Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 23
KAMMERKÓRINN Schola cantor-
um undirbýr nú þátttöku í al-
þjóðlegri kórakeppni sem kennd er
við Seghizzi í Gorizia á Norður-
Ítalíu og efnir af tilefninu til styrkt-
artónleika í Hallgrímskirkju í kvöld
kl. 21. Flutt verða verk sem sungin
verða í keppninni, auk nokkurra
ljúflingslaga úr safni íslenskra tón-
skálda. Mótettur eftir Gesualdo,
Brahms, Rautavaara, Kverno, Ny-
stedt, Hjálmar H. Ragnarsson, Báru
Grímsdóttur, svo og kórlög eftir
Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirs-
son, Jón Nordal o.fl. Stjórnandi
Schola cantorum er Hörður Áskels-
son organisti Hallgrímskirkju.
Guðrún Finnbjarnardóttir alt-
söngkona í Schola cantorum segir
að eftir árangursríka keppnisferð til
Frakklands árið 1999, þar sem kór-
inn deildi fyrstu verðlaunum með
öðrum kór, hafi þau í Schola cantor-
um langað til að prófa þetta aftur.
„Það er mjög ögrandi og
skemmtilegt að taka þátt í svona
keppni og þegar heim kom frá
Frakklandi fórum við að leita að
fleiri svoleiðis tækifærum. Okkur
leist best á þessa keppni, bæði hvað
varðaði staðsetningu og tímasetn-
ingu. Við sóttum um, sendum
nokkra geisladiska, og vorum valin í
keppnina ásamt sextán öðrum kór-
um. Þegar við sáum hvaða kórar
keppa þarna, þá fór nú svolítill fiðr-
ingur um okkur, þetta virðast vera
ansi öflugir kórar, og verðugir and-
stæðingar. Það er þarna kór frá Fil-
ippseyjum sem sigraði í keppninni
1999, og Pro musica frá Gautaborg
sem er mjög góður kór.“ Guðrún
segir kórferðalög af þessu tagi dýr,
en að kórinn reyni að sækja um
styrki, auk þess sem þau hafi látið
ágóða af söng kórsins renna í ferða-
sjóð. „Við vinnum fyrir ferðinni með
söng kórfélaga; og launin fyrir það
sem við höfum verið að syngja und-
anfarið og það sem við syngjum
fram á haust, renna í þennan sjóð.
Kvenfélag kirkjunnar hefur líka
styrkt okkur og einnig nokkur fyr-
irtæki.“ Strax á vorönn var farið að
æfa fyrir keppnina; í júní tók kórinn
sér hlé, þar til um síðustu helgi, að
strembin lokatörn tók við, með mikl-
um æfingum, sem lýkur með tón-
leikunum í kvöld.
Keppnin er haldin dagana 5. til 7.
júlí n.k. og er þetta 49. sinn sem hún
fer fram. Schola cantorum keppir í
tveimur ólíkum flokkum og eru 16
nafntogaðir kórar í hvorum flokki
víðsvegar að úr heiminum. Í öðrum
keppnisflokknum eru verkefnin
tengd mismunandi tímabilum tón-
listarsögunnar, en í hinum aðeins
einu tímabili, en þar flytur Schola
cantorum tónlist frá seinni hluta 20.
aldar.
Aðgangseyrir á tónleikana í Hall-
grímskirkju í kvöld er 1.500 krónur.
Schola cantorum keppir á Ítalíu
Kammerkórinn Schola cantorum.
NÝTT gluggagallerí hefur verið opn-
að á Vatnsstíg 9 og nefnist það Heima
er best. Galleríið er í glugga heimilis
Margrétar Leopoldsdóttur sem áður
hýsti Götugalleríið Grjóthús.
Í glugganum stendur nú yfir sýn-
ing á verkum Rósu Sigrúnar Jóns-
dóttur sem nefnist Sögur.
Rósa útskrifaðist úr skúlptúrdeild
LHÍ árið 2001 og hefur hún tekið þátt
í ýmsum sýningum frá því hún út-
skrifaðist. Rósa vinnur gjarnan út frá
rýminu og aðstæðum á hverjum stað.
Í þessu verki tengir hún verk sitt við
húsið sjálft með því að leyfa vegfar-
endum að gægjast inn í þá veröld sem
það hefur að geyma.
Heima er best býður listamönnum
að sýna ókeypis.
Brot úr verkinu Sögur.
Sögur í nýju
gluggagalleríi
KATRÍN H. Ágústsdóttir opnar
stuttsýningu í Galleríi Reykjavík,
Skólavörðsutíg 16, á morgun,
fimmtudag, kl. 15 og nefnist hún
„Borgin Reykjavík“.
Katrín hefur að undanförnu lagt
stund á vatnslitamálun og aðallega
fengist við myndefni byggt á lands-
lagi og húsamótífum. Áður lagði
hún stund á batíktækni og valdi þá
gamalt íslenskt þjóðlíf að viðfangs-
efni.
Sýningin stendur til 17. júlí og er
opin virka daga kl. 12–18, laug-
ardaga kl. 11–16.
Verkið Miðborgin, 2002, eftir
Katrínu H. Ágústsdóttur.
Stuttsýning á
vatnslitaverkum
♦ ♦ ♦