Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 64

Morgunblaðið - 09.06.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. hér sérðu debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort og alþjóðlegt stúdentaskírteini. 4 kort F í t o n / S Í A TÖLUVERÐAR skemmdir voru unnar í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum aðfaranótt laugardags. Stórt tjald var rifið niður og skor- ið í tætlur, allar rúður brotnar í flutningabíl sem var inni á svæðinu og umferðarljós og umferðarskilti í Litla umferðarskólanum brotin. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Að sögn Sæunnar Jóhann- esdóttur, fræðslufulltrúa Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins, er um töluvert tjón að ræða. Hún sagðist ekki vita hvenær skemmdarverkin voru unnin í fyrrinótt, en vaktmaður á svæðinu varð ekki var við manna- ferðir. Menn frá tæknideild lögregl- unnar rannsökuðu ummerki í gær- morgun. Starfsmannafélag Eimskips stóð fyrir fjölskyldudegi í garðinum í gær og var búið að koma fyrir vöru- flutningabíl á svæðinu. Allar rúður í bílnum voru brotnar en engum verð- mætum var stolið. Aftan í vagni bíls- ins voru geymd veisluföng; pylsur, gos og önnur matvæli og voru þau látin í friði. Þá voru skátar búnir að setja upp stórt skemmtitjald sem var skorið niður í búta. Nokkur umferð- arljós voru brotin og umferðarskilti beygð og eyðilögð. Kvittuðu fyrir komuna með kroti Starfsmenn Eimskipafélagsins, sem unnu við að hreinsa til á staðn- um í gærmorgun, höfðu á orði að um hreina skemmdarfýsn væri að ræða. Engu hefði verið stolið öðru en fjar- stýringum sem opna vagn bílsins að aftan, og ljóst að markmiðið var að valda sem mestum skemmdum. Það kom þó ekki að sök og starfsmenn Eimskipafélagsins fluttu sig yfir í annað tjald og héldu þar fjölskyldu- hátíð. Skemmdarvargarnir kvittuðu á hinn bóginn fyrir komu sína í garð- inn með kroti á umferðarskilti í Litla umferðarskólanum. Morgunblaðið/Júlíus Klara Geirsdóttir, starfsmaður Eimskips, við sundurskorið skemmtitjaldið. Talsvert tjón unnið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal Skemmdarverk í skjóli nætur Allar rúður flutningabílsins voru möl- brotnar en verðmæti úr bílnum skilin eftir. GUÐJÓN Guðmundsson, varafor- maður stjórnar Byggðastofnunar, segist í samtali við Morgunblaðið hafa orðið mjög undrandi á bréfi Val- gerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til Theodórs Agn- ars Bjarnasonar, forstjóra Byggða- stofnunar, sem birt var í blaðinu í gær. Lýsir Guðjón yfir fullu trausti á störf Theodórs, sem hann hafi innt af hendi óaðfinnanlega við mjög erfiðar aðstæður. Guðjón vill ekki svara því hvort hann telji, miðað við reynslu sína af störfum Theodórs, tilefni til aðgerða ráðherra. Hann segist aðeins hafa orðið undrandi á bréfi Valgerðar og þeim áminningum sem þar séu sett- ar fram, eftir að Theodór hafði skýrt sitt mál bréflega til ráðherrans. Stjórnin ekki gert athugasemdir Guðjón vill heldur ekki svara því hvort hann telji eðlilegt að ráðherra hafi með þessum hætti bein afskipti af störfum forstjórans eða hvort eðli- legra hefði verið að stjórn Byggða- stofnunar gerði athugasemdir, ef einhverju hefði verið ábótavant í störfum Theodórs. Í þessu sambandi bendir Guðjón á að stjórnin, að stjórnarformanninum undanskild- um, hafi opinberlega lýst yfir fullu trausti á störf forstjórans. Hann sé þó ráðinn af ráðherra, samkvæmt til- lögu stjórnar. Stjórnin hafi hins veg- ar ekki gert neinar athugasemdir við störf Theodórs. „Ég tel að Theodór hafi unnið af dugnaði og samviskusemi fyrir þessa stofnun við erfiðar aðstæður. Stofn- unin var flutt norður á Sauðárkrók og ráða þurfti nær allt starfsfólk upp á nýtt. Mér finnst hann hafa gert þetta vel og hef ekki haft neitt út á hans störf að setja. Ég hef átt mjög gott samstarf við Theodór og treysti honum fullkomlega til þeirra verka sem hann var ráðinn til,“ segir Guð- jón. Lýsir trausti á störf for- stjóra við erfiðar aðstæður Varaformaður stjórnar Byggðastofnunar undrandi á bréfi Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra til forstjórans VERIÐ er að undirbúa uppsetningu á lofthreinsibúnaði, eins konar gufu- gleypikerfi, á athafnasvæði Olíu- dreifingar og Skeljungs í Örfirisey í Reykjavík þar sem félögin reka birgðastöðvar fyrir eldsneyti. Þann- ig er unnt að safna bensíngufum, sem streyma út þegar bensíni er dælt í tóma birgðatanka, og þétta þær til að úr þeim verði bensín á ný. Einnig kemur söfnunarbúnaðurinn í veg fyrir mengun. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Olíudreifingar, tjáði Morgunblaðinu að megintilgangur búnaðarins væri sá að draga úr mengun sem stafar frá bensíngufum en einnig að breyta gufunni á ný í eldsneyti. Þegar hefur verið komið upp slíkum búnaði á Akureyri og er hann nú í prófun. Búnaðurinn kostar milli 70 og 80 milljónir króna og segir Hörður hann geta borgað sig upp á 15 árum ef miðað er við að unnt verði að framleiða nokkurt magn elds- neytis úr gufunum. Gert er ráð fyrir að búnaðurinn í Örfirisey verði tek- inn í notkun seint á árinu. Vinna má 4.500 lítra af bensíni úr 9 þúsund rúmmetrum Gestur Guðjónsson, umhverfis- verkfræðingur hjá Olíudreifingu, segir að í hlýjum löndum sé gert ráð fyrir að vinna megi um 1,5 lítra bens- íns úr hverjum rúmmetra af gufu en hérlendis sé magnið áætlað hálfur til einn lítri á hvern rúmmetra. Stærstu olíutankarnir í Örfirisey taka um 9 milljónir lítra. Þegar dælt er í slíkan tank tóman má gera ráð fyrir að bensínið ryðji frá sér um 9 þúsund rúmmetrum af gufum. Varlega áætl- að segir Gestur það því þýða að vinna megi úr þeim um 4.500 lítra af bensíni. Hann bendir á að fyrir utan það að draga úr mengun og endur- vinna verðmæti úr bensíngufunni hafi þessi búnaður aukið öryggi í för með sér. Lofthreinsibúnaði komið upp í Örfirisey Unnt að framleiða eldsneyti úr bensín- gufum SAMKVÆMT nýju yfirliti frá Bændasamtökum Íslands um fram- leiðslu og sölu helstu búvara í apríl sl. seldist svínakjöt í meira magni hér á landi en lambakjöt og hefur það ekki gerst áður, að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, formanns Svína- ræktarfélags Íslands. Í aprílmánuði seldust rúm 524 tonn af svínakjöti en 513 tonn af lambakjöti. Á tólf mán- aða tímabili hafði sala svínakjöts aukist um 11%, sala alifuglakjöts um 18% og á sama tíma minnkaði eða stóð í stað sala á kindakjöti, nauta- kjöti og hrossakjöti. Kjötsala jókst hins vegar töluvert í öllum tegund- um milli mánaða. Framleiðsla á svína- og alifugla- kjöti í apríl hélst nokkuð í hendur við söluna, þannig var 24% meiri fram- leiðsla á alifuglakjöti en í apríl í fyrra og 10% meiri framleiðsla á svína- kjöti. Sé litið yfir söluþróun frá apríl í fyrra til sama mánaðar í ár heldur kindakjötið velli sem mest selda af- urðin hér á landi. Á þeim tíma seld- ust 6.782 tonn af lambakjöti, 5.538 tonn af svínakjöti, 3.819 tonn af ali- fuglakjöti, 3.669 tonn af nautakjöti og rúm 500 tonn af hrossakjöti. Kristinn Gylfi sagðist í samtali við Morgunblaðið telja ekki langt í það að árssala á svínakjöti yrði meiri en á lambakjöti, það gæti gerst á næsta eina og hálfa árinu. Aðspurður um skýringar á söluaukningu svínakjöts sagði hann þær vera nokkrar. Svínabúin væru að stækka og verða hagkvæmari, framleiðni hefði aukist og verð lækkað til neytenda. Aukin fjölbreytni væri í vöruúrvali og sala á t.d. helgarsteikum og grillkjöti hefði tekið mikinn kipp. Aukin framleiðsla alifuglakjöt́s Kristinn Gylfi framleiðir einnig alifuglakjöt og sagði hann að eftir- spurn eftir þeim afurðum, einkum kjúklingum, hefði aukist stórlega og framleiðendum hefði tekist að auka framboðið um leið. Þannig jókst framleiðsla um 24% í apríl, miðað við sama mánuð 2001, og salan jókst sem fyrr segir um 18%. Þá sagðist Kristinn Gylfi telja að framundan væri mikil aukning á framleiðslu kjúklinga til að sinna eftirspurninni. Stutt væri í að framleiðslan á mánuði næði 350–380 tonnum en hún var tæplega 300 tonn í apríl sl. Framleiðsla og sala búvara í apríl Meira var selt af svínakjöti en kindakjöti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.