Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 39 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 19.920,- Næsta bil kr. 15.438,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 15.562,- Næsta bil kr. 13.197,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 10 11 / T A K T ÍK - N r.: 2 9 B Stökktu til Costa del Sol 17. júlí frá kr. 39.865 Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 17. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 17. júlí í eina eða tvær vikur. Hér getur þú notið hins besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í júlí Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 17. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Einkaumboð Spúnasett Stangveiðisett hannað fyrir íslenskar aðstæður Fæst í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins og Bensínstöðvum Esso um land allt Grænar sökkur Rotari Fyrir silungsveiði Flugusett 10 63 A / TA K T ÍK 19 .6 ´0 2 HELSTU ár Vopnafjarðar, Selá og Hofsá, voru opnaðar um miðja síð- ustu viku, en rólega gengur fyrir sig á bökkum beggja og aðeins örfáir laxar komnir á land, 3 fiskar úr Hofsá og eitthvað fleiri í Selá, en þó innan við tíu stykki. Það er þó bót í máli að allt eru þetta rokvænir laxar og menn hafa séð aðeins meira líf nú undir það allra síðasta. Jón Þór Frið- geirsson, kokkur í Árhvammi við Hofsá, sagði ástand vatnsfalla á svæðinu gott, vatnsveður hefðu verið öðru hvoru og vatnsmagn eins og best væri á kosið. Góð opnun í Brunná Hin ágæta sjóbleikjuá Brunná í Öxarfirði var opnuð um helgina og veiddust 14 fiskar sem er allgott því yfirleitt er sjóbleikjan fremur há- sumars- og síðsumarsfiskur. Þetta voru nær allt mjög vænar bleikjur, 3 til 4,5 punda og veiddist helmingur- inn á fluguna Krókinn. Hæstu tölurnar úr Norðurá Norðurá er sú á sem gefur stærstu tölurnar nú um stundir, þar lauk holl veiðum fyrir skemmstu með 83 laxa sem verður að teljast allgott. Nær allt smálax og nú veiðist fiskur alveg fram að Króksbrú. Aðrar ár sem gefa þokkalega eru Blanda, Þverá og Langá. Víða er þó komið slangur af laxi sem tekur illa í vatnsleysinu og bjartviðrinu. Á það einkum við um Suðvestur- og Vesturlandið. Fréttir úr ýmsum áttum Rúmlega tugur laxa veiddist fyrstu vikuna í Hafralónsá sam- kvæmt upplýsingum frá leigutakan- um Lax-á, allt boltafiskur og telst opnunin góð. Um helgina hafði frést af sex löx- um af Iðu, þ.a. einum 16 punda. Lítið sést af laxi á svæðinu og vatnsmagn er með minnsta móti. Í vikubyrjun voru aðeins tveir lax- ar komnir á land úr Leirvogsá og menn sjá lítið af laxi enn sem komið er. Enn er enginn lax kominn úr Gljúfurá, en hins vegar hefur verið líflegt í Straumunum þar sem Gljúf- urárlaxinn bíður gjarnan þegar vatnsmagn hentar ekki til framrásar. Um daginn veiddust t.d. 8 laxar á ein- um degi í Straumunum og 4 laxar stuttu seinna. Enn er fyrsti laxinn úr Álftá ókom- inn á land og síðast er fregnaðist var það sama uppi á teningnum í Reykja- dalsá í Borgarfirði, sem er afar vatnslítil. Hrolleifsdalsá í Skagafirði var opnuð nýverið og veiddist talsvert af ágætum staðbundnum urriða. Lítið var þó gengið af sjóbleikju enda þess varla von svo snemma á þeim slóðum. Morgunblaðið/Golli Logi Leo Gunnarsson, 12 ára, með sinn annan lax úr Elliða- ánum sama morguninn. Byrjar rólega í Vopnafirði ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Rangur orgelleikari „Í gagnrýni minni um tónleika Kórs Akureyrarkirkju 5. maí sl., sem birtist í Morgunblaðinu í júní með fyrirsögninni Kröftug miskunnar- bæn, varð mér heldur betur á í mess- unni. Þar segi ég að Sveinn Arnar Sæmundsson hafi leikið á orgel. En því fór fjarri, enda þótt hann sé org- elleikari. Antonia Hevesi hinn ágæti orgelleikari frá Ungverjalandi sem starfar á Siglufirði lék vandasamt orgelhlutverk í Messe Solenelle eftir Louis Vierne, eða eins og segir í gagnrýninni, þá var „orgelleikurinn til mikillar fyrirmyndar“. Það lof átti Antonia að fá. Ég bið hana og les- endur afsökunar á þessum flumbru- hætti.“ Jón Hlöðver Áskelsson LEIÐRÉTT STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameinsfélags- ins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. júlí, kl. 17. Kaffi verður á könnunni. Rabbfundur um krabbamein HLEYPT hefur verið af stokkunum nýju tryggðarkerfi hjá Olíuverzlun Íslands hf. „Tryggðarkerfið, sem einkum er hugsað fyrir þá viðskipta- vini sem hafa akstur að atvinnu, nefnist Flugmíluklúbbur Olís og tengist hann Vildarklúbbi Flugleiða. Þeir sem skrá sig í Flugmíluklúbb Olís gerast þannig sjálfkrafa með- limir í Vildarklúbbi Flugleiða. Með- limir fá afhent sérstakt Flugmílu- kort sem þeir framvísa í kjölfar viðskipta sinna hjá Olís og renna þá 1,5% af andvirði viðskiptanna til handhafa Flugmílukortsins í formi punkta í Vildarklúbbi Flugleiða. Í samstarfi við Vildarklúbbinn síðan 1998 Fyrir er Olís í samstarfi við Vild- arkort Visa og Flugleiða og hefur verið að bjóða handhöfum slíkra korta 1,25% afslátt af viðskiptum þeirra við Olís í formi punktainn- eignar í Vildarklúbbi Flugleiða. Í til- efni af 75 ára afmæli Olís hefur þessi afsláttur nú verið hækkaður í 1,5% og verður þar að auki boðið upp á tvöfalda punkta í sumar eða sem samsvarar 3,0% af viðskiptum í formi punkta. Kynningarbækling og umsóknir um aðild að Flugmíluklúbbnum má nálgast á þjónustustöðvum Olís um land allt auk þess sem sækja má um á netinu undir slóðinni www.olis.is,“ segir í fréttatilkynningu frá Olís. Flugmíluklúbb- ur Olís fyrir at- vinnubílstjóra MIÐVIKUDAGINN 3. júlí gengst Ferðafélag Íslands fyrir gönguferð á Keili á Reykjanesskaga. Keilir stendur stakur og áberandi og þaðan er góð útsýn yfir Reykjanesskagann og allt vestur á Snæfellsnes og inn til landsins til Þórisjökuls og Skjald- breiðar svo nokkuð sé nefnt. Uppi á fjallinu er gestabók, sem sjálfsagt er að rita nafn sitt í. Keilir er 378 m hár og hæðaraukning á göngu um 280 m. Gönguleiðin upp og niður er 8–9 km og áætlað að hún taki 3–4 klst. Far- arstjóri í þessari ferð verður Trausti Pálsson, þátttökugjald er 1.500 fyrir félagsmenn en 1.800 krónur fyrir aðra. Fyrir þá sem ekki treysta sér á brattann verður í boði ferð á svip- aðar slóðir á sama tíma og gengið frá Höskuldarvöllum að Spákonuvatni og að Lækjarvöllum. Fararstjóri í þeirri ferð verður Sigurður Krist- jánsson. Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 19.30 á miðvikudags- kvöld. Gönguferð á Keili með Ferðafélagi Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.