Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 33
umfjöllun sinni þannig að lesendur geti kynnt sér
málin frá öllum hliðum. Í öðru lagi að vera opinn
vettvangur fyrir skoðanaskipti almennings í
landinu. Í þriðja lagi að vera þátttakandi í um-
ræðum um þessi sömu mál, setja fram skoðanir á
þeim, benda á það sem betur mætti fara og jafn-
framt að hrósa því, sem vel er gert. Fyrstnefnda
hlutverkinu er sinnt með fréttum og annarri um-
fjöllun á síðum blaðsins, því síðastnefnda ein-
göngu í ritstjórnargreinum, sem eru skýrt af-
markaðar sem slíkar. Ef menn eru á annað borð
á þeirri skoðun að fjölmiðlar gegni mikilvægu að-
haldshlutverki, eins og Jóhannes Karl Sveinsson
virðist vera, verða menn jafnframt að sætta sig
við að fjölmiðlar hafi skoðanir og lýsi þeim, þótt
það sé einnig eðlilegt að gera þá kröfu til þeirra
að þeir gæti hlutlægni í fréttaflutningi.
Sjálfsagt er að geta þess að í því máli, sem hér
um ræðir, greindi Morgunblaðið ýtarlega frá nið-
urstöðu samgöngu- og heilbrigðisráðuneyta
varðandi áætlunar- og sjúkraflugssamninga LÍO
og þeim rökum, sem færð voru fyrir þeirri nið-
urstöðu og skipti þá engu hver efnisleg afstaða
blaðsins var til hennar. Það er því erfitt að finna
kenningu lögmannsins stað í umfjöllun blaðsins
um málið, sem hann gerir að umtalsefni.
Morgunblaðið lýsir í forystugreinum sínum og
Reykjavíkurbréfum skýrum og afdráttarlausum
skoðunum á mörgum málum, sem til umfjöllunar
eru á fréttasíðum blaðsins, þar á meðal miklum
ágreinings- og deilumálum, sem rista djúpt í um-
ræðunni. Er algengt að lesendur Morgunblaðs-
ins rugli saman fréttalegri umfjöllun og skoð-
unum blaðsins eins og Jóhannes Karl Sveinsson
virðist gera? Ekki ef marka má kannanir, þar
sem spurt er um trúverðugleika fjölmiðla. Í síð-
ustu fjölmiðlakönnunum Gallup hefur verið spurt
um afstöðu svarenda til fullyrðingarinnar „það
má treysta fréttaflutningi [fjölmiðilsins]“. Þar
hefur blaðið í tveimur könnunum á sl. tveimur ár-
um fengið 4,3 í einkunn af 5 mögulegum. Rík-
isfjölmiðlarnir, Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpið, hafa í
þessum könnunum fengið ýmist 4,3 eða 4,4 í
meðaleinkunn hjá svarendum. Jafnræði er að
þessu leyti með Morgunblaðinu og ríkisfjölmiðl-
unum, þótt engin hefð sé fyrir því að þeir síð-
arnefndu lýsi skoðunum með sama hætti og
Morgunblaðið hefur gert frá upphafi. Niðurstað-
an af þessu er skýr: Skoðanir Morgunblaðsins
lita ekki fréttaflutning þess. Blaðið leggur mikla
áherzlu á fagleg vinnubrögð til að tryggja að
þannig verði það áfram.
Svo allrar sanngirni sé gætt, má þó segja að
misskilningur á borð við þann, sem gætir í grein
Jóhannesar Karls Sveinssonar, sé þrátt fyrir allt
að sumu leyti skiljanlegur. Þeim, sem ekki starfa
við fjölmiðlun, er ekki alltaf ljóst hversu mikil
áherzla er lögð á að halda fréttum og skoðunum
aðskildum í blaði eins og Morgunblaðinu. Það er
daglegt umræðuefni á ritstjórn blaðsins hvernig
það haldi sem bezt trúverðugleika sínum gagn-
vart lesendum. Slíkar umræður fara líka fram á
dagblöðum um allan heim. Mörg bandarísk dag-
blöð hafa farið þá leið að reyna að komast hjá því
að vekja þá tilfinningu hjá lesendum sínum að
skoðanir blaðanna móti fréttaskrif þeirra með
því að hafa sérstakan ritstjóra yfir almennri rit-
stjórn blaðsins og annan yfir leiðaradeildinni og
að þeir séu óháðir hvor öðrum. Þessi leið hefur
ekki verið farin að neinu marki hér á landi eða í
Evrópu yfirleitt. Víða á bandarísku blöðunum
hefur þetta gefizt vel, en stundum verður útkom-
an úr þessu kerfi vestra skrýtin; þannig vakti það
gífurlega athygli fyrir rúmum þremur árum er
viðtal birtist á leiðarasíðu The Wall Street Journ-
al við Juanitu Broaddrick, sem hélt því fram að
Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hefði
nauðgað henni árið 1978, er hann var ríkissak-
sóknari Arkansas. Fréttadeild WSJ hafði ekki
viljað taka mál Broaddrick upp og taldi sögu
hennar ekki nógu trúverðuga, en leiðaradeildin
taldi sig ekki bundna af því mati.
Á bandarísku blöðunum á það þó við rétt eins
og hér á landi og á blöðum annars staðar í Evr-
ópu, að einn og sami maðurinn hefur lokaorðið,
hvort heldur er um fréttaflutning eða ritstjórn-
arstefnu blaðsins. Það er útgefandinn, en vestra
er löng hefð fyrir því að útgefandi dagblaðs hafi
ritstjórnarvald jafnframt því að taka ákvarðanir
um rekstur. Í Evrópu er algengara að aðalrit-
stjóri dagblaðs hafi lokaorðið um alla faglega
stjórnun, bæði þá stefnumótun, sem birtist í for-
ystugreinum og um fréttaflutning, en að fram-
kvæmdastjóri útgáfufélagsins einbeiti sér að
rekstrarhlið starfseminnar.
Athugasemdir
við athuga-
semdir
En það eru fleiri atriði
í grein Jóhannesar
Karls, sem eru athygl-
isverð í ljósi umræðna
um frjálsa fjölmiðlun
og hlutverk fjölmiðla.
Lögmaðurinn heldur því fram að menn hiki við
að senda leiðréttingar við greinar og fréttir og
virðist telja að slíkt eigi m.a. við gagnvart Morg-
unblaðinu. Ástæðuna segir hann vera þá að slík-
um leiðréttingum fylgi jafnan athugasemd um að
gagnrýnin sé nú tóm vitleysa. Þegar betur er
skoðað, kemur í ljós að þessi gagnrýni Jóhann-
esar Karls á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Í
Morgunblaðinu birtist mikill meirihluti leiðrétt-
inga athugasemdalaust af hálfu blaðsins, enda
leggur ritstjórn þess mikla áherzlu á að fara rétt
með staðreyndir og biðjast óhikað afsökunar, ef
um ranghermi er að ræða. Stundum berast
blaðinu athugasemdir, þar sem fundið er að
vinnubrögðum blaðamanna og í þeim tilfellum,
sem slík gagnrýni á við rök að styðjast, hefur
blaðið yfirleitt gert athugasemd og beðizt afsök-
unar. Hins vegar er það algengara, að í athuga-
semdum sé sett fram gagnrýni á vinnubrögð eða
fréttamat Morgunblaðsins, sem blaðið telur ekki
á rökum reista eða þá að því er haldið fram að
fréttir, sem blaðið telur sig hafa traustar heim-
ildir fyrir, séu rangar. Í slíkum tilfellum kemur
blaðið að sjálfsögðu sínum sjónarmiðum á fram-
færi og á fullan rétt á því, alveg eins og þeir, sem
telja á einhvern hátt að sér vegið í blaðinu, eiga
fullan rétt á að fá að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri á síðum þess. Þess má reyndar geta að
engin athugasemd var af Morgunblaðsins hálfu
gerð við þá yfirlýsingu, sem Jóhannes Karl
Sveinsson sendi Morgunblaðinu fyrir hönd LÍO
sama dag og áðurnefndur leiðari birtist og birt
var í blaðinu daginn eftir, þótt í henni væri vikið
að þeim ályktunum, sem dregnar voru í leiðaran-
um, enda var ekkert tilefni til slíks.
Komizt hjá
gagnrýni með
þögninni?
Það er auðvitað rétt
hjá Jóhannesi Karli að
fjölmiðlar eiga að leit-
ast við að byggja af-
stöðu sína til mála á
sem beztum upplýs-
ingum frá öllum aðilum sem í hlut eiga. Það ger-
ist ítrekað á fundum leiðarahöfunda Morgun-
blaðsins að þeir ákveða að fresta umfjöllun um
tiltekið mál þar til meiri upplýsingar hafi fengizt
um það í fréttum. Í því máli, sem hér um ræðir,
var ítrekað leitað eftir sjónarmiðum forsvars-
manna LÍO varðandi þær ávirðingar, sem fram
komu á félagið í gögnum opinberra eftirlitsstofn-
ana. Það er fullkomið álitaefni, hvort sjö dagar
geta talizt of skammur tími til að setja saman
efnislegt svar við athugasemdum við rekstur lít-
ils fyrirtækis, sem stjórnendur þess ættu að
gjörþekkja. Auðvitað ráða menn því hvort þeir
svara spurningum fjölmiðla eða ekki. En það er
fráleitt að gefa í skyn að með því að þegja um efn-
isatriði máls eigi menn að komast hjá gagnrýnni
umfjöllun í fjölmiðlum ef tilefni er til slíks, sem
óneitanlega var í þessu tilfelli.
Loks hljóta menn að staldra við þá skoðun lög-
mannsins að fjölmiðlar eigi ekki að „blanda sér í
viðkvæm og flókin mál sem eru til meðferðar hjá
viðeigandi stjórnvöldum.“ Fjöldamörg álitamál,
sem eru til almennrar umræðu, eru auðvitað
bæði viðkvæm og flókin og til meðferðar hjá
stjórnvöldum. Er það í samræmi við hugmyndir
um virkt aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum að þeir
tjái eingöngu skoðanir sínar á orðnum hlut? Ef
rökstuddar grunsemdir væru t.d. uppi um alvar-
legt lögbrot, en jafnframt vísbendingar um að
opinberir aðilar tækju ekki á því í málsmeðferð
sinni og sinntu þar með ekki skyldu sinni, ættu
fjölmiðlar þá að þegja? Röksemdafærsla af þessu
tagi hlýtur að leiða menn í ógöngur.
Morgunblaðið/Golli
Kajakmenn á Þingvallavatni.
„Er algengt að les-
endur Morgunblaðs-
ins rugli saman
fréttalegri umfjöll-
un og skoðunum
blaðsins eins og Jó-
hannes Karl Sveins-
son virðist gera?
Ekki ef marka má
kannanir, þar sem
spurt er um trúverð-
ugleika fjölmiðla.“
Laugardagur 8. júní