Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 55
sögu að sinni en Visconti var við völinn á Scary Monsters sem kom út 1980 og einnig á kvikmynda- plötunni Christiane F.: Wir Kinder vom Bahnhof Zoo sem kom út 1982. Eftir það lauk þó samstarfi þeirra Bowies og um líkt leyti sagði Bowie skilið við útgáfu sína, RCA, og gekk á mála hjá EMI. Klénar plötur Að undanskildri Let’s Dance, voru allar plöturnar sem Bowie gaf út á merki EMI klénar og sal- an eftir því, að ekki sé minnst á skelfinguna sem hann kallaði Tin Machine. Svo gekk hann aftur til liðs við RCA, gaf þar út þrjár- skífur en 1997gekk hann til liðs við Virgin og gaf út Earthling og Hours. Í fyrra slitnaði svo upp úr því samstarfinu, að sögn vegna þess að Virgin vildi ekki endurnýja útgáfusamninginn. Í framhaldi af því lýsti Bowie því yfir að hann væri búinn að fá nóg af glímunni við stórfyrirtæki og hyski þeirra; framvegis myndi hann gefa út sín- ar plötur sjálfur undir merki sínu ISO. Síðasta haust kallaði hann svo á sinn gamla samstarfsmann, Tony Visconti, að nýju og hófst handa við upptökur. Fleiri frægir áttu eftir að koma við sögu því Pete Townshend tók að sér gít- arleik í einu lagi, en hann lék síð- ast á gítar í Bowie-lagi í „Because You’re Young“ á Scary Monsters, og Dave Grohl, leiðtogi Foo Fig- hters, leikur á gítar í einu lagi. Af öðrum samstarfsmönnum á nýju plötunni sem Bowie-vinir þekkja vel má nefna Carlos Alomar, Tony Levin og Borneo-hornaflokkinn. Í byrjun þessa árs bárust svo fregnir af því að Bowie hefði enn gert útgáfusamning við sitt gamla samstarfsfyrirtæki, RCA, sem er í eigu Columbia, og það myndi gefa plötuna, Heathen, út 11. júní næst- komandi. Minnir um margt á gamla daga Af tónlistinni á Heathen er það að segja að hún minnir um margt á gamla daga, en þó fersk. Vekur athygli að á henni eru þrjú lög eft- ir aðra, „Cactus“ eftir Frank Black sem Pixies gáfu út á sínum tíma, „I’ve Been Waiting for You“ eftir Neil Young og „I Took a Trip on a Gemini Spaceship“ eftir furðufuglinn Norman Carl Odam sem kallar sig Legendary Stardust Cowboy. Gagnrýnendur hafa tekið skíf- unni vel, sem er ákveðin tilbreyt- ing fyrir Bowie, því menn hafa ekki verið eins hrifnir af plötunum sem hann sendi frá sér á síðasta áratug, en á þeim reyndi hann ým- islegt til að komast aftur í gang og falla í kramið á nýrri kynslóð. Það kemur síðan í ljós hvort Bowie er búinn að lifa sjálfan sig sem lista- maður eða hvort Heathen, og ekki síður tónleikaferð til að fylgja henni eftir, eigi eftir að koma hon- um á kortið að nýju. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 55 HLJÓMSVEITIN Ör- kuml hefur síðustu árin verið í hópi framvarða kraftmikils og hams- lauss hávaðapönks. Pönkþyrsta fylgjendur hennar mun þó reka í rogastans í kvöld ef þeir leggja í tónleika sem sveitin mun þá halda á Vídalín í Aðalstræti. Sveitarmenn hafa nefni- lega undið kvæði sínu allrækilega í kross, snú- ið baki við pönkinu, lagt alla hljóðbrenglara á hilluna, lækkað í græj- unum, stungið strái í munn og eru farnir að leika ljúfsára sveitatón- list. „Það var einfaldlega kominn tími á breytingar og kántrí- ið hefur höfðað til okkar í æ ríkara mæli undanfarið,“ segir Ingimar Bjarnason gítarleikari Örkumls að- spurður hvað valdi stakkaskiptun- um. „Þetta myndi trúlega flokkast sem ameríkanasveitarokk, innblásið af tónlistarmönnum á borð við Gram Parson, The Byrds, Jay- hawks, Wilco og Will Oldham.“ Ingimar segir stefnubreytinguna hafa átt sér stað samhliða talsverð- um mannabreytingum í Örkumli. Þeir Ólafur Guðsteinn söngvari eru einu upprunalegu liðsmenn sveit- arinnar en þeim hefur bæst lið- styrkur frá Atla Ólafssyni bassa- leikara og Vali Þórarinssyni trommara og í þeirri mynd hafa þeir æft saman sveitarokkið síðan í febrúar. „Upphaflega stefnan var að skipta þessu til helminga, rólegum og hávaðasömum lögum. En þegar allt kom til alls voru hávaðasömu lögin einfaldlega ekki jafngóð og þau rólegu þannig að þeim síðar- nefndu fjölgaði uns þau tóku yf- irhöndina.“ Kjaftshögg Ingimar segir uppistöðuna í tón- leikadagskrá Örkumls í kvöld vera ný frumsamin lög en þrjú tökulög fái að fljóta með, þ.á m. blandi hún saman gömlu íslensku slögurunum „Nú er ég léttur“ eftir Geirmund Valtýsson og „Í bljúgri bæn“ sem Ruth Reginalds gerði vinsælt. Þessa dagana segir Ingimar sveitarmenn vera að spila sig sam- an og að útsetja frumsömdu lögin, með hugsanlega útgáfu í huga. „Það er ekki hægt að rjúka beint í hljóð- ver með þessi lög og taka upp heila plötu á einu bretti eins og í pönk- inu.“ Aðspurður hvort ekki hafi hrein- lega komið til greina að breyta nafni sveitarinnar í tilefni af stefnu- breytingunni, viðurkennir Ingimar að sú hugmynd hafi vissulega komið upp. „En á endanum ákváðum við að halda því og nota tækifærið um leið til að gefa þeim kjaftshögg sem mæta á tónleika okkur og halda að þeir geti gengið að einhverju vísu.“ Tónleikar kántríhljómsveitarinn- ar Örkumls og óvæntra gesta henn- ar eru sem fyrr segir á Vídalín í kvöld og hefjast kl. 22. Úr pönki í sveitatónlist skarpi@mbl.is Örkuml: Rólegir og yfirvegaðir kántríboltar með strá í munni. FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.