Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur kl. 20:00 til 23:30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. GRAND ROKK: Vorblót 2002: Hádeg- isdjass. Kl. 14: Stuttmyndasýning. 15: Bókauppboð. 17: Djass og dægurlög. 21: Djass og upplestur glæpasagna. Súkkat kemur einnig fram. O’BRIEN’S: James Hickman. SIRKUS: Raftónleikar með EXOS, Einóma, Dj Kára og Jega sem gefnir hafa verið út af Matador og Skam, sem hefur m.a. einnig gefið út efni með Au- techre og Boards of Canada. Að- gangur ókeypis. VÍDALÍN: Örkuml. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is EXOS ÞAÐ VAR rífandi stemning meðal hátt á fimmta hundrað tónleikagesta sem lögðu leið sína á veitingastaðinn NASA við Austurvöll sl. fimmtudags- kvöld þegar Mezzoforte steig þar á svið í fyrsta sinn á Íslandi í mörg ár. Í tilefni af 25 ára starfsafmælinu var ákveðið að halda í tónleikaferð til Danmerkur og Noregs og lokatón- leikarnir voru í Reykjavík. Það þurfti ekki annað en svipast um í salnum til að sjá að uppistaðan í áheyrendahópnum voru fornir fylgis- menn hljómsveitarinnar sem var á sínu blómaskeiði á níunda áratug síð- ustu aldar. Og þeir fengu sinn skammt refjalaust og á fullum styrk. Á efnisskránni voru lög af sex síð- ustu plötum hljómsveitarinnar en alls eru þær níu. Þrjár þær fyrstu voru látnar liggja milli hluta. Lögin heita flest enskum nöfnum enda grimmt verið stílað inn á erlendan markað og vinsældir Mezzoforte jafnan verið mun meiri á erlendri grund en á Ís- landi, þótt harður kjarni Mezzoforte- manna hafi jafnan fylgt sveitinni. Byrjað var á „The Squid“ af Monkey Fields, sem kom út árið 1996. Þá var Óskar Guðjónsson saxófónleikari ný- genginn til liðs við Mezzoforte og setti hann strax fríkaðan tón í sveitina sem mörgum þótti hið besta mál, þar á meðal undirrituðum. Óskar er lag- rænn með afbrigðum en á léttflipp- aðan hátt sem gagnast heildarsvip Mezzoforte vel. Friðrik Karlsson var fjarri góðu gamni en í hans stað var kominn Staffan nokkur Olsson – afar flinkur gítarleikari sem á greinilega rætur í hörðu rokki. Hann var vel með á nótunum og spilaði feiknar- flotta sólóa auk þess að lita allt Mezzoforte-léreftið með alltumlykj- andi hljómaspili. Hann á sér líka allt aðrar hliðar, eins og best má heyra á tríó-diski hans, sem lá frammi til sölu í NASA. Þar kveður við angurværan djassgítartón í gömlum þekktum popp- og djasssmellum sem voru upp- eldisfélagar Olsson í Svíþjóð. Mezzoforte keyrði dagskrána áfram án mikilla kynninga og seið- mögnuð stemmning myndaðist í saln- um, enda ekkert til sparað í hljóm- styrk, ljósagangi og dalalæðan liðaðist um sviðið. Hljómstyrkurinn var reyndar á tíðum meiri en salurinn ber og barði hljóðhimnurnar mis- kunnarlaust. En það var klúbbstemn- ing á staðnum og menn könnuðust við prógrammið. Gaman hefði verið að heyra nýtt efni en það er líklega heimtufrekja því tónleikarnir voru til að fagna fjórðungi úr öld og upprifjun því hið sjálfsagðasta mál. Mezzoforte- liðar hafa þó sagt að á döfinni sé að endurvekja sveitina fyrir fullt og fast og þá verður ekki langt að bíða nýrrar hljómplötu því sköpunargleðin er til staðar og hljómsveitin svingar sem aldrei fyrr. Styrkur Mezzoforte liggur ekki síst í snjöllum hljóðfæraleikurum sveitar- innar sem allir eiga létt með að spinna langa sólókafla út frá fremur einföld- um lagasmíðunum. Jóhann Ásmunds- son fór til að mynda fullkomlega á kostum en vörumerki hans er galvan- íseraður naglahljómur og rytmískur ásláttur ásamt aðdáunarverðri fingrafimi. Það er allt á hreinu hjá þessum mæta manni, sem gaf út sinn fyrsta sólódisk í hittiðfyrra. Gunn- laugur Briem gaf sömuleiðis út fyrsta sólódiskinn á síðasta ári og efast eng- inn um að þar fer einn af snjallari trommuleikurum sem þessi þjóð hef- ur alið. Hann kallaði fram gæsahúð á hverjum manni með löngu og stór- glæsilegu trommusólói um miðbik tónleikanna og uppskar mikið lof. Fönkið er uppistaðan í Mezzoforte og það gerist ekki svalara en í „Play- ing for Time“ sem flaut með á efnis- skránni en þar var líka að finna trega- skotnara lag af Daybreak, „Journey’s End“. Eyþór spilaði á hljómborð með grand piano hljómi og var djassaðri en á velmektardögum sveitarinnar. Síðasta lag var gulleggið „Garden Party“ sem á íslensku kallast „Sprett úr spori“; óaðfinnanlega flutt og gam- an að heyra það á ný í lifandi flutningi, en það er einhver holur hljómur í því núna, nítján árum eftir að það ærði poppþyrsta í Bretlandi og á megin- landi Evrópu. Altént er meira spunn- ið í flest önnur lög sveitarinnar að mati þess sem þetta skrifar, ekki síst af síðustu diskum, s.s. Monkey Fields, Daybreak og Playing for Time. Mezzoforte slapp ekki af sviðinu fyrr en eftir aukalag sem var reyndar skemmtilega samsettur hræringur af stefjum úr hinni og þessari átt úr 25 ára sögunni. Nú vilja menn bara meira og ekki mega líða önnur fimm ár þar til þessi góða bræðingssveit stígur á svið á ný. Mezzo- forte á fullum styrk Morgunblaðið/Golli Óskar, Jóhann og Staffan Olsson í tónlistarlegri einingu á tónleikunum á fimmtudagskvöld. NASA Tónleikar Tónleikar með Mezzoforte á veitinga- staðnum NASA 6. júní 2002. Hljómsveit- ina skipuðu Gunnlaugur Briem á tromm- um, Eyþór Gunnarsson á hljómborði, Jóhann Ásmundsson á bassa, Staffan Olsson á gítar og Óskar Guðjónsson á saxófón. MEZZOFORTE Guðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.