Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
NÁTTÚRUFEGURÐ undir Eyja-
fjöllum er rómuð meðal ferða-
manna og fossarnir, einkum Selja-
landsfoss og Skógafoss, draga til
sín þúsundir ferðamanna á hverju
sumri.
Vinsælt er að ganga bak við
Seljalandsfoss og láta fossúðann
kæla sig smástund. Víst er að foss-
inn svíkur engan sem vill fá hress-
andi upplyftingu eftir lúr í óþægi-
legri stellingu í rútu eða fólksbíl.
Morgunblaðið/Kristinn
Áning við Seljalandsfoss
MÁLEFNI SPRON, í tengslum við
yfirtökutilboð Búnaðarbankans og
fimm stofnfjáreigenda, voru rædd á
upplýsingafundi efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis í gær að
beiðni Sambands íslenskra spari-
sjóða. Fulltrúar SPRON og Búnað-
arbankans sátu fundinn og sagði Vil-
hjálmur Egilsson, formaður nefnd-
arinnar, að svo virtist sem deilu-
aðilar hygðust fara að tala saman
milliliðalaust og láta af skeytasend-
ingum í gegnum fjölmiðla. Vilhjálm-
ur sagði Búnaðarbankann hafa vilja
til þess að vera í góðu samstarfi við
Fjármálaeftirlitið og hygðist ekki
fara fram í málinu á þann hátt sem
samrýmdist ekki lögum.
„Það hefur lengi verið almennur
vilji þingsins að gefa sparisjóðunum
svigrúm sem rekstrarformi, þannig
að þeir geti átt sér eðlilega tilvist og
fengið að þróast,“ sagði Vilhjálmur.
Hann sagði að hin lagalega hlið
málsins ætti eftir að skýrast og
þangað til væri ekki ljóst hvort þörf
væri á lagabreytingum.
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, sagði að ólík sjónarmið
beggja aðila hefðu verið rakin á
fundinum og farið hefði verið ítarleg-
ar í atriði sem hafa verið til umfjöll-
unar. Hefðu nefndarmenn spurt út í
einstök atriði málsins til að fá skýr-
ari mynd af því sem hefði átt sér stað
að undanförnu. „Í þeirra huga, þegar
löggjöfin var afgreidd, átti þessi
möguleiki ekki að vera fyrir hendi og
þess vegna voru þeir kannski fyrst
og fremst að reyna að átta sig á því
út frá lagabókstafnum hvað bæri í
milli,“ sagði Guðmundur.
Árni Tómasson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, sagði bankann hafa
áskilið sér rétt til að gera þær breyt-
ingar á yfirtökutilboðinu sem nægðu
til að tryggt væri að lögum væri
fylgt. „Það hefur staðið til allan tím-
ann, því ekki ætluðum við að fara
fram með ólögum,“ sagði Árni.
Í gær óskaði Landsbankinn eftir
viðræðum við alla sparisjóði um náið
samstarf og mögulegan samruna
einstakra sparisjóða við bankann.
Efnahags- og viðskiptanefnd um málefni SPRON
Óljóst hvort þörf er
á lagabreytingum
Málefni SPRON / 10-11
SLÁTURFÉLAG Suðurlands
hefur með kaupum á 67% hlut í
kjúklingaframleiðandanum
Reykjagarði aukið verulega þátt-
töku sína á kjúklingamarkaðnum.
Sláturfélagið átti áður 30% í Ís-
fugli, sem er talinn vera með um
20% af kjúklingamarkaðnum, en
Reykjagarður er stærsti kjúk-
lingaframleiðandi landsins, með
nálægt helmings markaðshlut-
deild.
Seljandi Reykjagarðs er Bún-
aðarbanki Íslands, en hann hefur
átt fyrirtækið í rúmt ár og unnið
að endurskipulagningu þess og
sölu á þeim tíma.
Meginframleiðsla Reykjagarðs
fer fram á Hellu, en fyrirtækið er
með starfsemi víðar á Suður- og
Vesturlandi, meðal annars í Mos-
fellssveit. Á Hellu er verið að
byggja upp nýtt sláturhús og
vinnslustöð og mun slátrun hefj-
ast í því húsi 1. nóvember næst-
komandi.
Sláturfélagið rekur stærstu
kjötiðnaðarstöð landsins á Hvols-
velli og er nálægð framleiðslu
Reykjagarðs og Sláturfélagsins
og þeir hagræðingarmöguleikar
sem í samvinnu felast ein af
ástæðum þess að af kaupunum
varð.
SS eykur þátttöku á
kjúklingamarkaði
SS kaupir / 18
FLUGVÉL af
gerðinni Piper
Cub J-3, með
einkennisstafina
TF-CUP, í eigu
Einars Páls Ein-
arssonar flug-
vélasmiðs, hlaut
sérstaka viður-
kenningu á flug-
vélasýningu í
Oshkosh í Wis-
consin í Banda-
ríkjunum á dög-
unum. Að sögn
Gunnars Þorsteinssonar, formanns
Fyrstaflugsfélagsins, hlaut vélin
viðurkenningu í hópi eldri véla, í
svonefndum „classic“-flokki. Gunn-
ar segir gesti á sýningunni hafa
sagt vél Einars vera glæsilegustu
Cub-vélina sem sést hefði á sýning-
unni.
Flugvélin var smíðuð sem
kennsluflugvél á 5. áratugnum og
þjónaði bandaríska flughernum í
Bretlandi. Einar Páll Einarsson
eyddi um 6 árum í viðgerðir á vél-
inni, með hléum og með aðstoð ann-
arra. Hún er sérstök að þrennu
leyti, í fyrsta lagi er hún með 100
hestafla hreyfli í stað 65 hestafla. Í
annan stað er rafall og startari í
vélinni, en algengast er að vélar af
þessari gerð séu handsnúnar, og í
þriðja lagi eru ventlalokin á vélinni
húðuð með 24 karata gulli.
Hlaut viðurkenningu
á flugsýningu vestra
MAÐUR vopnaður haglabyssu
réðst inn í íbúð í húsi í austurborg-
inni í Reykjavík um hálfníuleytið í
gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík skaut maðurinn tveimur
skotum í útidyrahurðina en fór síð-
an inn um eldhúsglugga.
Húsráðandi var inni í íbúðinni
en honum tókst að fara inn í her-
bergi þar sem hann læsti að sér og
komst síðar út með því að brjóta
glugga.
Lögregla segir að maðurinn hafi
sloppið án meiðsla og komist und-
an á hlaupum. Árásarmaðurinn fór
hins vegar út í bifreið sína og
keyrði á brott með skotvopnið.
Lögregla náði manninum í Ártúns-
brekku en þar gátu lögreglumenn
þvingað hann til að stöðva bifreið-
ina.
Maðurinn grunaður
um ölvun
Maðurinn var handtekinn á
staðnum og fannst skotvopnið
hlaðið í bílnum auk hnífa. Ekki lá
ljóst fyrir í gærkvöldi hvað lægi að
baki árásinni en grunur leikur á að
maðurinn hafi verið ölvaður. Lög-
regla lítur málið alvarlegum aug-
um og er það til rannsóknar.
Síðar í gærkvöld var lögregla
kölluð í annað hús í austurborginni
en þar hafði komið til slagsmála.
Tilkynnt var að einn þeirra, sem
hlut ætti að máli, væri með hníf.
Umræddur maður var farinn af
vettvangi þegar lögregla kom á
staðinn en lögregla fann hnífinn.
Maðurinn beitti hnífnum ekki og
slasaðist enginn í átökunum.
Vopnaður maður
réðst inn í íbúð
TOLLGÆSLAN í Hafnarfirði lagði
hald á um 100 flöskur af áfengi, að-
allega vodka, í Brúarfossi, skipi Eim-
skipafélags Íslands, í Straumsvíkur-
höfn á mánudag. Einnig fundust bjór
og sígarettur við leit tollvarða. Þrír
skipverjar gengust við smyglinu og
hefur málið verið sent lögreglunni í
Hafnarfirði til rannsóknar. Smyglið
fannst í vélarrúmi skipsins við
skyndileit tollvarða og er talið að
varningurinn hafi verið keyptur í
Evrópu. Skipið var tollskoðað í
Reykjavík áður en það kom til
Straumsvíkur en smyglið kom ekki
fram í þeirri skoðun.
Játuðu smygl á 100
áfengisflöskum