Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Að lokum eftir langan dag,
er leið þín öll, þú sest á stein við veginn
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn endur fyrir löngu,
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Þegar komið er að leiðarlokum í
langri og sérstæðri ævi Siggu, eins
og hún var ævinlega kölluð, langar
mig að minnast hennar nokkrum
orðum.
Það er oft sagt að sumt fólk sé,
eða hafi verið uppi á röngum tíma.
Svo var um hana.
Örlaganornir spunnu sinn vef við
vöggu hennar. Það komu fljótlega í
ljós skapgerðarbrestir, sem nú
mundu flokkast undir geðfötlun –
þá var þetta orð ekki til – engir fé-
lagsfræðingar – engin eða lítil sam-
félagshjálp, síst af öllu til sveita.
Að þeirra tíðar hætti hlaut hún
enga menntun, utan stuttrar barna-
fræðslu, slíkt þekktist ekki þá um
fátæk sveitabörn – allra síst stúlk-
ur, en Sigga hafði góða náttúru-
greind og óvenju trútt minni, sem
hún hélt fram á síðustu stundu.
Þegar Sigga var um þrítugt kom
á heimilið kaupamaður – ungur
maður ættaður sunnan með sjó.
Sigga felldi ástarhug til þessa
manns, sem mig grunar að ekki hafi
verið gagnkvæmt. Þó fór svo að þau
SIGRÍÐUR
EINARSDÓTTIR
✝ Sigríður Einars-dóttir fæddist á
Egilsstöðum í Flóa
25. febrúar 1914.
Hún andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði 18.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Hannes-
dóttir og Einar Ein-
arsson. Hún átti þrjú
systkini, Einar, Sig-
urþór og Sesselju
Guðbjörgu.
Sigríður eignaðist
tvö börn, Sigurjón, f.
1944, og Guðrúnu Lilju, f. 1948,
Ingvabörn.
Útför Sigríðar fór fram í kyrr-
þey 27. júlí.
hófu búskap í skjóli
móður hans og eign-
uðust þau dreng fædd-
an 1944.
Er hún gekk með
seinna barn þeirra,
telpu fædda 1948, slitu
þau samvistum.
Í angist leitar hún til
síns bernskuheimilis,
en þar var engrar mis-
kunnar að vænta. Án
allrar vorkunnar voru
börnin hennar tekin
frá henni og ráðstafað
til uppeldis annars
staðar – sú ráðstöfun
var þung byrði á viðkvæma og stór-
brotna lund Siggu minnar. – Slíkum
atburðum gat hún ekki gleymt og
hatrið til þeirra sem verknaðinn
framkvæmdu, var djúpt og sárs-
aukafullt.
Þá er það sem ég óafvitandi
dregst inn í atburðarásina, því ég
var nýbúin að tengjast fjölskyldu
þess sem valdið hafði. Það var ekki
nóg að börnunum væri komið fyrir
– henni sjálfri þurfti að ráðstafa,
svo hún gæti unnið fyrir brauði
sínu.
Á mínu bernskuheimili – Snæ-
foksstöðum í Grímsnesi, stóð svo á
að móðir mín var fallin frá fyrir
fáum árum og ég nýfarin í búskap –
þarna vantaði vinnukraft, þangað
skyldi hún fara.
Og þar með hófust okkar kynni,
þó dvöl hennar heima yrði ekki
löng, eða þrjú ár – slitnaði aldrei sá
kunningsskapur, hvorki við mig né
eldri bróður minn og hans konu,
sem alla tíð reyndust henni trygg
og góð og svo var um fleiri – þó
engin nöfn verði nefnd.
Næstu árin dvaldi hún á ýmsum
bæjum í Árnessýslu, en vegna skap-
gerðar hennar átti hún bágt með að
umgangast fólk og það hana.
Og til að gera langa sögu stutta –
þá er hún komin inn á dvalarheim-
ilið Ás í Hveragerði aðeins 48 ára
gömul og er þá dæmd öryrki og er
sú stofnun búin að vera hennar
heimili í 40 ár. Fyrstu tvo áratugina
vann hún á heimilinu ef á þurfti að
halda, svo sem að hjálpa til í eld-
húsi, ýmis störf við garðyrkju,
berjatínslu o. fl. og vann hún sér inn
smá aukaþóknun með því. Hún fór
sínar eigin leiðir í peningamálum,
hún fór aldrei í búð, keypti sér aldr-
ei neitt – hvorki fatnað né annað.
Hún leit til „lilja vallarins og fugla
himinsins“, eins og stendur í helgri
bók. Hún fór aldrei til læknis fyrr
en nú í banalegunni, hún tók aldrei
nein meðöl, ekki einu sinni magnyl-
töflu.
Þegar aldur færðist yfir og flest-
um þykir sjálfsagt að fá sér lesgler-
augu – eða viðgerð á tönnum, það
var Siggu framandi og ógnvekjandi
og aldrei hafði hún inn á hár-
greiðslustofu komið.
Af eðlilegum orsökum gat hún
ekki lesið eins og hún hafði gert áð-
ur – eða horft á sjónvarp – því hún
var í eðli sínu fróðleiksfús og hafði
yndi af músík og með afbrigðum
lagviss, en hún einangraði sig frá
öllum mannfagnaði.
Góðhjartað fólk rétti henni eina
og eina flík, nýja eða notaða og var
það undir hælinn lagt hvort hún
vildi þiggja og nota, og fékk þetta
sama fólk ekki alltaf blíðar mót-
tökur og lét hún á stundum ýmis
orð falla sem sveið undan.
Þegar Tryggingastofnun ríkisins
fór að senda íbúum dvalarheimila
svokallaða vasapeninga, tók hún
aldrei við þeirri greiðslu og runnu
þessir aurar inn á bók á hennar
nafni. Þegar þessi upphæð náði
einni miljón króna var hætt að
senda þessa peninga, þar sem sýnt
þótti að hún þyrfti ekki á þeim að
halda. Þá var henni ráðlagt að gefa
þetta til heimilisins – og það gerði
hún. Þetta var fyrir nokkrum árum,
en ég hef ekki ennþá séð eða heyrt
sagt frá þessu í neinum fjölmiðli, en
ég reikna með að þetta sé einstakt.
Hún bar djúpa virðingu fyrir
kirkju og kristinni trú, en samt gaf
sú trú henni enga sálarfró eða frið.
Hún kveið dauðanum, vildi helst
aldrei um hann vita. Hún þráði ljós-
ið, en lifði í skugga alla ævi.
Starfsfólk Dvalarheimilisins Áss í
gegnum árin á þakkir skilið, því
auðvelt hefur ekki verið að gera
Siggu til hæfis, en hún hefur heldur
ekki verið dýr dvalargestur, hún
gerði ekki miklar kröfur til þæg-
inda.
Á þessari stundu verður mér
hugsað til barnanna hennar og af-
komenda, ég sendi þeim hlýjar
kveðjur, þau hafa misst móður –
móður sem þau aldrei áttu. – Bless-
uð sé minning hennar.
Rósa Sveinbjarnardóttir.
✝ Björn JónatanBjörnsson fædd-
ist á Múla í Sanda-
sókn í Dýrafirði
26.1. 1925. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 23. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Anna Jón-
atansdóttir hús-
freyja í Ásgarði,
Tálknafirði, f. 3.8.
1889, d. 8.10. 1973,
og Björn Filippus
Andrésson, f. 8.6.
1889, d. 1924. Fóst-
urfaðir Björns var
Eggert Magnússon sjómaður, f.
12.4. 1904, d. 19.6. 1990. Björn ólst
upp hjá móður sinni og fósturföð-
hennar voru Jóhanna Bjarnadótt-
ir og Helgi Símonarson frá Þing-
eyri við Dýrafjörð, þá búsett á
Patreksfirði. Börn Huldu og
Björns eru: 1) Guðmundur Helgi,
f. 16.12. 1947, hans maki er Hjör-
dís Karlsdóttir og eiga þau þrjú
börn og eitt barnabarn. 2) Jó-
hanna, f. 3.10. 1951, hennar maki
er Erling Rafn Ormsson og eiga
þau þrjú börn og fimm barnabörn.
3) Eggert, f. 9.4. 1954, hans maki
er Ragnheiður Gísladóttir og eiga
þau þrjár dætur og tvö barna-
börn. 4) Gunnar Óli, f. 20.2. 1958,
hans maki er Jóna Júlía Böðvars-
dóttir og eiga þau þrjár dætur og
eitt barnabarn. 5) Anna, f. 2.5.
1959, hennar maki er Sigurður
Ingi Guðmundsson og eiga þau
tvö börn, Anna á tvo syni frá fyrra
hjónabandi. 6) Ingibjörg, f. 14.2.
1961, d. 28.12. 1962.
Útför Björns fer fram frá Pat-
reksfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
ur í Tálknafirði. Hann
var sjómaður frá 14
ára aldri, og tók próf í
siglingafræði á Ísa-
firði 1965. Hann var
skipstjóri á eigin bát-
um og var með útgerð
á Patreksfirði allt til
dánardags. Systkini
Björns voru Aðalheið-
ur Björnsdóttir, látin,
Valdimar Bernódus
Ottósson, Guðmund-
ur, Magnús Jóhann
Helgi, látinn, Guð-
bjartur og Ari Egg-
ertssynir.
Björn giftist hinn 6.3. 1948
Huldu Guðbjörgu Helgadóttur, f.
5.10. 1925, d. 6.3. 2000. Foreldrar
Elskulegur tengdafaðir minn er
til moldar borinn í dag.
Margs er að minnast þegar
hugsað er til baka, en það eru rúm
þrjátíu ár síðan ég kom á heimili
tengdaforeldra minna.
Það var alltaf mikil tilhlökkun
hjá börnunum okkar Helga þegar
ákveðið var að fara að heimsækja
afa og ömmu á Patró, og auðvitað
var strax farið á höfnina að líta á
bátana hans afa, það kom fyrir að
siglt var út á fjörðinn.
Bjössi var farsæll sjómaður,
hann var gætinn, og fiskaði alla tíð
vel. Hann fór sína síðustu sjóferð
sl. vor á grásleppu, með honum
var Ingvar, sonur Hjartar Skúla-
sonar, sem lengi var með Bjössa
til sjós. Hjörtur og Bjössi voru
miklir félagar, en Hjörtur lést fyr-
ir nokkrum árum.
Feðgarnir Eggert og Bjössi
voru saman með útgerðina síðustu
árin.
Bjössi var farinn að finna til
slappleika síðustu mánuðina og
fann að hann gat ekki tekið til
hendinni eins og hann var vanur,
en var alltaf á bryggjunni þegar
Eggert kom að landi og hjálpaði til
við löndun og þess háttar. Sjó-
mennskan átti hug hans allan og
ég hef ekki tölu á hve marga báta
hann átti, en hann hugsaði vel um
þá, á vorin voru þeir teknir í gegn
og málaðir áður en farið var til
veiða.
Snyrtimennskan kom fram á
heimilinu líka, eftir að Hulda lést,
en hún lést fyrir rúmum tveimur
árum. Sá hann um að alltaf væri
allt fágað og fínt, og allt væri eins
og Hulda hefði viljað hafa það.
Elsku tengdapabbi, við Helgi er-
um þakklát fyrir þær ánægjulegu
stundir sem við áttum með þér síð-
astliðið vor þegar við vorum hjá
þér á Patró. Við fjölskyldan kveðj-
um þig með söknuði, en vitum að
það hefur verið tekið vel á móti
þér.
Guð blessi þig og varðveiti.
Hjördís.
BJÖRN JÓNATAN
BJÖRNSSON
838823
6 / $$
*#&
. /
0 !
1
!
+!
$1%%
# )8 #+
8## 0) ))#.#) +
'"))9 * 8## 0)
8 8## 0) )) +
.#) )#8## + :))10 .,#)) 0)
88## + ; 0)
,"8## 0) # # .#+ +
/)) 0)
1#)#1/)0 1#)#1#)#1/)-
2
"
"
3
! /
!
.
5<6
* 7
# #-
4
*
5 /) ) +#1/)
1#)#1/)0 1#)#1#)#1/)-
2
"
5
/ 3/
!
(
.
'
4
38(
= 38:<
8)+# #) #>?
(0 1@-
# )AB +
0 / +-
6.
.5=23
= 3(
/
4
"
7
8
/
5 "5
#))#'") +
9))# 0)-
9
"
!
!
"
3
/
/ 3/
!
8 23
= #&/ C>
#&-
.#+-#01 0)
1 / .#+ + (# )* .##+ 0)
#01.#+ 0) * #))# # #) +
)).#+ 0) 8# .# ) +
8*).#+ +
/.#+ + ). # # 0)
1#)#1/)0 1#)#1#)#1/)-
6
38(.
2 7 C
'#'#+ -