Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 30. desember 2001var auglýst laust til um-sóknar starf kennara ífornleifafræði við sagn-fræðiskor heimspeki-
deildar Háskóla Íslands. Í auglýsing-
unni sagði að formlegt nám í
fornleifafræði til BA og MA prófs
verði tekið upp í fyrsta sinn haustið
2002 við Háskóla Íslands. Niðurstöð-
ur mats dómnefndar á hæfi umsækj-
enda skyldu lagðar til grundvallar
því hvort sá eða sú sem starfið hlýtur
yrði ráðin(n) sem dósent eða lektor. Í
lok auglýsingarinnar er tekið fram að
við ráðningu verði tekið mið af jafn-
réttisáætlun Háskólans.
Um stöðuna sóttu dr. Bjarni F.
Einarsson, dr. Margrét Hermanns
Auðardóttir, dr. Orri Vésteinsson og
Steinunn Kristjánsdóttir fil.mag.
Dómnefnd var skipuð þeim Guðrúnu
Sveinbjarnardóttur fornleifafræð-
ingi, sem var formaður, Helga Þor-
lákssyni, prófessor í sagnfræði, og
John Hines, prófessor í fornleifa-
fræði við Háskólann í Cardiff. Nið-
urstaða dómnefndar var að Orri Vé-
steinsson væri hæfur til að gegna
stöðu lektors og dósents í fornleifa-
fræði, en Margrét Hermanns Auð-
ardóttir væri hæf til að gegna stöðu
lektors en ekki dósents. Fornleifa-
fræðingarnir dr. Bjarni F. Einarsson
og Steinunn Kristjánsdóttir voru
hvorugt talin hæf.
Niðurstaða dómnefndarinnar þótti
sæta tíðindum innan háskólans, og
síðar utan hans, og vakti athygli hve
stór orð voru notuð um umsækjend-
ur og verk þeirra. Frá þessu var
greint í fréttum Morgunblaðsins 12.
og 14. maí. sl., en þá vildi enginn um-
sækjenda tjá sig um málið, formaður
dómnefndar ekki heldur en rektor
vísaði á lögfræðing sinn.
Var dómnefndin vanhæf?
Dr. Margrét Hermanns Auðar-
dóttir gerði ítarlegar athugasemdir
við dómnefndarálitið og sendi há-
skólarektor 16. maí sl. Áður, eða 9.
mars eftir að dómnefnd var skipuð,
sendi hún háskólarektor fyrirspurn
um hvort dómnefndin stæðist van-
hæfisákvæði stjórnsýslulaga. M.a.
benti Margrét á að tveir dómnefnd-
armanna hefðu einungis viðbótar-
nám í fornleifafræði ofan á önnur
fagsvið (sagnfræði og málvísindi) og
sá þriðji ekkert nám í fornleifafræði.
Einnig benti Margrét á að meirihluti
dómnefndar væri í samstarfi við
þann umsækjanda sem síðar var tal-
inn hæfastur. „Þetta var ekki tekið til
greina og tveggja síðna rökstuðning-
ur minn afgreiddur í tveimur línum:
„Ábendingar yðar hafa verið skoðað-
ar en ekki verður séð ástæða til þess
að breyta skipun dómnefndar,“ skrif-
aði lögfræðingur rektors,“ segir
Margrét.
Í ítarlegum athugasemdum Mar-
grétar við dómnefndarálitið segir
m.a. að vegna trúnaðarbrests sé
dómnefndarálitið, sem á þessu stigi
málsins hefði átt að vera algjört trún-
aðarmál dómnefndar, rektorsemb-
ættisins og umsækjenda, nú orðið að
almennu blaðamáli.
Margrét féllst á að greina Morg-
unblaðinu frá athugasemdum sínum
við dómnefndarálitið og ekki síst því
hvernig hún hefur verið útilokuð frá
því að halda áfram fornleifarann-
sóknum á Gásum í Eyjafirði, sem hún
væri upphafsmaður að.
Margrét segir að hún hafi ákveðið
að fara með andmæli sín við dóm-
nefndarálitið sem hvert annað opin-
bert plagg vegna trúnaðarbrests
dómnefndarmanna. Hún bendir
einnig á að í auglýsingunni um
kennslustarfið, sem varði nýtt fræða-
svið við heimspekideild, sé staðan
ekki skilgreind né heldur gerð þarfa-
greining sem dómnefnd miðar mat
sitt við. Telur hún þetta stangast á
við 42. grein í reglum nr. 485/2000
fyrir Háskóla Íslands þar sem m.a.
segir að „í skipunarbréfi dómnefndar
skal greina hvernig deild eða stofnun
hefur skilgreint það starf sem um
ræðir og hvort ákveðið hafi verið að
gera einhverjar sérstakar kröfur til
umsækjenda“. Um þetta segir Mar-
grét: „Í þessu umdeilda dómnefnd-
armáli er ekki einu sinni farið að lög-
um og reglum Háskólans.“
Hinn 23. maí sendi Margrét síðan
andmælaskjalið til félaga sinna í
Reykjavíkurakademíunni og segir
skjalið opinbert andsvar sitt „við
grófum trúnaðarbresti af hálfu dóm-
nefndar skipaðri af rektor Háskóla
Íslands, sem er vinnunefnd fyrir
hann og hann ber ábyrgð á. Skjalið
má einnig líta á sem andsvar mitt við
fréttaflutningi mbl.is nýverið, þar
sem við sérfræðimenntaðir fornleifa-
fræðingar urðum fyrir ærumeiðing-
um þegar við vorum nafngreindir
sem umsækjendur um kennslustarf í
fornleifafræði við Háskóla Íslands,
sem óneitanlega varðar friðhelgi
okkar“.
Auglýst til málamynda
Margrét telur öll rök hníga að því
að auglýsingin um starf kennara í
fornleifafræði við Háskólann hafi
einungis verið til málamynda. Fyrir
fram hafi verið ákveðið hver hreppti
hnossið og störf dómnefndarinnar fá
ekki háa einkunn:
„Í heild er dómnefndarálitið svo
ótrúlega hlutdrægt gegn viðtekinni
aðferðafræði og túlkunarhefðum
fornleifafræðinnar, að líkja mætti við
aðför að fornleifafræðinni sem al-
þjóðlega viðurkenndri háskólagrein.
Þetta gengur í berhögg við þau
vinnubrögð sem viðhöfð eru í aka-
demískum stofnunum í okkar heims-
hluta, þar sem fornleifafræðin hefur
löngum haft sterka stöðu sem heild-
stæð háskólagrein.“
Tvö félög fornleifafræðinga
Margrét var spurð hvort ekki væri
til eitthvert fagfélag sem stæði vörð
um hagsmuni hennar og annarra
fornleifafræðinga. Margrét svaraði
því til að hér væru tvö félög, annars
vegar Félag íslenskra fornleifafræð-
inga, sem er eldra, og svo Fornleifa-
fræðingafélag Íslands, sem var stofn-
að í byrjun árs 1999 og er rekið sem
fagfélag. Þessi tvö félög endurspegla
þann mun sem er á menntun þeirra
sem kenna sig við fornleifafræði hér
á landi. Í Fornleifafræðingafélaginu
miðast fullgild félagsaðild við grunn-
nám og framhaldsnám til meistara-
prófs í fornleifafræði en í eldra félag-
inu er einungis miðað við grunnnám
eða aðfararnám í faginu og þá sem
hafa stundað nám í öðrum fræðum,
t.d. sagnfræði, með fornleifafræði
sem aukagrein.
„Tilefni þess að Fornleifafræð-
ingafélagið var stofnað var því miður
vegna þess að þáverandi stjórn í
eldra félaginu var í raun ekki að reka
málefni félagsins með heildarþarfir
félagsmanna í huga,“ segir Margrét.
Hún segir að mikill meirihluti þeirra
sem kenna sig við fornleifafræði hér
á landi hafi takmarkaða menntun í
faginu. Þessi meirihluti hafi ráðið
ferðinni og nánast litið hornauga fólk
sem væri með umtalsverða menntun
að baki. Margrét segir fulla þörf á að
fá löggildingu á starfsheiti fornleifa-
fræðinga. Hún segir Fornleifafræð-
ingafélagið hafa miðað fullgilda
félagsaðild við sambærilegar mennt-
unarkröfur og gilda t.d. hjá
sálfræðingum og Arkitektafélagi Ís-
lands.
Fornleifafræðingafélagið hefur
lagt sig fram um að gæta hagsmuna
félagsmanna. Svo dæmi séu tekin
skipaði háskólarektor nefnd í eigin
Fornleifafræðin
fótum troðin
Dr. Margrét Hermanns
Auðardóttir fornleifa-
fræðingur er uggandi
um framtíð fornleifa-
fræði og fornleifarann-
sókna hér á landi. Hún
sagði Guðna Einarssyni
frá andmælum sínum
við nýlegu og umdeildu
áliti dómnefndar Há-
skóla Íslands sem Mar-
grét telur hafa verið
mjög hlutdrægt. Einnig
frá því hvernig henni
hafi verið bolað frá
fornleifarannsóknum á
Gásum í Eyjafirði, þrátt
fyrir margra ára und-
irbúningsstarf.
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Hermanns Auðardóttir
lauk fil.kand. prófi í fornleifafræði
frá Háskólanum í Uppsölum í Sví-
þjóð 1972, stundaði framhaldsnám
við Háskólann í Lundi með hléum
frá 1974–80 og doktorsnám sem
styrkþegi 1983–87 við Háskólann í
Gautaborg. Hún varði doktors-
ritgerð sína um upphaf byggðar á
Íslandi við Háskólann í Umeå í Sví-
þjóð 1989. Auk fornleifafræðinnar
lagði Margrét einnig stund á þjóð-
háttafræði og þjóðsagnafræði, list-
fræði, safnfræði auk fjölda hag-
nýtra námskeiða m.a. um forvörslu,
skráningu og verndun fornleifa.
Margrét hefur staðið fyrir þver-
faglegum fornleifarannsóknum á
fornu bæjarstæði í Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum 1971–72 og 1979–
82. Hún fékkst við rannsóknir á
verslunarstaðnum á Gásum við
Eyjafjörð 1986–93 og fleiri forn-
leifastöðum á Norðurlandi eystra.
Margrét átti frumkvæði að og
stjórnaði norrænu samstarfsverk-
efni, Byggð og tímatal í Norður-
Atlantshafi, 1993–99 en hún vinnur
nú að útgáfu á heildarniðurstöðum
þess verkefnis fyrir eigið aflafé. Ár-
ið 1993 tók Margrét þátt í fjölþjóð-
legum fornleifarannsóknum í Jórd-
aníu.
Margrét vann að og stjórnaði ís-
lensku líkamsmannfræðiverkefni
The Bio-Anthropology of Iceland
1997–98 þar sem unnið var að var-
anlegum frágangi og gagnagrunni
yfir mannabeinasafn Þjóðminja-
safns. Hún hefur einnig lagt fram
og kynnt þverfaglega áætlun um
verndun, rannsóknir og kynningu á
byggðaminjum í Þjórsárdal. Sum-
arið 2000 sá Margrét um að hanna
og stjórna fornleifauppgreftri fyrir
börn vegna Kristnitökuhátíðar á
Þingvöllum.
Í fyrra átti Margrét frumkvæði
að verkefni um þverfaglegar forn-
leifarannsóknir og kynningu á
manngerðum hellum í Rang-
árvallasýslu. Um þessar mundir
vinnur Margrét að ritun Íslensks
fornleifafræðiatlass sem er sam-
starfsverkefni þriggja fornleifa-
fræðinga auk listfræðings.
Ferill fræðimanns