Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Triumph sundbolir
og bikini B, C og D skálar
Útsölustaðir: Útilíf, Intersport,
Hringbrautarapótek, Músík og
sport Hf., HB búðin Hf, Axel Ó.,
Vestm., Palóma Grindavík,
Silfurtorg Ísafirði.
Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf,
Hamraborg 7, sími 564 0035.
Á EGILSSTÖÐUM var til skamms tíma rekin
lítil innisundlaug sem einkum nýttist fyrir fatl-
aða, aldraða, sjúklinga og ungbörn. Laugin hef-
ur nú staðið ónotuð í marga mánuði vegna um-
hirðu- og viðhaldsskorts, en enginn vill greiða
viðgerðar- og viðhaldskostnað. Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra á Austurlandi hefur haft um-
sjón með sundlauginni sl. tíu ár, en hún var að
stærstum hluta kostuð af almannafé sem safnað
var með ýmsum hætti á Austurlandi árin 1981 til
1991 og síðan afhent ríkinu til rekstrar. Þykir nú
mörgum súrt í broti að enginn skuli fást til að
greiða viðhald eftir að svo mikið var í lagt að
koma lauginni á laggirnar.
Sundlaugin var vígð 9. september árið 1991,
en hafist var handa um byggingu hennar árið
1981. Félagar í Lionsklúbbnum Múla unnu þá
900 dagsverk við grunn hússins, en Þroskahjálp
á Austurlandi keypti efnið. Framkvæmdir lágu
niðri næstu þrjú árin vegna kaupa á húsi fyrir
sambýli á Egilsstöðum, en peningar sem til voru
í sundlaugarsjóði Þroskahjálpar voru lánaðir
ríkinu til þeirra kaupa. Ríkið skilaði lánsfénu
aftur árið 1985 og ári síðar var haldið áfram.
Húsið varð fokhelt haustið 1986, en þá varð enn
tveggja ára hlé vegna peningaleysis. Veturinn
1988 var úthlutað úr Framkvæmdasjóði fatlaðra
til sundlaugarinnar og hófust þá framkvæmdir
við lokaáfangann sem stóðu til ársins 1991.
Sundlaugin var upphaflega ætluð fötluðu fólki
á Austurlandi og stóð við sambýli fatlaðra, Von-
arland. Einnig nýttist hún fólki sem einhverra
hluta vegna átti erfitt með að fara í útisundlaug,
svo sem öldruðum og fyrir ungbarnasund, auk
þess sem sjúkraþjálfarar notuðu hana til þjálf-
unar og endurhæfingar. Laugin er frekar
grunn, við hana er stólalyfta fyrir fólk í hjólastól,
svo og gryfja sem leiðbeinandi getur staðið ofan
í og nýttist hún því ágætlega sem þjálfunarlaug.
Bygging hússins kostaði um 13 milljónir
króna á þáverandi gengi. Kostunaraðilar voru
Framkvæmdasjóður fatlaðra sem lagði til tvær
og hálfa milljón og Þroskahjálp, Lionsklúbbur-
inn Múli, austfirskir tónlistarmenn sem héldu
tvívegis stóra fjáröflunartónleika, Kiwanismenn
og fjöldi einstaklinga sem lögðu fram stórar sem
smáar upphæðir. Sem dæmi má nefna að þrjár
konur tóku sig saman og gáfu nuddpott í húsið,
lyftubúnað og önnur hjálpartæki gáfu styrkt-
arfélagar á Norðfirði og öldruð hjón í Neskaup-
stað sendu stóra fégjöf.
Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi og
forseti bæjarstjórnar (D) á Austur-Héraði, seg-
ir nýtingu sundlaugarinnar alla tíð hafa verið
frekar litla af fötluðu fólki. „Aðrir hópar hafa
einungis notað hana nokkra tíma á viku, hluta úr
árinu,“ segir Soffía. „Þegar ný og glæsileg sund-
laug var opnuð á Egilsstöðum fækkaði notend-
um innilaugarinnar, þar sem margir kusu að
nýta þá laug frekar. Það er í samræmi við stefnu
stjórnvalda og vilja flestra fatlaðra að fatlað fólk
sæki þjónustu á sömu stöðum og aðrir.
Rekstur sundlaugar er mjög sérhæfður og
kröfur um hreinlæti, innra eftirlit og öryggismál
miklar og jukust til muna við útgáfu reglugerð-
ar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sem
tók gildi um mitt árið 1998. Frá opnun sundlaug-
arinnar hefur opinbert eftirlit, s.s. vinnu- og
heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir við ýmsa
þætti sem snúa að aðbúnaði, öryggis- og hrein-
lætismálum. Má þar nefna atriði eins og klórun,
skort á föstum starfsmönnum og aðstöðu fyrir
þá, slælega aðstöðu í búningsklefum og hrika-
legt ástand hússins, einkum vegna rakavanda-
mála.“
Soffía segir Svæðisskrifstofu hafa reynt eftir
bestu getu að bæta þá þætti sem ekki stóðust
kröfur sem gerðar eru til sundstaða.
„Það hefur verið erfitt fyrir Svæðisskrifstof-
una að koma upp þeirri sérhæfingu sem rekstur
sundlaugar krefst,“ segir Soffía, „þar sem notk-
un laugarinnar er lítil og ber ekki þann starfs-
mannafjölda sem þarf til að uppfylla allar kröfur
skv. lögum og reglugerðum. Rekstur og umsjón
sundlaugarinnar hefur því alla tíð verið hluti af
störfum forstöðumanns og starfsmanna á Von-
arlandi. Þegar það var lagt niður og þjónustan
flutti í annað húsnæði versnuðu rekstrarfor-
sendur laugarinnar verulega. Á sama tíma voru
gerðar alvarlegar athugasemdir af Heilbrigðis-
eftirliti Austurlands við ýmsa þætti í rekstri og
viðhaldi laugarinnar. Ljóst var að ef ekki væri
farið að kröfum um úrbætur yrði lauginni lokað.
Eitt af vandamálunum var léleg loftræsting
þannig að rakavandamál voru talsverð sem
gerði það að verkum að viðhald laugarinnar hef-
ur alltaf verið mikið. Það lá því fyrir að auk þess
að mæta kröfum Heilbrigðiseftirlitsins, þyrfti
Svæðisskrifstofa að fara út í kostnaðarsamar
úrbætur á loftræstikerfi hússins og uppfylla
ýmsar skyldur varðandi öryggisbúnað í húsinu
auk þess að sinna menntun og þjálfun starfs-
manna. Til þess kom hins vegar ekki þar sem
eignirnar voru auglýstar til sölu og erfitt að
skilja sundlaugina þar undan.“
Því hefur verið velt upp af hverju Svæðis-
skrifstofa og sveitarstjórn fóru ekki út í að
standa sameiginlega að rekstri laugarinnar og
viðhaldi áður en í óefni var komið.
Báðir aðilar telja að ekki hafi verið nokkur
grundvöllur fyrir því. Skynsamlegast hefði ef til
vill verið að laugin væri á höndum heilsugæsl-
unnar þar sem hún hefur ekki síst nýst sem end-
urhæfingarlaug fyrir sjúkraþjálfun.
Ekki lagalegt hlutverk svæðis-
skrifstofa að reka sundlaugar
Haustið 2001 barst sveitarstjórn Austur-Hér-
aðs undirskriftalisti á þriðja tug aðila og erindi
um að bæjarstjórn stuðli að því með fjárfram-
lagi að Vonarlandssundlauginni verði komið í
nothæft stand, þannig að þar geti farið fram
endurhæfing og þjálfun fyrir aldraða. Í svar-
bréfi bæjarstjóra, Bj. Hafþórs Guðmundssonar,
kemur fram að eftir að hafa kannað möguleika á
að verða við erindinu, hafi komið í ljós mikill
kostnaður við að koma sundlauginni í nothæft
form og þungur rekstrarkostnaður. Auk þess
hyggist Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á
Austurlandi ekki nýta hana eða reka áfram og
bæjarsjóður yrði þannig einn um rekstrarkostn-
aðinn. Ennfremur að eignir þær sem umrædd
sundlaug er hluti af, séu nú til sölu hjá núver-
andi eiganda þeirra, ríkissjóði og því mikil
óvissa um framtíð þeirra og nýtingarmöguleika í
framangreindu skyni.
„Það er mat Svæðisskrifstofu að fjárhagslega
og faglega séu ekki forsendur fyrir rekstri sund-
laugarinnar á hennar vegum, enda er það ekki
lagalegt hlutverk svæðisskrifstofa að annast
rekstur sundlauga, hvorki fyrir fatlað fólk né
aðra hópa,“ sagði Soffía Lárusdóttir að lokum.
Virðist því sem sundlaugin sem safnað var fyrir
af góðum hug fyrir áratug, sé úrelt orðin og ill-
framkvæmanlegt að viðhalda rekstri hennar.
Sundlaug, sem byggð var fyrir söfnunarfé og gefin ríkinu, lokað vegna niðurníðslu
Úrelt og ónýt
á tíu árum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Meðal þeirra sem nýttu sér Vonarlandssundlaugina voru mæður með ungbörn sín.
Egilsstaðir
NÝ STRAX-verslun hefur verið
opnuð í Reykjahlíð í Mývatnssveit
og þar við er einnig eldsneytisaf-
greiðsla Essó.
Eigendur þessa nýja húsnæðis
eru Skútustaðahreppur, Olíufélagið
hf. og Klettar (Kaldbakur) og eiga
sinn þriðjunginn hver. Samkaup
leigja húsnæðið og reka verslunina.
Verslunarstjóri er Birgir Hauksson,
veiðibóndi á Hellu, en hann hefur
séð um verslun fyrir sama aðila í
eldra húsnæði nokkur undanfarin
ár.
Lengi voru uppi hugmyndir um
byggingu veglegrar alhliða þjón-
ustumiðstöðvar í Reykjahlíð, en
ekkert varð úr framkvæmdum. Á
síðastliðnu hausti var svo loks hafist
handa við þá byggingu sem nú hefur
verið tekin í notkun, meðal annars
með fulltingi Skútustaðahrepps sem
kom að málinu með hlutafé. Sýnir
það með öðru þá stöðu sem dreifbýl-
ið er í, að sveitarsjóður þurfti að
koma að fjármögnun slíks húsnæðis.
Kaupfélag Þingeyinga byggði
myndarlegt verslunarhús í Reykja-
hlíð 1958 og hefur sú verslun þjónað
byggðinni og ferðamönnum síðan,
síðustu ár sem STRAX-verslun, og
er orðið lúin bygging. Það hús mun
vera eina fasteign gamla KÞ sem
enn er á nafni þess félags.
Fullkominn öryggisbúnaður
Nýja bensínstöðin er nálægt einni
þekktustu og verðmætustu náttúru-
perlu landsins og umhverfiskröfur
Olíufélagsins til nýs mannvirkis á
svæðinu eru í samræmi við það.
Eldsneytisgeymar nýju stöðvar-
innar eru með fullkomnasta örygg-
isbúnaði sem völ er á. Þeir eru tvö-
faldir og á milli laga er vökvi undir
þrýstingi. Komi af einhverjum
ástæðum gat á innra eða ytra byrði
geymanna fellur þrýstingur í milli-
rýminu og sjálfvirkt viðvörunarkerfi
lætur samstundis vita. Þannig er
unnt að gera ráðstafanir þegar í
stað til að stöðva hugsanlegan leka
og koma í veg fyrir umhverfisslys.
Enn má nefna að á geymunum er
búnaður til að taka við bensíngufum
sem leita út þegar eldsneytinu er
dælt og veita til baka í geymana í
stað þess að sleppa þeim út í and-
rúmsloftið.
Bensíndæla kom fyrst í Mývatns-
sveit um 1930 og var það Olíuversl-
un Íslands (BP) sem setti upp dælu í
Nýtt verslunar-
hús í Reykjahlíð
Morgunblaðið/BFH
Í nýju versluninni er einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Álftagerði hjá Dagbjarti Sigurðs-
syni veiðibónda. Um 1950 voru öll
olíufélögin með afgreiðslu í sveit-
inni. Essó setti fyrst upp dælu í
Álftagerði hjá Gesti Jónassyni bif-
reiðastjóra um 1940 en síðan kom
dæla frá þeim í Reykjahlíð eftir
1950. Essó er nú eina olíufélagið
með afgreiðslu hér í sveit og hefur
tvo afgreiðslustaði, Sel-hótel á
Skútustöðum auk fyrrnefndrar af-
greiðslu við STRAX-verslunina í
Reykjahlíð.
Mikil þörf var orðin fyrir rúm-
betra og vistlegra verslunarhús-
næði, einkum yfir sumartímann
þegar fjölmargir leggja leið sína í
Mývatnssveit og velta er mikil í
versluninni. Ferðalangar geta nú
vikið sér að afgreiðsluborði upplýs-
ingamiðstöðvar ferðamála í nýju
versluninni, þurfi þeir á fræðslu að
halda.
Mývatnssveit
KVENNAKÓRINN Norðurljós frá
Hólmavík hélt nýlega sumar-
tónleika í Árneskirkju. Fjölbreytt
dagskrá var; sungin voru lög úr
söngleikjum, dægurlög, syrpa eft-
ir Gunnar Þórðarson og fleira.
Stjórnandi kórsins er Sigríður
Óladóttir og píanóleikur í hönd-
um Steingríms Þórhallssonar.
Það er árviss atburður að
kvennakórinn Norðurljós haldi
vor- eða sumartónleika hér í Ár-
neshreppi. Kórfélagar ætluðu að
koma fyrsta maí í vor en komust
þá ekki vegna ófærðar, en þá var
kórinn á tónleikaferðalagi.
Morgunblaðið/Jón G Guðjónsson
Kvennakórinn í Árneskirkju
Sumar-
tónleikar
í Árnes-
kirkju
Árneshreppur