Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Pálína GuðrúnEinarsdóttir
fæddist á Sveinseyri
í Tálknafirði 22.
mars 1911. Hún lést
á Hrafnistu í Reykja-
vík 31. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Einar
Jóhannsson bóndi, f.
1868, d. 1934, og
Jónína Jónsdóttir
húsfreyja, f. 1880, d.
1944. Systkini Pálínu
eru: Guðmundur
Ragnar, f. 1901, d.
1915, Jóndís Sigur-
rós, f. 1903, d. 1994, Jóhann Lúth-
er, f. 1904, d. 1997, Þorleifur
Magnús, f. 1906, d. 1906, Aðal-
steinn Einar, f. 1907, d. 1984, Sig-
urður Ágúst, f. 1909, d. 1991, Guð-
bjartur Salómon, f. 1914, d. 2002,
Guðmundur Ragnar, f. 1917,
Magnús Friðrik, f. 1919 og Mál-
fríður Rannveig Oktavía, f. 1921.
Pálína giftist 22. október 1932
Þórarni Jónssyni, sjómanni frá
Suðureyri í Tálknafirði, f. 1904, d.
1973. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson Johnsen, útvegsbóndi á
Suðureyri, f. 1866, d. 1943, og
Gróa Indriðadóttir, húsfreyja, f.
1879, d. 1962. Börn Pálínu og Þór-
arins eru: 1) Einar, f. 1935, kvænt-
ur Ragnheiði Gestsdóttur, f. 1932.
Dætur þeirra: a) Guðrún Hrönn, f.
1957, gift Ingimari Sigurðssyn, f.
1946, gift Ingimundi Árnasyni, f.
1945. Synir þeirra: a) Árni, f. 1975,
unnusta Meike Heimann, f. 1972,
b) Þórarinn, f. 1978, unnusta Marí-
anna Jóhannsdóttir, f. 1977. c)
Ægir, f. 1980, unnusta Hrafnhild-
ur Rós Ægisdóttir, f. 1982. Jónína
og Ingimundur eiga þrjú barna-
börn. 6) Alda, f. 1947, gift Braga
Sigurðssyni, f. 1948. Börn þeirra:
a) Arnar, f. 1972, kvæntur Eyrúnu
Björgu Þorfinnsdóttur, f. 1977. b)
Pálína Guðrún, f. 1974. Alda og
Bragi eiga tvö barnabörn. 7) Gróa,
f. 1949, gift Guðmundi Þórodds-
syni, f. 1948. Börn þeirra: María, f.
1973 og Þóroddur, f. 1979. Gróa og
Guðmundur eiga eitt barnabarn.
8) Sigurborg, f. 1951, gift Þorbergi
Þórhallssyni, f. 1949. Börn þeirra:
a) Gunnþórunn, f. 1974, sambýlis-
maður Kristján Víðir Kristjánsson,
f. 1978. b) Pálmi Þór, f. 1978, unn-
usta Ana Vanessa Alexandre Du-
arte, f. 1981. c) Kristveig, f. 1984.
Sigurborg og Þorbergur eiga eitt
barnabarn.
Pálína ólst upp í Mið-Tungu í
Tálknafirði, lauk barnaskólanámi
þar í sveit og stundaði nám við Al-
þýðuskólann að Núpi í Dýrafirði
1929–1931. Hún helgaði heimili
sínu og fjölskyldu starfskrafta sína
eftir það. Heimili hennar var að
Suðureyri í Tálknafirði fram til
ársins 1954 er fjölskyldan flutti í
Tunguþorp í Tálknafirði. Þar bjó
hún til ársins 1992 er hún flutti að
Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Pálínu Guðrúnar fer fram
frá Stóra-Laugardalskirkju í
Tálknafirði á morgun, mánudag-
inn 10. júní og hefst athöfnin
klukkan 14.30.
1956. b) Þórunn Drífa,
f. 1963, gift John D.
Deaton, f. 1957. c) Al-
dís Dröfn, f. 1969.
Dóttir Ragnheiðar:
Sæunn Ásta Sigur-
björnsdóttir, f. 1955,
gift Kristni Ármanns-
syni, f. 1952. Einar og
Ragnheiður eiga átta
barnabörn. Sóley, f.
1937, gift Ólafi Magn-
ússyni, f. 1928. Börn
þeirra: a) Hjördís
Guðrún, f. 1958, gift
Guðbergi Péturssyni,
f. 1953. b) Gerður
Sjöfn, f. 1963, gift Þresti K. Svein-
björnssyni, f. 1959. c) Magnús, f.
1966, kvæntur Ingibjörgu Jóns-
dóttur, f. 1966. d) Þórarinn, f.
1970, kvæntur Dagmar Viðars-
dóttur, f. 1970. Sóley og Ólafur
eiga 12 barnabörn. 3) Kristín Lára,
f. 1940, gift Páli Þ. Þorgeirssyni, f.
1941. Börn þeirra: a) Þorgeir, f.
1963. b) Kristbjörg, f. 1964, sam-
býlismaður Sveinbjörn Guðmunds-
son, f. 1962. c) Guðrún Lára, f.
1967. Kristín Lára og Páll eiga eitt
barnabarn. 4) Guðrún, f. 1942, gift
Jóni Illugasyni, f. 1938. Börn
þeirra: a) Bára Mjöll, f. 1963, gift
Jóhanni Stefánssyni, f. 1960. b)
Þórarinn Pálmi, f. 1964, kvæntur
Ástu Kathleen Price, f. 1962. c) Ill-
ugi Már, f. 1975. Guðrún og Jón
eiga fimm barnabörn. 5) Jónína, f.
Þegar ég minnist heiðurskonunnar
Pálínu, tengdamóður minnar, hvarfl-
ar hugurinn til baka.
Það var vor í lofti þegar ég fór í
fyrsta skipti með unnustu minni í
heimsókn til verðandi tengdaforeldra
á Tálknafirði. Ég hafði ekki áður
komið til Vestfjarða og margt nýtt
bar fyrir augu. Ég hreifst af lands-
laginu, en ekki síður fólkinu. Pálína
og Þórarinn létu mig strax finna að
ég væri einn af fjölskyldunni.
Og hafi ég, ungur maðurinn, borið
einhvern kvíða í brjósti fyrir að hitta
og tengjast þessari nýju fjölskyldu,
þá hvarf sá kvíði strax sem dögg fyrir
sólu.
Þarf ekki að orðlengja að sam-
skipti okkar urðu alla tíð hin ánægju-
legustu.
Pálína var fyrir mér sem klettur-
inn á þessu fjölmenna heimili, róleg
og yfirveguð en stóð fast á sínu. Þór-
arinn sótti sjóinn á bátnum sínum,
Skildingi og leyfði mér, landkrabb-
anum, að fara með sér í róður. Þeim
degi gleymi ég aldrei.
Sem dæmi um hve vönduð þau
hjónin voru, má nefna að hvorugt
þeirra heyrði ég nokkru sinni mæla
hnjóðsyrði um annað fólk og hlýtur
slíkt að teljast fágætt.
Nokkrum sinnum fóru þau með
okkur í stuttar ferðir um nágrenni
Tálknafjarðar.
Lifa þær í minningunni, m.a.
skemmtilegar ferðir í Selárdal og á
Látrabjarg, svo að ekki sé minnst á
allar ferðirnar sem við fórum saman
út á Suðureyri, þar sem systkini Þór-
arins bjuggu þá enn.
Pálína og Þórarinn nutu þess að
búa í nábýli við dóttur sína og tengda-
son, Sóley og Ólaf, en innangengt var
milli íbúða þeirra á Bjarmalandi, hús-
inu sem þau byggðu saman.
Á vordögum, 10 árum eftir fyrstu
heimsókn mína vestur, féll sómamað-
urinn Þórarinn frá, þá enn á góðum
aldri og var hans sárt saknað. Varð
þá mikil breyting á högum Pálínu, en
enn um sinn naut hún samvista við
Sóley og Ólaf í nýju húsi þeirra á
Tálknafirði. En að því kom að hún
fluttist á Hrafnistu í Reykjavík og bjó
sér þar, með góðri aðstoð dætra
sinna, vistlegt heimili, þó húsnæðið
væri þröngt.
Þar dvaldist hún lengi með fullri
reisn, naut þess að taka á móti gest-
um, bjóða þeim veitingar og blanda
geði við þá, ekki síst börn, tengda-
börn, fjölmarga afkomendur þeirra
og tengdafólk. Þarna naut hún alla
tíð umhyggju barna sinna og annarra
fjölskyldumeðlima.
Það var henni, og ekki síður okkur
hinum, mikil ánægja að koma saman
á síðasta ári og halda upp á 90 ára af-
mæli hennar í hópi fjölskyldu og vina.
Þar söng hún meira að segja nokkur
lög með okkur, m.a. gamla barna-
gælu sem hún hafði sungið yfir börn-
unum sínum ungum og rifjuð var
upp.
Enn er komið vor, og nú er Pálína
lögð upp í hinstu ferðina. Leiðin gæti
vel legið til nýrrar Suðureyrar, þar
sem Þórarinn bíður hennar og engl-
arnir syngja þeim báðum fagra
söngva.
Ég kveð elskulega tengdamóður
mína með virðingu og kærri þökk.
Jón Illugason.
Elsku amma, þú hefur verið hluti
af lífi mínu alla tíð. Þú ert nú farin af
stað í þá ferð sem bíður okkar allra að
lokum. En það er sárt til þess að
hugsa að þú sért ekki lengur hér.
Núna líður þér vel og ég veit að afi er
búinn að undirbúa komu þína vel. Við
systkinin nutum þeirra forréttinda
að alast upp í sama húsi og þið afi.
Núna undanfarna daga hafa minn-
ingabrotin runnið í gegnum huga
minn líkt og myndir; ég skokkandi yf-
ir með ,,Dísu ljósálf“ til þess að vita
hvort þið hefðuð ekki tíma til þess að
segja mér hvað stafirnir hétu og aldr-
ei skorti ykkur tíma, þið afi kennduð
mér s.s. að lesa, þú með sokkaprjóni
og afi með pípustertinum. Desember
og þú að undirbúa jólin og það að
stelpurnar kæmu í frí og við systkinin
að sniglast í kringum þig í þeirri von
að fá „ljótu“ kökurnar. Þið afi í stof-
unni fyrir handan hjá okkur að horfa
á sjónvarpsfréttir og veður. Þú að
taka slátur í þvottahúsinu og við syst-
urnar að þykjast vera að hjálpa til.
Þú sitjandi við eldhúsborðið heima á
Bjarmalandi að hreinsa ber til að
senda suður. Þú að prjóna sokka.
Eftir að afi dó svaf ég svo alltaf
,,fyrir handan“ hjá þér, þá áttum við
margar góðar stundir.
Elsku amma, nú kveð ég þig með
söknuði og virðingu í huga, þakka þér
fyrir allt sem þú hefur verið mér,
strákarnir mínir biðja fyrir kveðju til
elsku langömmu, skilaðu kveðju til
afa. Þín
Gerður.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Nú kveð ég þig elsku amma mín,
með söknuð í hjarta og þó nokkrum
létti því nú er ég sannfærð um að þér
líður vel.
Nú hefur þú lokið þínu ævistarfi,
og hvílíkt ævistarf. Þú og afi eign-
uðust 8 börn, og hvílík börn. Ég er
svo heppin að vera dóttir eins þeirra.
Þú getur verið stolt af uppeldi þeirra
elsku amma mín. Þær voru nú ekki
alltaf auðveldar aðstæðurnar sem þið
afi höfðuð við uppeldi barna ykkar,
en mannkostir ykkar endurspeglast í
börnunum því vandfundnar eru rétt-
sýnni, heiðarlegri og óeigingjarnari
manneskjur en þau.
Alltaf varstu með hugann hjá
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum.
Við systkinin urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að alast upp með ykkur
afa fyrir handan (eins og við kölluð-
um það) og eftir að afi dó varst þú svo
mikið hjá okkur og við systkinin nut-
um góðs af. Já elsku amma mín, það
var alltaf hægt að hlaupa yfir til þín, í
faðminn þinn þegar mamma var ekki
heima eða þegar þurfti að leita hælis
frá skarkala heimilisins hinumegin.
Þessum tímum mun ég ætíð búa að
og minnast þeirra með þökk í hjarta.
Elsku amma mín, Guð geymi þig, ég
mun ætíð minnast þín með virðingu
og þakklæti í hjarta.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín
Hjördís Guðrún.
Mig langar að minnast ömmu
minnar með örfáum orðum. Hún
amma mín var góð amma, hún hafði
gaman af að hafa barnabörnin og
barnabarnabörnin hjá sér, prjónaði á
þau sokka þegar hún hafði heilsu til,
einnig saumaði hún púða og margt
fleira. Það var gaman að koma til
hennar og afa þegar þau áttu heima á
Bjarmalandi. Alltaf vildi hún vita
hvort það væri til nóg af mat og
fylgdist vel með ferðum okkar.
Elsku amma mín, ég mun aldrei
gleyma brosinu þínu þegar ég gaf þér
kökuboxið í afmælisgjöf. Takk fyrir
allt og Guð blessi þig.
Þín
Guðrún Lára Pálsdóttir.
Loks er langt líf að baki, hetjulega
þú háðir hverja stund. Til sín trúi ég
góður Guð þig taki og leiði þig á ný á
afa fund. Takk fyrir allt elsku amma
mín, hvíl þú í friði og góður Guð
geymi þig.
Þín
María.
Ekkert er eilíft. Það veit ég núna.
Mér fannst samt að amma myndi
verða alltaf til staðar. Hún hefur ver-
ið það, frá því ég fyrst man eftir mér.
Ætli ég hafi verið meira en fjögurra
ára þegar ég fór ein vestur til ömmu
og afa, mér fannst það ekkert mál. Er
mér mjög minnisstætt úr þeirri
heimsókn að hún var að baka eins og
svo oft áður. Ég hafði spurt hvaða
köku hún ætlaði að baka og var það
brúnterta. „Hafðu hana þá með
brúnu kremi,“ sagði ég eins smámælt
og hægt var, höfum við oft hlegið að
þessu síðan þá.
Sem ég sit hérna og hugsa til henn-
ar, hlaðast inn minningar sem gætu
fyllt heila bók. Það eru óteljandi
stundir sem ég hef átt með henni og
alltaf var ég umvafin hlýju og um-
hyggju. Hvort sem það var á Bjarma-
landi fyrir vestan eða hér í bænum.
Hún gisti oft hjá okkur meðan hún
bjó fyrir vestan og oftar en ekki svaf
hún í mínu rúmi. Minnist ég þess eitt
skiptið, að ein vinkona mín lýsti því
yfir með vanþóknun að ég væri látin
ganga úr rúmi fyrir kerlinguna. Ég
leit þá á hana og sagði ferlega
hneyksluð: „amma mín er engin kerl-
ing“. – Hún var alltaf falleg, var fljót
að taka lit og verða útitekin eins og
hún væri að koma af sólarströndu, en
hún fór samt aldrei neitt til útlanda.
Amma var einstaklega lagin í
höndunum og eru þeir ófáir munirnir
sem hafa glatt bæði mig og aðra ætt-
ingja gegnum árin. Ég sagði stund-
um við hana að hún gæti sem best
haldið einkasýningu, því að þetta var
svo mikið. Hún var alltaf að. Góð er
minningin um hlýja sokka, vettlinga
og lambhúshettur í jólapakkanum og
allar aðrar gjafir sem frá henni
komu. Einkenndu hana eins og hún
var. – Hlý og góð.
Á fyrstu árum hennar á Hrafnistu
var ég að vinna í Bláa salnum, mikið
lifandi var gott að geta skroppið til
ömmu í lausum stundum og fá að
hvíla sig í nokkrar mínútur. Hún
passaði upp á að ekki yrði ég sein til
baka, sat hún þá vanalega með hann-
yrðir í höndunum á meðan. Óteljandi
eru þau líka skiptin sem ég skreið
upp í til hennar á morgnana hér áður
fyrr þegar ég var yngri, mjög oft með
eitthvað af fjölmörgum bókum henn-
ar að lesa og leið rosalega vel.
Hún sagði skemmtilega frá og var
líf hennar, bæði sem ung stúlka á
Tálknafirði og sem húsmóðir á Suð-
ureyri, mjög ljóslifandi fyrir mér og
var gaman að upplifa þessar stundir
með henni. Gaman var líka að heyra
af ömmu sem skólastúlku á Núpi í
Dýrafirði og var greinilegt að hún
átti margar góðar stundir þar og var
góður námsmaður. Sérstaklega
fannst mér gaman þegar hún sagði
frá búskaparárum þeirra afa. Kom þá
oft fjarlægt blik í augun og dult bros.
Hún var hagmælt og söng nokkuð
mikið líka og hafði mikla ánægju af.
Já, það streyma minningarnar …
Ég þakka þér elsku amma mín fyr-
ir allar þær óteljandi stundir sem ég
hef átt með þér öll þessi ár. Mér
fannst alltaf svo gott að koma til þín,
ég gat slakað á og notið þess að vera
umvafin hlýjunni frá þér. Í minning-
um mínum ert þú samt eilíf, get alltaf
kallað þig fram í huga mér, séð fall-
ega brosið þitt og heyrt í þér. Ég
sakna þín mjög mikið en veit að þér
líður vel þar sem þú ert núna og það
er fyrir mestu.
Þín
Kristbjörg.
Elsku amma mín. Nú ertu farin frá
okkur og ég vona að þér líði vel þar
sem þú ert núna. Ég á svo margar
minningar um þig sem ég mun ávallt
varðveita í hjarta mínu. Þú varst svo
umhyggjusöm, hringdir oft til að vita
hvort allt væri í lagi og hvort ég væri
ekki örugglega búin að fá mér að
borða. Mér þótti vænt um það. Mér
finnst ég svo heppin að hafa fengið að
njóta stundanna sem við áttum sam-
an. Sérstaklega man ég eftir þegar
þú bjóst hjá okkur í nokkra mánuði
þegar ég var lítil. Þú varst svo góð,
spilaðir við mig tímunum saman og
kenndir mér kasínu. Ég lá oft uppi í
rúmi hjá þér á kvöldin og þú last fyrir
mig, margar, margar bækur og það
gerði enginn betur en þú. Það var svo
gaman að horfa á þig bursta gervi-
tennurnar þínar og síðan buðum við
hvor annarri góða nótt. Á morgnana
kom ég til þín og þú gafst mér svo
gott vítamín. Mér er einnig mjög
minnisstætt þegar þú fékkst Snúllu
til þess að borða brauð sem hún gerði
aldrei nema þegar þú gafst henni.
Eftir að þú fluttir á Hrafnistu komum
við oft til þín. Þá gafst þú okkur að
drekka og við fengum mola með. Mér
fannst alltaf gaman að heimsækja
þig, þú hafðir svo skemmtilegt skop-
skyn og varst svo sæt og góð. Þú
kysstir mig alltaf tvo kossa þegar ég
kom og svo aftur þegar ég fór og
hélst fast í höndina mína.
Ég sakna þín rosalega mikið og
mér þykir endalaust mikið vænt um
þig, þú hefur gefið mér svo margt í
lífinu. Ég mun ávallt varðveita þig
bæði í huga mínum og hjarta. Mér
þykir ég vera heppin að hafa átt þig
sem ömmu því betri ömmu er varla
hægt að hugsa sér og ég var svo stolt
af þér. Við áttum sameiginlegan
draum að einu leyti og ég mun láta
hann rætast fyrir okkur báðar.
Elsku amma, ég vona að þér og afa
líði vel og kveð þig með söknuði.
Þitt yngsta barnabarn og dóttur-
dóttir
Kristveig.
PÁLÍNA GUÐRÚN
EINARSDÓTTIR
! "
# $%
& ! '
& ( ! #
)
* +
,
-
&
'
/
&
.
!"
# !!
!"
"! $%%!
& ' !"
()""*)
& ' !
& !
& ( !
) !
& ' !
! (+)! ! ,
& ' !"
!
"#$% &'()'($%%*+"'
!
!