Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Aðvörun: Í þessum pistli erueftirmyndir dregnar uppmeð yfirgengilegum hætti.Varast ber að alhæfa út frá þeim, enda eftirmyndin sjálf sjaldn- ast til þó svo að hópurinn kunni að bera af henni keim.) Ég get ekki annað en staldrað við þær ólíku aðferðir sem Bandaríkja- menn og Íslendingar virðast nota við að velja sér kærustur og kærasta. Í Bandaríkjunum er við lýði skipulagt allsherjarkerfi þar sem grunnein- ingarnar eru stefnumót. Á stefnu- mótum leggja tveir einstaklingar kalt og yfirvegað mat hvor á annan, reyna að átta sig á kostum og göllum hins og spá í það hvernig þeir fari saman við eigin kosti og galla. Stefnumót eru því gjarnan eins og atvinnuviðtal þar sem tilgangurinn virðist oft á tíðum ekki sá að eiga skemmtilega kvöldstund heldur sá að mæla aðra manneskju út að utan sem innan og láta gera það sama við sig. Samtöl vinkvenna eftir stefnumót snúast þannig ekki endilega um það hvort þær séu skotnar í mönnunum sem þær fóru út með, heldur um það hvernig „eiginleikar“ viðkomandi manns standast kröfur og vænt- ingar. „Hvernig var!?“ ,,Það var mjög fínt. Hann hefur marga eig- inleika sem henta mínum persónu- leika.“ „Frábært, þú ætlar sem sagt að hitta hann aftur!“ Oft þarf svo fjölda stefnumóta til að komast að því hvort hin manneskjan sé þess verðug að fá að verða kærasti eða kærasta. Kostirnir og gallarnir geta nefnilega verið snúið reiknings- dæmi. Fólk er að væflast þetta mán- uðum saman, „En hann hefur alla þá eiginleika sem ég sækist eftir/ætti að sækjast eftir. Ég skil ekkert í þessu, ég er bara ekki viss…“ En um leið virðast Bandaríkja- menn á tíðum furðu meðvitaðir um þarfir sínar og langanir. Eiga að minnsta kosti svakalega auðvelt með að útlista og tjá þær (líklega er það neytandinn í þeim). „Maðurinn minn á að vera jarðbundinn, skipulagður og stundvís, af því að ég er svo mikil steik!“ „Ég þarf konu sem er opin og á auðvelt með að tjá tilfinningar sín- ar af því að ég er svo bældur.“ Eins eiga þeir það til að ofurskilgreina allt, „Ég er þannig gerður að ég get ekki verið með konu sem er hávær og „aggresíf,“ þannig kona er lík- legri til að vera sóði en ég er svo ná- kvæmur að það gengur ekki“, „Mér sýnist hann vera maður sem á það til að vera heldur óútreiknanlegur, það hentar mér engan veginn því ég upplifði svo lítið öryggi í barnæsku!“ Stefnumótamenning hefur aldrei náð almennilegri fótfestu hér á Ís- landi. Pör verða ekki til í kjölfar kaldra og yfirvegaðra vangaveltna, en oftast virðist það hrein hending hverjir byrja saman og hverjir ekki. Fólk hittist í partíi eða á bar og fer saman heim. Ef það var gaman, fer það aftur saman heim næst þegar það hittist á djamminu, nema að annað þeirra hafi gerst svo fram- hleypið að hringja í hitt í millitíðinni. Ef það er ennþá gaman, þá er annað yfirleitt flutt inn til hins innan fá- einna mánaða eða jafnvel vikna. Auðvitað er þetta samt ekki hend- ing. Fólk laðast að hvort öðru og þess vegna fer það saman heim. Hinn dæmigerði stefnumóta-Kani myndi hins vegar hrista höfuðið yfir þeim sem gerðust svo ævintýralegir að halda því fram að það að vera skotin geti verið traustur grunnur undir gott samband. Hann myndi hneykslast stórum yfir þeim frum- hvötum sem ráða gjarnan ferðinni í tilhugalífi Íslendinga og að skyn- semin skuli virðast fjarri góðu gamni þegar rómantískur förunautur er valinn. Nú er aldeilis óljóst hvor aðferðin reynist betur. Sjálfsagt eru þær báð- ar jafnvænlegar og þær eru óvæn- legar, ég held að sambönd endist jafnvel og illa hér og þar. Þá er það líklega ekki aðferðin við stofnun sambands sem skiptir höfuðmáli um framgang þess og farsæld heldur allt aðrir þættir. Sjálf er ég þó hrifnari af íslensku aðferðinni og það á feminískum for- sendum. Þrátt fyrir þann tilvilj- anakennda og oft á tíðum villi- mannslega brag sem einkennir makaleit hér á landi, er það stað- reynd að þar standa kynin fyllilega jafnt að vígi. Karl velur konu eða kona karl eða þau bæði hvort annað, það skiptir ekki máli. Þau hrífast og velja hvort annað sem jafningjar. Í stefnumótabransanum bandaríska er fjöldinn allur af óskrifuðum reglum og gilda alls ekki sömu regl- ur fyrir karla og konur. Konan á að „halda aftur af“ kynferðislegu frum- kvæði karlsins til að byrja með, vera „dyggðug“ og ekki „láta undan“ fyrr en á fjórða stefnumóti (samkvæmt þumalputtareglu). Geri hún annað á hún ekki von á því að nokkuð verði úr sambandi við viðkomandi. En karlinn á samt að „reyna“ til að at- huga hversu „sterk“ hún er og til að sanna karlmennsku sína. Þessi und- arlegi leikur með kynjahlutverk hlýtur að gefa tóninn fyrir fram- haldið hvað þau varðar. Nú er ég ekki endilega að hampa þeim frumstæðu fyrstu-kynna að- ferðum sem notaðar eru hér á landi. Ljóst er að bæði íslenska og banda- ríska leiðin hafa galla jafnt sem kosti. Og eftir að hafa vegið og metið þá kalt og yfirvegað ásamt því að reyna að hugsa um þá af óbilandi ástríðu hef ég komist að því hvað ég vil. Milliveginn. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Kalt mat vs. skot í myrkri bab@mbl.is S AGT er að hækan, þetta alda- gamla japanska ljóðform, sé í senn hið auðveldasta og erf- iðasta. Ég hallast að hinu síð- arnefnda því að hækan er í ein- faldleika sínum erfið. Meðal skálda sem tekið hafa tryggð við hækuformið er sænska skáldið Tomas Tranströmer. Eftir hann hefur kom- ið bók með hækum sem hann vann í sam- vinnu við sjúklinga sína í sænsku fangelsi í nágrenni Västerås þar sem hann sem sál- fræðingur stundaði fólk sem hafði lent í af- brotum. Mörg skáld hafa ort hækur. Helgi Hálf- danarson hefur þýtt þær, m. a. heila bók með hæk- um og tönkum, Japönsk ljóð frá liðnum öldum (1976), og Óskar Árni Óskarsson er hæku- smiður og hefur m. a. þýtt bók með hækumeistaranum Issa. Þannig mætti lengi telja þótt ekki séu öll skáldin þrælbundin af reglufestu hækunnar. Í inngangi Helga Hálfdanarsonar að hæk- um sínum og tönkum má fræðast um þetta form. Helga verður tíðrætt um hina naumu tönku (31 atkvæði skiptast reglulega í 5 ljóðlínur, 5, 7, 5, 7, og 7 atkvæði í línu) en segir etirfarandi um hækuna: „Á síðari öldum hafa þó komið fram jap- önsk ljóðskáld, sem gengið hafa enn lengra í sparseminni og fellt aftan af tönku-forminu tvær línur, svo að eftir stóðu aðeins 17 at- kvæði í þremur ljóðlínum, 5, 7 og 5 atkvæði í línu, eða sá háttur sem kallast hæka og hefur síðan tíðkazt samhliða tönkunni. Þess- ar tvær gerðir japanskrar stöku, tanka og hæka, eiga enn í dag almennum vinsældum að fagna með japanskri þjóð.“ Eins og Helgi bendir á hefur japanskur ljóðstíll náð tökum á ljóðagerð Vesturlanda. Það er ekki eingöngu að japönsk ljóð hafi verið þýdd heldur hafa menn lagað sig eftir japönskum skáldum og þá er það ekki alltaf hin dæmigerða náttúruljóðagerð sem verður útkoman. Hækan sækir mjög á „Oft og einatt er andartakinu með nokkr- um hætti teflt gegn hinu eilífa, hið smáa og hverfula metið við óendanleikann, þótt ekki sé nema að fugl fljúgi útí bláinn, eða dropi falli á kyrran vatnsflöt,“ skrifar Helgi. Þetta má finna hjá meistaranum Issa (1763–1837), til dæmis í þessari frægu hæku: Litli froskur minn, ekki skaltu hræðast mig – já, það er Issa. Sumum kann að þykja þessi japönsku ljóð smágerð en þau leyna einatt á sér þótt mis- jöfn séu. Lítum á þessa litlu stemningu Jósós, líka í þýðingu Helga: Undir vatnsborði hefur laufblað náð taki á hrjúfum steini. Hækurnar ná ekki síður en tönk-urnar tökum á lesandanum.Kannski vegna þess hve einfaldarþær virðast. En hið einfalda er erfitt. Það leynir svo fáu. Hækurnar hrífa mig frekar. Þeir sem fara frjálslega með hækuformið, eru ekki eins bundnir af atkvæðum og hin fornu skáld, geta líka náð langt. Jafnvel hækur má endurnýja eins og önnur form ljóðlistar. Eins og fyrr segir sendi Óskar Árni Ósk- arsson frá sér hækusafn, Skuggann í teboll- anum, 200 hækur eftir Kobayashi Issa, 1994 (þann sama þýddi Helgi Hálfdanarson). Óskar Árni segir um þýðingarnar að þær séu gerðar eftir enskum og sænskum þýð- ingum og hann hafi ekki frekar en þýðend- urnir haldið sig við bragform japönsku hæk- unnar heldur reynt eftir mætti að skila hugblæ hækunnar og færa í íslenskan bún- ing sem hæfði ljóðum skáldsins sem kenndi sig við tebolla (Issa). Óskar Árni minnir á að hækan hef-ur stundum verið kölluð ljóð ánorða og átt sé við að bak við ein-faldar myndir leynist oft annað ljóð sem lesandans sé að yrkja. Hann segir m.a. í ágætum inngangi: „Issa var að ýmsu leyti ólíkur þeim hæku- skáldum sem á undan fóru. Hann er meira tilfinningaskáld, yrkisefnin voru veraldlegri og nákomnari en áður tíðkuðust: flugna- sveimur í bakgarði, munkur að pissa úti í á, móðir að gefa barni brjóst. Úr þessu hvers- dagslega umhverfi er skáldskapur hans að mestu sprottinn. Issa gerir óspart gys að sjálfum sér en er jafnframt ofurviðkvæmur og oft á tíðum barnslega einlægur. Hann er málsvari hinna smáu og varnarlausu, eink- um barna og dýra. Skuggi átakanlegrar sögu hans sjálfs er þó aldrei langt undan.“ Hvernig skyldu hækur þessa skálds hljóma í þýðingu Óskars Árna: þótt snjói, leikur mildur vorblær í trjánum og: þegar ég kveð gættu vel að gröf minni, engispretta Ég minnist japanskra og kínverskra ljóða í fyrstu þýðingabókum Helga Hálfdan- arsonar og á um þær góðar minningar. Þar eru froskurinn og Issa á sínum stað. Einnig má minna á fræga spámenn eins og Arthur Walley og Ezra Pound sem gerðu sér snemma grein fyrir mikilvægi þessarar ljóð- listar. Pound flutti heim „hækunnar“ í neð- anjarðarbrautarstöð að mig minnir og þar fór hið dæmigerða náttúruljóð alls ekki illa. Jón úr Vör er í þeim stóra hópi sem heill-aðist af austurlenskum ljóðum, endaáttu þau vel við í túlkun hins einfaldagóða hversdagsmanns sem Jón orti um. Heyra má bergmál frá þessum ljóðum hjá yngstu skáldum þótt vafasamt sé að kalla þau póstmódernísk. En það skiptir víst ekki höfuðmáli á tímum fjölbreytninnar eða ætti ekki að gera það. Erfiðasta ljóðformið er án orða Japönsk list. Sýning á verkum Japanans Yoichi Onagi stendur yfir í Hafnarborg þessa dagana. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.