Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 16
ÍÞRÓTTIR
16 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
HM í Japan og Suður-Kóreu
B-RIÐILL:
Suður-Afríka – Slóvenía 1:0
Mark Suður-Afríku: Siyabonga Nomvethe
4.
Markskot: Suður-Afríka 13 – Slóvenía 4.
Horn: Suður-Afríka 6 – Slóvenía 6.
Rangstaða: Suður-Afríka 4 – Slóvenía 2.
Gul spjöld: Lucas Radebe, Suður-Afríku
12., Muamer Vugdalic, Slóveníu 35., Zeljko
Milinovic, Slóveníu 52., Ales Ceh, Slóveníu
62., Miran Pavlin, Slóveníu 75.
Dómari: Angel Sanchez, Argentínu.
Áhorfendur: 47.226.
Lið Suður-Afríku: Andre Arendse, Cyril
Nzama, Lucas Radebe, Aaron Mokoena,
Bradley Carnell, Sibusisu Zuma, MacBeth
Sibaya, Tebeho Mokoena, Quinton Fortune
(Jabu Pule 84.), Siyabonga Nomvethe (Del-
ron Buckley 71.), Benni McCarthy (George
Koumantarakis 80.).
Lið Slóveníu: Marko Simeunovic, Zelijko
Milinovic, Muamer Vugdalic, Aleksander
Knavs (Spasoje Bulajic 60.), Djoni Novak,
Ales Ceh, Miran Pavlin, Amir Karic, Mi-
lenko Acimovic (Nastja Ceh 60.), Mladen
Rudonja, Sebastjan Cimirotic (Milan Os-
terc 41.).
Staðan:
Spánn 2 2 0 0 6:2 6
Suður–Afríka 2 1 1 0 3:2 4
Paragvæ 2 0 1 1 3:5 1
Slóvenía 2 0 0 2 1:4 0
Markahæstir:
Fernando Hierro, Spánn ............................ 2
Fernando Morientes, Spánn ...................... 2
C-RIÐILL:
Brasilía – Kína 4:0
Mörk Brasilíu: Roberto Carlos 15., Rivaldo
32., Ronaldinho 45. (víti), Ronaldo 55.
Markskot: Brasilía 11 – Kína 5.
Horn: Brasilía 6 – Kína 5.
Rangstaða: Brasilía 6 – Kína 0.
Gul spjöld: Ronaldinho, Brasilíu 25., Roque
Junior, Brasilíu 69.
Dómari: Anders Frisk, Svíþjóð.
Áhorfendur:
Lið Brasilíu: Marcos, Cafu, Lucio, Roque
Junior, Roberto Carlos, Gilberto Silva, Ro-
naldo (Edilson 72.), Rivaldo, Ronaldinho
(Denilson 46.) , Juninho Paulista (Ricar-
dinho 70.), Anderson Polga.
Lið Kína: Jiang Jin, Wu Chenying, Li Tie,
Ma Mingyu (Yang Pu 62.), Hao Haidong
(Qu Bo 75.), Li Weifeng, Zhao Junze, Du
Wei, Li Xiaopeng, Qi Hong (Shao Jiayi 66.),
Xu Yunlong.
Staðan:
Brasilía 2 2 0 0 6:1 6
Kostaríka 1 1 0 0 2:0 3
Tyrkland 1 0 0 1 1:2 0
Kína 2 0 0 2 0:6 0
Markahæstir:
Rivaldo, Brasilía .......................................... 2
Ronaldo, Brasilía ......................................... 2
G-RIÐILL:
Ítalía – Króatía 1:2
Mark Ítalíu: Christian Vieri 55.
Mörk Króatíu: Ivica Olic 73., Milan Rapaic
76.
Markskot: Ítalía 10 – Króatía 10.
Horn: Ítalía 5 – Króatía 4.
Rangstaða: Ítalía 4 – Króatía 0.
Gul spjöld: Robert Kovac, Króatíu 39.,
Christian Vieri, Ítalíu 51.
Dómari: Graham Poll, Englandi.
Áhorfendur: 36.472.
Lið Ítalíu: Gianluigi Buffon, Christian Pa-
nucci, Alessandro Nesta (Marco Materazzi
24.), Fabio Cannavaro, Paolo Maldini, Gi-
anluca Zambrotta, Cristiano Zanetti, Da-
miano Tommasi, Cristiano Doni (Filippo
Inzaghi 79.), Francesco Totti, Christian Vi-
eri.
Lið Króatíu: Stipe Pletikosa, Robert Ko-
vac, Josip Simunic, Daniel Saric, Robert
Jarni, Stjepan Tomas, Milan Rapaic (Dario
Simic 79.), Niko Kovac, Zvonimir Soldo
(Jurica Vranjes 62.), Davor Vugrinec (Ivica
Olic 57.), Alen Boksic.
Staðan:
Mexíkó 1 1 0 0 1:0 3
Ítalía 2 1 0 1 3:2 3
Króatía 2 1 0 1 2:2 3
Ekvador 1 0 0 1 0:2 0
Markahæstir:
Christian Vieri, Ítalía.................................. 3
Cuauhtemoc Blanco, Mexíkó...................... 1
Ivica Olic, Króatía ....................................... 1
Milan Rapaic, Króatía................................. 1
Markahæsti á HM:
Miroslav Klose, Þýskaland..........................4
Christian Vieri, Ítalía...................................3
Jon Dahl Tomasson, Danmörk ...................3
Fernando Hierro, Spánn .............................2
Fernando Morientes, Spánn .......................2
Henrik Larsson, Svíþjóð .............................2
Rivaldo, Brasilía ...........................................2
Ronaldo, Brasilía..........................................2
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrslitakeppni NBA
Annar úrslitaleikur:
LA Lakers – New Jersey ...................106:83
Staðan er 2:0 fyrir Lakers í úrslitavið-
ureignum liðanna, en liðið sem á undan
vinnur fjóra leiki verður NBA-meistari árið
2002.
FRANSKI knattspyrnumað-
urinn Zinedine Zidane hefur
jafnað sig á meiðslum sem hafa
hrjáð hann að undanförnu og
mun að öllum líkindum leika
með Frökkum í síðasta leik
riðlakeppninnar gegn Dönum á
þriðjudag. Læknir franska liðs-
ins greindi frá þessu í viðtali
við franska dagblaðið Le Par-
isien í gær auk Zidane æfði á
fullu með franska liðinu í gær-
morgun og verður án efa í byrj-
unarliði Frakka á þriðjudag, en
eins og kunnugt er eiga Frakk-
ar titil að verja á mótinu og
verða að leggja allt í sölurnar í
leiknum.
Franska þjóðin hefur beðið
með öndina í hálsinum eftir því
hvort besti leikmaður liðsins
verði heill fyrir leikinn gegn
Dönum, en hann lék ekki með
franska liðinu í fyrstu tveimur
leikjum liðsins á mótinu þar
sem Frakkar töpuðu 1:0 fyrir
Senegal og gerðu markalaust
jafntefli við Úrúgvæja. Þau úr-
slit þýða að Frakkar þurfa að
sigra Dani með tveggja marka
mun til þess að komast í 16 liða
úrslit keppninnar, en liðið hef-
ur aðeins verið svipur hjá sjón í
fyrstu tveimur leikjunum og
saknar sárlega dýrasta leik-
manns heims.
Zidane er klár í slaginn
Króötum tókst að blása lífi í von-ina um sæti í 16-liða úrslitum
þegar þeir lögðu Ítala, 2:1. Mörkin
skoruðu Króatar með þriggja mín-
útna millibili rétt eftir miðjan síðari
hálfleik og voru þar að verki Ivica
Olic og Milan Rapaic en áður hafði
ítalska liðið komist yfir á 55. mínútu
með marki Christians Vieri. Fyrri
hálfleikur var markalaus og einstak-
lega bragðdaufur og einhver
tilþrifaminnsti hálfleikur keppninn-
ar til þessa.
Eftir tap fyrir Mexíkó í fyrstu
umferð riðlakeppinnar urðu Króat-
ar að leggja allt í sölurnar gegn Ítöl-
um til þess að detta ekki úr leik.
Með baráttu og seiglu tókst þeim
ætlunarverk sitt en víst er að Ítalar
eru langt frá því að vera sáttir við
úrslitin því tvö mörk voru dæmd af
þeim og það síðara, tveimur mín-
útum fyrir leikslok, virtist vera
dæmt af á afar hæpnum forsendum.
Þá kom löng sending inn á vítateig
Króata þar sem einn varnarmanna
þeirra og ítalskur sóknarmaður
freistuðu þess að ná til knattarins,
hvorugum tókst það, en knötturinn
fór sína leið framhjá markverði
Króata og í markið. Annar aðstoð-
ardómarinn veifaði flaggi sínu og
gaf til kynna að Ítalinn hafi gerst
brotlegur. Þegar atvikið er skoðað
aftur virðist sem það sé frekar kró-
atíski varnarmaðurinn sem braut af
sér en Ítalinn og því hefði markið
átt að standa. Aðstoðardómarinn
var viss í sinni sök og Graham Poll
dómari fór eftir honum, Ítölum til
sárrar gremju. „Ég skil ekki af
hverju markið var dæmt af,“ sagði
Vieri þungur á brún strax í leikslok.
Króatarnir dönsuðu hins vegar og
sungu. „Sigurinn er tileinkaður kró-
atísku þjóðinni,“ sagði Olic sem
skoraði fyrra mark Króata. „Við
verðskulduðum fyllilega sigurinn.
Loksins tókst okkur að leika eins
við best getum,“ sagði Olic ennfrem-
ur.
„Óheppnin elti okkur að þessu
sinni,“ sagði Vieri og skellti skuld-
inni vegna marksins sem ekki var
dæmt mark á aðstoðardómarann,
ekki á Poll dóamra. „Aðstoðardóm-
arinn tók af okkur löglegt mark. En
það þýðir ekkert að velta sér upp úr
því. Við verðum að herða upp hug-
ann og vinna Mexíkó í síðasta leik
riðlakeppninnar á fimmtudaginn,
ekkert annað kemur til greina,“
sagði Vieri.
Fyrsti sigur Suður-Afríku á HM
Suður-Afríkumenn unnu sinn
fyrsta sigur á heimsmeistaramóti í
gær þegar þeir lögðu Slóvena 1:0
með marki Siyabonga Nomvethe.
Suður-Afríka á því mjög góða mögu-
leika á að fylgja Spánverjum upp úr
B-riðli og nægir jafntefli gegn Spán-
verjum á miðvikudag. Möguleikar
Slóvena eru hins vegar úr sögunni .
Jomo Sono, þjálfari Suður-Afríku,
leyndi ekki gleði sinni eftir leikinn.
„Ég er mjög stoltur af piltunum.
Þeir vissu að það var komið að þeim
að vinna leik og þeim tókst það. Það
er pressa á liðinu núna því við vilj-
um komast í 16 liða úrslit og það
getur hvað sem er gerst í knatt-
spyrnu. Hver hefði trúað því að
Senegalar ynnu Frakka og að
Bandaríkjamenn gætu sigrað
Portúgal,“ sagði Sono sem var kok-
hraustur fyrir leikinn gegn Spán-
verjum.
Lið Slóveníu varð fyrir mikilli
blóðtöku í vikunni þegar besti mað-
ur þess, Zlatko Zahovic, var sendur
heim eftir deilur við þjálfara liðsins,
Srecko Katanec. Amir Karic, leik-
maður liðsins, sagði eftir leikinn í
gær að deilurnar hefðu haft mikil
áhrif á liðið.
Reuters
Sigurmark Króata gegn Ítalíu í uppsiglingu. Milan Rapaic liggur í grasinu eftir að hafa spyrnt knettinum í átt að markinu með
viðkomu í Marco Materazzi sem hér fylgist með framvindu knattarins ásamt félaga sínum Paolo Maldini.
Brostnar vonir
Króata vakna
BRASILÍUMENN tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeist-
aramótsins þegar þeir lögðu Kína, 4:0, í öðrum leik sínum í C-riðli.
Um leið er ljóst að Kínverjar geta pakkað saman og haldið til síns
heima að lokinni viðureigninni við Tyrki á fimmtudaginn. Brasilía er
þar með komin með sex stig og nú er spurningin aðeins sú hvort
Kosta Ríka eða Tyrkland fylgja fjórföldum heimsmeisturum eftir
upp úr þessum riðli, en þessar þjóðir mætast einmitt árdegis í dag.
Keppnin í G-riðli er hins vegar afar jöfn eftir að Króatía vann Ítalíu,
2:1, í gær. Úrslitin þýða að Ítalir verða að vinna Mexíkó þegar þjóð-
irnar mætast á fimmtudaginn til þess að halda áfram keppni.
EGGERT Magnússon, formaður
KSÍ, var eftirlitsmaður í leik Suður-
Afríku og Slóveníu í gær. Þetta er
annar leikurinn sem Eggert hefur
eftirlit með á HM.
SENEGALSKI miðjumaðurinn
Salif Diao andaði léttar eftir að aga-
nefnd Alþjóðaknattspyrnusam-
bandsins dæmdi hann aðeins í eins
leiks bann vegna rauðs spjalds sem
hann hlaut fyrir að brjóta á danska
varnarmanninum Rene Henriksen í
leik liðanna á fimmtudag. Búist hafði
verið við að Diao fengi tveggja leikja
bann þar sem hann fékk strax rautt
spjald fyrir brotið en ekki sitt annað
gula spjald. Aganefndin hefur hins
vegar krafist skriflegrar yfirlýsingar
frá Diao vegna brotsins og áskilur
sér rétt til að þyngja refsinguna.
AGANEFNDIN tilkynnti einnig að
Thierry Henry, sóknarmaður
Frakka, fengi eins leiks bann fyrir
rauða spjaldið sem hann hlaut í
leiknum gegn Úrúgvæ. Henry missir
því af leiknum gegn Danmörku.
ÁSTRALAR telja sig eiga nokkuð
í marki Davids Beckhams gegn Arg-
entínu í fyrradag því í skóm hans er
kengúruskinn. Talsmaður Samtaka
kengúrubænda í Ástralíu segir að
Ástralar ættu að vera stoltir af því að
eiga þátt í sigri Englands, en með
þessum orðum var hann að svara
ásökunum dýraverndunarsamtaka
sem gagnrýna það að kengúruskinn
skuli notað í fatnað og skó.
FORRÁÐAMENN portúgalska
landsliðsins í knattspyrnu eru
óhressir með þá ákvörðun Alþjóða-
knattspyrnusambandsins að láta
Skotann Hugh Dallas dæma leik
Portúgals og Póllands á HM á
morgun. Ástæðan er sú að Dallas var
fjórði dómari í undanúrslitaleik
Portúgala og Frakka á EM í árið
2000, en Frakkar skoruðu sigur-
markið í þeim leik úr vítaspyrnu sem
dæmd var eftir að Abel Xavier,
varnarmaður Portúgals, stöðvaði
skot með hendinni innan vítateigs.
DALLAS skrifaði leikskýrsluna
eftir leikinn og leiddu athugasemdir
hans til þess að þrír portúgalskir
leikmenn voru dæmdir í langt
keppnisbann, en þeir deildu harka-
lega við dómara leiksins um rétt-
mæti vítaspyrnunnar.
FÓLK