Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Langust kemur á morgun Selfoss fer á morgun. Mannamót Norðurbrún 1 og Furugerði 1. Farið verður í Húsafell fimmtudaginn 13. júní. Upplýsingar í Norður- brún, s. 568 6960 og í Furugerði, s. 553 6040. Aflagrandi 40. Á morgun kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, kl. 14 spila- vist. Kirkjuferð, farið verður í Seltjarnar- neskirkju miðvikud. 12. júní kl. 13.30. Kaffiveit- ingar í boði sóknar- nefndar. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 –16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sam- verustund. Hjúkrunarfræðingur á staðnum kl. 11–13. Farið verður á Hólma- vík fimmtud. 20. júní kl. 8. Ekið um borgina þriðjud. 11. júní og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golf- skála Reykjavíkur í Grafarholti. Lagt af stað kl.13. Skráning í ferðir í síma 568-5052 fyrir kl. 12, mánudag- inn 10. júní. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Jónsmessu- ferð á Þingvöll, Selfoss og Stokkseyri mánu- daginnn 24. júní. Lagt af stað kl. 15 frá Da- mos. Uppl. og skráning hjá Svanhildi í síma 558 68014 e.h. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Golfnám- skeiðið hjá GKG byrjar mánudaginn 10. júní og verður næstu 4 daga. Mæting hjá Golfskál- anum í Vetrarmýrinni kl. 13. Fótaaðgerð- arstofan, tímapantanir eftir samkomulagi í síma 899 4223. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30, brids á þriðjudag 13.30 pútt á Hrafnistuvelli þriðjudag kl 14–16. Dagsferð að Skógum miðvikudaginn 19. júní, lagt af stað frá Hraun- seli kl. 10. Upplýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Vest- mannaeyjaferð 2. til 4. júlí Greiða skal farmið- ana á mánudag 10. júní til miðvikudags 12. júní kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sunnu- dagur: Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13 dans- kennsla, framhald, kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Vestmannaeyjar 11.–13. júní. Brottför frá Ásgarði í Glæisbæ kl. 10.30. Söguferð í Dali 25. júní, dagsferð, Eiríksstaðir-Höskulds- staðir-Hjarðar- holt-Búðardalur- -Laugar-Hvammur. Léttur hádegisverður að Laugum í Sælings- dal. Kaffihlaðborð í Munaðarnesi Leið- sögumaður Sigurður Kristinsson, skráning hafin. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrif- stofu FEB. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara fara í sameiginlega óvissuferð. Dagsferð verður farin miðviku- daginn 19. júní, nánar auglýst í Suðurnesja- fréttum og dagbók Morgunblaðsins. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, Dans fellur niður. Veitingar í Kaffi Bergi. Þriðjud. 11. júní og miðvd. 12. júní kl. 13.30 „mannrækt, trjá- rækt“ gróðursetning í „Gæðareitinn“ með börnum frá leikskól- anum Hraunborg, á eftir bjóða börnin upp á veitingar, kaffihúsa- stemmning í Hraun- borg, allir velkomnir. Verkefnið er í sam- starfi við Garðyrkju- stjórn. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Á morgun kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerð- ir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla kl. 13.30 ganga. Dagsferð 19. júní kl. 9. Takmark- aður sætafjöldi. Upp- lýsingar í síma 562 7077. Sækja miða í síðasta lagi 14. júní. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bók- band handmennt og morgunstund. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga félagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 mánudaginn 10. júní kl. 20. Hrönn Sigurð- ardóttir krisniboði sér um fundarefni. Allir karlmenn velkomnir. Rangæingafélagið í Reykjavík. Gróðursetn- ingaferð í Heiðmörk, þriðjudaginn 11. júní. Félagar eru beðnir um að hittast við reit fé- lagsins við Landnema- slóð kl. 20. Upplýs- ingar í síma 847 2548. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykja- vík efnir til skoðunar og grillhátíðar í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum í dag kl. 14. Kvenfélag Bústaða- kirkju. Sumarferðin verður farin laugardag- inn 15. júní. Miðar seldir í kirkjunni mánudaginn 3. júní kl. 17–18. Uppl. í s. 861 6049 Sigurlín eða 568 0075 Sigríður. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vest- urbæjarapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Í dag er sunnudagur 9. júní, 160. dagur ársins 2002. Kólúmbamessa. Orð dagsins: En Drottinn bauð fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land. (Jónas 2, 11.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 óþægilegur, 8 kút, 9 ríkidæmi, 10 elska, 11 glatar, 13 dimm ský, 15 pilt, 18 jurtar, 21 bil- bugur, 22 núa, 23 yndis, 24 spillingarstaður. LÓÐRÉTT: 2 ilmur, 3 kjánar, 4 vaf- ans, 5 örlagagyðja, 6 má til, 7 vaxi, 12 greinir, 14 snák, 15 slór, 16 ráfa, 17 kátt, 18 stúf, 19 dögg, 20 svara. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 óþörf, 4 belgs, 7 ildið, 8 orkar, 9 alt, 11 tuða, 13 þari, 14 kotra, 15 bana, 17 krás, 20 snæ, 22 fátæk, 23 felds, 24 rúðan, 25 rýrna. Lóðrétt: 1 ógilt, 2 önduð, 3 fæða, 4 brot, 5 lykta, 6 syrgi, 10 lotin, 12 aka, 13 þak, 15 bifar, 16 nútíð, 18 rólan, 19 sýsla, 20 skin, 21 æfur. Víkverji skrifar... KNATTSPYRNUFÁR tröllríðurheimsbyggðinni nú, að því er virðist, og Víkverji getur ekki annað en fylgst með. Enda nánast sama hvar hann kemur, alls staðar er verið að tala um HM í fótbolta. Jafnvel á ólíklegustu stöðum eru ólíklegustu menn að tala um frammistöðu Arg- entínumanna, Svía, Englendinga, hvað Danir þurfi að gera gegn Frökk- um til að komast áfram í keppninni og þar fram eftir götunum. Yfirstandandi keppni hefur verið gríðarlega skemmtileg, ekki síst vegna góðrar frammistöðu „lítilla“ liða sem hafa komið mjög á óvart. Vert er að nefna Senegal í því sam- bandi, en einnig Bandaríkin og Írland sem Víkverji leyfir sér að telja með þeim litlu án þess að roðna. x x x VÍKVERJI fylgist grannt meðensku Sky-sjónvarpsstöðinni og þar er auðvitað mikið fjallað um HM í Japan og Suður-Kóreu, enda bæði Englendingar og Írar þar á meðal keppenda. Áhugi er skiljanlega mikill í Bret- landi á keppninni og vandræðaástand vill skapast á vinnustöðum, eins og Íslendingar þekkja örugglega af eig- in raun (þó svo strákarnir okkar séu ekki meðal keppenda á HM, enda áhugi á þessari vinsælustu íþrótta- grein í heimi mikill hérlendis). Vík- verji hreifst af forstjóra kynningar- fyrirtækis í Leeds, sem fjallað var um á Sky. Sá sagði að starfsandi í fyr- irtækinu skipti miklu máli – eins og hann hlýtur auðvitað að gera alls staðar – og á meðan á HM stæði væri því aðeins um eitt að velja að sínu mati. Um tvennt væri reyndar vita- skuld að velja; annars vegar að banna fólki að fylgjast með HM eða hins vegar að leyfa því að njóta „veislunn- ar“ og hann tók seinni kostinn, enda nokkuð viss um að andinn meðal starfsmanna yrði ekki mjög góður hefði fyrri kosturinn orðið fyrir val- inu, og eflaust talsvert orðið um „veikindi“ þá daga sem England og Írland væru í sviðsljósinu niðri í Asíu. Segja má að forstjórinn hafi gert gott betur en leyfa starfsfólki sínu að njóta veislunnar; hann lét nefnilega þökuleggja alla skrifstofuna – alveg satt – setti þar upp mörk og sjónvörp og fólk mætir til vinnu í búningum enska landsliðsins, eða þess írska, og getur meira að segja sjálft leikið sér í fótbolta í vinnutímanum. Þetta er forstjóri að skapi Vík- verja, og stendur sannarlega undir nafni sem forráðamaður kynningar- fyrirtækis. Fékk þessa fínu auglýs- ingu í fréttatíma Sky, en sé greitt fyr- ir auglýsingu á þeirri góðu stöð hlýtur það að kosta skildinginn! x x x VÍKVERJI fylgdist á dögunummeð tónleikum sem fram fóru við Buckingham-höll í London í tilefni þess að 50 ár eru frá því að Elísabet tók við sem drottning Breta. Vel kom í ljós á tónleikunum hvílíka úrvalstón- listarmenn Bretar eiga á þessu sviði. Það vakti mikla athygli viðstaddra í lok tónleikanna þegar Karl, sonur drottningar, ávarpaði móður sína. „Mamma!“ sagði hann og hlaut mikið klapp fyrir, enda ekki á hverjum degi sem slíkt gerist. Fyrst sagði prinsinn reyndar „Yðar hátign!“ eins og venja er, en bætti síðan við hinu alþýðlega ávarpi. Það er gaman að sjá og heyra að kóngafólkið er í reynd ekkert öðruvísi en við hin. Góð ferð um Suðurnes ÉG, gömul kona, sem var í ferð með Bústaðakirkju um Suðurnes, vil koma á fram- færi þakklæti. Fyrst fyrir yndislega ferð, síðan af- bragðsgóðan mat í Ránni í Keflavík. Þar er allt til fyr- irmyndar, matur í sérflokki og hreinleg og falleg húsa- kynni. Sama má segja um kaffiveitingar í Vitanum sama dag. Allt frábært. Ein ánægð. Þakkir til Ólafs ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til leigubíl- stjórans Ólafs Baldursson- ar, sem lagði á sig það erfiði að elta uppi bílstjóra sem hafði keyrt á minn bíl og láta mig vita. Það eru um 2.000 Íslendingar sem lenda í því á ári hverju að keyrt sé á bíl þeirra og stungið af. Tel ég það hags- munamál okkar allra að fólk tilkynni um svona at- burði. Helga Jónsdóttir. Góð þjónusta í Glóa ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til starfs- manna Glóa, Dalbrekku 22 í Kópavogi, en fyrirtækið Glói tekur að sér að setja filmu á rúður í bílum og húsum. Ég lenti í vanda sem þeir leystu mjög vel úr og vil ég þakka þeim kær- lega fyrir góða þjónustu og lipurð. Gyða Jóhannsdóttir. Tapað/fundið Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL er í óskil- um við verslunina Tess, Tómasarhaga 31, Dun- hagamegin. Upplýsingar í síma 562-2230. Galinda-úr týndist GALINDA-úr týndist lík- lega 8. maí í miðbænum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552-3248 eftir kl. 17. Sólgleraugu í óskilum SÓLGLERAUGU til að setja yfir gleraugu fundust sl. mánudag. Upplýsingar hjá Erlu í síma 865-3953. Gleraugu og uppá- halds húfa eru týnd Í ÖNNUM dagsins í byrjun maí týndi ég gleraugunum mínum og mikilli uppáhalds húfu. Gleraugun eru lauf- létt titan-gleraugu með skiptu sjóngleri og voru í brúnu gleraugnahulstri. Húfan er svört prjónahúfa frá Spakmannsspjörum. Síðan hef ég spurst fyrir og leitað á öllum mögu- legum og ómögulegum stöðum en án árangurs. Því sendi ég út þessa tilkynn- ingu í þeirri von að einhver viti hvar þessar gersemar mína eru niður komnar og hafi samband við mig í síma 895 5460. Dýrahald Skrauma SKRAUMA fór að heiman frá Skólagerði 49 sl. mið- vikudag og hefur ekki sést síðan. Skrauma er grá- bröndótt og fíngerð. Hún er ólarlaus. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi sam- band í síma 892 5320. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst í Hvömmunum í Hafnarfirði. Hann er grænn og gulur. Uppl. í síma 555 4715. Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR fæst gef- ins, 8 vikna. Uppl. gefur Helga í síma 586 2141. Páfagaukur í óskilum FUNDIST hefur gulgrænn páfagaukur í Skipholti. Uppl. í síma 568 2690. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ er nú ekki oft sem góðir hlutir fá það lof sem þeir eiga skilið, því vil ég bæta úr því að- eins. Ég hef verið reglu- legur viðskiptavinur hjá Reyni bakara í langan tíma, og það hefur ekki brugðist að ég hef ætíð fengið frábæra þjónustu og frábærar vörur. Ég vil sérstaklega benda á hnetubrauðið sem er al- veg einstaklega gott. Starfsfólkinu er greini- lega mjög annt um við- skiptavini sína, því allt- af hefur maður fengið toppþjónustu. Það er sama hve mikið er að gera, ávallt afgreiðir það mann af lipurð og ánægju. Alltaf gaman að stunda viðskipti við slík fyrirtæki. Enda veit ég til þess að menn aka langar leiðir til þess eins að geta keypt þarna brauð og aðrar bakaríisvörur. Sem bet- ur fer er bakaríið vel staðsett á Dalveginum í Kópavogi þannig að það er miðsvæðis á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Ég vil að lokum skora á Reyni bakara að opna fleiri bakarí svo að sem flestir geti notið þess að fá nýbakað á hverjum degi. Einn mjög ánægður. Góð þjónusta hjá Reyni bakara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.