Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kynning þriðjudaginn 11. júní, kl. 13.00-17.00 Þingsal 1-4 Hótel Loftleiðum Dagskrá Setning: Guðbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra Val hugbúnaðarumhverfis Bjarni Júlíusson tölvunarfræðingur Þróunarverkefnið Sarpur 2.0 Markmið og nýjungar Frosti F. Jóhannsson verkefnisstjóri Þjms. Kerfisgerðin – Fyrirkomulag gagnavinnslu Guðjón S. Steindórsson kerfisfræðingur Hugviti Hagnýting Sarps Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri Þjms. Gagnasöfn í Sarpi Umfang og ástand Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Munir Lilja Árnadóttir deildarstjóri munadeildar Þjms. Myndir Þorvaldur Böðvarsson menningarfræðingur myndadeild Þjms. Þjóðhættir Sigrún Kristjánsdóttir þjóðfræðingur þjóðháttadeild Þjms. Hús Haraldur Helgason arkitekt húsadeild Þjms. Fornleifar Agnes Stefánsdóttir fornleifafræðingur Fornleifavernd ríkisins Jarðfundir Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar Þjms. Örnefni Svavar Sigmundsson forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands Kirkjuminjar og hliðarskrár Frosti Jóhannsson verkefnisstjóri Þjms. Um höfundarrétt gagna Sarps Erla S. Árnadóttir hrl. hjá Lex ehf lögmannsstofu Framtíðaráform - Kerfisgerð Bjarni Júlíusson tölvunarfræðingur Pallborðsumræður Fyrirspurnir Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www.sarpur.is aðarteikna í þessari annars athygl- isverðu sýningu. Fluxus-þrunginn andi sjöunda og áttunda áratugarins svífur yfir vötnum, einkum í aðal- salnum niðri. Hinar ýmsu vélknúnu hreyfihöggmyndir minna óneitan- lega á þá Tinguely og Paik. Broken Music-andinn og við-er- um-öll-á-sama-plani-listskóla-og-ól- istskólagengin valda því að andlist og fagurlist blandast saman í næsta jöfnum en eilítið duttlungafullum skömmtum. Þeir sem háðir eru hreinni og skipulegri framsetningu listsýninga geta sparað bensínið. Fyrir hina er þetta frábær og eft- irminnileg skemmtun. Það er ekki síst sá hluti sýning- arinnar sem lýtur að nýliðun, sem hljómar fram á við, tiltölulega laus við afturhvarfseinkenni. Eflaust er skammsýnt að tala svona því kúnstin er ekki bara fyrir unga listamenn og nýliða. En það er enn óleystur vandi nútímahyggjunnar hvernig fara skal með þroska. Áhugi á hægfara listþróun er orðinn of takmarkaður til að menn almennt nenni að fylgja henni eftir. Öll nýjung verður að vera afgerandi til að eftir henni sé tekið. Þau boð voru óhjákvæmilega skráð í Avignon-ungfrúr Picasso, þegar árið 1907, og rækilega staðfest ÁLAFOSSVEGURINN er merkilegur reitur í Mosfellsbæ og minnir einna helst á þyrpingu í villta vestrinu, úr mynd eftir Sergio Leone. Þar er nú að finna eina merkilegustu sýninguna á höfuð- borgarsvæðinu, sem þó hefur farið svo hljóðlega að hún hefur nánast siglt framhjá þorra listunnenda. Ef til vill er það skiljanlegt því sýningin lætur lítið yfir sér þótt hún sé raunar mjög yfirgripsmikil og margbrotin eftir því. Stóran hluta af aðalsalnum hjá Ís- hamri ehf. tekur bókasýning Boekie Woekie-bókabúðarinnar í Amster- dam. Búðin, sem þau Henriëtte van Egten, Jan Voss og Rúna Þorkels- dóttir hafa starfrækt frá 1986, sér- hæfir sig í verslun með listbækur, bóklist og fágætar sýningaskrár. Á sýningunni eru að minnsta kosti hundrað titlar frá forlaginu, af um þrjú þúsund sem finna má í bókabúð- inni, handprentaðir í litlu upplagi, eða lagðir fram í umboðssölu. Fyrir unnendur fagurra og sjaldgæfra bóka er hér um einstæða veislu að ræða sem vert er að njóta í ró og næði. Þeir hljóta að fá fiðring þegar þeir fletta öllum þessum aragrúa óviðjafnanlegra sérrita. Sem umgjörð utan um bókasýn- ingu Boekie Woekie liggur svo sýn- ing Dieter Roth akademíunnar, haldin í tilefni af þriðju ráðstefnu stofnunarinnar, dagana 10. til 15. maí. Akademían var stofnuð fyrir tveim árum í Basel, en þá voru tvö ár liðin frá andláti Dieter Roth. Stofn- félagarnir voru fjórtán talsins, helm- ingurinn íslenskir listamenn, enda má segja að Dieter hafi verið hálf- íslenskur, svo bein og víðtæk voru áhrif hans hér. Til marks um tengsl hans við land- ið þá var hann hér með annan fótinn allt frá sjötta áratugnum og hér er hann jarðsettur. Vissulega kennir ákveðinna sakn- með Hlandskál Duchamp, tíu árum síðar. – Who wants yesterday’s paper? söng Mick Jagger, sem nú heldur í enn eina hljómleikaferðina, í trássi við sín fyrri rök. Hann hefði betur leyst upp grúppuna um svipað leyti og Bítlarnir, og fundið einhvern til að skjóta sig til að öðlast eilíft líf eins og sumir þeirra. Í staðinn eru Roll- ing Stones upp á náð og miskunn skammtímaminnisins komnir, sem man varla hvað þeir heita, enda voru núverandi gúbbí-fiskar ekki einu sinni seiði þegar Jagger og félagar slógu í gegn. Og hvað er þá til ráða annað en halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þeir sem eru of ungir muna hvort sem er ekkert, meðan hinir eldri fyllast ljúfsárum söknuði. Þetta gerir Dieter Roth akademían hiksta- laust og uppsker andrúmsloft und- arlegs tímaleysis, um leið og nem- endunum á loftinu er leyft að spreyta sig á kröfum líðandi stundar. Úr verður marglitað hanastél, fjörugt, áhugavert og afslappað í senn. Öðruvísi akademía Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá hinni fjölbreytilegu sýningu Dieter Roth-akademíunnar í húsnæði Íshamars ehf. við Álafossveg í Mosfellsbæ. MYNDLIST Íshamar & Álafossföt Bezt, Álafossvegi Til 9. júní. Opið frá kl. 18–20 virka daga, en kl. 14–20 um helgar. BLÖNDUÐ TÆKNI 28 MEÐLIMIR DIETER ROTH AKADEMÍUNNAR ÁSAMT 22 NEM- ENDUM HENNAR & DIETER ROTH Halldór Björn Runólfsson Út er kominn bæklingurinn Útilistaverk í Hafnarfirði en í Firðinum eru mörg úti- listaverk sem eiga ríkan þátt í að mynda hinn vinalega bæjarbrag. Það er menningarmálanefnd sem stendur að útgáfunni en ritstjóri er Kolbrún M. Hrafnsdóttir. Í bæklingnum eru vegleg- ar myndir af listaverkum og upplýs- ingar um höfunda auk þess sem nokkrir bæjarbúar segja frá sínu uppá- haldsverki. Í bæklingnum eru upplýsingar um nær öll útilistaverk í eigu Hafnarfjarð- arbæjar, stofnana og fyrirtækja og reyndust þau vera 36 talsins eftir 28 listamenn. Þar af eru í Alþjóðlega högg- myndagarðinum á Víðistaðatúni 16 verk eftir listamenn frá Mexíkó, Sviss, Frakklandi, Finnlandi, Japan, Þýska- landi og Íslandi. Þau verk eiga það sameiginlegt að vera sköpuð í Lista- miðstöðinni Straumi í tengslum við Listahátíð Hafnarfjarðar sem haldin var árin 1991 og 1993. Eftir fyrri hátíð- ina gáfu 12 listamenn verk sín til bæj- arins en á þeirri hátíð var dagskráin að stórum hluta helguð höggmynda- listinni. Hópurinn sem til Hafnarfjarðar kom gaf verkin sem stofnframlag svo byggja mætti upp alþjóðlegan högg- myndagarð. Trú þeirra var sú sama og þeirra sem tóku við gjöfinni, að úti- listaverkin myndu gleðja og fræða al- menning um list og fegra umhverfið. Bæklingurinn, sem er á íslensku og ensku, er til sölu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Vesturgötu 8, og kostar kr. 300. Útilistaverk VIÐSKIPTI mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.