Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 37
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 37
gangtegundir nema skeið en í for-
keppninni var einungis sýnt hægt
tölt, brokk og yfirferðartölt. Auk
þeirra sem að ofan eru talin mæta í
milliriðil Perla D. Þórðardóttir,
Sörla, á Síak frá Þúfum, 8,47, Krist-
inn Loftsson, Sleipni, á Glanna frá
Strönd, 8,46, Eyjólfur Þorsteinsson,
Sörla, á Dröfn frá Þingnesi, 8,43,
Hrefna M. Ómarsdóttir, Fáki, á
Zorro frá Álfhólum, 8,42, Fanney
Valsdóttir, Ljúfi, á Báru frá Bjarna-
stöðum, 8,41, Þórunn Kristjánsdótt-
ir, Geysi, á Perlu frá Vindási, 8,37,
Bjarni Bjarnason, Trausta, á Patta
frá Þóroddsstöðum, 8,36, Helga R.
Pálsdóttir, Blæ, á Gimsteini, 8,35,
Rut Skúladóttir, Fáki, á Vígahrapp
frá Reykjavík, 8,34, Sveinbjörn
Bragason, Mána, á Tóni frá Torfu-
nesi, 8,32 og Bylgja Gauksdóttir,
Andvara, á Leyni frá Enni. Þessi röð
getur riðlast verulega þar sem inn
koma tvær nýjar gangtegundir í
milliriðli sem fram fer í dag klukkan
15:30.
GÆÐINGAKEPPNI landsmótsins
hófst í gær með keppni ungmenna og
er ljóst að ekki verður síður barist
þar en í eldri flokkunum.
Berglind Rósa Guðmundsson,
Gusti, á Þjótanda frá Svignaskarði,
trónir efst með 8,56 en fast á hæla
hennar er Sylvía Sigurbjörnsdóttir,
Fáki, á Loga frá Skarði með 8,53.
Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Stíg-
anda, er í þriðja sæti á Golu frá Ysta-
Gerði með 8,52. Í þriðja til fjórða
sæti eru Guðmundur Ó. Unnarsson,
Mána, á Braga frá Þúfu með 8,50
ásamt Þórunni Hannesdóttur, And-
vara, á Gjöf frá Hvoli. Fjórir kepp-
endur eru jafnir með 8,49 en þau eru
Viðar Ingólfsson, Fáki, á Frakki frá
Mýnesi, Kristján Magnússon, Herði,
á Hrafnari frá Hindisvík, Daníel Ingi
Larsen, Sleipni, á Loga frá Voðmúla-
stöðum. Af þessu má sjá að hart
verður barist um sigurinn hjá ung-
mennum að þessu sinni.
Tuttugu keppendur fara áfram í
milliriðil þar sem sýna þarf allar
Hnífjafnt er í ungmennaflokki á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum, sem hófst í gær
Stúlkurnar
leiða í æsispenn-
andi keppni
Hera Hannesdóttir sem keppir fyrir Andvara fékk 8,18 í einkunn á
Galdri en það dugði þeim ekki til áframhaldandi keppni í milliriðli.
Morgunblaðið/Valdimar
Það var spennu þrungin biðin hjá Bylgju Gauksdóttir meðan síðustu keppinautar hennar í ungmennaflokki luku
keppni en niðurstaðan var þó sú að þau rétt sluppu í 20 keppenda hópinn sem heldur áfram keppni og mætir í milli-
riðil. Bylgja bíður hér með gæðing sinn Leyni ásamt föður sínum, Sveini Gauki Jónssyni, eftir niðurstöðunni.
ÞOKA frá Hólum er í efsta sæti
hryssna sjö vetra og eldri eftir
dóma í dag og hefur nú skotist yfir
Gígju frá Auðsholtshjáleigu sem var
efst eftir forskoðun fyrir landsmót-
ið.
Þoka hækkaði úr 8,5 fyrir skeið í
9,0 en Gígja lækkaði úr 9,5 fyrir
skeið í 9,0. Fór Þoka með þessari
breytingu í 8,64 í aðaleinkunn en
Gígja er með 8,60. Knapi á Þoku er
Þórarinn Eymundsson en Atli Guð-
mundsson er knapi á Gígju. Það má
því segja að spennan sé mikil í þess-
um flokki og ekki útséð með hvor
þessara muni verma efsta sætið.
Ljóst er að Gígja þarf að ná fyrri
einkunn í skeiðinu og sömuleiðis er
klárt að Þoka mun ekki lækka frek-
ar en önnur hross á yfirlitinu sem
verður klukkan 8 á föstudag.
Í þriðja sætinu er svo Rebekka
frá Kirkjubæ sem Halldór Guðjóns-
son sýnir en hún hlaut 8,34 í aðal-
einkunn og hækkar sig nokkuð frá
forskoðun í vor og munar þar mestu
um að hún hækkar sig um hálfan
fyrir tölt. Védís frá Síðu sem sýnd
var af Atla Guðmundssyni er í
fjórða sæti með 8,31 ásamt Flautu
frá Miðsitju sem Daníel Jónsson
sýndi. Ein hryssa, Hrafnkatla frá
Leirubakka, hlaut 10,0 fyrir fet og
var það eina tían sem sást í þessum
flokki. Þórður Þorgeirsson sýndi
Hrafnkötlu.
Hörð keppni hryssna sjö vetra og eldri
Þoka og Gígja berjast um efsta sætið
Veðrið lofar góðu á Vindheimamelum, 15 stiga hiti og bjart veður, og fór vel um áhorfendur, sem voru vel á annað þúsund síðdegis í gær.
HEKLA frá Heiði hlaut eina tíu
fyrir vilja og geðslag og tryggði
sér efsta sætið í sex vetra flokki í
dómum í gær. Hlaut hún 8,40 í
aðaleinkunn en það var Þórður
Þorgeirsson sem sýndi hana og
raunar líka hryssu í öðru sæti
sem var Saga frá Strandarhöfða
en hún hlaut 8,38. Í þriðja sæti
varð Sól frá Efri-Rauðalæk með
8,36, Frigg frá Heiði varð fjórða
með 8,27 og í fimmta sæti varð
Þeysa frá Hólum með Mette
Mannseth. Yfirlitssýning sex
vetra hryssna verður klukkan
9.40 á föstudag.
Frigg frá Heiði og Þórður Þorgeirsson mættu í hæfileikadóm og stóðu
sig bæði með prýði. Sú moldótta fer hér á svifmiklu brokki.
Hekla frá
Heiði með
eina tíu og
efsta sætið
S
U
N
D
F
Ö
T
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Smekkbuxur
Gallabuxur, kvartbuxur,
sokkabuxur, nærbuxur
Þumalína, Skólavörðustíg 41
Moggabúðin
Derhúfa, aðeins 800 kr.