Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Glæsileg... Baðkar og sturta 336.900 kr. 180x90x213 cm, með nuddi verð áður: 449.323 kr. Baðkar með nuddi 195.900 kr. Scala handlaug 29.656 kr. stölluð, 470x470 mm og 20mm á hæð ...hreinlætistæki Handy C. hornbaðkar 149.900 kr. 135x135x58 cm, með nuddi Ver› á›ur: 197.202 kr. 180x90x58 cm verð áður: 208.778 kr. 145x145x58 cm, með nuddi Ver› á›ur: 381.227 kr. Stelleria hornbaðkar 285.900 kr. Öndvegissúlurnar hafa rekið á land hérna, Gunnar minn. Líknar- og vinafélagið Bergmál Gleði okkar er að gleðja aðra LÍKNAR- og vina-félagið Bergmálhefur verið starf- andi frá árinu 1992. Það býður krabbameinssjúk- um og langveiku fólki til orlofsdvalar á Sólheimum í Grímsnesi gestum að kostnaðarlausu. Þar er margvísleg þjónusta og af- þreying í boði, svo sem hárgreiðsla, nudd og höf- uðbeina- og spjaldhryggj- armeðferð, sund og kvöld- vökur. Starfsemi félagsins byggist á sjálfboðaliða- starfi, og er allra leiða leit- að til þess að gera lang- veikum dvölina sem besta. Morgunblaðið ræddi við Kolbrúnu Karlsdóttur, formann félagsins, til þess að forvitnast nánar um sögu þess og tilgang. – Hvað kom til að þið stofnuðuð félagið? „Við sem stofnuðum félagið Bergmál vorum öll nemendur Jóns Hjörleifs Jónssonar, skóla- stjóra og kórstjóra á Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Hann slasaðist lífs- hættulega 36 árum eftir að ég var þarna í skóla, og til að sýna honum væntumþykju okkar og virðingu stofnuðum við kór úr gamla skóla- kórnum og nefndum hann Berg- mál. Síðar veiktist einn kórfélag- inn af krabbameini, og það sem við lærðum af að fylgjast með hans þrautagöngu uns yfir lauk varð til þess að kórinn varð líkn- arfélag. Það er enginn staður til fyrir mjög veikar manneskjur nema sjúkrahús hér á landi, og á heilsuhælum hér þarf fólk að vera nokkuð sjálfbjarga. Við sáum þörfina fyrir sjálfboðaliðasamtök sem störfuðu að þessum málum. Nú hafa margar góðar manneskj- ur bæst í hópinn sem ekki tengj- ast kórnum okkar gamla, fólk sem hefur eins og við löngun til að láta gott af sér leiða og finnur í þessu starfi mikla lífsfyllingu.“ – Hvernig er starfinu háttað? „Allt starfið er unnið í sjálf- boðavinnu, og við leitumst við að gleðja aðra vegna þess að það gef- ur okkur svo mikið. Flest höfum við horft á börnin okkar fljúga úr hreiðrinu og eigum því rýmri tíma en yngra fólk sem venjulega er bundið við barnauppeldi. Það er ómetanlegt að finna, að þrátt fyrir að börnin séu ekki lengur í jafn mikilli þörf fyrir okkur og þegar þau voru lítil er rík þörf fyrir okk- ur til starfa innan Bergmáls. Starfið þar er svo afskaplega gjöf- ult, og það er góð tilfinning. Marg- ir gestanna hafa líka orðið nánir vinir okkar, og fundið góða vin- áttu í öðrum dvalargestum.“ – Hvað eruð þið mörg í félaginu Bergmáli? „Við erum rúmlega fjörutíu í fé- laginu, og veitir ekki af. Það þarf mikinn mannskap í sjálfboðastarf til þess að aðstoða fólk, elda, þvo og hjúkra. Við bjóðum langveiku fólki úr tíu aðildarfélögum Ör- yrkjabandalagsins, auk krabbameinssjúkra, til orlofsdvalar.“ – Hversu oft eru or- lofsvikurnar haldnar? „Við höldum orlofs- viku tvisvar á ári, og höfum gert síðan árið 1995. Þær eru yfirleitt síðasta vikan í maí og síðasta vik- an í ágúst, og er skráning einmitt að hefjast nú um mánaðamótin. Dvalið er á Sólheimum í Gríms- nesi, en þar er frábær aðstaða, fal- legt, skjólgott, góð sundlaug og ágætis húsakostur. Síðast en ekki síst er okkur tekið þar opnum örmum af öllum sem þar búa. Meðan á dvöl stendur er boðið upp á fótsnyrtingu, hárgreiðslu, bæði snerti- og fótanudd, og höfuðbeina- og spjaldhryggjar- jöfnun. Kvöldvökur eru á hverju kvöldi þar sem margir af bestu listamönnum þjóðarinnar gefa okkur af tíma sínum og hæfileik- um, og auðvitað er gætt að holl- ustu matar. Heimilisfólki á Sól- heimum er að sjálfsögðu boðið á allar kvöldvökur, enda okkar kæru vinir. Vinabandið kemur til okkar síðasta kvöldið og hefur gert frá upphafi. Þá er slegið upp dansiballi, þar sem allir taka þátt eftir föngum, hjólastólar og hækj- ur eru þar engin hindrun.“ – Hvernig er starf félagsins fjármagnað? „Við njótum góðvilja fjölda fyr- irtækja hvað varðar mat og vistir fyrir orlofsvikuna. Svo gefa allir listamennirnir vinnu sína, sem og fagfólk á sviði hárgreiðslu, nudds og líkamsræktar. Einnig hafa ýmsir aðilar stundum stutt okkur með fjármagni. Án þess góðvilja sem við njótum væri félagið ekki til. Okkar helsta fjáröflunarleið eru jólakortin okkar en einnig er- um við með minningarkort.“ – Það hlýtur að myndast vin- samlegt andrúmsloft í starfinu hjá ykkur. „Upphaflega hugmyndin var að leyfa fólki að kynnast og eiga góð- ar stundir saman, og það hefur tekist. Vináttan er svo mikilvæg, ekki síst þegar heilsan bilar. Við reynum því að hlúa að vinabönd- unum með því hafa opið hús í Hamrahlíð 17 um það bil einu sinni í mánuði, en Blindrafélagið er svo vinsamlegt að lána okkur sal og eldhús til þess arna. Auk þess höldum við bæði árshátíð og aðventuhátíð sem hafa verið mjög vel sóttar.“ – Nú eruð þið að undirbúa næstu orlofs- ferð sem verður í lok ágúst. „Já, það er mjög gott að láta alla þá vita, sem ekki hafa heyrt um okkur áður, af tilvist félagsins. Innritun hefst nú um mánaðamót og verður svarað í síma 587-5566 fyrir hádegi til 10. ágúst. Bið ég þá, sem áhuga hafa á að leggja fé- laginu lið eða þiggja orlofsdvölina, að hafa samband og vona ég að við getum öll átt saman góða og gleði- lega viku.“ Kolbrún Karlsdóttir  Kolbrún Karlsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1942. Hún kennir postulínsmálun og heldur námskeið í ýmsum öðrum hand- verksgreinum. Hún er formaður í stjórn líknar- og vinafélagsins Bergmáls. Eiginmaður Kol- brúnar er Jón Kjartansson og eiga þau fjögur börn. Dýrmæt og uppbyggjandi reynsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.