Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 47

Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Sigurður Óskarsson, lögg. fastsali, Sveinn Óskar Sigurðsson, lögg. fastsali Davíð Þorláksson, sölustjóri, Atli Rúnar Þorsteinsson, sölumaður, Ásgeir Westergren, sölumaður, Jón Ísleifsson, sölumaður, Lárus Ingi Magnússon, sölumaður. 53 50 600 Fax 53 50 601 Hamraborg 5, 200 Kópavogi husin@husin.is Kirkjuteigur 33 Mjög góð 134 fm 5 herb. sérhæð í þessu rótgróna hverfi. Parket og flísar á flestum gólfum, glæsilegt baðherb. Þetta er mikið endurnýjuð eign með einstaka staðsetn. þar sem stutt er í alla þjón. Getur losnað mjög fljótt. Verð hefur lækkað í 16,3 m. Ef þú ert að leita að góðri framtíðareign á góðu verði þá verða Pálína og Kristmundur með heitt á könnunni milli kl. 13 og 16 í dag, sunnudag. OPIÐ HÚS SUMARBÚSTAÐUR ÓSKAST Við höfum verið beðnir um að finna, fyrir ákveðinn aðila, sumarbústað í Borgarfirði eða Grímsnesi í barnvænu sum- arbústaðahverfi. Allar nánari upplýsingar gefur Andrés Pétur á skrifstofu. FYRIR mörgum árum varSuður-Afríkumaður áferð um Ísland, til aðkynna sér björgunarmál.Þetta var ekki fyrsta landið, sem hann kom til í þessum leiðangri sínum. Mörg voru að baki. Hann fylgdist greinilega vel með öllu, en sagði fátt. Bara horfði. Og þannig gekk, úr einum stað í ann- an, uns leið að burtför. Þá loks kom skýringin á þögninni og fálætinu. Maðurinn hafði einfaldlega verið svo undrandi á því, sem fyrir augu bar hér. Áhuganum, kraftinum, eljunni. Með þessari litlu þjóð. Þetta tók öllu fram, sem hann áður þekkti. Hann átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni. „Þegar slys verða í heimalandi mínu,“ sagði hann, „fer lögreglan á stúfana, fyrst til að byrja með. Einn dag eða tvo. Til málamynda. Svo er þeirri leit hætt. Framhaldið er undir ættingjunum sjálfum komið. Vilji þeir að meira sé gert, verða þeir að kalla til verktaka, á eigin kostnað.“ Okkur vill svo oft gleymast, hví- líkt lán það er að fá að búa á þessu litla og hrjóstruga eylandi í Norð- ur-Atlantshafi, þrátt fyrir hætt- urnar, sem óhjákvæmilega fylgja byggð svo norðarlega, þar sem lifi- brauðið er mestan partinn sótt í greipar hafsins, en veður oftar en ekki köld og hörð. Annars er það trúlega einmitt vegna þessa, smæðar landsins og þjóðarinnar, og erfiðrar lífsbaráttunnar, að mannslífið er talið svo mikils virði hér. Dýrmætara en annars staðar í heiminum, að því er virðist. Eitt er þó víst, að ekki hafa allir getað fagnað því í gegnum ald- irnar, að heimta ástvinina lifandi úr greipum sjávarins. Hafið er vissulega gjöfult, en það hefur tek- ið drjúgt á móti. Á 20. öld hurfu t.d. um 3.600 íslenskir sjómenn í djúp- ið. Miðað við höfðatölu er það meira en herveldin sjálf misstu í báðum heimsstyrjöldunum á þeirri öld. Um síðustu helgi var þessa minnst í kirkjum landsins, í tengslum við sjómannadaginn. En ekki má gleyma, að slysin verða ekki bara á hafi úti, stundum þarf líka að koma til hjálpar á landi. Og í sumum tilvikum getur verið um hvort tveggja að ræða í einu. Í Slysavarnafélaginu Lands- björgu eru um 100 björg- unarsveitir, yfir 90 slysavarna- deildir og í tengslum við þær er öflugt unglingastarf. Innan vé- banda Landsbjargar og aðildarein- inga þess er til fjöldi neyðarskýla. Þeim er aðallega komið fyrir með- fram ströndum Íslands, en einnig eru þau staðsett á fjallvegum og inni á hálendinu. Fyrsta neyð- arskýlið mun hafa verið reist árið 1904, á vestanverðum Skeiðarár- sandi. Það lét Ditlev Thomsen, ræðismaður Þýskalands á Íslandi, byggja í kjölfar þess válega at- burðar, er þýski togarinn Friede- rich Albert fórst á því svæði árið 1903. Allir björguðust í land, en reikuðu í vonskuveðri og kulda í marga daga á sandinum, með þeim afleiðingum að nokkrir létust, og aðrir biðu af mikið líkamlegt og andlegt tjón. Á næstu áratugum reisti Slysa- varnafélag Íslands fjölda neyðar- skýla um landið. Í dag eru þau orð- in um 90 talsins. Flest eru á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem veturinn er hvað grimmastur jafnan, með tilheyrandi fannkomu, hafís og sjóum. Þessi skýli eru á eftirfarandi stöðum: Dynjand- isheiði, Hrafnseyrarheiði, Svalvog- um, Fjallaskaga, Sandsheiði, Gemlufallsheiði, Botnsheiði, Stiga- hlíð (Miðleiti og Krossavík), Skála- vík, Hestakleif, Sandeyri, Hrafns- firði, Sléttu, Aðalvík (Sæbóli og Látrum), Fljótavík, Hlöðuvík, Hornvík, Barðsvík og Furufirði. Að jafnaði fara björgunarsveit- armenn vestra fjórum sinnum á ári – að vori, sumri, hausti og vetri – í Jökulfirði og á Hornstrandir, til að athuga hvernig um neyðarskýlin er gengið og ástand þeirra er að öðru leyti. Ég hef nokkrum sinn- um fengið að koma með í slíkar ferðir, og hef séð með eigin augum hvað um er að ræða. Að baki hverju einasta neyðarskýli er þrot- laus vinna, en hún er unnin af glöð- um hug. Og fórnfýsi. Enda veit hver björgunarsveitarmaður, að mikið getur verið í húfi. Þess vegna er sárt að horfa til þess, að á sama tíma og nefndir menn eru að leggja þetta af mörk- um, skuli aðrir ganga í spor þeirra til að eyðileggja og ræna, að því er virðist eingöngu sér til ánægju. Og það fullvaxta einstaklingar, eflaust sæmilega viti bornir margir hverj- ir; þó er ég ekki viss um þetta síð- ast nefnda. En um þessi hryðju- verk eru allt of mörg dæmi, bæði gömul og ný. Í fyrravor var t.d. bú- ið að skjóta burt gluggastykkið í framgafli neyðarskýlisins að Látr- um í Aðalvík, með haglabyssu, þegar okkur bar þar að garði, og í hitteðfyrra að misbjóða neyðar- skýlinu í Hornvík á ósegjanlegan máta. Vonandi á það böl eftir að leggj- ast af sem fyrst, með aukinni kynningu á tilgangi þessara af- skekktu húsa. Þau eru í raun og veru sístæður vitnisburður um, að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, að í þessu landi býr kristin þjóð. Guð blessi starf þessara og ann- arra björgunarsveitarmanna í framtíðinni, sem hingað til. SOS Um 100 björgunarsveitir eru starfandi hér á landi, yfir 90 slysavarnadeildir og í tengslum við þær öflugt unglingastarf. Sigurður Ægisson íhugar í dag hið séríslenska fyrir- bæri, viljann óbugandi til að koma náunganum til hjálpar ef á bjátar. sigurdur.aegisson@kirkjan.is FRÉTTIR STARFSMENNTARÁÐ hefur út- hlutað styrkjum til 38 verkefna, samanlagt að upphæð kr. 48.740.000. Í upphafi árs 2002 ákvað Starfs- menntaráð að þrenns konar verk- efni skyldu eiga möguleika á styrk úr starfsmenntasjóði árið 2002; í fyrsta lagi þau er tengjast starfs- menntun og upplýsingatækni (áætl- aðar 25 milljónir), í öðru lagi verk- efni sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar með áherslu á þjálfun leiðbeinenda (áætlaðar 20 milljónir) og í þriðja lagi verkefni tengd starfsmenntun fatlaðra (áætlaðar 5 milljónir). Alls bárust umsóknir um styrki til 57 verkefna að upphæð kr. 142.469.969. Frá árinu 1992 hefur starfsmenntaráð veitt hátt í 550 milljónir króna til tæplega 700 starfsmenntaverkefna sem hafa það að markmiði að efla hæfni starfs- fólks og styrkja stöðu atvinnu- greina og fyrirtækja hér á landi. Hæstu styrkirnir sem veittir voru að þessu sinni til einstakra verkefna, námu þremur milljónum króna og fóru til Menningar- og fræðslusambands alþýðu (MFA) annars vegar og Upplýsingar – Fé- lags bókasafns- og upplýsingafræða hins vegar. Styrkurinn sem veittur var MFA og samstarfsaðilum, verð- ur notaður í að bjóða lagnamönnum á vegum veitna og fjarskiptafyr- irtækja sem búsettir eru á lands- byggðinni, upp á námskeið í jarð- lagnatækni, með fjarfundabúnaði. Styrkurinn til Upplýsingar verð- ur settur í menntun ófaglærðra bókavarða sem eru starfandi á bókasöfnum og upplýsingamið- stöðvum víða um land. Gerð verða námsgögn sem nota má í fjarnámi sem og staðbundnu námi. Aðrir styrkir voru að upphæð frá 200 þúsund krónur að 2,5 milljónum króna. Fjölbreytt verkefni Verkefnin eru mjög fjölbreytt. Eitt þeirra snýst um að þjálfa leið- beinendur í fullorðinsfræðslu á Austurlandi en hugmyndafræðin sem notuð er í fullorðinsfræðslu er mjög frábrugðin þeirri sem á við fræðslu yngra fólks. Annað verk- efni gengur út á að búa til vefbund- ið námskeið um vinnuálag, kvíða og líkamleg einkenni, hið þriðja um að fullvinna rafrænan námsráðgjafa fyrir almenning sem staðsettur verður á Upplýsingaveitu Menntar en niðurstöður úr ráðgjöf munu tengja notandann beint við upplýs- ingar um það nám sem fellur að áhugasviði einstaklingsins. Þá var einnig veittur styrkur til verkefnis sem hefur það að markmiði að efla samskipti fatlaðra og ófatlaðra á vinnumarkaði. Rétt til að sækja um styrki Starfsmenntaráðs eiga samtök at- vinnurekenda og launafólks, ein- stök fyrirtæki, einkaaðilar eða op- inberir sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnu- greina og samstarfsverkefni á veg- um tveggja eða fleiri framan- greindra aðila. Einnig skólar ef um er að ræða samstarf framan- greindra aðila. Starfsmenntaráð starfar sam- kvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu og heyrir undir félagsmálaráðherra. Í því eiga sæti sjö fulltrúar, tveir frá Alþýðusambandi Íslands, einn frá BSRB, þrír frá Samtökum atvinnu- lífsins og einn fulltrúi félagsmála- ráðherra. Starfs- menntaráð styrkir verkefni fyrir tæpar 50 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.