Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hagfræðistofnun hefurfengið þungar ákúrurvegna skýrslunnarsem unnin var aðbeiðni forsætisráðu-
neytis. Ýmsir, þeirra á meðal utan-
ríkisráðherra og þingflokksformað-
ur Samfylkingar, hafa dregið í efa
vinnubrögð við gerð skýrslunnar og
þykir forstöðumanninum sem vegið
sé að heiðri stofnunarinnar og
starfsfólks hennar.
„Það er hættulegt þegar stjórn-
málamenn ráðast að stofnunum
þjóðfélagsins í því skyni að grafa
undan trúverðugleika þeirra ein-
göngu í þeim tilgangi að ná fram
pólitískum stundarhagsmunum,“
segir Tryggvi. Hann bætir því við
að þegar komi að lýðræðislegri um-
ræðu sé mikilvægt að fræðimenn
geti sett fram vel rökstuddar upp-
lýsingar án þess að eiga á hættu að
verða fyrir aðkasti og fræðimanns-
heiður þeirra sé véfengdur. „Í þess-
um efnum, eins og svo mörgum öðr-
um, gildir að tilgangurinn helgar
ekki meðalið.“
Háskólamenn og umræðan
Sú gagnrýni hefur heyrst að
stofnanir Háskólans eigi ekki að
koma að viðkvæmum pólitískum
málum. Hvað segir Tryggvi Þór um
það?
„Ég er algjörlega ósammála
þessu. Pólitísk mál hafa á sér ýmsar
hliðar sem varða t.d. líffræði, hag-
fræði, félagsfræði eða siðfræði. Ef
nýjustu hugmyndum, sem oft verða
til í háskólum, er haldið utan við
pólitíska umræðu þá verður umræð-
an ekki jafn rík og ella. Hlutverk og
skylda fræðimanna í almennri um-
ræðu er m.a. að koma henni upp úr
skotgröfunum með nýjum upplýs-
ingum. Jafnframt hefur verið vilji
bæði hjá stjórnvöldum og Háskóla-
num að tengja skólann betur at-
vinnu- og þjóðlífi, landi og lýð til
framdráttar.“
Tryggvi segir að hins vegar sé
það gilt sjónarmið að hverfa frá
þessari stefnu og að í Háskólanum
og stofnunum hans verði eingöngu
stundaðar grunnrannsóknir sem
ætlaðar séu fyrir vísindatímarit. „Í
stað þess að tala um grunnrann-
sóknir og hagnýtar rannsóknir, eins
og nú er gert, þá gætum við talað
um frjálsar og ófrjálsar rannsóknir.
Ég held að íslensk orðræða yrði fá-
tækari við það og lýsi mig ekki
fylgjandi slíkri stefnubreytingu.
Það má líka velta því fyrir sér hvers
virði sú rannsóknarstofun er sem
treystir sér ekki til að svara spurn-
ingum sem brenna á alþjóð og born-
ar eru fram af forsætisráðherra
hennar af ótta við að dragast inn í
pólitískan hráskinnaleik. “
Aðspurður um gagnrýni utanrík-
isráðherra á skýrsluna segist
Tryggvi eiga erfitt með að henda
reiður á henni. „Mér hefur þó skilist
að við höfum ekki meðhöndlað
skatta og aðflutningsgjöld sem
munu renna til sambandsins við inn-
göngu rétt. Í stað þess að Ísland fái
10% innheimtuþóknun þá sé hún
25%. Við höfum grennslast fyrir um
þetta atriði en ekki fundið neitt sem
bendir til þess að meðhöndlun okk-
ar sé röng. Hins vegar er enginn
óskeikull og sá möguleiki er alltaf
fyrir hendi að við skýrsluhöfundarn-
ir höfum byggt á ófullnægjandi upp-
lýsingum að þessu leyti, en það
myndi þýða að hrein framlög myndu
minnka um 250–300 milljónir króna.
– Það er bitamunur en ekki fjár.“
Gagnrýnin hefur einnig beinst að
því hvernig skýrsluhöfundar með-
höndla svokölluð virðisauka- og
þjóðarframleiðsluframlög. „Meðferð
okkar er nákvæmlega í samræmi
við það sem ESB gerir á þessu ári,
en eins og getið er í skýrslunni mun
meðferðin breytast í tveim áföngum
til ársins 2004. Framlagið mun
verða 0,75% af skattstofni árið 2003,
en ekki á þessu ári eins og ráð-
herrann heldur fram, og 0,50% árið
2004. Um leið og virðisaukaframlag-
ið verður minnkað verður þjóðar-
framleiðsluframlagið hækkað að
sama skapi, nettóáhrifin verða því
hverfandi.“
Tryggvi segir utanríkisráðherra
hafa nefnt að samkvæmt útreikn-
ingum Hagfræðistofnunar muni Ís-
land greiða hæstu nettó framlögin
af öllum aðildarríkjunum. „Það er
ekki rétt. Ísland myndi greiða svip-
að hlutfall af þjóðarframleiðslu og
Þjóðverjar og Svíar gerðu 1998 en
minna en Hollendingar sem greiða
0,73% af landsframleiðslu eins og
kemur fram í Agenda 2000. Þá ber
að hafa í huga að þjóðarframleiðsla
á mann er mun meiri á Íslandi en í
sambandinu, en rík lönd greiða
meira en fátæk lönd samkvæmt
gildandi reglum.“
Tryggvi segir að af 56 svæðum
sem eru skilgreind í væntanlegum
aðildarríkjum ESB teljist 52 þeirra
vera láglaunasvæði. Samkvæmt nú-
gildandi reglum eigi þau rétt á
framlögum úr uppbyggingarsjóð-
um. Aðeins fjögur svæði eigi ekki
rétt á láglaunasvæðastyrkjum.
Hann vitnar í töflu úr skýrslunni,
sem birtist í Morgunblaðinu sl. mið-
vikudag, sem sýnir hver munurinn
er á efnahag væntanlegra aðildar-
landa ESB og t.d. Íslandi. „Lands-
framleiðsla er um 8,800 evrur á
mann í nýju ríkjunum, 22,500 á
mann í Evrópusambandinu og
30,600 evrur á mann á Íslandi.“
Umfangsmesta rannsóknin
Tryggvi segir útreikningana háða
meiri óvissu þegar kemur að stækk-
un Evrópusambandsins. Rækilega
sé gerð grein fyrir því í greinar-
gerðinni. „Í framreikningunum er
stuðst við þverskurð evrópskra
rannsókna þar sem rannsókn
Dresdner-bankans er þungamiðja. Í
hádegisfréttum síðastliðinn mið-
vikudag gefur utanríkisráðherrann í
skyn að það sé fremur haldlítið að
nota rannsókn frá banka í fyrrum
Austur-Þýskalandi. Dresdner er ein
stærsta bankasamsteypa í heimi
sem meðal annars Allianz, sem Ís-
lendingum er að góðu kunnugt, er
hluti af. Rannsókn bankans er sú
umfangsmesta sem gerð hefur verið
á áhrifum stækkunar sambandsins
á ríkisfjármál aðildarríkjanna. Okk-
ur fannst þessi úttekt trúverðug og
ég á ekki von á að nokkur taki það
trúanlegt að bankinn sendi frá sér
ómarktæka skýrslu.“
Utanríkisráðherra hefur einnig
gagnrýnt það að skýrsluhöfundar
hafi hvorki haft samband við utan-
ríkisráðuneytið né sendiráð Íslands
í Brussel til að afla upplýsinga. Hins
vegar hafi mikil samvinna verið á
milli ráðuneytisins og Hagfræði-
stofnunar þegar fyrri skýrsla stofn-
unarinnar var gerð árið 1994.
„Ástæðan fyrir þessu er fremur
einföld. Við þurftum engar upplýs-
ingar frá ráðuneytinu þar sem upp-
lýsingarnar liggja fyrir hjá ESB,“
segir Tryggvi. „Stefna sambandsins
felur í sér gagnsæi og að upplýs-
ingar séu öllum aðgengilegar og því
þarf enga milliliði til að nálgast þær.
Þá er það regla hjá okkur að um
skýrslur ríkir trúnaður sem tak-
markast við nauðsynlega upplýs-
ingaöflun. Það er ekki um neitt
leynimakk að ræða. Forsætisráðu-
neytið hafði samband við mig 9. maí
til að athuga hvort við gætum tekið
að okkur verkið. Ég sagðist tilbúinn
til þess og verkinu yrði skilað fyrstu
vikuna í júní. Verkið vannst betur
en ég átti von á. Síðdegis hinn 29.
maí var því lokið. Ég hafði samband
við ráðuneytið fyrsta virkan dag á
eftir og sendi ráðuneytinu hana í
framhaldi af því. Daginn eftir var
hún kynnt í ríkisstjórn. Frá 9. maí
ræddi ég ekki um málið við forsæt-
isráðuneytið nema að ég kvaðst um
miðjan maí hugsanlega þurfa að
Framlög Íslands til ESB ekki sam
Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands hefur fengið harða
gagnrýni vegna skýrslu um
áhrif aðildar Ísland að ESB
á ríkisfjármálin. Guðni Ein-
arsson hitti Tryggva Þór
Herbertsson forstöðumann
og fékk svör hans við gagn-
rýninni.
Morgunblaðið/Kristinn
Tryggvi Þór Herbertsson