Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hugurinn reikar víða og minningarnar hrönnuðust upp eftir að ég frétti andlát Valdísar Halldórsdóttir, þessar- ar góðu og stjórnsömu konu sem gaf svo mikið af sér. Ég kynntist henni í gegnum heimsókn- arþjónustuna í Neskirkju. Hún sagði mér að hún hefði haft góða heilsu lengstum og verið fé- lagslynd. Þegar aldurinn færðist yfir fór hún í dagvistun á vegum Rauða krossins. Ekki síst til þess að vera innan um fólk. En einn daginn fékk hún án fyrirvara áfall, sem varð henni fjötur um fót. Með viljastyrk lærði hún að hafa hann sem fylginaut með reisn. Ég fékk fljótt að vita að hún er úr Dölunum, faðir hennar, Halldór Helgason frá Ásbjarnarstöðum, var mikið skáld og kennari í Hvítársíðu og Stafholtstungum. Maður Valdísar var sr. Gunnar Benediktsson, síðar alþingismaður og kennari á Eyrar- bakka og í Hveragerði. Við Valdís átt- um það sameiginlegt að mennirnir okkar höfðu báðir verið prestar og við báðar um fimmtán árum yngri en þeir, en fundum aldrei til þess aldurs- munar. Svo vorum við báðar kenn- arar. Öll okkar sameiginlegu sjónar- mið og áhugamál gerðu samskipti okkar auðveld. Valdís hafði farið ung í kennara- skólann og var henni dvölin þar ógleymanleg og notadrjúg. Hún minntist oft á dvölina þar, skólabrag- inn, skólasystkinin og kennarana. Sérstaklega Freystein Gunnarsson, sem kenndi henni skemmtilegasta fag hennar, íslenskuna. Varð henni oft tíðrætt um hann þegar ég heimsótti hana. Eftir námið gerðist hún kennari á Eyrarbakka og þar kynntust þau hjónin. Þau eignuðust börnin Heiðdísi og Halldór. Þau hjón voru lengst kennarar í Hveragerði, en hún heima- vinnandi meðan börnin þurftu á henni að halda. Þegar Valdís gat ekki lengur verið heima vegna sjúkleika fékk hún inni á nýlegu hjúkrunarheimili, Skógarbæ í Mjódd. Þar hafði hún orgelið sitt og bókahillurnar með bókum þeirra Gunnars. Þarna leið henni vel og fékk þá þjónustu sem hún þarfnaðist. Tengdadóttir hennar vann þarna líka og fylgdist með líðan hennar. Ég sá í heimsóknum til Valdísar hversu hlý samskiptin innan fjölskyldunnar voru, ekki síst frá hennar hálfu. Valdís var söngvin og vildi fá aðra til þess líka. Þannig var stofnaður VALDÍS HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Valdís Halldórs-dóttir fæddist í Fljótstungu í Hvítár- síðu 27. maí 1908. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 17. júní síðast- liðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 2. júlí. margraddaður kór að frumkvæði hennar eitt sinn þegar ég var í heimsókn og ekki í fyrsta skipti. Ég gleymi ekki er ég kom til Val- dísar eitt sinn og var kominn gulur páfagauk- ur til hennar. Afskap- lega fallegur og hann syngur og syngur. Val- dís lá í rúminu og söng með. Þetta voru yndis- legir tónleikar. Minningarnar hrann- ast upp um samskipti okkar Valdísar sem voru hlý og góð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég vil að fylgi þér hér með úr uppáhalds sálm- inum mínum, Davíð 121: Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn. Dómhildur Jónsdóttir. Þegar horft yfir farinn veg og minnst liðinna samverustunda með Valdísi líða um hugann myndir um svo margt eftirminnilegt og marg- breytilegt. Ég kynntist Valdísi og manni hennar, Gunnari, fyrir tæpum þrjátíu árum, en þá þau bjuggu þá á Dunhaga 13 Reykjavík. Það var alltaf gott að líta inn og fá kaffi og meðlæti að góðum og gömlum sveitasið. Við sátum við eldhúsborðið eða inni í stofu og annað slagið tók Gunnar hlé frá skriftum og spjallaði við okkur. Þessar stundir eru mjög minnisstæð- ar eins og allar aðrar stundir með Val- dísi og fjölskyldu hennar. Samheldni Valdísar og Gunnars var einstök og samstarf þeirra skemmtilega kryddað ástuð og glettni. Hver heimsókn skilaði manni ríkari af reynslu og ýmsum fróðleik um lífið og tilveruna sem var ómet- anlegt veganesti. Valdís var hafsjór af fróðleik og í samræðum okkar kynnist ég norræn- um bókmenntum ekki síður en ís- lenskum. Hún fór gjarnan með ljóð og samdi sjálf ljóð sem hún sagði að væru bara sér til ánægju. Þótt Valdís væri hætt kennslu- störfum ræddi hún skólamál af mikl- um áhuga og þekkingu. Því var afar ljúft að ráðgast við hana um uppeldi og nám barna og heyra um reynslu hennar af kennslustörfum, m.a. á Eyrarbakka og í Hveragerði. Valdís var sjálfstæð kona. Hún sótti sér menntun, sem var ekki al- gengt hjá sveitastúlkum af hennar kynslóð og vann alla tíð utan heimilis, jafnhliða heimilistörfum og barna- uppeldi. Starfið var henni hugleikið, en allt aðrar aðstæður voru þá fyrir mæður til að skipta sér á milli vinnu og heimilis. Valdís tókst á við það af skörungsskap og var að fullu sátt þótt daglegt líf væri ekki alltaf létt. Hún lét sig varða ýmis málefni hérlendis sem erlendis. Valdís var hvetjandi um menntun og að allir ættu jafnan rétt ekki síst konur. Valdís gaf út tímaritið Emblu ásamt fleiri konum og minnt- ist oft á það tímabil enda var þetta óvenjulegt framtak kvenna á þessum tíma. Ég kveð kæra vinkonu sem hefur frá fyrstu kynnum veitt mér ástúð og sérlega gefandi samverustundir með litríkum frásögnum, skörpum tilsvör- um og hláturmildi sem hefur augðað líf mitt og barna minna. Ég mun ávallt minnast hennar með þakklæti. Votta fjölskyldu Valdísar innilega samúð. Anna Hermanns. =   $   #  5    &   &    !     !   !    ) . ,. -  . & *# 5 "G +*, >  $!      8   &   '   #         ! &   " ) 5 !" " * !  2 *(,< " !  :0 ( '  ( < " ! 6 60 ,         ' &2-     #B 1  &     . &     /     "#4.! F !  ( !* .! F !   ,: !   F2 !  8# 2  )  *" 2  ''*2 !  ) 2 !  2 ! , ) (                  . .&   /98-99 ' <  -   * $   +   &      ?         /    110 95!     !  & ! 3'  '"   & *" !  "#  2( # !  " 2  (  '"   ( 60 2 *" !  - '"   ) !* "! !  60  !  :  "#  2  ."#" &0 " ! !     252 !  . !  - '"   ) 60   3  #"  !  * * !  9 " / #   6 60 6 6 60  6 6 6 60 , ) (        '    2- &2.97  & "6 == +* &  ' &  "       +@     !         /    110  * :0 2 !  &  2  1 * 2 !   * 1 / #'  1 *" !   1  *   *1  < !  &"'+ * !  : D!  -  * !  / #'"  *  "# / 1  < !  ( 0 "  * , %! !  5     &    ! 9/. 7( :2. . 8-99 ' <:     5"%C +*, -  3,/ #   "# "( ' !  & ! ,/ #   60  !  6 60 6 6 60 ,    $   #     "5" &     !        !     !    :2. .2-//  /  .  +!  / * C +*, *   $      8      ?   &   "  F" !  " ":,. 6  !  : : !   '" " #  1  ': !   *" - '  .  :    & ! ! 6 60 , Mig langar að minn- ast ömmu minnar Helgu Kristjánsdóttur í fáum orðum. Amma Helga eins og ég kallaði hana var alltaf tilbúin að taka á móti mér þegar ég átti leið um Reyðar- fjörð. Það var alltaf gott að stoppa á Eyrarstígnum og fá sér kaffi eða mat HELGA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Helga KristínKristjánsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 4. jan- úar 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 12. júní. hjá ömmu, sérstaklega þegar komið var af rjúpnaveiðum, og tala um heimsins gagn og nauðsynjar. Það var svo afslappandi að hvíla sig eftir langan göngu- dag á rjúpnaveiðum og láta þreytuna líða úr sér inni í stofu hjá ömmu. Amma var afar greiðvikin kona og vildi gera eins og hún gat fyrir mig og ég reyndi eftir bestu getu að gera það sem ég gat fyrir hana. Þó að mér fyndist hún gera svo miklu meira fyrir mig en ég fyrir hana var hún mér alltaf mjög þakk- lát. Ég minnist þess þegar ég kláraði Fiskvinnsluskólann að ég fékk pláss á sjó á Snæfugli SU. Þá spurði ég ömmu og afa að því hvort ég mætti skrá lögheimili mitt á Eyrarstíg og þau voru ánægð með það. Þau fylgdu mér alltaf til skips þegar ég fór á sjó á Reyðarfirði og tel ég að það hafi verið mér til happs, því ég slasaði mig aldrei þann tíma sem ég var á sjó frá Reyðarfirði. Amma var skýr og skemmtilegt að tala við hana, þótt sjónin væri ekki góð. Þegar mamma hringdi í mig 3. júní og sagði mér að amma væri dá- in, þá var ég að undirbúa mig fyrir sveinspróf í húsasmíði sem fram átti að fara 10.–12. júní. Mér gekk vel í því og kláraði verkefnið kl. 11 síð- degis og flaug austur sama kvöld. Mig langar að þakka fyrir þann tíma sem við amma áttum saman. Mér er hugsað til strákanna hans Adda frænda á Reyðarfirði og allra þeirra sem fengu að kynnast henni en eins og við vitum þá erum við mannfólkið ekki eilíft. Tími var kom- inn hjá ömmu að kveðja. Elsku amma, ég sakna þín. Björn Steindórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.