Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Sigurþór Júníusson Skip á himniÞAÐ mætti ætla að geimskip værihér á ferð á austurhimni séð frá húsi við Grenilund í Garðabæ en svo var auðvitað ekki. Skýið hefur tekið á sig þessa skemmtilegu mynd. VERKEFNASTYRKIR Félags- stofnunar stúdenta voru afhentir í Stúdentaheimilinu við Hringbraut í gær, en að þessu sinni hlutu styrkina þeir Jens Hjörleifur Bárðarson og Kristján Rúnar Kristjánsson. Þeir brautskráðust báðir með ágætiseinkunn frá Há- skóla Íslands 22. júní síðastliðinn, Jens Hjörleifur með B.Sc. gráðu í eðlisfræði og Kristján Rúnar með M.Sc. gráðu í sömu grein. Blaða- maður hitti þá Jens og Kristján að styrkveitingu lokinni og ræddi við þá um lokaverkefni þeirra. Kristján Rúnar hlaut styrk Fé- lagsstofnunar stúdenta fyrir MS- verkefni sitt í eðlisfræði, en verk- efnið ber heitið „Cosmological Models and Renormalization Gro- up Flow“ (Heimslíkön og end- urstöðlunarfræði). Að sögn Krist- jáns Rúnars var heimsfasti innleiddur af Albert Einstein árið 1917. „Á þeim tíma var talið að alheimurinn væri kyrrstæður, hann væri með öðrum orðum hvorki að þenjast út né skreppa saman. Almenna afstæðiskenn- ingin eins og hún var fyrst sett fram spáði því að heimurinn væri óstöðugur en það var auðvitað al- veg ómögulegt. Til að bjarga þessu innleiddi Einstein heims- fasta, bætti við aukalið í jöfnuna sem breytti henni þannig að út- koman yrði kyrrstæður alheimur. Þrettán árum síðar komst Edwin Hubble hins vegar að því með mælingum að heimurinn er að þenjast út og þar með var heims- fastinn óþarfur. Einstein lagði þá heimsfastann á hilluna og sagði síðar að þetta hefðu verið mestu mistök sem hann hefði gert á ferl- inum.“ Einstein var á réttri leið „Þannig stóðu mál lengi vel en fyrir nokkrum árum komu fram nýjar mælingar sem benda til þess að heimurinn sé að þenjast út með sívaxandi hraða. Slík útþensla er í samræmi við jákvæðan heimsfasta svo það lítur út fyrir að Einstein hafi verið á réttri leið eftir allt saman. Verkefnið mitt, sem er á mörkum stærðfræði og eðlisfræði, fólst í því að skoða heimslíkön í ýmsum víddum með jákvæðum heimsfasta,“ segir Kristján. Í verkefninu kannaði hann hin- ar nýlegu tilgátur um tengsl á milli þyngdarskammtafræði í al- heimi sem þenst út að eilífu og hornrækinnar sviðsfræði. Segir Kristján að sér í lagi hafi fundist rúmfræðileg samsvörun á milli flatarmáls sýndarsjóndeildar og svokallaðs c-falls í sviðskenning- unni. „Þetta er mjög spennandi rannsóknarefni og mun ég skoða þetta efni eitthvað nánar, en ann- ars er ég að hefja doktorsnám í eðlisfræði við Háskóla Íslands í haust og verður leiðbeinandi minn í því námi Lárus Thorlacius, pró- fessor í eðlisfræði, en hann leið- beindi mér einnig í MS-náminu,“ segir Kristján. Jens Hjörleifur Bárðarson hlaut styrk Félagsstofnunar fyrir BS- verkefni sitt í eðlisfræði, en verk- efni hans nefnist „Experimental observation of a nonlinear suscep- tibility X(2) induced in a ther- mally poled SiO2 bulk sample“ (Tilraunaleg staðfesting á ólínu- leika í SiO2 glersýni). Í verkefninu var sýnt fram á að með ákveðinni meðhöndlun á gleri væri hægt að framkalla ólínuleika í því. Ólínu- leikinn veldur því að eiginleikar ljóss sem fer í gegnum glerið breytast og var sérstaklega kann- að hvernig tíðni þess breyttist. Gler eins og hér um ræðir mynd- ar hugsanlegar grunneiningar í „ljóstölvum“ framtíðarinnar. „Nið- urstaða verkefnisins er í raun sú að með því að meðhöndla glerið á ákveðinn hátt er hægt að breyta tíðni þess ljóss sem fer í gegnum glerið. Um er að ræða grunnrann- sóknir en hugsunin á bak við þær er sú að það gler sem hér um ræðir verði síðar meir hægt að nota í ljóstölvur,“ segir Jens. Verkefnið framkvæmdi Jens í Lille í Frakklandi, en leiðbeinandi hans var Ari Ólafsson, prófessor í eðlisfræði. Jens Hjörleifur stefnir á framhaldsnám í eðlisfræði, á sviði þéttefnisfræði, við Háskóla Íslands í haust. Verkefnastyrkir Félagsstofn- unar stúdenta eru afhentir þrisv- ar á ári, tveir við útskrift að vori, einn í október og einn í febrúar. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna og kynna fram- bærileg verkefni. Styrkurinn nem- ur 100.000 krónum. Tveir nemendur í eðlisfræði hlutu styrk Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Rúnar Kristjánsson og Jens Hjörleifur Bárðarson hlutu styrki frá Félagsstofnun stúdenta í gær. BANKASTJÓRAR Búnaðar- banka Íslands (BÍ), Sólon R. Sig- urðsson og Árni Tómasson, sendu í gær starfsmönnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) bréf þar sem þeir leið- rétta mögulegan misskilning um framtíð starfsmanna SPRON hjá sameinuðu fyrirtæki, þ.e. Búnað- arbankanum og SPRON ef af verður. Morgunblaðið birtir hér bréfið í heild. „Kæri starfsmaður SPRON. Vegna umræðu í fjölmiðlum vilj- um við undirritaðir bankastjórar Búnaðarbanka Íslands hf. koma eftirfarandi á framfæri: Verðmæt- ustu eignir Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis eru þekking og reynsla ykkar starfsfólksins ásamt tengslum ykkar við viðskiptavini sparisjóðsins. Þið gegnið því lyk- ilhlutverki í framtíðaráætlunum okkar nái þær fram að ganga. Þeg- ar hefur komið fram að við gerum ráð fyrir að SPRON haldi áfram sínum séreinkennum og viðskipta- menn geti áfram gengið að óbreyttri fjármálaþjónustu undir nafni SPRON. Starfsmenn SPRON þurfa því ekki að hafa áhyggjur af atvinnuöryggi sínu ef Búnaðarbankinn verður meiri- hlutaeigandi stofnfjár SPRON og félögin sameinast í kjölfarið. Enda hefur því þegar verið lýst yfir „að ekki verði röskun á högum starfs- manna SPRON önnur en sem leið- ir af eðlilegri þróun“. Í þessu felst að: Ef Búnaðarbankinn verður endanlegur meirihlutaeigandi stofnfjár í SPRON missir enginn starfsmaður SPRON vinnu sína í tengslum við breytingu á eignar- haldi. Allir almennir starfsmenn halda ennfremur óbreyttum launa- kjörum frá því sem þeir hafa í dag. Búnaðarbankinn hefur í gegn- um tíðina keypt og sameinast fjölda fjármálafyrirtækja og spari- sjóða. Nærtækasta dæmið er sennilega kaup Búnaðarbankans á eignarleigufyrirtækinu Lýsingu hf. Við hvetjum þig til þess að hafa samband við starfsmenn Lýsingar og fá upplýsingar um hvaða áhrif sameiningin hefur haft á starfsemi og starfsmenn Lýsingar. Það er von okkar að þetta bréf leiðrétti mögulegan misskilning um fram- tíð þína hjá sameinuðu fyrirtæki Búnaðarbankans og SPRON ef af verður. Virðingarfyllst, bankastjórar Búnaðarbanka Íslands hf., Sólon R. Sigurðsson, Árni Tómasson.“ Ekki verður röskun á högum starfsfólks Bréf bankastjóra Búnaðar- bankans til starfsmanna SPRON STJÓRNENDUR Búnaðarbankans leituðu ekki álits eða samþykkis við- skiptaráðuneytisins vegna yfirtöku- tilboðs bankans í SPRON enda ekki hlutverk ráðuneytisins að skipta sér af daglegum rekstri banka sem rík- ið á hlut í. Þetta segir Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og starfandi viðskiptaráðherra. Hann segir að stjórnendur Bún- aðarbanka Íslands hafi ekki leitað samþykkis viðskiptaráðuneytisins vegna yfirtökutilboðsins og að ráðu- neytið hafi ekki vitað af tilboðinu fyrr en eftir á. Aðspurður hvort eðli- legt sé að banki sem ríkið á stærsta hlutann í geri slíkt tilboð án vitund- ar aðalaeiganda, segir Halldór það vera mikilvægt að bankar starfi sjálfstætt og án afskipta ráðuneyt- isins. „Þeim ber að fara að lögum og reglum og ráðuneytið á ekki að hafa afskipti af daglegri starfsemi þeirra. Hér er um mál að ræða sem nú hefur farið til umfjöllunar Fjár- málaeftirlitsins og þá er mikilvægt að viðskiptaráðuneytið hafi ekki haft afskipti af málinu.“ Ráðuneytið vissi ekki af fyrirætlunum Búnaðarbankans KENNSLA við MBA-nám hjá við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands er ekki hluti af aðalstarfi háskólakennara og því á að greiða sérstaklega fyrir kennsluna, skv. dómi sem kveðinn var upp í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Féllst dómurinn með þessu á kröfu Há- skóla Íslands og fimm prófessora við viðskipta- og hagfræðideild um að tveir úrskurðir kjaranefndar yrðu felldir úr gildi. Skv. úrskurðum kjaranefndar voru störf prófessora við MBA-námið hluti af aðalstarfi þeirra og af þeim sökum bæri ekki að launa sérstaklega fyrir þau störf. Í kjölfarið höfðaði Háskóli Íslands og prófessorarnir Ágúst Einarsson, Brynjólfur Sigurðsson, Ingjaldur Hannibalsson, Snjólfur Ólafsson og Örn D. Jónsson, mál gegn íslenska ríkinu til að fá úrskurðunum hnekkt. Á því var byggt af hálfu Háskóla Íslands, að hann hafi brýna hags- muni af niðurstöðu þessa máls enda feli úrskurðir kjaranefndar í sér mikla íhlutun í starfsemi hans. Með því að bjóða upp á MBA-nám sé há- skólinn að uppfylla veigamikinn þátt í lögákveðnu hlutverki sínu þótt endurmenntun standi fyrir utan hefðbundið námsframboð deilda. Til þess að unnt sé að bjóða upp á nám af þessu tagi sé afar mikilvægt fyrir HÍ að fá notið reynslu og þekkingar kennara viðkomandi deildar. Eigi það ekki síst við um þá prófessora, sem þar starfa. Taldi HÍ ljóst, að úr- skurðir kjaranefndar hefðu í reynd kippt grundvellinum undan þessari starfsemi háskólans. Sé ekki við því að búast, að háskólinn fái prófessora viðskipta- og hagfræðideildar til að starfa við námið meðan þeir fái ekki notið sambærilegra kjara og aðrir prófessorar og kennarar fyrir sömu eða sambærileg störf. Í niðurstöðu dómsins segir Helgi I. Jónsson héraðsdómari m.a. að óumdeilt sé, að MBA-námið sé fyrir utan hefðbundið námsframboð við- skipta- og hagfræðideildar og að ekki sé gert ráð fyrir því í fjárveit- ingum menntamálaráðuneytisins til HÍ og námið sé að engu leyti fjár- magnað með framlögum úr ríkis- sjóði. Þá hafi viðskipta- og hag- fræðideild háskólans samþykkt, að kennsla lektora, dósenta og prófess- ora við deildina sé fyrir utan starfs- skyldur þeirra. Geti háskólakennar- arnir því ekki fullnægt kennsluskyldu sinni með því að kenna við MBA-námið. Það var því mat dómsins, að kennsla við MBA- námið félli utan þess ramma, sem aðalstarfi fyrrnefndra háskólapró- fessora væri markaður samkvæmt lögum og reglum um Háskóla Ís- lands. Hörður Felix Harðarson hrl. flutti málið f.h. HÍ og prófessoranna en Skarphéðinn Þórisson hrl. var til varnar fyrir ríkið. Kennsla við MBA-nám ekki hluti af aðalstarfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.