Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið „Vertu með
allt á hreinu“ frá Íslandsbanka.
Blaðinu verður dreift um allt
land.
MIKILL árangur náðist á alþjóðleg-
um undirbúningsfundi fyrir leiðtoga-
fund um sjálfbæra þróun, sem hald-
inn verður í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku í lok ágúst, þegar sam-
staða náðist um stofnun alþjóðlegs
vettvangs Sameinuðu þjóðanna, en
honum er ætlað að gera reglulegar
úttektir á ástandi hafsins. Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra er
stödd á þessum síðasta ráðherra-
fundi sem haldinn er á Balí í Indó-
nesíu, en þar hafa umhverfisráðherr-
ar heimsins unnið að gerð aðgerðar-
áætlunar, sem lögð verður fyrir
fundinn í Jóhannesarborg til sam-
þykktar.
Hún segir það gleðilegt og afar
góðan árangur fyrir Íslendinga að
samstaða hafi náðst milli þjóða
heims um mál sem Íslendingar hafi
unnið að núna í næstum tvö ár. Að
hennar sögn verður árið 2004 settur
upp vettvangur, sem vinnur reglu-
legar úttektir á ástandi hafsins og
áhrifum þess á félagslega og efna-
hagslega þróun. „Það er mjög mik-
ilvægt því að þess er að vænta að
þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir
muni áherslur þjóða á varnir gegn
mengun sjávar aukast, en það er eitt
helsta hagsmunamál Íslands á um-
hverfissviðinu.
Ríkisstjórnin stóð fyrir undirbún-
ingsfundi á Íslandi í september síð-
astliðnum til að vinna þessu máli
brautargengi og núna hefur náðst
samstaða um þetta framfaramál,“
segir Siv og bendir á að enginn fyr-
irvari hafi verið gerður við sam-
komulagið. Þar af leiðandi fari þessi
hluti aðgerðaáætlunarinnar til Jó-
hannesarborgar og verði samþykkt-
ur þar.
Siv telur fordæmi fyrir því að
svona alþjóðlegur samráðsvettvang-
ur hafi skilað árangri og nefnir sem
dæmi alþjóðlegan vettvang fyrir
loftslagsbreytingar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna, sem hafi verið einn
mesti drifkrafturinn á bak við
Kyotobókunina.
Siv segir ennfremur að það blasi
við að þjóðir heims þurfi sífellt meiri
orku og það sé því mikilvægt að
orkubúskapurinn verði vistvænni.
Úttektir á ástandi hafs-
ins gerðar reglulega
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir ákvörðun um stofnun alþjóðlegs
vettvangs Sameinuðu þjóðanna góðan árangur fyrir Íslendinga
UNDANFARIÐ hefur verið unnið
við að steypusprauta veggi við nýtt
stöðvarhús sem reisa á við Búðar-
hálsvirkjun. Undirbúningsfram-
kvæmdir við veggjagerð og stöðv-
arhús hófust síðastliðið haust en að
sögn Þorsteins Hilmarssonar, upp-
lýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er
ráðgert að gera göng í gegnum
Búðarháls og verður vatnið leitt í
göngum frá Hrauneyjafossi og að
nýja stöðvarhúsinu. Engin ákvörð-
un liggur fyrir um frekari fram-
kvæmdir að svo stöddu og á und-
irbúningsframkvæmdum að ljúka
um mitt sumar. Að sögn Þorsteins
eru framkvæmdir miðaðar við að
hægt verði að reisa 100 MW stöð á
sem skemmstum tíma, t.d. í
tengslum við Norðurál.
Áætlað að
verkinu
ljúki í sumar
Undirbúningsframkvæmdir Landsvirkjunar halda áfram við Búðarháls
Morgunblaðið/RAX
Unnið við að steypusprauta veggi þar sem reisa á nýtt stövarhús við Búðarhálsvirkjun.
MEÐALBIÐ eftir aðgerð á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi er allt
að tvö ár, en Jónas Magnússon,
sviðsstjóri lækninga á skurðlækn-
ingasviði, sagði í Morgunblaðinu í
vikunni að getan væri fyrir hendi til
að láta listana hverfa, væri til þess
pólitískur vilji og spítalanum útveg-
að nægilegt rekstrarfé.
Að sögn Ólafs Arnar Haraldsson-
ar, formanns fjárlaganefndar Al-
þingis, hefur stöðugt meira fé verið
látið í heilbrigðiskerfið og sömuleið-
is hefur mikið fé farið til samein-
ingar spítalanna og er þetta liður í
bættri þjónustu. Hann segir að með
því sé markvisst unnið að því að ná
meðal annars biðlistunum niður og á
mörgum sviðum hafi það tekist.
Einar Oddur Kristjánsson, varafor-
maður nefndarinnar, segir að við
fjárlagagerð undanfarin ár hafi ver-
ið gengið út frá því að sameining
stóru spítalanna myndi skila mikilli
hagræðingu en það hafi ekki gengið
eftir.
„Því miður hefur Landspítali –
háskólasjúkrahús og ýmsar aðrar
heilbrigðisstofnanir ekki verið innan
ramma fjárlaga og mér sýnist á öllu
að það verði þar fjárþörf umfram
það sem fjárlög gerðu ráð fyrir á
þessu ári. Því er nú úr vöndu að
ráða og ekki er það eingöngu vegna
þess að það sé ekki pólitískur vilji
fyrir því heldur er þarna um viðvar-
andi kostnaðaraukningu og rekstr-
arviðfangsefni að ræða,“ segir Ólaf-
ur Örn Haraldsson.
Pólitískur vilji til að
eyða biðlistunum
Í blaðinu í vikunni kom jafnframt
fram að lyfjakostnaður í tvö ár gæti
í vissum tilvikum slagað upp í að-
gerðarkostnaðinn og má þar af leið-
andi velta því upp hvort ekki sé hag-
kvæmara að ráðstafa fé til að eyða
biðlistunum og spara lyfjakostnað á
móti.
Ólafur telur pólitískan vilja vera
til að eyða biðlistunum og segir að
þegar ábendingar komi fram um að
til lengri tíma megi spara með
breyttu fyrirkomulagi, eins og bent
sé á, eigi auðvitað að taka mark á
því og skoða þær tillögur. Hann
bendir þó á að til að slíkt sé hægt
þurfi fjármagn að vera fyrir hendi
til að leysa biðlistavandann, jafnvel
þótt horft sé til lengri tíma um end-
anlegan ávinning. „Mér finnst þetta
áhugaverðar ábendingar og vil mjög
gjarnan skoða þær og nýta þær
góðu tillögur sem þarna koma
fram,“ bætir hann við.
Að hans sögn verður rekstrar-
staða heilbrigðiskerfisins og Land-
spítala – háskólasjúkrahúss skoðuð
á þessu ári, en eins og staðan er
núna snýr þetta að heilbrigðisráðu-
neytinu. Alþingi kemur ekki að mál-
inu fyrr en í haust þegar fjárlaga-
frumvarpið kemur fram. Ólafur
undirstrikar að fjármagnið til þess-
ara mála hafi verið aukið með ýms-
um hætti og segir að sjúkrahúsin
hafi unnið mjög ötullega að bættum
rekstri, en þarna nái endar einfald-
lega ekki saman.
Skipulagi ábótavant
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar, segir að
við fjárlagagerð undanfarin ár hafi
verið gengið út frá því að sameining
stóru spítalanna myndi skila mikilli
hagræðingu en þetta hafi ekki geng-
ið eftir. Allur samanburður á heil-
brigðiskostnaði milli Íslands og ann-
arra OECD-ríkja, þegar tekið er
tillit til allra aðstæðna og þeirra
peninga sem varið er til heilbrigð-
ismála, sýni að ekki sé hægt að ætla
annað en að vandamál heilbrigðis-
þjónustunnar sé skipulagið, sem
hljóti að vera mjög ábótavant. Ís-
land leggi gríðarlegt fé til heilbrigð-
ismála, sérstaklega með tilliti til
þess hversu ung þjóðin sé í sam-
setningu.
„Það liggur alveg fyrir að þróunin
hér á Íslandi, eins og víða í Evrópu,
hefur verið sú að við höfum verið að
færa heilbrigðisþjónustuna upp á
hærra tæknistig. Þetta er greinilega
vandamálið, við verðum að endur-
skipuleggja heilbrigðismálin með
tilliti til þess að efla grunnþjónustu
og forvarnir, en þær þjóðir sem náð
hafa bestum árangri hafa einmitt
farið þá leið,“ segir Einar Oddur.
Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis
Markvisst unnið að því
að ná biðlistum niður
VARÐSKIPIÐ Ægir kom færeysk-
um línubáti til aðstoðar úti fyrir Suð-
austurlandi í gærmorgun þar sem
slys hafði orðið um borð. Hafði einn
skipverjinn misst framan af fingri.
Samkvæmt tilkynningu frá Land-
helgisgæslunni var það tilviljun að
Ægir var staddur svo nálægt bátn-
um en fyrirhugað var að senda menn
um borð til eftirlits.
Þegar haft var samband við skip-
stjórann upplýsti hann þá um að slys
hefði átt sér stað. Í áhöfn Ægis eru
lærðir sjúkraflutningamenn og sóttu
þeir hinn slasaða. Var hann kominn
um borð í varðskipið um klukkan tíu
og klukkustund síðar var skipverjinn
kominn undir læknishendur á
Hornafirði.
Landhelgisgæslumenn höfðu
meðferðis þann hluta fingursins sem
skipverjinn missti, kældan í ís, en
ekki var hægt að sauma hann á. Að
sögn læknis var hinn slasaði sendur
með flugi til Reykjavíkur til frekari
skoðunar á Landspítalanum.
Missti
framan af
fingri
SJÓSTANGAVEIÐIMENN
veiða um 130–150 tonn af fiski á
ári samkvæmt mati Fiskistofu
og hefur aflinn vaxið nokkuð á
síðustu fimm árum eða úr 70–
80 tonnum.
Birkir Þór Gunnarsson, frá-
farandi formaður Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, segir tölur
Fiskistofu réttar enda byggist
þær á skýrslum sem stanga-
veiðimenn taki saman að lokn-
um mótum í sjóstangaveiði.
Sjóstangaveiðifélög á land-
inu eru átta talsins og sækja
þau um leyfi til sjávarútvegs-
ráðuneytisins vegna veiðanna.
Að loknum sjóstangaveiðimót-
um senda félögin Fiskistofu
skýrslur um veiddan afla.
„Þeir hafa tölur frá okkur
upp á gramm. Ef við veiðum
einn kola upp á 40 grömm hafa
þeir þær tölur,“ segir Birkir. Í
skýrslunum kemur fram hvað
veitt er af hverri fisktegund en
Birkir nefnir að á keppnismót-
um séu veitt verðlaun fyrir
stærsta fiskinn. Ekki sé óal-
gengt að stjóstangaveiðimaður
á keppnismóti veiði hálft tonn
af fiski á dag en landsmótin
standa hvert í tvo daga og vina-
félagsmót í einn dag.
Að sögn Birkis er veiddur afli
eign félaganna. „Við borðum
sumt af því sjálfir. En þetta er
eign félaganna,“ segir Birkir.
Sjóstangaveiðimenn
á landinu
Veiða um
130–150
tonn af
fiski á ári