Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINBÝLI
Suðurgata - virðuleg eign
Vorum að fá í einkasölu þetta virðulega
og glæsilega timburhús á stórri lóð við
Suðurgötuna í Reykjavík. Um er að ræða
470 fm timburhús á tveimur hæðum á
steyptum kjallara auk bílskúrs sem er 57
fm. Eign sem býður upp á mikla mögu-
leika sem atvinnuhúsnæði eða íbúðir.
Eignin þarfnast heildarendurnýjunar og
verður seld í núverandi ástandi. Getur
losnað fljótlega. V. 32 m. 2462
Rauðagerði
Stórglæsil. u.þ.b. 400 fm einbýli á fráb.
stað í Rauðagerði. Eignin skiptist m.a. í
stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu, 6 herb.,
eldhús, baðherb., snyrtingu og tóm-
stundaherb. Arinn. 2 svalir. Mjög fallegur
og gróinn garður. Innb. u.þ.b. 46 fm bíl-
skúr. Vönduð eign í mjög góðu ástandi.
Vel kemur til greina að taka 3ja-5 herb.
íbúð í Rvík uppí húsið. V. 35,0 m. 1738
PARHÚS
Skólagerði
Fallegt og vel staðsett mikið endurn.
122 fm parhús á 2 hæðum ásamt 34 fm
bílskúr í vesturbæ Kóp. Ný eldhúsinnr.
og tæki (stálgaseldavél), nýlegt baðher-
bergi, parket og flísar á gólfum. Fullbúinn
bílskúr og fallegur garður. Laust fljótlega.
Áhv. ca 10 millj. V. 17,5 m. 2460
HÆÐIR
Unnarbraut
Vel skipulögð rúmlega 150 fm sérhæð
með bílskúr og glæsilegu útsýni á þess-
um eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í
hol, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú her-
bergi og baðherbergi. Tvennar svalir. V.
16,9 m. 2458
4RA-6 HERB.
Laugavegur
Falleg og mikið endurnýjuð 123 fm íbúð
á 2. hæð í góðu steinhúsi. Sér bílastæði
fylgir á baklóð. Íbúðin skiptist í tvöfalda
stofu, 2 svefnh., eldhús og bað. Parket
og flísar eru á gólfum. Stór geymsla í
kjallara fylgir. V. 13,4 m. 2430
Þrastarhólar - m/bílskúr
5-6 herb. mjög góð íbúð á jarðhæð í eft-
irsóttu húsi ásamt rúmgóðum bílskúr
með geymslulofti. Íbúðin skiptist í for-
stofu, 4 herbergi, stofur, eldhús, baðher-
bergi, sérþvottahús o.fl. V. 15,4 m. 2449
Stóragerði - m/aukaherbergi
106 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli.
Íbúðin skiptist í 2 stofur, 2 svefnherb.,
eldhús og bað. Í kjallara er aukaherbergi.
V. 12,5 m. 2459
Þingholtin - neðri sérhæð
Vorum að fá í sölu skemmtilega neðri
hæð u.þ.b. 110 fm með sérinngangi í
skemmtilegu þríbýli. Góð lóð og stór og
sólrík suðurverönd. Parket og góðar inn-
réttingar. Íbúð sem kemur á óvart við
skoðun. Mjög skemmtileg eign sem mik-
ið hefur verið endurnýjuð. V. 16,3 m.
2442
Freyjugata - m/bílskúr
4ra herb. um 90 fm íbúð á 2. hæð í
traustu steinhúsi ásamt 44 fm bílskúr.
Tvöf. nýl. gler. Góð staðs. V. 12,5 m.
2439
Torfufell
Góð 4ra herbergja 100 fm íbúð á 3. hæð
með yfirbyggðum svölum í blokk sem
búið er að taka alla í gegn að utan með
álklæðningu. V. 10,9 m. 2429
3JA HERB.
Unnarbraut
Vel staðsett u.þ.b. 80 fm 2ja-3ja her-
bergja íbúð í kjallara í þríbýlishúsi á eftir-
sóttum stað á Seltjarnarnesi. Eignin
skiptist m.a. í gang, eldhús, stofu, tvö
herbergi og baðherbergi. Húsið lítur vel
út að utan. V. 8,5 m. 2457
Ásbraut
Rúmgóð og vel skipulögð 82 fm íbúið á
1. hæð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum,
rúmgóð geymsla og svalir til suðurs.
2461
Kötlufell
Góð 3ja herbergja 83,5 fm íbúð á efstu
hæð með yfirbyggðum svölum í blokk
sem nýlega er búið að klæða að utan.
Íbúðin skiptist m.a. í hol, eldhús, baðher-
bergi, tvö svefnherbergi og stofu með
útgangi út á svalirnar. Fallegt útsýni. V.
9,2 m. 2445
Álfaskeið - efri hæð - laus
Vorum að fá í einkasölu fallega og bjarta
3ja herbergja efri hæð í tvíbýlishúsi,
u.þ.b. 60 fm, ásamt 15 fm aukaherbergi í
kjallara. Parket og góðar innréttingar.
Laus fljótlega. 2440
Vesturgata - nýlegt hús
Vorum að fá í sölu ákaflega fallega og
bjarta 82 fm íbúð ásamt 20 fm geymslu-
rými í kjallara. Mikil sameign. Þríbýli.
Húsið er nýlegt byggt 1990 og er íbúðin
á jarðhæð með sérverönd. Flísar og
flottar innréttingar. Rétta íbúðin fyrir mið-
bæjarfólkið. V. 13,9 m. 2441
Vegghamrar
Góð 3ja herbergja 77 fm íbúð á 3. hæð í
Grafarvogi. Eignin skiptist í forstofu, hol,
stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi,
sólstofu og svalir. Góð íbúð. V. 10,7 m.
2444
2JA HERB.
Ferjubakki - m/sérgarði
Rúmgóð og vel skipulögð 77 fm íbúð á
jarðhæð. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu
með útg. út í sérgarð með sólverönd,
baðherbergi, svefnherbergi og eldhús
með góðum borðkrók. Íbúðin er laus
fljótlega. Gott brunabótamat. V. 8,1 m.
2447
Falleg og vel skipulögð 105 fm 4ra
herb. íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli.
Parket á gólfum, stórar svalir,
þvottaaðstaða í íbúð og gott útsýni.
Laus fljótlega. Íbúðin verður til sýnis í
dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17. V.
11,9 m. 2256
Vesturberg 98 - 4. hæð t.h. - OPIÐ HÚS
TIL LEIGU
Í nýstandsettu húsnæði á 2. hæð í lyftuhúsi, sem staðsett er beint
á móti miðstöð aldraðra við Lindargötu eru til leigu 4 starfstöðvar
(ein þegar leigð) með aðgangi að sameiginlegri biðstofu, kaffistofu
og snyrtingum. Um er að ræða mjög rúmgóð og björt herbergi, sem
henta mjög vel t.d. læknum, sálfræðingum og öðrum sérfræðingum
í heilbrigðisgeiranum. Stefnt er að öll hæðin verði leigð
einstaklingum úr þessum hópi. Sérbílastæði á baklóð. Nánari
upplýsingar gefur Brynjar Harðarson á skrifstofu Húsakaupa í
síma 530-1500
OPIÐ 9-18
Glæsilegt og vandað ein-
býlishús staðsett sunnan
megin í Grafarholtinu með
útsýni yfir golfvöllinn og
stóran hluta Reykjavíkur.
Húsið, sem er rúmlega fok-
helt, er samkvæmt teikn-
ingu stofa, borðstofa og 6
herbergi ásamt innbyggð-
um bílskúr, samtals um
240 fm. Möguleiki er að hafa 2 íbúðir í húsinu. Teikningar á staðn-
um eða á skrifstofu. Skipti ath. Ásett verð 24,0 millj.
ÓLAFSGEISLI 105
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
Glæsilegt, fullbúið og vandað 150
fm einbýli á tveimur hæðum og
sérstandandi 32 fm bílskúr.
Fallegur viðhaldsléttur garður, 50
fm sólpallur. V. 22,9 m. Áhv. 8,0 m.
húsbr. + byggsj. 5784
Sigríður og Jón taka á móti gestum frá kl. 14-17.
OPIÐ HÚS
Í DAG
Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali
Miðhús 19
Stórglæsil. útsýnisíb. 119,1 fm
endaíb. á 3. h. (efstu) í nýl. fallegu
fimm íb. húsi. Glæsil. sérsm. innrétt.
Yatoba parket. Glæsilegt baðherb.
Kirsuberjainnréttingar að mestu.
Glæsilegt útsýni til vesturs. Eign í
mjög góðu standi. Áhv. 6,7 m. V.
16,8 m.
Ingunn og Sigurjón taka á móti gestum í dag,
sunnudag, frá kl. 13-17.
Galtalind 10 - 3. hæð
Opið hús í dag, sunnud., kl. 14-16.
Vandað og vel skipul. ca 180 fm
einb. með innbyggðum bílskúr (m.
geymslulofti) á frábærum stað innst
í rólegri lokaðri götu. 4 svefnherb.,
arinn, falleg veðursæl lóð með
verönd. Húsið kvarsað að utan.
Góð eign á góðu verði. V. 21,9 m.
Strýtusel 9 - fallegt einbýli á einni hæð
LYKILLINN að velgengni á
vinnumarkaði er rit sem gefið er út
af Jafnréttisstofu, jafnréttisátaki
Háskóla Íslands og Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur í sam-
vinnu við Hf. Eimskipafélag Ís-
lands, Þekkingarsmiðju-IMG og
ráðstefnuna Konur og lýðræði við
árþúsundamót. Markmiðið með út-
gáfu ritsins er að gefa þeim konum
sem eru í þann mund að ljúka há-
skólanámi, upplýsingar og leið-
beiningar um atvinnuleit og vinnu-
markaðinn.
Í fyrsta kafla bæklingsins eru
dregnar saman niðurstöður kjara-
kannana síðustu ára og einnig er
þar að finna tölulegar upplýsingar
um kynjahlutföll og kynbundinn
launamun á vinnumarkaði. Annar
kafli bæklingsins er saminn af sér-
fræðingum Þekkingarsmiðju-IMG
og fjallar um fyrstu skrefin á
vinnumarkaði. Í honum eru leið-
beiningar um atvinnuleit, gerð at-
vinnuumsókna og starfsferliskráa
svo einhver dæmi séu nefnd. Minnt
er á þau atriði sem hafa þarf í
huga í atvinnuviðtali og hvernig
meta skuli atvinnutilboð. Þá er
fjallað um laun, mat á launatil-
boðum og samsetningu kjara.
Lokakafli bæklingsins fjallar um
velgengni í starfi, mikilvægi sí-
menntunar og gerð persónulegra
starfsframa- og starfsþróunaráætl-
ana. Við þetta efni bætast við heil-
ræði nokkurra kvenna sem eru í
ábyrgðarstöðum á flestum sviðum
atvinnulífsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Lykillinn að
velgengni á
vinnumarkaði
Úthlutun
styrkja við
dönskukennslu
á Íslandi
SAMKVÆMT samningi milli
menntamálaráðherra Íslands og
Danmerkur um sérstakan stuðning
við dönskukennslu á Íslandi leggja ís-
lensk stjórnvöld árlega fram 5 millj-
ónir króna til verkefna á sviði endur-
menntunar dönskukennara í grunn-
og framhaldsskólum og til námsefn-
isgerðar fyrir sömu skólastig. Samn-
ingurinn gildir fyrir tímabilið 2001–
2003.
Auglýst var eftir umsóknum um
styrki til fyrrgreindra verkefna í
mars síðastliðnum og bárust 13 um-
sóknir. Dönsk-íslensk samstarfs-
nefnd um samninginn mat umsóknir
og gerði tillögu til menntamálaráð-
herra um styrkveitingar.
Menntamálaráðherra hefur ný-
lega, að tillögu samstarfsnefndarinn-
ar, ákveðið að veita styrki til 6 verk-
efna að upphæð kr. 2.750.000. Þegar
hefur verið auglýst að nýju eftir um-
sóknum fyrir árið 2002.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki að
þessu sinni: Gagnvirkar hlustunaræf-
ingar á vef kr. 500.000, Viðar Hrafn
Steingrímsson. Heildstætt námsum-
hverfi í dönsku á Neti kr. 400.000,
Skólavefurinn ehf. Fjölbreyttara
dönskunám með samþættingu kr.
150.000 við upplýsinga- og tækni-
mennt, Þór Jóhannsson og Ingibjörg
Grétarsdóttir. Sådan siger vi. Verk-
efnavefur við kennslubók kr. 350.000,
Edda/miðlun og útgáfa/Mál og menn-
ing. Talæfingar fyrir grunnskólann
kr. 100.000, Félag dönskukennara.
Munnleg færni og hópvinna sem virk-
ar, kr. 1.250.000, Sumarnámskeið í
Danmörku, Félag dönskukennara.
♦ ♦ ♦