Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEXTÁNDA þing Evrópska svefn- rannsóknarfélagsins fór fram í Reykjavík dagana 3.–7. júní og að sögn Þórarins Gíslasonar, yfirlæknis lungnadeildar á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, voru umfjöllunarefni þingsins margbreytileg. Þórarinn segir að hinn 31. maí hafi hliðarþing sem er áttunda alþjóðlega þingið um svefn og öndun hafist og þar hafi margir erlendir fyrirlesarar fjallað um svefnháðar öndunartruflanir og nýjustu rannsóknir á því sviði, ekki síst með tilliti til erfðafræði, en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hélt inngangsfyrir- lestur þingsins. Hann segir að jafnframt hafi verið kynntar á hliðarþinginu niðurstöður úr erfðafræðirannsókn sem gerð var í Cleveland í Bandaríkjunum og sýnir hvernig ákveðin gen segja til um það hversu hætt mönnum er við að fá kæfisvefn. Þessi gen erfast jafnsterkt og gen í þeim sjúkdómum sem taldir eru arfgengir, svo sem sykursýki og háþrýstingur, og þrátt fyrir að tveir af hverjum þremur kæfisvefnssjúk- lingum séu yfir í þyngd er kæfisvefn þegar kemur að erfðaþættinum ekki bara spurning um erfðir á þeim þátt- um sem stuðla að offitu, heldur teng- ist líka stjórn öndunar og ekki síst því hvernig fitusöfnunin er í koki og inn- an efra loftveggs. Þórarinn segir að hinir erlendu gestir hafi meðal annars heimsótt Bessastaði og hafi hópurinn verið furðu lostinn yfir því hversu opið ís- lenskt samfélag er og öryggisgæsla lítil, en yfir helmingur þátttakend- anna var Bandaríkjamenn. Að aukaþinginu loknu hófst aðal- þingið, en um 1.000 manns tóku þátt í því og um 600 efnisþættir voru kynnt- ir á einn eða annan hátt. Að sögn Þór- arins var það efni sem rætt var á þinginu mjög margbreytilegt og svefninn í raun eini samnefnarinn. Meðal annars var rætt um svefn ung- barna og hvernig hann breytist og þróast með árunum og þá var fjallað sérstaklega um svefn kvenna á þrem- ur mismunandi málþingum. „Það er ljóst að það eru vissir þættir sem tengjast hormónastarfsemi kvenna sem hafa áhrif á þeirra svefn og stuðla að truflun á svefni, en umræð- an um svefntruflanir og hormóna- truflanir hjá konum vakti mikla at- hygli á þinginu,“ segir Þórarinn. Hann segir að á þinginu hafi einnig verið rætt um dagsyfju, svefnleysi og svefn og atvinnu, og bendir á að í nú- tímaþjóðfélagi sé óhjákvæmilegt að vissir aðilar vinni á nóttunni og þá þurfi að hafa fleira í huga en hags- muni vinnunnar og þeirra sem eru að starfi, og huga einnig að því að fólk geti sinnt því sem nauðsynlegt er ut- an vinnunnar. Þá segir Þórarinn að kæfisvefn og sykursýki virðist vera ástand sem geri hvort annað verra og sykursýki tengist greinilega kæfi- svefni. Miklar framfarir í meðferð við kæfisvefni Aðspurður hversu langt sé síðan rannsóknir af þessu tagi fengu byr undir báða vængi segir Þórarinn að það sé ekki langt síðan læknar fóru að fjalla um svefn, mælitæki sem þurfi til að fylgjast með svefni og öndun yfir nótt hafi verið ónóg og mikinn tíma hafi þurft til að lesa úr gögnum. Á undanförnum árum hafi einnig komið fram meðferðarmöguleikar sem ekki voru til áður, fyrir 15 árum var fram- andi að fólk svæfi með þann búnað sem það gerir í dag, svo sem nefönd- unargrímur, en nú sé til fjöldi fyrir- tækja sem framleiði slíkan búnað og í maí í ár hafi samtals 1.158 sjúklingar á Íslandi með kæfisvefn notað nef- öndunargrímur. Í dag sé orðið mjög lítið mál að greina hvort eigi sér stað hjá sofandi einstaklingi alvarlegar öndunartruflanir eða súrefnisskortur. Tengsl milli kæfisvefns og annarra sjúkdóma Jan Hedner, prófsessor á Sahl- grenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, var meðal þeirra sem greindu frá rannsóknum sínum á kæfisvefni á þinginu. Sagði hann að sú breyting hefði orðið á síðastliðnum árum að í stað þess að líta á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbæri væri í dag farið að skoða sjúkdóminn sem miklu sterkari áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Að sögn Hedners getur kæfisvefn komið fram á mjög mismunandi hátt hjá fólki. Venjulega er talað um þrjár tegundir kæfisvefns, hindrun á loft- flæði um kverkar og barka, truflun á stjórnun öndunar í heilanum og í síð- asta lagi blöndu af þessu tvennu. Hindrun á loftflæði sé langalgengasta ástæðan. Það sem einkenni kæfisvefn er að öndun stöðvist af og til, hrotur, órólegur svefn, sviti, martraðir og börn væti rúmið. Að deginum finni fólk oft fyrir morgunhöfuðverk, syfju og sljóleika. Syfjan að deginum geti í sjálfu sér verið hættuleg, ef fólk sofni við vinnu eða akstur, en fleiri hættur séu á ferðinni. Meðan á kæfisvefni stendur minnkar súrefnið í blóðinu og þar með flutningur þess út í vefi lík- amans, meðal annars til hjartans. „Þeir sem eru með kransæðasjúk- dóm geta við þennan súrefnisskort fengið hjartsláttartruflanir sem ein- staka sinnum eru lífshættulegar,“ segir Hedner. Hann segir að tengsl hafi fundist milli kæfisvefns annars vegar og kransæðasjúkdóms, hás blóðþrýstings og æðasjúkdóma hins vegar. Ekki sé vitað hvort um ein- hvers konar orsakasamband er að ræða en offita stuðli að þessu öllu og í verstu tilfellum sjúkdómsins lokist öndunarfæri sjúklingsins og hann kafni. Hedner segir rannsóknir hafa sýnt að kæfisvefn í einhverju formi sé nokkuð algengt fyrirbæri meðal fólks og miklar rannsóknir hafi farið fram á því hversu hátt hlutfall fólks er haldið sjúkdómnum. Fyrir komi að fólk sem haldið er kæfisvefni þrói ekki með sér einkenni sjúkdómsins og haldi að þetta sé hluti af því að eldast, eða hluti af persónuleika þess sjálfs. Greining og meðferð kæfisvefns leiðir til sparnaðar Aðspurður hvort sparnaður hljótist af því að greina þá sem haldnir eru kæfisvefni segir Hedner að rann- sóknir hafi sýnt að svo sé. Flestar rannsóknir sem gerðar hafi verið á þessu hafi litið til aukinna lífsgæða þeirra sem fá meðferð við sjúkdómn- um, en nokkrar rannsóknir hafi einn- ig verið gerðar á peningalegum sparnaði sem hlýst af því að sjúkling- ar með kæfisvefn fái sjúkdómsgrein- ingu og meðferð. Þær hafi sýnt að þegar farið var tvö ár aftur í tímann og sú aðstoð sem sjúklingar þurftu þá á að halda frá heilbrigðiskerfinu var skoðuð og hún svo borin saman við aðstoð eftir greiningu hafi komið í ljós að áður en þeir fengu meðferð hafi sjúklingarnir þurft að nýta sér heil- brigðisþjónustuna í miklu meira mæli en eftir meðferð. Hedner bendir á að á næstunni megi búast við frekari þróun á með- ferð við kæfisvefni. Þau tæki sem not- uð eru í dag henti sumum mjög vel en öðrum ekki og því megi segja að með- ferðarúrræði við sjúkómnum séu enn ekki fullkomin, en þau séu þó alltaf að batna. Íslendingar standa framar- lega í svefnrannsóknum Hedner sagði að þær faraldfræði- legu rannsóknir og þær alþjóðlegu ráðstefnur á sviði svefn- og öndunar- truflana sem Ísland er aðili að séu ein ástæða fyrir áhuga hinna erlendu gesta á Íslandi. Þá nefndi Hedner íslenska fyrir- tækið Flögu, sem hann segir í farar- broddi á sviði greiningar og meðferð- arbúnaðar í heiminum, enda selji það vörur sínar í yfir 40 löndum. Þessir þættir séu meginástæða þess að Ísland er til innan þessa áhugasviðs. Þing Evrópska svefnrannsóknarfélagsins haldið á Íslandi Ekki lengur litið á kæfisvefn sem einangrað fyrirbæri Morgunblaðið/Þorkell Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á lungnadeild Landspítala háskólasjúkra- húss, og Jan Hedner, prófessor á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, tóku báðir þátt í svefnrannsóknaþinginu. SEINT á föstudagskvöld lenti far- þegaþota þýska flugfélagsins LTU á Egilsstaðaflugvelli. Hófst þar með vikulegt áætlunarflug á milli Egils- staða og Düsseldorf sem stendur fram á haust. Mikill viðbúnaður var á Egils- staðaflugvelli vegna komu Airbus A320-vélarinnar, sem lenti laust fyr- ir klukkan hálfellefu. Farþegar á leið út höfðu þá verið í innskráningu frá hálftíu um kvöldið og gekk inn- ritunin nokkuð seint en þó snurðu- laust. Aðstaðan til innritunar er fremur smá í sniðum á Egilsstaða- flugvelli, en flugstöðin sjálf nýleg og að mörgu leyti vel búin. Tölu- verður fjöldi löggæslumanna var á svæðinu, auk tollgæslu- og vopna- leitarsérfræðings. Þurftu farþegar að fara í gegnum vopnaleitarhlið sem nýverið var sett upp á flugvell- inum. Var það mál fulltrúa Flug- málastjórnar að hugsanlega væri þetta einnig byrjunin á skipulögðu eftirliti með farþegum innanlands- flugs vegna hertra reglna í flug- samgöngum á Vesturlöndum. Anton Antonsson, forstjóri Terra Nova-Sólar, sem er umboðsaðili LTU á Íslandi, afhenti fyrsta far- þeganum sem gekk frá borði mynd- arlegan blómvönd með árnaðar- óskum um góða dvöl á Íslandi og einnig var áhöfnin leyst út með gjöf- um og blómvöndum. Stórum áfanga náð Í veglegri móttöku eftir að vélin var lent flutti samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, ávarp. Hann sagði stórum áfanga nú náð fyrir milligöngu ferðaþjónustufyrirtækj- anna og ferðamálayfirvalda. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tók í sama streng, en hann kom að undirbúningi málsins fyrir hönd Markaðsráðs Ferðamálaráðs. Hann lagði áherslu á að verkefnið hefði ekki gengið eftir nema með miklum stuðningi heimamanna og öflugri forystu frumkvöðulsins Antons Ant- onssonar, forstjóra Terra Nova- Sólar. Verið væri að styrkja aðra helstu innkomuleiðina í landið og vísaði hann þar til siglinga Norrönu til Seyðisfjarðar. Sendiherra Þýskalands á Íslandi sagði ekki einasta ánægjulegt að beinu flugi til Egilsstaða hefði nú verið komið á, heldur stæðu Þýska- land og Ísland á þeim tímamótum að 50 ár væru nú síðan þjóðirnar tóku upp formlegt samband. Að öðrum ávörpum og skál- arræðum loknum fór farþegaþotan í loftið með 88 farþega áleiðis til Düsseldorf, með viðkomu í Keflavík. Síðustu þrjú árin hafa umboðs- aðili LTU á Íslandi og Þróunarstofa Austurlands unnið að því að beint flug til Egilsstaða yrði að raunveru- leika. Terra Nova-Sól hefur ásamt LTU, Ferðamálaráði, Þróunarstof- unni, Ferðaskrifstofu, Markaðs- skrifstofu og Ferðamálasamtökum Austurlands undirritað samning um að þessir aðilar vinni beinu flugi til Egilsstaða brautargengi næstu þrjú árin. Beint flug þýska félagsins LTU hafið milli Egilsstaða og Düsseldorf Mikill viðbúnað- ur á flugvellinum Morgunblaðið/Steinunn Egilsstöðum, Morgunblaðið. Þóra, Sigurður, Sigurlaug, Gunnlaugur og Daníel voru meðal farþega LTU frá Egilsstöðum til Düsseldorf á föstudagskvöld. Anton Antonsson, forstjóri Terra Nova-Sólar og einn helsti frum- kvöðull beins flugs frá Egilsstöðum, færir fyrsta farþeganum frá borði blómvönd með árnaðaróskum. EKKI er hægt að segja til um á þessu stigi hvort lagaheimild er fyrir því að skrá sérstaklega upplýsingar um húðgötun í eyra, en sú leið er fær að leita samþykkis einstaklinga sem láta setja göt í eyru sín, að sögn Mar- grétar Steinarsdóttur, lögfræðings hjá Persónuvernd, en umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að halda skrá yfir þessa aðila. Ef ekki er ætlunin að biðja um samþykki einstaklinga við skráningu upplýsinga um þá þurfa, að sögn Margrétar, að vera til staðar heim- ildir í lögum hvort sem upplýsingarn- ar teljast persónulegs eða almenns eðlis en hún telur að í þessu tilviki sé um almennar upplýsingar að ræða. „Persónuvernd hefur ekki borist erindi varðandi skráningu upplýs- inga um húðgötun í eyra og getum við ekki tjáð okkur um það álitaefni að óathuguðu máli. Almennt gildir hins vegar að til allrar vinnslu persónu- upplýsinga, sem ekki er ætluð til per- sónulegra nota, þurfa að vera heim- ildir samkvæmt 8. gr. og ef um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða, einnig 9. gr. laga um per- sónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga. Meginreglan er að samþykk- is viðkomandi einstaklings skuli leitað. Enn fremur getur vinnsla per- sónuupplýsinga byggst á lagaheim- ild,“ segir Margrét. Væntanleg skrá um einstaklinga með göt í eyrum Persónuvernd ekki verið spurð álits

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.