Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 21

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 21 nafni til að undirbúa kennslu í forn- leifafræði. Margrét segir að þau sem fóru úr eldra félaginu og stofnuðu Fornleifafræðingafélagið hafi áður staðið að baki því að senda áskoranir til Háskóla Íslands og menntamála- ráðuneytis um mikilvægi þess að hefja kennslu í fornleifafræði. Forn- leifafræðingafélagið fór fram á að eiga fulltrúa í undirbúningsnefnd há- skólarektors. „Það var ekki orðið við því heldur einungis skipaðir nefnd- armenn úr eldra félaginu, með tak- markaða menntun að baki í faginu.“ Margrét segir að niðurstaða undir- búningsnefndar rektors hafi verið áþekk dómnefndarálitinu nú: „Því samkvæmt niðurstöðu nefndar há- skólarektors átti að kenna flest ann- að en fornleifafræði.“ Fræðigrein án bakhjarls Margrét segir að fornleifafræðina hafi skort nauðsynlegan bakhjarl hér á landi. „Hér hefur ríkt aðhaldsleysi og algjör skortur á kröfum um menntun í faginu. Annars staðar í Evrópu eru gerðar ákveðnar kröfur um menntun fornleifafræðinga með hliðsjón af þörfum lögboðinnar forn- leifaverndar. Þetta kemur meðal annars fram í alþjóðasamþykktum og Evrópusamningi sem heita á að við séum aðilar að. Þar er lögð rík áhersla á að stjórnvöld stuðli að um- talsverðri menntun fornleifafræð- inga. Hugsunin á bak við þetta er ekki endilega sú að tryggja stöðu fornleifafræðinga. Grundvallarkraf- an er fyrst og fremst að fólk kunni sómasamlega til verka til að sinna fornleifavernd og fornleifarannsókn- um.“ Margrét telur að löggjöf um verndun fornleifa hér á landi sé ágæt og svo hafi verið allt frá 1907. Fyrstu íslensku minjalögin, lög um verndun fornmenja, hafi verið ein þau fram- sýnustu í Evrópu á sínum tíma. „Sé miðað við lagatextann njóta fornleifar sjálfkrafa verndar. En það hefur nánast ekki verið um neitt virkt eftirlit með verndun fornleifa að ræða né heldur með fornleifum sem njóta sérstakrar friðlýsingar og sumum þeirra meira að segja verið eytt. Það er sláandi að fyrsti þjóð- minjavörður okkar, dr. Matthías Þórðarson, sem á heiðurinn af upp- byggingu Þjóðminjasafns eins og við þekkjum það í dag, eigi heiðurinn af stærstum hluta fornleifa á svo- nefndri friðlýsingaskrá sem hann lét friðlýsa á 3. og 4. áratug liðinnar ald- ar.“ Margrét segir að fornleifavernd hafi verið hornreka hér á landi. Forn- leifum hafi verið spillt í stórum stíl, einkum á síðustu öld, m.a. vegna vegagerðar, landbúnaðar og annarra framkvæmda. Í þeim efnum hafi skort verulega á að Þjóðminjasafnið leiðbeindi framkvæmdaaðilum um hvernig forðast mætti röskun forn- leifa. Því væri ekki eingöngu við þá að sakast og allra síst bændur sem upp til hópa hefðu forðast að raska fornleifum. „Þegar maður lítur til baka spyr maður sig hvers vegna í ósköpunum Háskóli Íslands hafi ekki verið í far- arbroddi um að skapa aðstöðu fyrir fornleifafræðina,“ spyr Margrét. Hún sat rannsóknarstöðu sem stofn- að var til við Háskóla Íslands um mitt ár 1987 og til ársloka 1990. Haustið 1989 varði hún doktorsritgerðina, þar sem m.a. var sýnt fram á að byggð hér á landi væri eldri en áður var talið. Vöktu niðurstöður hennar hörð viðbrögð, einkum innan Há- skóla Íslands. Margrét telur að þetta kunni að skýra hvers vegna henni var bolað úr stöðunni. Þetta sé dæmi um þá neikvæðu afstöðu til fornleifa- fræðilegra rannsóknarniðurstaðna sem einhverra hluta vegna eru ekki háskólamönnum að skapi. „Ég lít svo á að þetta hafi gengið út á að koma þessari fornleifastöðu frá. Staðan heyrði ekki undir neina deild heldur undir rektor og yfirstjórn Háskólans og hafði því sérstöðu að þessu leyti. Það alvarlega var ekki það sem snerti mig persónulega, heldur að þessi rannsóknastaða var tekin frá fornleifafræðinni og sett undir aðra fræðigrein. Þetta er fáheyrt, því staðan var eyrnamerkt á fjárlögum og hét lengst af Rannsóknastaða í fornleifafræði, en í henni hefur sál- fræðingur setið til margra ára. Og það án þess að staðan hafi verið aug- lýst.“ Átök sagnfræðinga og fornleifafræðinga Af andmælum Margrétar við dóm- nefndarálitið má skilja að hér takist á tveir hópar. Þeir sem hlotið hafa grunn- og framhaldsmenntun í forn- leifafræði og nálgast viðfangsefnin með hliðsjón af aðferðafræði og túlk- unarhefðum fornleifafræðinnar, það er afrakstri fornleifauppgraftrar og annarra vettvangskannana, lestri öskulaga og aldursgreiningum o.fl. Hins vegar þeir sem hafa undirstöðu- menntun t.d. í sagnfræði en tekið fornleifafræði sem viðbótar- eða aukagrein og nálgast viðfangsefnin á grunni aðferðafræði sagnfræðinnar, þar sem fornleifar eru notaðar til að „staðfesta“ það sem segir í miðalda- ritum og miðaldabókmenntum. Að- spurð tekur Margrét undir þetta og segir: „Það er eins og þeir sem eru með sagnfræði frá sagnfræðiskor Háskól- ans komist aldrei frá þessari „bók- stafstrú“ á sagnaarfinn og ritheim- ildir frá löngu liðnum tímum.“ Margrét nefnir nýliðið aldamótaár til dæmis. „Það hefur verið sérkennandi fyrir okkur að nota miðaldasagnaarf- inn eins og um sannar sögur eða marktækar sagnfræðilegar heimildir sé að ræða. Að mínu mati ríkir einnig oftrú á Landnámabók og Íslendinga- bók. Menn gleyma því að þessar bækur þjónuðu ákveðnum tilgangi fyrir þá sem stóðu að baki upphaf- legri ritun þeirra. Tilgangur þeirra var ekki að greina frá nákvæmu tímatali fyrir Íslandsbyggð, enda sagnirnar um „fund“ Íslands og „fyrstu“ landnámsmenn þjóðsagna- kenndar útskýringatilraunir sé mið- að við elstu byggðaminjar. Aftur á móti geta fornleifarannsóknir, ásamt tilheyrandi rannsóknaspurningum, varpað ljósi á margt sem við vitum ekki með neinni vissu. Fornleifa- fræðin er því mikilvæg viðbót við þær fræðigreinar sem fyrir eru við Há- skólann sem fást við menningarsögu okkar og sérstöðu sem þjóðar.“  Sultartangalína 3 - kynningarfundur Samvinnunefnd miðhálendis boðar til almenns kynningarfundar í félagsheimilinu Brautarholti á Skeiðum nk. mánudagskvöld, 10. júní, kl. 20:00. Fundarefni: Tillaga um breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis 2015 vegna Sultartangalínu 3. Fulltrúar samvinnunefndar miðhálendis kynna tillöguna og svara spurningum fundarmanna. Fulltrúar Lands- virkjunar verða á staðnum og svara spurningum er tengjast framkvæmdinni. Verið velkomin í Brautarholt á mánudagskvöldið, það verður heitt á könnunni! Samvinnunefnd miðhálendis Frábært dæmi Hva› átt flú marga frípunkta? Far›u á www.frikort.is, kanna›u punktastö›una og flú ert komin(n) hálfa lei›. Pala di m Dom Pa nc h o Tvöfalt ver›gildi Tilbo›i› gildir í eftirtaldar fer›ir til Portúgals me› Úrvali Úts‡n á Paladim og Plúsfer›um á Dom Pancho: Sími 535 2100 Sími 585 4000 33.00030.000 frípunktar= kr. tilbo› til Portúgals. Nota›u punktana á›ur en fleir ver›a a› engu. 2. júlí, 23. júlí, 6. ágúst, 20. ágúst, 3. september og 17. september. Takmarka› sætaframbo›.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.