Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SMÁRALIND S. 569 1550
KRINGLUNNI S. 569 1590
AKRANESI S. 430 2500
Þú kau
pir nún
a en bo
rgar ek
ki fyrst
u
afborg
un fyrr
en efti
r
4 mánu
ði, vax
talaust
.
Og þá
er mög
uleiki
á allt a
ð 32 m
ánaða
raðgre
iðslu.
FYRSTA
AFBOR
GUN
Í OKTÓ
BER!
0VEXTIR%
ÓTRÚLEGA NÁKVÆM SENDING!
JVC XV-S42SL glæsilegur
DVD- og CD-spilari
Sérlega nett hönnun (aðeins 68 mm hár) og
búin fullkomnustu tækni.Optical og Coaxial
útgangar. Digital/DTS/MPEG og DVD Video,
CD, CD-R/RW og Video CD.
Kauphlaupstilbo›
29.995,-
Ver› á›ur 44.995 kr. - 15.000
kr.
KAUPBÆTIR
6.995kr.
VIRÐI
CASIO BABY-G ÚR
FYLGIR FRÍTT MEÐ!
Ef þú verslar fyrir
meira en 5000 kr.
(gildir laugardag
og sunnudag eða
á meðan birgðir
endast).
Tourette-samtökin gefa út bók
Er nokkurs
konar biblía
TOURETTE-sam-tökin á Íslandi eruað gefa út bók um
þessar mundir og hefja um
leið kynningu á henni. Íris
Árnadóttir hefur lengi ver-
ið í stjórn umræddra sam-
taka, m.a. sem formaður,
og hún er í forsvari fyrir
bókarútgáfuna.
Segðu okkur aðeins frá
Tourette-samtökunum.
„Tourette-samtökin á Ís-
landi voru stofnuð 1991 og
voru stofnfélagar um 40.
Nú, ellefu árum síðar, eru
félagarnir tæplega 200 tals-
ins. Markmið samtakanna
er að standa vörð um hags-
muni TS-einstaklinga og
fjölskyldna þeirra. Í því
felst meðal annars að veita
fræðslu sem leiði til betri
aðstöðu þessara einstak-
linga og fjölskyldna þeirra í þjóð-
félaginu og að stuðla að viðurkenn-
ingu á sértækri stöðu
TS-einstaklinga.“
Segðu okkur líka eitthvað frá
Tourette.
„Tourette er taugafræðilegt
heilkenni sem orsakast af röskun á
starfsemi boðefna heilans. Sýnileg-
ar afleiðingar þessarar röskunar
eru ýmiss konar kækir, bæði hljóð-
og hreyfikækir, sem eru breytileg-
ir eftir tíma og misjafnir að styrk.
Þannig getur einstaklingur verið
einkennalaus einhverja mánuði og
á þeim tímabilum sem kækir koma
fram eru þeir miskröftugir og eins
breytast kækirnir. Sumir hverfa
og nýir koma í staðinn. Það getur
hver sem er fengið Tourette en það
liggur oft í ættum og erfðaþáttur-
inn er sterkur þótt ekki hafi gengið
að finna genin sem valda heil-
kenninu. Það er líka þekkt að sýk-
ingar geta valdið Tourette. Tou-
rette hefur engin áhrif á greind og
þetta er ósköp venjulegt fólk sem
hefur Tourette. Tourette er al-
gengara meðal drengja en stúlkna.
Því hefur verið haldið fram að sem
hópur sé fólk með Tourette frjórra
og meira skapandi en gengur og
gerist. Tíðni sjúkdómsins er talin
allt að 1–3% , þ.e. einn til þrír af
hverjum 100 hafa sjúkdóminn. Til
þess að fá greininguna Tourette
þarf einstaklingur að hafa sögu um
bæði hljóð- og hreyfikæki. Ein-
kennin þurfa að hafa staðið yfir í
a.m.k. eitt ár og hafa byrjað fyrir
21 árs aldur. Kækir geta verið
ákaflega margbreytilegir og sem
betur fer hefur stærstur hluti
þeirra sem eru með Tourette litla
kæki sem eru ekki mjög áberandi
og hamla þeim ekki mikið, t.d. smá
augnblikk, ræskingar, þau fitja
upp á nefið eða hrista höfuðið lít-
illega. Börn með svona smávægi-
lega kæki sem hafa heldur ekki
neina fylgikvilla eru jafnvel aldrei
greind með Tourette og einkennin
jafnvel rakin til ofnæmis eða augn-
þurrks.
Þegar sjúkdómurinn er á háu
stigi getur hins vegar verið ákaf-
lega erfitt að lifa með honum. Tíðir
og kraftmiklir kækir
geta verið mjög haml-
andi. Það er t.d. mjög
þreytandi að reyna að
fylgjast með kennslu
eða lesa bók ef líkaminn
er á fleygiferð eða maður deplar
augunum í sífellu. Fólk getur verið
undirlagt af verkjum í líkamanum
og þurft sjúkraþjálfun. Við höfum
séð einstaklinga sem eru svo slitnir
eftir þetta álag að þeir ganga við
hækjur eða eru bundnir við hjóla-
stól. En sem betur fer er slíkt
sjaldgæft. Það getur líka verið
mjög hamlandi félagslega að hafa
áberandi kæki. Börnum er strítt og
þau uppnefnd og fullorðnir geta
veigrað sér við að fara á mannamót
því fólk starir í forundran. Lyfja-
meðferð getur hjálpað til við að
halda kækjunum niðri en lyfin geta
haft óþægilegar aukaverkanir.
En þótt kækir séu ekki slæmir
eru ýmsir kvillar sem tengjast To-
urette. Um helmingur barna sem
hafa Tourette hefur líka einkenni
athyglisbrests og/eða ofvirkni og
allt að helmingur hefur áráttu- og
þráhyggjueinkenni. Skert stjórnun
á skapi er líka vel þekkt og þá er
talað um tourette-storm og oft
„hvessir“ af litlu tilefni. Kvíði og
þunglyndi eru líka algengari en al-
mennt gerist. Þessir fylgikvillar
eru oft og tíðum mun meira haml-
andi en kækirnir. Þessi einkenni
valda erfiðleikum í félagslegum
samskiptum og einstaklingum með
Tourette gengur verr félagslega en
almennt gerist.“
Segðu okkur eitthvað frá bók-
inni sem þið eruð að gefa út.
„Já, við erum að gefa út í ís-
lenskri þýðingu bókina Teaching
the Tiger eftir Marilyn P. Dorn-
bush og Sherryl K. Pruitt. Í
Bandaríkjunum er litið á þessa bók
sem nokkurs konar biblíu og hún
hefur verið gefin út þar margsinn-
is. Í íslenskri þýðingu hefur bókin
fengið heitið Tígurinn taminn. Við
höfum séð það skýrt í starfi okkar í
samtökunum að helstu erfiðleikar
barna með Tourette eru í skólun-
um. Oft eru þessir erfiðleikar
vegna þess að kennarar hafa ekki
fengið nægilega fræðslu og gott
fræðsluefni hefur ekki verið fyrir
hendi. Þessi bók er ætl-
uð sem handbók fyrir
foreldra og kennara
barna með Tourette, at-
hyglisbrest og ofvirkni
og áráttu-þráhyggj-
uröskun og hún gagnast líka við
kennslu og uppeldi barna með fleiri
vandamál.“
Hvað með dreifingu og sölu?
„Bókin verður til sölu hjá sam-
tökunum og kostar 2.500 krónur.
Hægt er að kaupa hana á skrifstofu
Tourette-samtakanna í Þjónustu-
setri líknarfélaga, Hátúni 10b, 9.
hæð, en þar er opið frá klukkan 13
til 17.“
Íris Árnadóttir
Íris Árnadóttir fæddist í
Reykjavík 10. desember 1963.
BA-próf í sálfræði og próf í
uppeldis- og kennslufræðum
frá HÍ ásamt M.Sc. í sálfræði
frá Stirling-háskóla. Hefur
unnið ýmis störf tengd kennslu
og þjálfun fatlaðra. Maki er
Jakob Þorsteinsson, landfræð-
ingur hjá Morgunblaðinu, og
eiga þau þrjá syni, Davíð
Andra, Alex Árna og Aron.
Helstu erfið-
leikarnir eru í
skólunum
Það verður bara að vera „lok lok og læs og allt úr stáli“ elskurnar mínar.
Atvinnuleyfið nær ekki til hennar.
sumarleyfum. Ullarsala sé árstíma-
bundin og gangi yfirleitt betur á
haustin og fram að jólum.
Ístex er nú með á lager hátt í 500
tonn af ull en árlega tekur fyrirtækið
við um 900 tonnum af óhreinni ull frá
bændum. Að loknum þvotti standa
eftir um 700 tonn til framleiðslu.
Guðjón segir að einkum gangi erf-
ÍSLENSK ull selst illa á mörkuðum
erlendis um þessar mundir og á fyr-
irtækið Ístex, sem framleiðir ullar-
afurðir, í erfiðleikum með að standa
við greiðslur til sauðfjárbænda. Guð-
jón Kristinsson, framkvæmdastjóri
Ístex, segir við Morgunblaðið að um
tímabundna erfiðleika sé að ræða sem
vonandi rætist úr í haust að loknum
iðlega að selja ull til Englands,
stærsta markaðarins, og svipað sé að
gerast þar með ullarband, sem eink-
um er notað við framleiðslu gólfteppa.
Breskur ullariðnaður eigi við mikinn
vanda að etja um þessar mundir.
Hörð samkeppni við flísefni
Guðjón segir ennfremur að ullin
eigi í harðri samkeppni við önnur hrá-
efni eins og flís en það þurfi ekki endi-
lega að þýða að ullin verði útundan á
markaðnum til langs tíma. Alltaf hafi
verið sveiflur á milli náttúruefna og
gerviefna. Guðjón segir að betur
gangi að selja handprjónað band og
tilbúnar ullarvörur á flestum mörk-
uðum.
Lausafjárstaða Ístex er erfið um
þessar mundir en á síðasta ári varð 26
milljóna króna tap vegna mikils fjár-
magnskostnaðar og gengistaps. Velta
fyrirtækisins á síðasta ári var um 256
milljónir króna, sem var 24% aukning
frá árinu 2000. Fyrirtækið veitir tæp-
lega 60 manns atvinnu en það starf-
rækir spunaverksmiðju í Mosfellsbæ,
þvottastöð í Hveragerði og vefnaðar-
verksmiðju á Skagaströnd, þar sem
m.a. eru framleiddar ábreiður og
áklæði.
„Bændur hafa sýnt okkur skilning
og þolinmæði og staðið með okkur,
enda er Ístex hlutafélag að hálfu í
eigu bænda og starfsmenn eiga hinn
helminginn. Það eru því hagsmunir
bænda að koma ullinni í verð.“
Illa gengur að selja ull
á markaði erlendis
EKIÐ var aftan á bifreið við
gangbraut á Njarðarbraut í
Njarðvík síðdegis á föstudag,
að sögn lögreglunnar í Kefla-
vík. Tvennt var flutt á sjúkra-
hús og kvartaði fólkið undan
eymslum í hálsi og baki.
Auk þessa voru fimm öku-
menn teknir fyrir of hraðan
akstur í umdæmi Keflavíkur-
lögreglunnar þann daginn.
Á sjúkrahús
eftir árekstur