Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 41 WWW.EIGNAVAL.IS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 BARMAHLÍÐ 25 – OPIÐ HÚS Í DAG Virkilega góð 104,6 fm sérhæð ásamt 26 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í Rvík. Gegnheill korkur á öllum gólfum. Baðherb. allt nýlega standsett. Skemmtilegt skipulag. Fallegur garður. Eign sem er öll í góðu standi. Sigurjón og Harpa taka vel á móti ykkur á milli kl. 16 og 18 í dag. Áhv. 4,4 m. V. 15,8 m. (3056) Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Í dag sunnudag milli kl 14 -16 sýna eigendur glæsilega 154 fm. sérhæð og kjallara á þessum eftirsótta stað. Eignin var innréttuð frá grunni fyrir þremur árum á vandaðan og glæsi- legan hátt, m.a. allar innréttingar, innihurðir, gólfefni, eldhús, baðher- bergi, gler og gluggar o.fl. o.fl. Nátt- úrusteinn og parket á gólfum. Kirsuberjaviður í innréttingum. Á hæðinni er forstofa, hol, stofur, eldhús, baðherb. og hjónaherb Á neðri hæð er sjónvarpshol, snyrting tvö svefnherbergi og geymsla. Einstök eign. Áhv. 7,1 m. húsbréf. V. 23,5 m. 3364 OPIÐ HÚS - Bárugata 6 - Glæsileg „Á NÝLIÐNUM aðalfundi Sam- foks sem haldinn var í Álftamýr- arskóla 28. maí sl. var Fjöregg Samfoks veitt í annað sinn. Fjör- eggið er veitt þeim, sem hefur að mati stjórnar Samfoks unnið frábært starf í þágu grunn- skólabarna í Reykjavík. Að þessu sinni var Sigrúnu Magn- úsdóttur, fráfar- andi formanni fræðsluráðs Reykjavíkur, veitt Fjöreggið fyrir hennar framlag til foreldrastarfs og betra samstarfs foreldra og skóla. Á þeim árum sem Sigrún hefur verið formaður fræðsluráðs Reykjavíkur hefur orðið mikil breyting til batnaðar í grunnskól- um Reykjavíkur hvað varðar þátt- töku foreldra og áhrif þeirra á skólastarfið. Sigrún hefur verið þeirrar skoðunar, og sýnt það í verki, að þátttaka foreldra sé nauðsynleg til að gera góðan skóla enn betri, segir í fréttatilkynningu. Í formannstíð Sigrúnar fengu tveir grunnskólar styrk frá fræðsluráði til að vera móðurskól- ar í foreldrasamstarfi. Á undan- förnum árum hefur rekstrarstyrk- ur fræðsluráðs til Samfoks verið aukinn og var á starfsárinu und- irritaður þriggja ára þjónustu- samningur milli Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur og Samfoks þar sem Samfoktekur að sér ýmsa þjónustu við foreldraráð og for- eldrafélög. Með Fjöregginu vill stjórn Samfoks þakka Sigrúnu mjög gott starf í þágu grunnskóla- barna í Reykjavík,“ segir í frétta- tilkynningu frá Samfok. Sigrún Magnús- dóttir fékk Fjöregg Samfoks Sigrún Magnúsdóttir 141 nemi var brautskráður frá Menntaskólanum við Sund við at- höfn í Háskólabíói 1. júní síðastlið- inn, 20 nemendur af nýmálabraut, 48 af félagsfræðibraut, 22 af hag- fræðibraut, 44 af náttúrufræðibraut og 7 af eðlisfræðibraut, segir í frétt frá skólanum. Í ræðu Más Vilhjálmssonar rekt- ors vék hann meðal annars að end- urskipulagningu skólastarfsins og samningum við kennara um viðbót- arkjör en skólinn var fyrstur fram- haldsskóla til að ganga frá samningi við sína starfsmenn sl. haust. Þá ræddi hann um mikilvægi nýrrar verkaskiptingar, gerði grein fyrir nýju skipuriti fyrir skólann og efl- ingu faglegrar stjórnunar sem hann sagði myndi styrkja skólastarfið og gera skólanum fært að veita nem- endum betri þjónustu. Þá kom fram í ræðu hans að nem- endafjöldi við skólann hafi skólaárið 2001–2002 verið nánast sá sami og árið á undan. Haustið 2001 hófu 720 nemendur nám við skólann en 680 nemendur tóku próf vorið 2002. Þá vék rektor í ræðu sinni að út- tektum sem gerðar voru á skóla- starfinu í vetur. Þar sagði rektor meðal annars. „Stjórnun ríkisstofn- ana hefur verið nokkuð í umræð- unni undanfarna mánuði. Aðhald og eftirlit með rekstri ríkisstofnana hefur aukist, bæði vegna þess að al- menningur og fjölmiðlar fylgjast betur með og Ríkisendurskoðun virðist hafa fengið boð um að at- huga nú vel hvort ekki sé allt eins og það á að vera hjá opinberum stofnunum. Þessu ber að fagna. Rík- isendurskoðun hefur í vetur gert at- hugun á rekstri Menntaskólans við Sund. Skólinn hefur svarað spurn- ingum stofnunarinnar og lagt fram öll umbeðin gögn. Í drögum að skýrslu Ríkisendurskoðunar koma engar athugasemdir við embættis- færslur eða við meðferð fjármuna.“ Þá benti rektor á það að árið 2001 urðu mikil umskipti í rekstri skól- ans. Tekið var á viðvarandi halla- rekstri og uppsöfnuðum skuldahala upp á rúmar 20 milljónir króna. Með samstilltu átaki stjórnenda, skóla- nefndar og starfsmanna hafi halla verið breytt í hagnað og það vel hafi tekist til að menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneyti sáu sérstaka ástæðu til þess að verðlauna skól- ann fyrir umskiptin í rekstrinum með sérstöku fjárframlagi að upp- hæð 6 milljónir króna. Því geti skól- inn, sem nú er skuldlaus, einbeitt sér að því að bæta kennslu og auka þjónustu við nemendur. Dúxar skólans að þessu sinni voru þau Hrafnhildur Margrét Bridde, stúdent af náttúrufræðbraut, og Sigurður Ríkharð Steinarsson, stúdent af eðlisfræðibraut. Þeim Margréti Haraldsdóttur kennslustjóra og Pétri Rasmussen konrektor voru þökkuð mikil og góð störf fyrir skólann og þegar rektor hafði slitið skólanum var al- mennur fjöldasöngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur kór- stjóra. Ljósmynd/Gunnar G.Vigfússon 141 nemi útskrifast frá Mennta- skólanum við Sund SPRON veitti fimm námsmönnum námsstyrki föstudaginn 31. maí síð- astliðinn. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 krónur og fjóra að fjárhæð 100.000 krónur hver. All- ir sem nýta sér Námsmannaþjón- ustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk. Námsstyrk að fjárhæð 150.000 krónur hlaut Árdís Elíasdóttir. Ár- dís stundar Ph.d.-nám í fræðilegri eðlisfræði við California Institute of Technology (Caltech). Námsstyrki að fjárhæð 100.000 krónur hver hlutu eftirtaldir: Sandra Sif Morthens, en hún stundar nám í auglýsinga- og mark- aðsfræði við Thames Valley Uni- versity. Laufey Jensdóttir, en Laufey er að ljúka námi frá Myndlistardeild/ Leirlistarsviði Listaháskóla Íslands. Laufey hyggur á viðbótarnám í kennslufræði til kennsluréttinda. Kristján Friðgeirsson, en hann stundar nám í grafískri hönnun á há- skólastigi fyrir heyrnarlausa, Gal- laudet University, Washington. Bragi Þorgrímur Ólafsson, en Bragi Þorgrímur stundar MA-nám í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. Bragi Þorgrímur hyggur á MA-nám eða doktorsnám erlendis í hugarfarssögu..Í úthlutunarnefnd sátu Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri, Jóhannes Helgason, fulltrúi framkvæmdastjórnar, Heba Soffía Björnsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs og Sigríður Jónsdótt- ir, sérfræðingur á markaðssviði. SPRON afhendir námsstyrki Styrkhafar og fulltrúar þeirra ásamt Sigríði Jónsdóttur frá Markaðs- sviði t.v. og Hebu Soffíu Björnsdóttur forstöðumanni Markaðssviðs t.h.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.