Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TVÖ af stærri hlutafélögum landsins,
Íslandsbanki hf. og Baugur Group
hf., birtu afkomutölur í síðustu viku.
Baugur Group birti tölur fyrir 1. árs-
fjórðung, sem nær yfir mars, apríl og
maí, en uppgjör Íslandsbanka var
fyrir tímabilið janúar til júní. Morg-
unblaðið leitaði álits greiningardeilda
Búnaðarbankans, Kaupþings og
Landsbankans á uppgjörum félag-
anna tveggja. Sérfræðingarnir eru
ekki sammála um hvað Baugur-fjár-
festing og þróun mun gera við hlut
sinn í Arcadia, en sá hlutur skilaði fé-
laginu umtalsverðum hagnaði á tíma-
bilinu. Uppgjör Baugs Group í heild
sinni olli vonbrigðum og telja sér-
fræðingarnir uppgjör Íslandsbanka
vera nokkuð undir væntingum.
Óvíst hvert rekstur Baugs stefnir
Katrín Friðriksdóttir, sérfræðing-
ur hjá greiningardeild Búnaðarbank-
ans, segir árshlutauppgjör Baugs
óneitanlega valda nokkrum vonbrigð-
um. „Áhrif Arcadia auk gengishagn-
aðar samstæðunnar vegna lækkunar
erlendra skulda nema samtals ríflega
1,2 milljörðum fyrir skatta, en af-
koma samstæðunnar nemur aðeins
800 milljónum fyrir skatta. Fjár-
magnskostnaður vegna Arcadia skýr-
ir einhvern hluta þessa mismunar, en
ekki allan. Breytt uppgjörstímabil og
breytt ásýnd Baugs milli ára torveld-
ar þó allan samanburð. Þess vegna er
erfitt út frá þessu eina uppgjöri að
draga ályktun um hvert rekstur sam-
stæðunnar stefnir að svo stöddu.
Smásölurekstur er sveiflukenndur og
afkoma mismunandi milli ársfjórð-
unga. Velta og hagnaðarmyndun er
jafnan mest í kringum jólin, en árs-
tíðabundnar útsölur draga úr fram-
legð og hagnaðarmyndun,“ segir
Katrín.
Hún telur breytta framsetningu
reikninga Baugs Group og aukna
sundurliðun til mikilla bóta. „Á með-
an uppgjör eru ekki samanburðarhæf
á milli ára væri hins vegar mikill
fengur fyrir fjárfesta ef félagið birti
rekstraráætlun sundurliðaða eftir
ársfjórðungum. Slíkt myndi verða til
þess að draga úr óvissu og óöryggi
fjárfesta sem hefur komið fram í
miklum sveiflum á gengi bréfa í
Baugi. Á yfirstandandi ársfjórðungi
gætir t.a.m. áhrifa sumarútsalna sem
ætti að öllu jöfnu að lækka framlegð.
Sterkara gengi krónunnar og minni
þrýstingur til lækkunar verðlags
kemur þar á móti, en nettó áhrif eru
óljós. Framlegð Baugs-Ísland á
fyrsta ársfjórðungi reikningsársins
er 25%, en til samanburðar nam
framlegð samstæðunnar á fyrstu sex
mánuðum síðasta árs 24,6%. Á því
tímabili komu útsöluáhrif vegna jóla-
útsalna til lækkunar á framlegð. Eng-
ar stórútsölur voru á því tímabili sem
hér er til skoðunar. Framlegð Baugs-
USA er aftur á móti betri og í ágætu
samræmi við það sem gerist hjá
helstu samkeppnisaðilum félagsins.
Hár launakostnaður leiðir hins vegar
til þess að EBITDA-framlegð nær
þurrkast út. Launakostnaður félags-
ins er óvenju hár fyrir atvinnugrein-
ina, enda gerir félagið ráð fyrir að
hlutfallsleg lækkun hans verði um-
talsverð á yfirstandandi ári. Ég hef
fulla trú á að það markmið náist,“
segir Katrín.
Að hennar mati er Baugur áræðið
félag og hún telur útrás félagsins
bera þess glöggt vitni. Síðastliðið ár
hafi yfirstjórn Baugs hins vegar háð
baráttu á mörgum vígstöðvum, með
misjöfnum árangri. „Auk fjárfestinga
í Bonus Stores og tilraunar til yfir-
töku á Arcadia hefur félagið opnað
fjölda sérvöruverslana á Íslandi og
Norðurlöndunum. Má jafnvel líta svo
á að félagið hafi verið að dreifa kröft-
um um of. Í því samhengi virðist
ákvörðun stjórnenda félagsins um að
taka ekki þátt í hlutafjáraukningu
Bonus Stores vegna frekari fjárfest-
inga félagsins í fasteignafélaginu
Stoðum skynsamleg. Við það fer
eignarhlutur Baugs í Bonus Stores
niður fyrir 50% sem þýðir að félagið
verður ekki hluti af samstæðunni
heldur verður væntanlega fært til
bókar með hlutdeildaraðferð. Verður
þar með aðeins hægt að sjá hlutdeild
Baugs í heildarafkomu félagsins,“
segir Katrín.
Ekki má búast við sölu hlutar í
Arcadia að svo stöddu
„Gengi bréfa í Arcadia hefur lækk-
að að undanförnu og er nú töluvert
undir verðmati markaðsaðila. Af
þessum sökum er ekki við því að bú-
ast að stjórnendur Baugs taki þá
ákvörðun að selja hlutinn að svo
stöddu. Baugur er sérleyfishafi Ar-
cadia-verslana á Norðurlöndunum og
er eignarhlutur í félaginu því ekki for-
senda frekari útrásar á þeim mörk-
uðum. Fáist viðunandi verð fyrir hlut-
inn gæti því vel farið svo að Baugur
selji eignarhlut sinn í Arcadia.
Rekstur Baugs hefur tekið miklum
stakkaskiptum að undanförnu og
vöxtur félagsins hefur verið mikill.
Félagið er að ganga í gegn um tímabil
vaxtarverkja. Þetta er ekki óeðlilegt
og ég geri ráð fyrir að rekstur yfir-
standandi árs beri keim af þessu.
Mikilvægt er því að stjórnendur
Baugs staldri við og mér sýnist að það
sé einmitt sú stefna sem þeir eru að
taka,“ segir Katrín.
Arðsemismarkmið
Íslandsbanka munu nást
Hvað uppgjör Íslandsbanka varðar
var afkoma hans á öðrum ársfjórð-
ungi nokkuð undir væntingum grein-
ingardeildar Búnaðarbankans. Katr-
ín segir frávikin einkum skýrast af
tvennu; annars vegar lægri vaxtamun
en gert hafði verið ráð fyrir og hins
vegar hærri rekstrarkostnaði.
Launakostnaður hafi t.a.m. verið
svipaður og á fyrsta ársfjórðungi
þrátt fyrir að greiðsla kaupauka fyrir
árið 2001 hafi átt sér stað á því tíma-
bili. „Kostnaðarhlutfall á öðrum árs-
fjórðungi nam 57,7% en var 50,5% á
fyrsta ársfjórðungi. Vænta má þess
að vaxtamunur aukist þegar líða tek-
ur á árið sem og aðrar tekjur. Ís-
landsbanki hefur náð mjög góðum ár-
angri í kostnaðaraðhaldi og óhætt að
gera ráð fyrir að svo verði áfram. Ég
tel því ekki ástæðu til að ætla annað
en að arðsemismarkmið bankans
muni nást í meginatriðum,“ segir
Katrín Friðriksdóttir, sérfræðingur
hjá greiningardeild Búnaðarbankans.
Rekstur Baugs-Ísland skilar
ekki nægilega miklu
Hjá greiningardeild Kaupþings
urðu líka vonbrigði með uppgjörið frá
Baugi. „Á heildina litið er ljóst að
þessi rekstrarniðurstaða Baugs er
ekki fyllilega viðunandi. Það sem
helst má finna að uppgjörinu er að
fjármunamyndum í rekstrinum er lít-
il. Þó að nokkur batamerki sjáist í
rekstrinum hér heima þá skilar hann
samt ekki nægilega miklu. Starfsem-
in vestanhafs hefur verið erfið. Upp-
gjörið sýnir tap á þeim rekstri, enda
þótt að ætla mætti að um sterkari
mánuði hefði verið að ræða. Hvað
Baug-USA varðar er ljóst að sá
rekstur hefur ekki staðið að öllu leyti
undir væntingum,“ segir Esther
Finnbogadóttir hjá greiningardeild
Kaupþings.
Hún setur spurningarmerki við
áform stjórnenda varðandi Baug-
USA. „Greinilegt er að ekki er ætl-
unin að taka þátt í hlutafjáraukningu
sem stendur fyrir dyrum í Bonus Sto-
res Inc. Þetta vekur upp spurningar
hvort fyrirtækið muni halda utan um
hlutinn í Bonus Stores með svipuðum
hætti og gert hefur verið með hlutinn
í Arcadia og ekki sé ætlunin að Bonus
Stores verði hluti af daglegum rekstri
Baugs í framtíðinni. Þó má búast við
að Baugur haldi yfirráðum yfir
félaginu eftir hlutafjáraukninguna
enn um sinn í ljósi þess að aðrir
innlendir aðilar eru hluthafar í félag-
inu. Næstu mánuðir munu þó skera
úr um framhaldið í Bandaríkjunum.
Það á eftir að koma í ljós hvernig til
tekst að koma þessu í horfið.
Varðandi hagnað Baugs-fjárfest-
ingar og þróunar þá er nokkuð ljóst
að stærstan hluta hagnaðar Baugs
Group má rekja beint til hlutarins í
Arcadia. Það eitt og sér verður að
teljast fremur jákvætt þótt um aðeins
eina mikilvæga stoð sé að ræða í
rekstrinum,“ segir Esther. Hún segir
greinilegt að rekstur Baugs-Ísland
hafi farið batnandi og telur að sá hluti
rekstrarins ætti, að öllu óbreyttu, að
fara að skila meiri árangri á næst-
unni. Þar komi ekki síst til uppbygg-
ing í Svíþjóð sem virðist ganga vel.
Áhrif hjaðnandi verðbólgu
meiri en gert var ráð fyrir
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka
var 1.647 milljónir króna sem er
nokkuð undir væntingum greiningar-
deildar Kaupþings, en spá gerði ráð
fyrir 1.980 milljóna króna hagnaði.
Það sem einkum skýrir þennan mun
er minni verðbólga og þar af leiðandi
meiri áhrif til samdráttar á vaxta-
tekjur en ráð var fyrir gert.
Hagnaður bankans fyrir skatta
nam 2.053 mkr. en í afkomuspá grein-
ingardeildar er gert ráð fyrir 2.420
mkr. hagnaði. Hreinar rekstrar-
tekjur námu 6.893 milljónum króna. Í
spá greiningardeildar var gert ráð
fyrir um 7.700 m.kr. tekjum. Nokkur
umskipti urðu á tekjum af hlutabréf-
um og öðrum eignarhlutum á milli
ára, 160 m.kr. hagnaður varð af þeim
lið í ár sem má að stærstum hluta
rekja til Straums en um 241 m.kr. tap
varð á síðasta ári. Þjónustutekjur
minnka nokkuð frá fyrra ári, einkum
vegna minni gjaldeyrisviðskipta og
minni ráðgjafarverkefna. Þær nema
nú um 2 milljörðum til samanburðar
við 2,3 milljarða í fyrra.
Að mati greiningardeildar Kaup-
þings voru áhrif hjaðnandi verðbólgu
á vaxtatekjur bankans mun meiri en
gert hafði verið ráð fyrir og skýri það
einkum lakari afkomu bankans. Ætla
megi að síðari árshelmingur vegi
þetta upp að einhverju leyti vegna
áhrifa vaxtavaxta og vaxtalækkana
og samdráttur í vaxtatekjum verði
minni þegar litið verði á árið í heild.
Erfitt verði að halda sig við 4 millj-
arða króna hagnaðarspá ef fram held-
ur sem horfir í þeim efnum. Uppgjör
Íslandsbanka gefur þó ekki tilefni til
endurskoðunar á verðmati bankans
að sinni, að mati greiningardeildar
Kaupþings.
Útrás Baugs ekki gengið
samkvæmt væntingum
„Þar sem uppgjörið er undir vænt-
ingum greiningardeilda almennt þá
er þetta uppgjör neikvætt fyrir hlut-
hafa félagsins,“ segir í ummælum frá
greiningardeild Landsbankans um
Baugsuppgjörið. Þó bendir deildin á
að ekkert hafi verið skipt með bréf
Baugs daginn sem uppgjörið var
kynnt, og áhrifin á markaðsvirði
hlutabréfaeignar hluthafa því engin.
Greiningardeild Landsbankans
telur að leiða megi líkum að því að út-
rás Baugs á Bandaríkjamarkað hafi
ekki gengið samkvæmt áætlun og
þess vegna megi gera ráð fyrir að fé-
lagið sé að draga sig út úr starfsem-
inni þarlendis. Þó hafi ekki verið til-
kynnt hvað félagið hefur
nákvæmlega í hyggju annað en að
minnka eignarhald sitt niður fyrir
50%. Gera megi ráð fyrir að hluturinn
verði minnkaður frekar vegna und-
angenginna atburða. Í kjölfar þess að
Bonus Stores Inc. fellur út úr sam-
stæðureikningi telur deildin að gera
megi ráð fyrir að framlegðin,
EBITDA, aukist, en bætir við að fé-
lagið muni þó áfram koma inn í
rekstrarreikningi félagsins sem hlut-
deildarfélag.
Hvað hlutabréf Baugs í Arcadia
varðar gerir greiningardeild Lands-
bankans ráð fyrir að þau séu til sölu
en erfitt sé að losna við svo stóran
hluta á núverandi verði. Þó telur
deildin að Baugi takist að ná „viðun-
andi söluhagnaði á endanum“.
200 milljóna króna lakari afkoma
Íslandsbanka en gert var ráð fyrir
Greiningardeild Landsbankans
telur hagnað Íslandsbanka, sem nam
1.647 milljónum króna á fyrstu 6
mánuðum ársins, vera nokkuð í takt
við hagnaðinn á sama tíma í fyrra.
Hreinar vaxtatekjur dragist saman
um 470 milljónir króna ef borið er
saman við annan ársfjórðung í fyrra
og það sé meiri samdráttur en grein-
ingardeild Landsbankans hafi gert
ráð fyrir. Mikill samdráttur var á
hagnaði á öðrum ársfjórðungi og
nemur hann um 348 milljónum króna.
Í afkomuspá deildarinnar var gert
ráð fyrir um 1.842 milljóna króna
hagnaði, en raunin varð 1.647 og var
uppgjör bankans því um 200 milljón-
um króna lakara en gert var ráð fyrir.
Umsagnir greiningardeilda um uppgjör Baugs Group hf. og Íslandsbanka hf.
Fjármunamyndun
Baugs Group lítil
!
" #!
$
%$
&
& #! !'!
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur
keypt 67% hlut í Reykjagarði af
Búnaðarbanka Íslands, en Búnaðar-
bankinn eignaðist Reykjagarð í júní í
fyrra við kaup á Fóðurblöndunni.
Sláturfélagið hefur kauprétt á 16%
til viðbótar.
Steinþór Skúlason, framkvæmda-
stjóri Sláturfélagsins, segir ýmsar
ástæður fyrir þessum kaupum. Bæði
fyrirtækin séu í slátrun og kjötiðnaði
og að stutt sé á milli þeirra, en
Reykjagarður er með meginstarf-
semi á Hellu og Sláturfélagið er með
stærstu kjötiðnaðarstöð landsins á
Hvolsvelli. Steinþór segir einnig að
neysla á fuglakjöti fari vaxandi og að
fyrirtækið vilji taka þátt í þeim vexti,
auk þess sem það hafi ýmislegt að
bjóða Reykjagarði í vélvæðingu, full-
vinnslu vara og þess háttar, en á
þeim sviðum sé kjúklingaframleiðsla
almennt skemmra á veg komin en
önnur kjötframleiðsla. Þá segir hann
að þessi kaup og samvinna þessara
tveggja fyrirtækja, en þau verða
áfram rekin aðskilin, verði til að
styrkja bæði fyrirtækin og sé mjög
jákvæð fyrir atvinnulífið á Suður-
landi. Sú staðreynd hafi einnig átt
þátt í þeirri ákvörðun Sláturfélags-
ins að kaupa meirihluta í Reykja-
garði.
Reykjagarður með
45–50% markaðshlutdeild
Jónatan S. Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs, segir
gríðarleg tækifæri til að gera betur í
kjúklingaframleiðslu hér á landi.
Greinin sé ung miðað við það sem
gerist erlendis og þar séu menn
lengra komnir. Kaup Slátur-
félagsins á Reykjagarði muni
verða til að styrkja fyrirtæk-
ið í því að ná fram meiri
hagræðingu og aukinni
framleiðni, enda sé mikil
þekking innan Slátur-
félagsins sem geti nýst í
þessu skyni. Spurður um
kjúklingamarkaðinn segir Jónatan
að framleiðslan í fyrra hafi verið
3.600 tonn, en gert sé ráð fyrir að í ár
verði hún um eða yfir 4.000 tonn.
Framleiðendur séu fjórir og Reykja-
garður sé líklega með um 45–50%
markaðshlutdeild. Hann áætlar að
Móar séu með um 20–25% hlutdeild,
Ísfugl sé með um eða yfir 20% og Ís-
landsfugl, sem sé yngstur þessara
framleiðenda, sé með um 10% hlut-
deild. Sláturfélagið á fyrir 30% hlut í
Ísflugli og er þetta því ekki í fyrsta
sinn sem fyrirtækið tekur þátt í
kjúklingaframleiðslu, en þó í fyrsta
sinn sem það gerir það sem meiri-
hlutaeigandi fyrirtækis.
Í fréttatilkynningu vegna kaup-
anna kemur fram að Reykja-
garður sé nú með í byggingu
nýtt og fullkomið sláturhús
og vinnslustöð á Hellu sem
verði tilbúið í lok október næst-
komandi. Áætluð velta fyrir-
tækisins á þessu ári sé 900 millj-
ónir króna og starfsmenn þess
um 80. Velta Sláturfélagsins í
fyrra nam 3,5 milljörðum króna og
starfsmenn þess voru að meðaltali
340. Í tilkynningunni segir að fjár-
hagshlið kaupanna sé trúnaðarmál.
SS kaupir
meirihluta
Reykjagarðs
VÆNTINGAVÍSITALA Gallups
lækkaði um 4,6% á milli mánaðanna
júní og júlí og mælist 104,4 stig í júlí. Í
fréttatilkynningu frá Gallup kemur
fram að væntingavísitalan mæli tiltrú
og væntingar fólks til efnahagslífsins,
atvinnuástandsins og heildartekna
heimilisins.
Væntingavísitalan er byggð á fimm
þáttum og getur tekið gildi á bilinu 0
til 200. Ef jafn margir eru jákvæðir og
neikvæðir hefur vísitalan gildið 100.
Séu fleiri neikvæðir er vísitalan undir
100 stigum, en yfir 100 stigum séu
fleiri jákvæðir en neikvæðir.
Væntingavísi-
talan lækkar
%(%
) * ) ) + , - . ) )
/(
(/
0
%
$
0
%