Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 33
mennskuna og bara um daginn og veginn. Litlu dætrum mínum Hrefnu og Söru þótti líka gaman að koma til ykkar ömmu og vildu fá að klappa honum Tinna sem var þó ekki eins glaður að þiggja klappið. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið í landi þegar þú kvaddir okk- ur, elsku afi minn, og ég bið guð að gæta hennar ömmu og gefa henni styrk í sorginni. Að lokum langar mig að láta fylgja bænina sem ég lærði hjá ykk- ur: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, Amen. Hvíldu í friði, þinn sonarsonur Ólafur Ingvar og fjölskylda. Elsku langafi, nú ertu kominn upp til Guðs og líður vonandi vel. Þú varst alltaf svo góður við okkur barnabarnabörnin, faðmaðir okkur og kysstir. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Við biðjum Guð og engl- ana að vaka yfir þér, elsku langafi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Saknaðarkveðjur við sendum þér. Anna Valgerður, Pálmi Larsen og Steinar Ingi. Kæri vinur, frændi og uppeldis- bróðir, margar minningar leita á hugann þegar litið er til baka. Þú byrjaðir fljótlega á því að passa mig í vagni þegar ég var lítill angi og varst þá gjarnan í bílaleik með barnavagninn, okkur báðum til mikillar gleði. Seinna varð það ann- að aðalstarf þitt að aka stórum bíl- um, ásamt sjómennsku á sumrin og þá aðallega á síld. Mér er líka minn- isstætt hvað bílarnir voru alltaf vel bónaðir og gljáandi. Það var ekki hægt annað en taka eftir því, þegar stóra tunnan á steypubílnum var stífbónuð. Alltaf varstu glaður og alltaf sástu skoplegu hliðarnar á líf- inu og tilverunni í kringum okkur. Ég minnist líka hve fallega rithönd þú hafðir, sem hafði áhrif á dreng- inn sem var að byrja að draga til stafs. Árin liðu og við stofnuðum okkar heimili. Fyrir nokkrum árum fórum við ásamt eiginkonum okkar vestur að Fossi þar sem Júlíana amma var fædd og alin upp. Við skoðuðum staðinn vel og rifjuðum upp hennar bernsku, allt sem hún hafði sagt okkur frá, en það var oft erfitt. Hansína móðir hennar dó þegar hún var fjögurra ára og faðir hennar þegar hún var rétt ófædd, Guðrún amma hennar tók hana þá í fóstur, en hún þurfti að fylgja níu börnum sínum í gröfina út af barna- veiki sem þá var mjög skæð. En þessi ferð var góð og mjög ánægju- leg þar sem við sátum og grilluðum í kvöldsólinni, Við kveðjum þig, kæri vinur, og vottum Petreu, börn- um og barnabörnum, okkar innileg- ustu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðmundur T. og Petrína Rósa. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 33 Elsku afi, nú er kom- ið að kveðjustund mun fyrr en ég átti von á. Þið amma komuð í heimsókn til okkar í Bólstaðarhlíðina í upphafi vikunnar og voruð í tvo daga. Þá voruð þið bæði hress og kát eins og alltaf og grunaði mig ekki að þetta væri í síðasta sinn sem ég ætti eftir að sjá þig, afi minn. Ég man þegar ég var lítill strákur og kom í heimsókn til afa og ömmu á Akureyri var það alltaf það fyrsta sem við afi gerðum að fara út í búð og kaupa íspinna til að eiga í frystinum á meðan á heimsókninni stæði. Einn- ig var alltaf gaman að fara með afa út í bílskúr og sjá hvað hann var að dunda sér við þar því alltaf hafði hann eitthvað fyrir stafni í bílskúrn- um. Þegar ég kom til ykkar núna seinni árin var ég alltaf á hálfgerðri hraðferð því þá var ég að fara að keppa á Akureyri og hafði því ekki mikinn tíma. En samt sem áður hafði ég það sem sið að kíkja alltaf í smá heimsókn því það var alltaf voða notalegt að setjast inn í eldhús hjá ykkur og ræða um daginn og veginn. Þinn Fannar Örn Þorbjörnsson. Kristinn Steinsson er fallinn frá. Ég átti því láni að fagna að starfa með Kristni hátt á þriðja ártatug, fyrst við nýsmíðar skipa en síðar við ýmsar hliðar stálvirkisframkvæmda hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Þar var hann verkstjóri allan þann tíma sem við unnum saman. Ég hitti Kristin á förnum vegi skömmu fyrir andlát hans. Þá var hann hress, glað- ur og léttur í máli eins og hans var vandi. Mér flaug fyrst í hug þegar ég heyrði um lát hans nokkrum dögum síðar að hér hefði það sem einatt ein- kenndi Kristin enn komið fram. Hann var vanur að framkvæma hvaðeina, sem kannski vafðist fyrir öðrum, af atorku og snerpu. Kristinn var þátttakandi í því mikla, en oft erfiða, ævintýri sem nýsmíðar skipa voru. Þar nýttist vel glöggskyggni hans og áræði. Heita má að nýsmíða- tími stálskipa hafi verið samfelldur þróunartími allt þar til úr þeim dró um miðjan níunda áratuginn, er Ís- lendingar höfðu ekki lengur dug, um sinn, til að sinna svo erfiðum verk- efnum. Kristinn lagði sitt til og tók þátt í þessari þróun af lífi og sál. Það var líkara að hér færi ungur maður en ekki maður á seinni hluta starfs- aldurs síns. Ég minnist þess ekki að okkur greindi nokkurn tíma veru- lega á meðan hann vann undir minni stjórn. Það sýnir gerla hve vel hann stillti skap sitt jafnan, en hann var mjög skapmikill maður. Á sínum KRISTINN GUÐVARÐUR STEINSSON ✝ Kristinn Guð-varður Steinsson fæddist á Þverá í Ólafsfirði 29. ágúst 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 30. júlí. tíma var sett á stofn ný deild, sem enn starfar, í Slippstöðinni hf. til þess að sinna þá ört vaxandi markaði fyrir smíðar úr ryðfríu stáli um borð í fiskiskipum. Þá var mikill vandi á höndum að finna réttan mann til að veita henni forstöðu. Kristinn tók þetta krefjandi starf að sér og sinnti því yfir áratug af alúð. Enn er ótalið hve uppörvandi það var að starfa með Kristni. Hann var úr- tölumaður enginn og ætíð reiðubú- inn að varpa sér til höggs við ný verkefni og reyna nýjar leiðir þótt leikslok lægju ekki fyrir. Að leiðarlokum óska ég honum góðs á nýjum slóðum og sendi sam- úðarkveðjur til Jóhönnu konu hans sem ég kynntist lítillega, en mjög að góðu. Einnig sendi ég samúðar- kveðjur til barna hans og þeirra tengslafólks. Gott er að minnast góðs drengs. Jóhannes Óli Garðarsson. Þegar ég var níu ára flutti ég með móður minni á sveitabæinn Garð í Ólafsfirði. Þessi bær var í nær þriggja km fjarlægð frá kauptúninu, en þangað þurfti ég að ganga í skóla næstu fimm vetur. Pasturslitlum bæjardrengnum sem undanfarna tvo vetur hafði gengið eftir raflýstum götum nokkur hundruð metra í skólann leist nú ekki meira en svo á komandi skóla- daga. Það hlutu að verða mikil við- brigði að þurfa að ganga marga km daglega í skólann eftir ómerktum, óupplýstum og snjóþungum vegi sem aldrei var mokaður. Það er því viðbúið að skólasóknin hefði orðið stopul hefðu örlögin ekki hagað því þannig, að á næsta bæ, Auðnum, sem var einum km fjær skólanum en heimili mitt, flutti um þetta leyti barnmörg fjölskylda. Í barnahópnum var einn jafnaldri minn, Kristinn Guðvarður Steinsson, eða Kiddi í Auðnum eins og hann var gjarnan kallaður. Kidda skorti hvorki kjark né kraft og það voru ekki margir dagar á hverjum vetri sem hann var veður- tepptur heima. Af þessu naut ég góðs og allan skyldunámstímann urðum við samferða í og úr skóla. Væri veðrið það vont að Kiddi færi ekki í skólann sat ég heima. Ekki létum við alltaf nægja sam- fylgdina í og úr skóla, því að oft sáutm við einnig saman í tímum við tveggja manna borð. Á bernskuárum okkar gafst lítill tími til leikja, því að oftast voru nóg verkefni í sveitinni og tókum við þátt í þeim eftir getu. Leiðir okkar lágu því ekki mikið saman utan skólagöngunnar. Engu að síður varð Kiddi sá bernskuvinur sem ég átti bestan. Í fari hans var það sem einkennir góð- an vin: óeigingirni, tillitssemi og trygglyndi. Eftir ferminguna skildi leiðir um sinn. Kiddi fór ungur að heiman og vann fyrir sér við ýmis störf, en ég hélt skólagöngunni áfram. Eftir allmörg ár hittumst við að nýju. Þá hafði Kiddi eignast bráð- fallega kærustu, hana Jóhönnu, sem síðar varð eiginkona hans. Og aftur áttum við samleið í skóla. Kiddi var afar verklaginn og vand- virkur maður. Það var því ánægju- legt að hann dreif sig í iðnnám og lærði vélvirkjun. Þegar Kiddi hóf nám í Iðnskólan- um í Ólafsfirði var ég kennari við skólann. Ég get ekki neitað því að heldur hefði ég nú viljað setjast við hlið hans eins og forðum daga en sitja andspænis honum og hlýða hon- um yfir námsefnið, sem ég bjóst við að yrði honum erfitt eftir svo langt hlé frá námi. En Kiddi lét það ekki á sig fá þótt hann væri rúmum áratug eldri en flestir bekkjarbræður hans og kæmi mun verr undirbúinn til námsins. Hann hafð t.d. aldrei lært dönsku og ég man að ég hikaði við að láta hann lesa danskan texta upphátt fyrir bekkinn í fyrsta sinn. En hik mitt og kvíði voru ástæðulaus því að iðn- skólanámið leysti Kiddi af hendi af sömu kostgæfni og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Um nokkurra ára skeið bjuggu Kiddi og Jóhanna í Ólafsfirði. Fjöl- skyldur okkar bundust sterkum vinaböndum. Börnin okkar léku sér saman og konurnar okkar áttu margar góðar stundir saman. Eftir að Kiddi lauk náminu vann hann um skeið við iðn sína hjá vél- smiðju hér í bænum, en 1963 gerðist hann verksmiðjustjóri síldar- og beinamjölsverksmiðju hér og sá m.a. um endurbætur og uppbyggingu hennar. Haustið 1967 flutti fjölskyldan svo til Akureyrar þar sem Kiddi gerðist starfsmaður Slippstöðvarinnar og þar vann hann lungann úr starfsævi sinni, eða í þrjá áratugi. Þegar Kiddi lét af störfum þar, vegna þess að hann hafði náð þeim aldri er fyrirtækið setti endapunkt- inn við, var hann enn með mikinn starfsvilja og starfsþrek. Þessi atorkusami maður hafði getið sér svo gott orð með verkum sínum að marg- ir, sem þurftu að breyta og bæta á heimilum sínum, leituðu til hans. Þeir vissu að í höndum þessa þús- undþjalasmiðs var málum vel borgið. Kidda skorti ekki verkefni, og allt fram á síðasta dag var hann að verki. Eftir flutninginn til Akureyrar urðu samskipti okkar að sjálfsögðu minni og samverustundirnar færri, en margar ánægjustundir áttum við þó saman í Litluhlíðinni og Lyng- holtinu. Þær stundir verða því miður ekki fleiri, því Kiddi lést 20. þ.m. Með honum er fallinn í valinn góð- ur drengur, dagfarsprúður og traustur. Farðu í friði, vinur minn, og hafðu þökk fyrir áratuga tryggð og vináttu. Hreinn Bernharðsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hf., s. 565 2566 Englasteinar              !"# $$%  #&                  !    "   #     $%&% '#(# )* +  ' #,* +  -. *)# +  ## +  ./ +./ + 0) ##1/)0 ## #)+)+- ' (        23  456325 77# )) #, # "6)+,  #7 #   ) *    +      #   !      -             $$ /) ) +#1/)1#)#1/) 0 1#)#1#)#1/)- EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.