Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 31 ✝ Sveinbjörn Jó-hannsson fædd- ist á Hillum í Ár- skógshreppi 12. apríl 1914. Hann lést á Dalbæ, dvalar- heimili aldraðra á Dalvík 23. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorgerð- ur Sveinbjörnsdóttir og Jóhann Krist- jánsson. Þorgerður var ættuð frá Hillum en Jóhann líklega frá Þverbrekku í Öxnadal. Sveinbjörn átti einn bróður, Einar Stein- mann, fæddan árið 1910. Einar lést árið 1976, ókvæntur og barnlaus. Hinn 25. apríl 1935 giftist Sveinbjörn Kristínu Sig- urbjörgu Jóhannsdóttur, f. á gamla Hóli á Hauganesi við Eyjafjörð 14. maí 1916, d. 21.mars 1999. Þau fluttu í Steinnes á Hauganesi og hófu búskap sinn ásamt Jóhanni föður Sveinbjörns og Þorgerði konu hans. Sveinbjörn átti heima eftir þetta alla sína tíð á sama stað á sjávarbakkanum á Hauganesi þar til hann flutti á Dalbæ árið 1993. Börn Sveinbjörns og Krist- ínar eru: 1) Þorgerður Jóhanna, f. 20. júlí 1937, búsett á Dalvík, gift Hjörleifi Jóhannssyni, þau eiga sjö börn og 18 barnabörn. 2) Hanna Björg. f. 24. ágúst 1940, búsett í Keflavík, gift Halldóri Þórðarsyni, þau eiga þrjú börn, eitt barnabarn og þrjú fóstur- barnabörn. 3) Birg- ir, kennari á Akur- eyri, f. 6. apríl 1945, kvæntur Rósbjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Gunnþór, skipstjóri í Namibíu, f. 8. ágúst 1948, kvænt- ur Ásgerði Harðar- dóttur, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 5) Jón- ína, kennari á Ak- ureyri, f. 4. júlí 1959, gift Óskari Péturssyni, þau eiga þrjú börn. Sveinbjörn fór strax á ung- lingsárum að róa til fiskjar með pabba sínum og var svo á ýmsum smábátum og átti sjálfur einnig nokkrar trillur. Má til nefna Ugga sem hann átti með Jóhanni Jónssyni í Sandvík og Sævar sem hann átti með Steina Magnúsar á stríðsárunum. 1955 keypti hann dekkbát með Kjartani Valdi- marssyni og Valdimar Kjartans- syni, Sæbjörgina, og áttu þeir hann í nokkur ár en seldu síðan til Hjalteyrar. Eftir það og allt til starfsloka var Sveinbjörn á sínum eigin trillum á sumrin en var landmaður og landformaður við Níels Jónsson á vorin og haustin. Lengst af átti hann trill- una Jóhann sem hann reri á á sumrin. Sveinbjörn verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Nú er hann afi minn dáinn og kominn til ömmu en þau munu alltaf lifa í minningunni. Ég hef alltaf átt heima í Keflavík en afi og amma í Steinnesi á Hauganesi og svo á Dalbæ á Dalvík og því voru kannski samverustundirnar færri en ella. Þrjú sumur dvaldi ég hjá ömmu og afa í Steinnesi og reri með afa á trillunni Jóhanni. Það voru þau bestu sumur sem ég man eftir er ég var ungur og margar góðar minn- ingar sem munu fylgja mér ævilangt en það var ekkert smáævintýri að fá að dveljast í sveitinni yfir sumarið. Þegar maður kom akandi að Stein- nesi mátti oft sjá afa þar sem hann var kominn út á tröppurnar að taka á móti manni og amma í eldhúsinu að framreiða eitthvað góðgæti. Ekki voru afi og amma mikið á ferðinni, enda ekki með bílpróf og áttu því ekki bíl, heldur voru þau mikið til í Steinnesi enda gestagangur þar mikill. Mig langar að lýsa einum degi að sumarlagi á Hauganesi. Farið var á sjóinn eldsnemma um morguninn eftir að afi var búinn að hlusta á veð- urspána í útvarpinu og hafði kíkt út um gluggann á fjörðinn og amma eldað hafragrautinn. Þá gengum við niður á bryggju og héldum út á spegilsléttan fjörðinn á Jóhanni. Hvorki var Jóhann stór trilla né fór hratt yfir, en dugði vel. Afi sat við stýrið aftast á Jóhanni, úti undir berum himni, en ég sat frammi í litla lúkarnum að borða kex eða eitthvað smurt góðgæti frá ömmu. Svo stoppaði afi á einhverjum miðum sem hann hafði í kollinum og studd- ist við kennileiti í landi en Jóhann var það lítil trilla að afi fór sjaldnast lengra en út að Hrísey. Svo var fær- ið láta síga í sjóinn og farið að dorga á gamla háttinn, ekkert rafmagns- dót, heldur bara notast við hand- aflið. Svo leið dagurinn við veiðar, stundum fiskaðist ágætlega, stund- um ekki. Svo var komið að heim- stíminu og afi fór fram í lúkar og í talstöðina að tala við ömmu og ég fékk að stýra í átt að landi. Svo kom afi og tók við og lagði að bryggju. Þá fór ég í það að kasta fiskinum, ein- um í einu, með handafli upp á bryggjuna þar sem afi tók við hon- um og slægði. Svo var farið með Jó- hann á legu og róið í land á árabáti. Ég sé afa minn fyrir mér arkandi með hjólbörurnar, fullar af fiski, upp gömlu bryggjuna með sixpensarann á höfðinu, lítill og snaggaralegur, með tunguna út úr sér og upp á efri vörina. Fór með þorskinn inn í litla skúrinn þar sem hann var flakaður og saltaður í steinkör, ýsuna var far- ið með heim í Steinnes í soðið. Svo fór ég að leika mér fram á kvöld með vinunum. Afi passaði upp á að maður hefði svona sæmilegan vasa- pening til að kaupa fyrir í kaup- félaginu sumarlangt en er sumri tók að halla og maður hélt heim á leið fékk maður sumaruppgjörið og voru það miklir peningar fyrir ungan mann. Afi var sá heiðarlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst og aldr- ei heyrði ég hann tala illa um einn eða neinn. Guð geymi þig elsku afi minn og takk fyrir allt, Sveinbjörn Halldórsson. Afi og amma bjuggu á Hauganesi við Eyjafjörð. Undir háum fjöllum stóð litla steinhúsið þeirra í fjöru- borðinu, hvítt með rauðum gluggum og þaki. Sunnan við húsið, dálítill af- girtur garður þar sem amma dund- aði við að rækta fjölskrúðug blóm undir tveimur stórum grenitrjám. Við bryggjuna hafði afi skúr þar sem hann verkaði þorsk í saltfisk á sumrin. Sem barn kom ég til þeirra nán- ast á hverju sumri með mömmu, pabba og systkinum mínum og við dvöldumst hjá þeim í nokkrar vikur. Amma eldaði krásir á gömlu Rafha eldavélinni, við fórum í berjamó og heimsóttum ættingjana. Sem unglingur bjó ég hjá þeim tvö heil sumur og fór með afa á sjó á trillunni hans. Afi þekkti fjörðinn vel og kunni öll helstu miðin á gamla mátann, með því að skoða afstöðu kennileita í landi. Hann þekkti einn- ig vel hvernig veðrið hagar sér í firðinum. Eftir langan dag á sjó var gott að koma í land og borða kjöt- bollur með kartöflustöppu eða ann- að góðgæti sem beið okkar hjá ömmu áður en gert var að afla dags- ins. Afi var kíminn maður á hægan máta. Það var stutt í brosið hjá hon- um og hann átti auðvelt með að sjá góðu hliðarnar á öllum. Aldrei man ég eftir að heyra afa eða ömmu hall- mæla nokkrum manni, né sá ég á þeim reiði eða ósætti. Sem fullorðinn maður kem ég enn á Hauganes og gisti nótt og nótt í gamla steinhúsinu. Sunnan við húsið eru tveir stumpar þar sem áður voru grenitré. Í eldhúsinu Rafha eldavél, fyrir utan fjörðurinn og fjöllin. En afi og amma taka ekki lengur á móti mér og þau er hvergi að sjá. Minning þeirra lifir og yljar þeim sem þau þekktu. Þórður Halldórsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku afi minn er dáinn. Hann er kominn á betri stað þar sem hann er búinn að hitta ömmu aftur eftir stuttan viðskilnað. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þeim, öll sumrin þegar ég var lítil og kom norður í heimsókn í Steinnes, stundum með mömmu, pabba og bræðrum mínum en stundum kom ég ein. Hjá þeim var margt hægt að sýsla við. Fjaran neðan við húsið var alger gullnáma því þar var hægt að finna ýmsa steina og gler sem sjórinn var búinn að slípa til. Einnig voru klappirnar utan við húsið alltaf jafn skemmti- legar og svo þegar rigndi eða veðrið var á annan hátt ekki eins og best varð á kosið var oft sest við eldhús- borðið og spilað, farið í róluna niðri í geymslu eða bara leikið í dúkkuleik. Langt er síðan að afi og amma voru í Steinnesi og ég á ekki eftir að hitta þau þar oftar. Húsið og um- hverfi þess geyma magrar minning- ar og alltaf er jafn ljúft að koma í heimsókn þangað. Hvíl í friði afi minn, Kristín Björg. Elsku afi, nú ertu farinn úr lík- amanum og kominn á önnur mið. Þegar ég sat hjá þér og kvaddi þig áður en ég fór á sjóinn vissi ég að næst myndum við hittast á þeim stað sem skapari okkar hefur til þegar við deyjum og þrem tímum seinna fórstu á fund ömmu. Þótt þú sért farinn lifa margir angar af þér í öllum þeim afkomendum sem þú fylgdir út í lífið, allt sem þú áttir er nú í okkar vörslu í Steinnesi og þar er sannarlega gott að vera eins og alltaf. Fyrir mig var frábært að fá að vera hjá ykkur ömmu á Hauga- nesi á sumrin, fara með þér á trill- una og draga fisk á færi, hjálpa til við að salta hann í skúrnum eða bara að leika sér í fjörunni eða í hlöðunni með krökkunum. Þú varst góður afi. Þegar ég sleit barnskónum og varð sú manneskja sem ég er í dag kynntist ég þér í raun á nýjan hátt, ég kom og sagði þér allt sem var að gerast hjá mér og ræddi við þig eins og ég tala við vini mína, enda varstu einn besti vinur minn og ég sagði þér allt. Það var yndislegt að koma á Dalbæ þar sem þú áttir heima hin seinni ár, þú varst alltaf eitthvað að brasa, funda eða spila með Veður- klúbbnum, moka snjó af stéttinni eða segja starfsfólkinu sögur eða fara með vísur sem þú kenndir mér ekki sem barni. Já, svo sannarlega var gaman að heimsækja þig og hlusta á þig tala um horfna tíð og ég sakna þess mikið að hafa þig ekki lengur, drekka með þér malt og glugga í sálmabók eða Biblíuna eða bara að ræða kvennamál og ferða- lög. Ég man eftir því í vetur er ég sagði þér að ég væri að fara í heims- reisu um áramótin hvað þér þótti það eðlilegt, þú sagðir: „Nú, hvað heldurðu, drengur, þú ert flökku- kind, nýkomin frá Brasilíu, Guð fylgir þér eins og alltaf.“ Og svo klappaðirðu mér á bakið, gafst mér harðfisk og fórst að segja mér hvernig var að ferðast um landið í gamla daga. Það er þessi skilningur sem ég mætti alltaf hjá þér sem ég sakna. Þinn mælikvarði á fólk var góður, að maður gerði sitt besta verðskuldaði alltaf klapp á bakið og sanna blessun. Elsku afi, ég sakna þín mjög mik- ið en við vitum báðir að lífið er á þennan hátt, við fæðumst, þrosk- umst, eldumst og deyjum að lokum. Lífið er snilldartæki sem hefur lausnir á öllu, enginn vill lifa að ei- lífu því lífið snýst um að viðhalda sjálfu sér og lausnin á því er, eins og Gunnar Dal segir, að deyja. Þessa hluti ræddum við oft saman og þú kenndir mér margt um lífið og í líf- inu sjálfu. Gamall maður hefur skilað ævi- starfi. Eftir sitja börn, barnabörn og barnabarnabörn, tengdafólk og mik- ið af yndislegum minningum sem við í fjölskyldunni geymum á heimilinu sem þau hjónin Sveinbjörn og Krist- ín byggðu sér á Steinnesi á Hauga- nesi. Elsku afi, takk fyrir að vera mér svona góður. Guð blessi þig. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Dalvík. Þegar sólargangur var lengstur kvaddi góður vinur, Sveinbjörn Jó- hannsson, þetta jarðlíf. Þegar þrek og heilsa hefur brugð- ist er hvíldin kærkomin. Sem ungur maður byggði hann – ásamt Kristínu konu sinni – húsið Steinnes á Hauganesi. Þar lifðu þau lífinu og ólu upp börnin sín fimm. Alltaf var jafngott að koma í Stein- nes þar ríkti slík góðvild og gest- risni. Mikinn hluta starfsævi sinnar var hann landmaður við m/b Níels Jónsson. Hann hafði mikinn metnað og þáði ógjarnan aðstoð við þau störf sem hann taldi í sínum verka- hring. Þegar mikill afli barst á land og saltfiskstæðurnar námu við loft var hann Sveini í essinu sínu og oft gaman í skemmunni. Og hann lagði sig fram um að létta stúlkunum störfin, svo umhyggjusamur og elskulegur. Óþarfi fannst honum að hlíta lögboðnum sjö mínútna pásum, fannst nóg að stoppa á matar- og kaffitímum. Og þegar mér varð á að kvarta undan þessari þvermóðsku kom svar um hæl: „Rósa mín, ef ég hefði ekki alltaf verið svona þrár væri ég löngu dauður.“ Dag einn slökkti hann í síðustu sígarettunni eftir áratuga reykingar og var það ekkert mál frekar en margt annað. En eftir það urðu öll hlé brjóstsyk- urspásur. Mikil samvinna og samhjálp er alltaf á Hauganesi og er það að þakka fólki eins og Steinneshjónun- um sem alltaf voru tilbúin að rétta hjálparhönd. Sveinbjörn var farsæl- um gáfum gæddur og þótt hann gerði ekki víðreist um dagana fylgd- ist hann vel með og hafði ákveðnar skoðanir á málefnum. Á 70 ára af- mæli sínu barst honum þetta ljóð sem lýsir hug samstarfsfólksins. Sjötíu ár að baki ber ótrúlegt og enginn sér að árin færist yfir hann þennan unglingslega dánumann. Hann virðir þá sem vinna og púla veiða fisk og dekkin smúla víðsýnn þó af visku ríkur vissulega fáum líkur. Saltfiskur úr Sveinbjörns höndum sigurviss í öðrum löndum. Mörgum rekum mokað hefur því aðeins pásu öðrum gefur. Ef allt það væri í einu fjalli það gnæfa myndi geysihátt sennilega í sólarátt. Einstaklega trúr og tryggur traustur heill og sjaldan styggur. Við segjum því með sóm og sanni að Sveinbjörn, hann er gull af manni. Við öll, aðilar að útgerðarfyrir- tæki Níels Jónssonar ehf., þökkum af heilum hug samfylgd Sveinbjörns og órofa tryggð og vináttu. Góður Guð fylgi honum á nýjum leiðum. Blessuð sé minning hans. Rósa Stefánsdóttir. SVEINBJÖRN JÓHANNSSON                            !" #$% &' ' #                        ! "      #$#   "    %   &   "   '   (                   (  !      ) !  &""    (    * !  "'+ !  (    , ) (                 &  -./ &.  "#" 0"$ 1' * *  '          +,   - !    . &  !      /00 "# - ' !  " 2  & - '   - ' !  3# 4 "  25- ' !  25"    &" !- ' !  - '*- ' !  . 6 " #  6 60 6 6 60  2" )  ! ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.