid Qu-
reshi atyrti Indverja fyrir að hafa
rofið lofthelgi Pakistans og sagði at-
vikið sýna að Indverjar hefðu engan
áhuga á að draga úr spennunni milli
ríkjanna.
Í byrjun janúar kváðust Indverj-
ar hafa skotið niður ómannaða pak-
istanska njósnaflugvél sem hefði
rofið indverska lofthelgi yfir Kasm-
ír, en pakistanski herinn sagði þessa
fullyrðingu Indverja „uppspuna og
barnaleg ósannindi“.
Indverjar saka Pakistana um að
styðja við bakið á aðskilnaðarsinn-
uðum hryðjuverkamönnum sem
komi frá pakistönskum hluta Kasm-
ír og geri innrásir í indverska hlut-
ann. Upp úr sauð eftir að hryðju-
verkamenn gerðu blóðuga árás á
indverska þingið í Nýju-Delhí í des-
ember sl. Í maí kostaði tilræði
hryðjuverkamanna 35 manns lífið í
hinum indverska hluta Kasmír,
flestir hinna föllnu voru konur og
börn indverskra hermanna.
Indverska lögreglan sagði í gær,
að uppreisnarmenn hefðu þá um
daginn gert tvær árásir inn á ind-
verskan hluta héraðsins og banað
fjórum óbreyttum borgurum og
þremur indverskum hermönnum.
Bandaríkjamenn segjast hafa
fengið sönnur fyrir því, að mjög hafi
dregið úr árásum hryðjuverka-
manna, er hafi aðsetur í Pakistan,
yfir svonefnda stöðulínu, er skiptir
yfirráðasvæðum ríkjanna tveggja í
Kasmír.
Loforð Musharrafs
Indverjar hafa krafist þess að
Pakistanar hefti aðgerðir hryðju-
verkamannanna, og segir Richard
Armitage, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, að hann hafi á
fundi með Pervez Musharraf, for-
seta Pakistans, fyrir helgina fengið
loforð fyrir því, að Pakistanar
myndu grípa til beinna aðgerða til
að koma í veg fyrir að Indverjar
yrðu fyrir frekari árásum hryðju-
verkamanna.
Síðdegis í gær greindi Armitage
svo frá því, að Indverjar hefðu lofað
jákvæðum viðbrögðum við fyrirheit-
um Musharrafs, og teldi hann þess
að vænta á næstu dögum. Væru Ind-
verjar m.a. að íhuga þann möguleika
að senda diplómata aftur til Pakist-
ans.
Pakistanar granda ind-
verskri njósnaflugvél
Islamabad, Nýju-Delhí. AFP.
Indverjar sagðir íhuga að senda
diplómata til Pakistans á nýPAUL Martin, fyrrverandifjármálaráðherra Kanada, nýt-
ur meiri vinsælda meðal kana-
dískra kjós-
enda en Jean
Chretien for-
sætisráðherra,
skv. niðurstöð-
um nýrrar
skoðanakönn-
unar, og hafa
vinsældir
Chretiens
aldrei verið
minni en nú.
Ef gengið yrði til kosninga
núna myndi Chretien engu að
síður leiða Frjálslynda flokkinn
til sigurs, og fá 42% atkvæða,
en ef Martin væri formaður
flokksins yrði sigurinn enn
stærri og flokkurinn fengi 61%
atkvæða.
Chretien rak Martin úr emb-
ætti fjármálaráðherra fyrir
réttri viku í kjölfar persónulegs
missættis þeirra, sem virðist
eiga rætur að rekja til kröfu
Chretiens um að engir ráð-
herrar reyni að velta honum úr
sessi. Martin hefur ekki farið
dult með þann vilja sinn að hafa
forsætisráðherraembættið af
Chretien, og þar sem Martin er
ekki lengur ráðherra getur
hann nú barist gegn Chretien.
Útlitið gott fyrir
Paul Martin
Samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunarinnar er útlit-
ið nokkuð gott fyrir Martin, þar
sem 48% aðspurðra vildu að
hann færi fyrir ríkisstjórn
frjálslyndra, en aðeins 18%
vildu að Chretien gegndi emb-
ættinu áfram. Hann leiddi
flokkinn til sigurs og meirihluta
í kosningum í nóvember 2000,
þriðja kjörtímabilið í röð.
Skipan í formannsstöðu
flokksins verður tekin til end-
urskoðunar í febrúar nk., en al-
ríkisþingkosningar fara vænt-
anlega fram 2004, þar sem hefð
er fyrir því að boðað sé til kosn-
inga ári áður en kjörtímabilið
rennur formlega út. Martin
hefur ekkert sagt um það op-
inberlega hvort hann muni gefa
kost á sér til formannssætis
gegn Chretien í febrúar.
Kanada
Chretien
aldrei
óvinsælli
Chretien
Ottawa. AFP.
ÍSRAELSKIR hermenn undirbúa
leit í Karmei Tsur-landnámsbyggð
gyðinga skammt frá Hebron á Vest-
urbakkanum í gær. Tveir palest-
ínskir vígamenn skutu á hjólhýsi í
landnáminu í gærmorgun og myrtu
ísraelskan mann og barnshafandi
eiginkonu hans. Fjórir aðrir land-
nemar særðust, tveir alvarlega.
Annar árásarmannanna var felld-
ur, en hinn slapp.
Ehud Barak, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ísraels, sagði í grein
sem hann birti í bandaríska blaðinu
The Washington Post í gær, að ólík-
legt væri að friður kæmist á fyrir
botni Miðjarðarhafs svo lengi sem
Yasser Arafat væri yfirmaður pal-
estínsku heimastjórnarinnar.
„Sú hugmynd, að heimastjórn
Palestínumanna geti raunverulega
beitt sér gegn hryðjuverka-
starfsemi og gert raunverulegar
umbætur, er blekking, svo lengi
sem Arafat er við völd,“ skrifaði
Barak. „Arafat hefur nú í 20 mán-
uði reynt að ná tökum á Ísraelum
og allri heimsbyggðinni með því að
beita sjálfsmorðssprengjuárásum
sem diplómatísku vopni. Ísraelar
munu aldrei beygja sig fyrir þess-
um aðferðum, og það ættu Banda-
ríkjamenn heldur ekki að gera.“
Barak varaði við því að reynt
yrði að finna skyndilausnir á deil-
unni í Miðausturlöndum. Hann
sagði friðartillögu sem Sádi-Arabar
hafa lagt fram vera skref í rétta átt,
en þó væru á henni vankantar, t.d.
að gert væri ráð fyrir að landamæri
yrðu á ný færð til þess horfs sem
þau voru fyrir sexdagastríðið 1967.
AP
Þrír Ísrael-
ar myrtir