Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 18

Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 533 4300 FJÁRFESTAR ATHUGIÐ Vorum að fá í einkasölu eftirtaldar eignir Allar frekari upplýsingar veitir Agnar í s. 533 4300 eða gsm 820 8657 FLUGHÓTEL/KJARNI Í KEFLAVÍK Glæsileg 7.298 fm bygging auk bílageymslu í kjallara hússins. Skiptist m.a. í 2.787 fm hótelbygg- ingu sem hýsir rekstur Flughótels- ins í Keflavík. Kjarni er samtals um 4.511 fm, glæsilega innréttað hús- næði. Öll sameign og frágangur hússins til mikillar fyrirmyndar. Frá- bær eign. BREKKUSTÍGUR – KEFLAVÍK Þetta vandaða húsnæði stendur á fjölförnu og áberandi umferðar- horni. Stærð hússins er samtals 1.336,4 fm og skiptist í verslunar- og lagerhúsnæði á jarðhæð. Góðir verslunargluggar á framhlið og stórar innkeysludyr á bakhlið. Á efri hæð eru mjög vandaðar skrifstofur. Malbikuð lóð. HAFNARGATA – KEFLAVÍK Gott 3.272 fm verslunar-, skrif- stofu- og lagerhúsnæði, vel stað- sett á fjölförnu umferðarhorni. Húsið hefur verið í góðu viðhaldi. Stærð lóðar 6.240 fm með afgirtu porti á bakhlið. Ath. hagstætt verð. NÝBÝLAVEGUR – KÓPAVOGI Verslunar-, skrifstofu- og lager- húsnæði á 3 hæðum samtals 1.062 fm. Innkeyrsla á 1. og 2. hæð. Húsið er í mjög góðu ástandi og er frábærlega staðsett varðandi allt auglýsingagildi. ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg og Skeljungur eru stærstu hluthafar í Þorbirni Fiskanesi hf. samkvæmt nýjum hluthafalista félagsins, en talsverð viðskipti voru með hluta- bréf í félaginu í júní. Þormóður rammi-Sæberg á nú 10% eignarhlut í félaginu, eða 111,3 milljónir að nafnverði, en átti engan hlut áður. Hluturinn var keyptur hinn 20. júní af Afli fjár- festingarfélagi. Eignarhlutur Skeljungs nemur 7,49%, eða 83,3 milljónum að nafn- verði, en fyrir átti Skeljungur 2,5%, eða 27,7 milljónir að nafn- verði. Landsbanki Íslands á þriðja stærsta hlutinn, 6,18% eða 68,7 milljónir að nafnverði, en fyrir átti bankinn 32 þúsund krónur að nafn- verði. Allur eignarhlutur bankans er í formi framvirkra samninga sem gerðir voru við Afl fjárfesting- arfélag hinn 6. júní um kaup á 6,18% hlut Landsbankans. Afl, sem áður hét Íslenski fjársjóðurinn, á nú 4,75% í Þorbirni Fiskanesi, eða 52,9 milljónir að nafnverði, og fer með atkvæðisrétt af eignarhlut Landsbankans. Tilkynnt var um sölu á eftirfarandi hlutum hinn 6. júní á verðinu 6,0: Gunnar Tómasson stjórnar- maður seldi 13 milljónir að nafn- verði, Eiríkur Tómasson forstjóri seldi 13 milljónir, Gerður Tómas- dóttir varamaður í stjórn seldi 12,3 milljónir, Hrafn sf., sem tengist Gunnari, Eiríki og Gerði, seldi all- an sinn hlut, 0,6 milljónir, Árni Klemenz Magnússon stjórnar- maður seldi 7,4 milljónir, Stefán Þór Kristjánsson seldi 5,2 milljónir, Rúnar Þór Björgvinsson varamað- ur í stjórn seldi 3,2 milljónir og Hrafnhildur Björgvinsdóttir maki innherja seldi 3,2 milljónir. Aðrir innherjar með minni eignarhluti seldu samtals um 4,5 milljónir að nafnverði auk þess sem seld voru öll eigin bréf félagsins að nafnverði 11 milljónir króna. Alls keypti Afl fjárfestingarfélag þennan dag, 6. júní, hlutabréf í Þorbirni Fiskanesi að nafnvirði 222,6 milljónir króna, eða 20% hlutafjár í félaginu. Eignarhlutur Afls fór þá í 24,35%, eða 270,9 milljónir að nafnvirði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var hluturinn keyptur fyrir hönd Þor- móðs ramma-Sæbergs, Skeljungs, Tryggingamiðstöðvarinnar og fleiri aðila sem tengjast Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna (SH) en stjórnarformaður Afls er Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarmaður í SH. Miðað við að viðskipti með 20% hlutinn hafi farið fram á genginu 6,0 nemur virði hlutarins rúmum 1,3 milljörðum króna sem þýðir að félagið í heild er metið á 6,7 millj- arða króna.         !           !               "  #  $% &' ( % ')*# # ( + ,& -) ,( .+(* ('  (/)( 0#  1  2 # 1  0' # % # 1 ,  1 3 4 ( 5)) ,. '6) 7 * . &  8&* # 2   9*4 : ;0#   %'( " :),# 1  0## ,# < < 7)''    9#  '(  < =)3 # > 7*   0## ,# 2       7*     )#( ?@ % 1 +% A A A A! A A A A  A! A A! A  A A A A  A A A A A A A A! A A  A! A A A A A A A  A A A! A A A A A  A A Þormóður rammi og Skeljungur stærstir í Þorbirni Fiskanesi AÐ MATI Þorsteins Más Baldvin- sonar, forstjóra Samherja, eru fiskimjölsverksmiðjur of margar í landinu og telur hann að þeim muni fækka allnokkuð á komandi árum. Þorsteinn ræddi þetta í viðtali í Morgunblaðinu um síðustu helgi og sagði þá að fiskimjölsverksmiðjur væru fjárfrekur iðnaður og dýrt væri að viðhalda og endurnýja bún- aðinn í þeim. Hann vísaði einnig til nágrannalandanna og fækkunar fiskimjölsverksmiðja sem þar hefur átt sér stað. Samherji hf. á beinan og óbeinan hlut í níu af 21 fiskimjölsverk- smiðju í landinu. Lokun bæjarfélags Hafþór Sigurðsson, oddviti nýrr- ar sveitarstjórnar á Raufarhöfn og verksmiðjustjóri SR-mjöls á staðn- um, segir að á álagstímum hafi hingað til ekki veitt af afkastagetu fiskimjölsverksmiðjanna í landinu. „Ef menn fækka verksmiðjunum þá verður að stækka annars staðar.“ Um áhrif á bæjarfélagið ef til lokunar verksmiðju kæmi sagði hann að það jafngilti lokun byggð- arlagsins. „Fiskimjölsverksmiðjan er það stór hluti af atvinnulífinu hér að ef henni yrði lokað væri byggðarlagið nánast búið að vera. Hér vinna 25 manns þegar það er fullmannað og höfnin byggir á tekjum af bræðsluiðnaðinum. Ég held að það séu fáir staðir á landinu þar sem fiskimjölsverksmiðjur hafa jafnmikið vægi og hér,“ sagði Haf- þór. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, tekur í sama streng. „Það yrði auðvitað hið versta mál ef til lokunar kæmi. Það myndi skipta miklu máli fyrir bæjarfélagið. 20 manns starfa í verksmiðjunni og til viðbótar hafa menn atvinnu af tengdri þjónustu, s.s. vélsmiðju.“ Hann segir að lokun kæmi sér líka spánskt fyrir sjónir því verk- smiðjan sé langhagkvæmasta ein- ingin í rekstri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. „En það segir sig auð- vitað sjálft að ef framleiðslugetan er mikið umfram það hráefni sem fæst til vinnslu þá kallar það á grisjun og hagræðingu.“ Björn segir að nýting verksmiðj- unnar sé góð í samanburði við aðr- ar verksmiðjur. „Svo þegar við er- um ekki að vinna hráefni er tíminn nýttur í viðhald. Þessar verksmiðj- ur þurfa að stoppa út af viðhaldi öðru hverju.“ Nýbúið að endurbyggja Í Sandgerði er fiskimjölsverk- smiðjan Barðsnes. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði, segir að lokun fiskimjöls- verksmiðjunnar kæmi sér afar illa fyrir bæinn og t.d. myndu tekjur hafnarinnar skerðast töluvert. „Þá má nefna það að ástæðan fyrir dýpkun hafnarinnar á sínum tíma var að styrkja starfsemi verksmiðj- unnar. Miklir fjármunir voru settir í það og það yrði því bagalegt að missa verksmiðjuna. Það yrði líka með ólíkindum ef ákveðið yrði að hætta starfseminni þar sem nýlega var verksmiðjan nánast endur- byggð frá grunni,“ sagði Sigurður Valur. Magnús Jóhannsson, forstöðu- maður fjármálasviðs Fjarðabyggð- ar, segir að þrjár fiskimjölsverk- smiðjur séu í Fjarðabyggð, þar af tvær öflugar, á Eskifirði og í Nes- kaupstað. „Það hefur legið fyrir að ekki hefur verið á áætlun hjá SR að endurnýja verksmiðjuna á Reyðar- firði sem er gömul eldþurrkunar- verksmiðja. Vegna eðlis hennar fullnægir hún ekki kröfum um mengunarvarnir og hefur einungis takmarkað starfsleyfi af þeim sök- um,“ sagði Magnús. Hann sagði að það yrði vissulega slæmt fyrir atvinnulífið í Fjarða- byggð ef verksmiðjan færi. „Aftur á móti má benda á að unnið er að gríðarlega stóru atvinnulífsverk- efni á Reyðarfirði sem er bygging álvers og ef þær áætlanir ná fram að ganga vegur það margfalt upp brotthvarf loðnuverksmiðju SR.“ Fækkun fiski- mjölsverk- smiðja hefði mismikil áhrif Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn Már Baldvinson, forstjóri Samherja, segir að fiskimjölsverk- smiðjur séu of margar í landinu. Á aukaaðalfundi Frjálsa lífeyr- issjóðsins sl. föstudag sam- þykktu 85% fundarmanna breytingar á samþykktum sjóðsins en slík atkvæða- greiðsla var forsenda fyrir sameiningu hans og Lífeyris- sjóðsins Einingar undir nafni Frjálsa lífeyrissjóðsins. Á fyrri hluthafafundi Frjálsa lífeyris- sjóðsins var sameiningin felld. Áður höfðu stjórn og sjóðfélag- ar Einingar samþykkt að ganga í sjóðinn með fyrirvara um samþykktarbreytingar Frjálsa. Í fréttatilkynningu frá Kaup- þingi kemur fram að umsýslu- þóknun rekstraraðila muni lækka um 20% við samein- inguna og tryggingaleg áhætta sjóðsins minnka verulega. Sameining Frjálsa lífeyris- sjóðsins og Lífeyrissjóðsins Einingar skerðir ekki réttindi sjóðfélaga, að því er fram kem- ur í tilkynningu Kaupþings, rekstraraðila sjóðsins. Stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins verður Hörður Sigurgestsson, fráfarandi for- maður Lífeyrissjóðsins Eining- ar, en Sigurður R. Helgason, sem áður skipaði stjórnarfor- mannssæti Frjálsa, verður varaformaður. Aðrir í stjórn eru: Bjarnar S. Ingimarsson, Jón Halldórsson, Guðmundur Hauksson, Bjarni Lúðvíksson og Einar Róbert Árnason. Hinn nýi sameinaði sjóður hóf formlega starfsemi sína á mánudag. Frjálsi lífeyris- sjóðurinn og Eining sameinast VAKI-DNG, Landmat Internatio- nal og IMG þekkingarsköpun hafa stofnað einkahlutafélagið Peocon ehf. Tilgangur félagsins er þróun og sala á tækni- og hugbúnaði, tölvu- og upplýsingakerfum ásamt skyldum atvinnurekstri. Eignarhlutur Vaka-DNG í Peo- con er 75,6%, Landmat Internatio- nal ehf. með 15% eignarhlut IMG þekkingarsköpun hf. með 9,4% eignarhlut. Í fréttatilkynningu kemur fram að félagið tekur yfir markaðssetn- ingu á búnaði þeim sem Vaki DNG, IMG og Landmat International hafa þróað í samvinnu undanfarin misseri og er ætlaður til greiningar á flæði fólks, m.a. verslunarmið- stöðvum. Stofnhlutafé félagsins er 1 milljón króna en verður hækkað í 70 milljónir króna á næstu dögum. Aukning á hlutafé verður m.a. not- að til yfirfærslu á búnaði og hug- verkaréttindum frá Vaka DNG, IMG og Landmati International sem nauðsynleg eru fyrir framþró- un félagsins. Nú þegar eru tilbúnar á markað vörur sem eru farnar að skila tekjum, að því er segir í til- kynningu. Í stjórn félagins eru: Hermann Kristjánsson, Vaki-DNG hf., Einar Einarsson, IMG þekkingarsköpun hf., Geir Oddsson, Landmat Int- ernational ehf. Vaki-DNG, Land- mat og IMG stofna nýtt félag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.