Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ABSTRAKT EÐA HÚSIÐ? Allt fyrir málarann og myndlistarmanninn í Litalandi, nýrri verslun okkar í Domus Medica. Komdu og fáðu góð ráð þegar þú ætlar að mála. Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is Domus Medica við Snorrabraut N O N N I O G M A N N I | Y D D A • N M 06 45 4 • si a. is VON er á Vaira-Vike Freiberga, forseta Lettlands, í opinbera heim- sókn til Íslands í fyrrihluta ágúst- mánaðar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Freiberga kemur hingað í boði Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands. Gert er ráð fyrir að hún verði hér á landi í u.þ.b. tvo daga. Vaira-Vike Freiberga var kjörin forseti Lettlands sumarið 1999. Hún er á sjötugsaldri og flúði til Kanada á Sovéttímanum. Þar gegndi hún m.a. um árabil prófessorsembætti í sálfræði við Montreal-háskóla. Forseti Lettlands í opinbera heimsókn Reuters MÁLSKOTSNEFND Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur úr- skurðað að fella beri úrskurð í máli Jóhannesar Davíðssonar úr gildi en stjórn Lánasjóðsins hafði synjað honum um undanþágu á ár- legri endurgreiðslu námslána vegna veikinda hans og örorku. Nefndin telur að rannsókn á fjárhagslegum aðstæðum Jóhann- esar hafi ekki verið næg og leggur fyrir stjórn LÍN að meta beiðni hans að nýju með hliðsjón af að- stæðum hans á því tímamarki þeg- ar beiðni hans var til meðferðar. Jóhannes sótti um undanþágu frá greiðslu námslána árið 1999, en stjórn sjóðsins hafnaði beiðninni. Málskotsnefnd LÍN staðfesti úr- skurð lánasjóðsins í ársbyrjun 2000. Í framhaldi af því leitaði Jó- hannes til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður sendi frá sér álit í maí 2001 þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla stjórnar LÍN og síðar málskots- nefndar LÍN hefði ekki verið í samræmi við lög. Beindi hann þeim tilmælum til málskotsnefndar að hún tæki málið aftur til skoð- unar. Stjórn LÍN tók málið aftur upp og felldi síðan úrskurð í málinu 1. mars á þessu ári, þar sem hún staðfesti fyrri niðurstöðu sína frá því í nóvember 1999. Jóhannes kærði úrskurðinn til málskots- nefndar og felldi nefndin hann úr gildi í sumarbyrjun eins og fyrr segir. Jóhannes býr í Danmörku og er gullsmiður að mennt. Hann sótti um undanþágu frá afborgun náms- lána vegna breytinga sem urðu á högum hans vegna mænusiggs- sjúkdóms sem veldur því að hann getur ekki sinnt starfi sínu. Hann lagði fram frekari gögn um fjár- hagslegar aðstæður sínar eftir að mál hans var endurupptekið hjá málskotsnefnd Lánasjóðsins. Þar kemur fram að hagur hans hefur farið versnandi og hann hefur haft útgjöld af lyfjakaupum. Í niðurstöðu málskotsnefndar segir að ekki verði séð að hjá stjórn LÍN hafi farið fram rann- sókn á fjárhagslegum aðstæðum kæranda á þeim tíma þegar um- sókn hans um undanþágu var til meðferðar hjá sjóðnum eins og hefði átt að gera og taldi málskots- nefnd því að fella bæri hinn kærða úrskurð úr gildi. Málskotsnefnd LÍN fellir úrskurð í máli öryrkja úr gildi Stjórn Lánasjóðsins meti beiðni að nýju ÞESSI kajakræðari var í hópi nokkurra sem urðu á ferð ljós- myndara í hvítfyssandi öldum Þjórsár neðan við Þjórsárbrú. Nokkrir félagsmenn í Kayak- klúbbnum, sem aðsetur hefur í Reykjavík, léku sér á ánni á svo- kölluðu „leiksvæði“, á máli kajak- ræðara, rétt neðan við brúna og var greinilega mikill handagangur í öskjunni eins og sjá má af öldu- ganginum í ánni sem var vatns- mikil. Að sögn Gunnlaugs Magnús- sonar, félaga í Kayakklúbbnum, sem þekkir vel til á þessum slóðum, er algengt að menn leiki sér á um- ræddu svæði og er þá mest um vert að öldugangurinn sé sem mestur. Þá er einnig hægt að byrja ofar og láta strauminn fleyta sér niður ána. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson Að leik í straum- harðri Þjórsá HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sakfellt rúmlega tvítugan mann sem játaði að hafa sent sprengjuhótun í bandaríska sendi- ráðið í upphafi ársins. Dómurinn frestaði að ákveða refsingu og haldi maðurinn skilorð í tvö ár fell- ur refsing niður. Maðurinn sendi sprengjuhót- unina með tölvupósti 15. janúar en í henni sagði að sendiráðið yrði sprengt samdægurs og allir Bandaríkjamenn á Íslandi yrðu líf- látnir. Undir hótunina var ritað nafn Osama bin Laden, höfuðpaurs hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september sl. Maðurinn játaði að hafa sent hótunarbréfið, sum- part í gríni en sumpart til að mót- mæla stefnu Bandaríkjastjórnar. Í niðurstöðum dómsins segir að mað- urinn hafi enga möguleika átt á að framfylgja hótun sinni og hafi heldur ekki viljað það. Það hafi við- takanda hótunarinnar hins vegar ekki verið ljóst og eins og tölvu- skeytið hafi birst hafi ekki verið unnt að ganga að því sem vísu að um innihaldslaust grín væri að ræða. Fram kemur í dóminum, að mað- urinn hafi verið að jafna sig eftir alvarlegt þunglyndi er hann sendi hótunina. Hann hafi gert sér fulla grein fyrir gerðum sínum og þrátt fyrir veikindi sé hann örugglega sakhæfur. Hann hefur ekki áður sætt refsingu og í ljósi veikinda hans, greiðrar játningar og þess að hann er ungur að árum þótti dóm- ara rétt að skilorðsbinda refs- inguna. Var ákvörðun refsingar frestað og fellur hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð. Maðurinn var dæmdur til að borga allan sakarkostnað. Jón Finn- björnsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómur yfir manni sem sendi sprengju- hótun í bandaríska sendiráðið Hafði hvorki vilja né möguleika til að framfylgja hótuninni ♦ ♦ ♦ SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurð- að að ferðaskrifstofan Heimsklúbbur Ingólfs – Ferðaskrifstofan Príma skuli greiða 400 þúsund króna stjórn- valdssekt en ferðaskrifstofan var tal- in hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að láta ítrekað hjá líða að til- greina flugvallaskatta í verði ferða sem hún auglýsti. Samkeppnisráð sektaði fyrr á þessu ári fjórar ferðaskrifstofur fyrir sams konar brot á samkeppnislögum. Fram kemur í úrskurði samkeppn- isráðs að hinn 18. janúar 1995 hafi Samkeppnisstofnun sent flugfélögum og ferðaskrifstofum, þ.m.t. Heims- klúbbi Ingólfs – Ferðaskrifstofunni Príma, nýjar reglur sem þá höfðu ver- ið settar um verðupplýsingar í aug- lýsingum. Var sérstök athygli vakin á því að uppgefið verð skyldi vera end- anlegt verð til kaupanda og óheimilt væri að undanskilja flugvallaskatta og forfallagjald ef það væri hluti af verði ferðar. Fram kemur að í mars sl. birtust auglýsingar frá Heimsklúbbi Ingólfs – Ferðaskrifstofunni Príma þar sem kynntar voru m.a. siglingar með skemmtiferðaskipum. Verð í þessum auglýsingum var birt án flugvalla- skatta. Samkeppnisstofnun gerði at- hugasemdir við þessar auglýsingar 3. apríl sl. og tilkynnti Heimsklúbbi Ing- ólfs – Ferðaskrifstofunni Príma að mál þetta yrði lagt fyrir samkeppn- isráð. Í úrskurðinum segir, að þrátt fyrir þetta hafi fyrirtækið birt auglýs- ingar í Morgunblaðinu 1. og 4. júní sl. þar sem uppgefið verð er ekki end- anlegt verð til kaupanda. Fram kemur í úrskurði samkeppn- isráðs að það villir fyrir neytendum og er til þess fallið að skaða þá ef aug- lýst verð vöru eða þjónustu er lægra en þeir þurfa í raun að greiða. Slík háttsemi fyrirtækja skekkir einnig eðlilega samkeppni á viðkomandi markaði. Ferðaskrifstofu gert að greiða stjórnvaldssekt Tilgreindi ekki flug- vallaskatta í verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.