Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á árinu 2002 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds, á árinu 2002 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattumdæm- um miðvikudaginn 31. júlí 2002. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmanni skattstjóra eða þjónustuaðila hans í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2002, vaxtabætur og barnabætur hafa ver- ið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjald- endum hefur verið tilkynnt um með skattseðli 2002, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en föstudaginn 30. ágúst 2002. 31. júlí 2002 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Páll Gunnarsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. VINSÆLDIR golfíþróttarinnar fara sífellt vaxandi og þeir sem geta ekki beðið eftir að komast út á völl þurfa ekki að örvænta því víða er að finna púttvelli þar sem æfa má sveifluna. Við Mánagötu í Reykjanesbæ mæta kylfingar á öllum aldri á púttvöll, ræða málin og slá nokkrar kúlur. Ekki fer neinum sögum af því hver félaganna þriggja, þeirra Sigurðar Sturlusonar, Hilmars Péturssonar og Oddgeirs Péturs- sonar, bar sigur úr býtum, enda kannski á vellinum fyrst og fremst félagsskaparins og útiver- unnar vegna. Morgunblaðið/Sverrir Hola í höggi? Keflavík BÚIÐ er að reka niður fimmtíu metra langt stálþil við enda Norðurgarðs í Sandgerðishöfn. Um þessar mundir er verið að setja upp polla og steypa bryggjukant, búið er að aka um 6.500 m3 að fyllingarefni í þilið. Þekja þess verður steypt á næsta ári. Guðlaugur Einarsson verktaki segir að verkið hafi gengið vel og sé á áætlun. Á meðan framkvæmdir við Norðurgarð standa yfir var löndunarbúnaður fyrir loðnu fluttur á Suðurgarð, en hann verður settur upp við þilið síðar. Unnið hefur verið að breytingum við Norðurgarð Sandgerðishafnar um hríð. Nýlokið er dýpkunarframkvæmdum þar en þegar framkvæmdum lýkur eiga skip með rúmlega 8 metra djúpristu að geta legið þar við bryggju á fjöru. Dýpkunin er aðallega hugsuð fyrir loðnuskip. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Framkvæmd- ir við stálþil ganga vel Sandgerði UNDIRBÚNINGSNEFND Ljósa- nætur, menningarhátíðar Reykjanes- bæjar, stendur fyrir sönglagakeppn- inni Ljósalagið 2002 í Stapa 16. ágúst nk. Í frétt á heimasíðu hátíðarinnar, ljosanott.is, segir að mikill áhugi sé fyrir keppninni sem verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Áhugasamir verða að senda inn lag í keppnina undir dulnefni á skrifstofu menningarfulltrúa, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ, en Jón Ólafsson tón- listarmaður sér um útsetningar og hljómsveitarstjórn. Hljómsveitina skipa Haraldur Þorsteinsson á bassa, Ólafur Hólm á trommur, Sigurður Magnússon á gítar og Matthías Stef- ánsson á gítar og fiðlu. Um söng sjá Andrea Gylfadóttir, Margrét Eir, Einar Ágúst og Páll Rósinkranz. Kynnar kvöldsins eru Anna Björk Birgidóttir og Björn Jörundur Frið- björnsson. Fyrir þrjú bestu lögin verða veitt peningaverðlaun frá Ljósanefnd Reykjanesbæjar. Sigurvegari kvölds- ins hlýtur að auki helgarferð fyrir tvo með Flugleiðum ásamt gistingu hjá Hótel Keflavík fyrir brottför. Hann hlýtur einnig farandverðlaunagrip sem Íris Jónsdóttir listakona úr Reykjanesbæ hannaði. Lögin sem valin verða til þátttöku í keppninni verða gefin út á geisladiski. Sönglagakeppnin sýnd á Skjá einum Reykjanesbær SKILYRÐI til að undanþága verði veitt frá því ákvæði barnaverndar- laga um að 1.500 íbúar skuli vera að baki barnaverndarnefnd er annars vegar að samanlagður íbúafjöldi í viðkomandi sveitarfélögum sé ná- lægt 1.500 og hins vegar að land- fræðilegar aðstæður torveldi að lág- markið náist. Félagsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að Sand- gerðisbær, sem sótti um undanþágu frá lágmarkinu, uppfyllti ekki síðara skilyrðið. Í frétt frá ráðuneytinu segir að hin nýju barnaverndarlög geri miklar kröfur til faglegra vinnubragða og formlegrar málsmeðferðar. Ráðuneytið telur að sjónarmiðið um nálægð við íbúana, sem oft er vitnað til á sviði sveitarstjórnarmál- efna, eigi síður við um barnavernd- arstarf. „Þannig er viss fjarlægð við íbúana nauðsynleg vegna eðlis þeirra viðkvæmu mála sem barna- verndarstarfið snýst um. Því er talið heppilegt að formlegt ákvörðunar- vald sé eins fjarlægt íbúunum og kostur er.“ Sýsla æskilegur grundvöllur Í því sambandi bendir ráðuneytið á kjördæmi eða sýslu sem æskilegan grundvöll, enda hamli samgöngur eða landfræðilegar aðstæður því ekki. „Vegna landfræðilegra stað- hátta í landinu þótti þó ekki rétt að setja lágmarkið hærra en 1.500 íbúa að þessu sinni. Þar voru hinar dreifðu byggðir í sveitum landsins einkum hafðar í huga. Jafnframt var undanþáguheimildin frá lágmarkinu um 1.500 íbúa fyrst og fremst hugsuð út frá slíkum byggðarlögum,“ segir í fréttinni. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að þar sem samgöngur eru góðar á Suð- urnesjum og fjarlægðir litlar eigi undanþáguákvæðið um landfræði- legar aðstæður ekki við í máli Sand- gerðisbæjar. Bærinn uppfyllir ekki skilyrði um undanþágu Viss fjarlægð við íbúana nauðsynleg Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.