Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 23
Lög Wolfs voru hvert öðru betra
í flutningi dúósins, en síðasti
skammtur finnskra laga – lög eftir
Sibelius og samtímamenn hans var
rismikill hápunktur tónleikanna.
Lag Palmgrens, Virran reunalla,
um stúlku sem situr við fljót og
hugsar um ástina, var óskaplega
fallegt í túlkun Petteris Salomaa –
og sindrandi árniðurinn í hægri
hönd Steinunnar Birnu hrífandi.
Ástarljóð við lag eftir Kuula, um
piltinn sem felur ástarsorgina með
því að syngja – svo allir haldi hann
hamingjusaman – var geysivel flutt.
Lög Sibeliusar voru bæði þekkt og
minna þekkt – topparnir þar Svart-
ar rósir, með mikilli dramatík í
túlkun og Demanturinn í mars-
snjónum, sem er eitt besta lag tón-
skáldsins. Það bar allt að sama
brunni á þessum indælu tónleikum;
- listræn nautn og gríðarleg
stemmning í troðfullri kirkjunni.
KAMMERTÓNLEIKAR á laug-
ardagskvöldi voru hlaðnir því sem
margir kalla konfektmola – þar
sem leikið var úrval þekktra smá-
verka. Gestur þeirra tónleika var
Love Dervinger og mikil eftirvænt-
ing að heyra í honum. Hann spilaði
annars vegar prelúdíur eftir De-
bussy, en hins vegar úr prelúdíum
op. 28 eftir Chopin. Það voru nokk-
ur vonbrigði að heyra Debussy, það
var eins og Love Dervinger væri
lengi í gang, og ekki fyrr en í La
puerta del vino með súrrandi hab-
añerurytma að hann komst á flug.
Debussy var í heild of daufur og lit-
laus hjá honum fyrir utan þetta
verk, og þótt verkin beri almennt í
sér fljótandi þokka impressjónism-
ans verða þau að hafa meira svip-
mót og karakter. Það var því enn
meira gaman að heyra hann spila
Chopin-prelúdíurnar. Þær voru
geysilega vel leiknar, og sumar
hverjar svo að eftir verður munað.
Litla prelúdían nr. 4 – örfáir taktar
af hreinni músíkalskri snilld tón-
skáldsins – þar gerði Love hvorki
of né van og skilaði þessum mola
sem næst fullkomlega. Annað á
tónleikunum var bæði gott og vel
flutt, sérstaklega var þó dirfskan í
flutningi Auðar og Bryndísar Höllu
á Passacagliu Händels, kryddaðri
rómantískri útsetningu Johans Hal-
vorsens skemmtileg. Mýkt Háv-
arðar í sónötu eftir Eccles var
hreint ótrúlega falleg – það var
eins og hann væri með fiðlu í hönd-
unum en ekki kontrabassa og Bach
í höndum Þórunnar Óskar var
hreinn og tær.
UPPISTAÐA lokatónleikanna
voru tvö verk – Píanótríó op. 9 eftir
Rakhmaninov og Silungakvintett-
inn eftir Schubert. Inngangsverkið
var Vókalísa Rakhmanonivs.
Leikur Auðar, Bryndísar Höllu
og Loves í Rakhmaninov var hreint
með ólíkindum. Einbeiting hljóð-
færaleikaranna var rafmögnuð og
hljóðfæraleikurinn á ystu nöf í
músíkölskum skilningi – þar sem
allt var lagt í sölurnar til að skapa
einsktaka músíkupplifun.
Silungakvintett Schuberts var
leikinn með því móti sem maður
heyrir allt of sjaldan. Þetta verk
má ekki taka of alvarlega, eða túlka
með of miklum þyngslum. Kontra-
bassinn gefur því líka svipmót di-
vertimentos – eða skemmtitónlistar
– og músíkefni Schuberts býður
einmitt upp á léttleika og gleði.
Tónn Sifjar á fiðluna er líka svo fín-
legur og fágaður og ber vel uppi
fyrstu fiðlu í þess konar túlkun
verksins. Umfram allt var flutn-
ingur verksins yndisleg skemmtun,
og spilagleði hljóðfæraleikaranna
bókstaflega smitandi. Þetta var frá-
bært niðurlag á góðum tónleikum
og enn einni afbragðs tónlistarhá-
tíðinni í Reykholti.
Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Hávarður Tryggvason, Love
Dervinger og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir fluttu verk eftir Jóhann Sebast-
ian Bach, Henry Eccles, Händel, Ravel,
Debussy, Piazzolla og Chopin.
Laugardagskvöld kl. 21.00.
KAMMERTÓNLEIKAR
Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Hávarður Tryggvason, Love
Dervinger og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir fluttu verk eftir Rakhmaninov
og Schubert.
Sunnudag kl. 16.00.
KAMMERTÓNLEIKAR
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 23
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
/
si
a
.i
s
N
M
0
6
7
2
3NÝJAR VÖRUR:
Kjölur kvenflíspeysa
Verð 7.990 kr.
Flísskyrta
Verð 7.490 kr.
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
SEINNI tónleikar s.l. laugardags í
Skálholti buðu upp á meistara meist-
aranna, Johann Sebastian Bach.
Stórmóðu vestræns tónskáldskapar
og sameinandi ós
allra áa fram að
1750 – þann er
„hefði aldrei átt
að heita „Læk-
ur““, eins og
Beethoven komst
að orði, „heldur
Haf“.“ Hljóm-
borðsverk Bachs
voru í fyrirrúmi
að þessu sinni,
fyrst fyrir sembal
en í seinni helmingi fyrir orgel. Um
sembalverkin sá Carole Cerasi, fjöl-
þjóðleg listakona af frönsku og tyrk-
nesku bergi brotin, fædd í Svíþjóð en
búsett í London. Meðal sembalverka
Bachs í svítuformi má fremst telja
Partíturnar, Frönsku svíturnar og
þær Ensku, allar taldar samdar í síð-
asta lagi á fyrstu kantorsárum hans í
Leipzig eða um 1723–26.
Úr þeim 6 verka bálki lék Cerasi
fyrst svítuna í d-moll, BWV 811. Hún
mun sú lengsta í öllu safninu, aðal-
lega þökk sé heljarlangri og atgangs-
samri prelúdíu. Á eftir föstu svítu-
þáttunum Allemande, Courante og
Sarabande (með Double-tilbrigði)
kom innskots-Gavotte I–II (við
skemmtilegan „sekkjapípu“-stíl í II)
á undan lokagikknum. Cerasi lék af
mikilli rytmískri fimi og var sú engu
minni í seinna sembalverkinu, Tok-
kötu í D-dúr BWV 912, sem rétt-
nefndari væri Fantasía enda nánast í
5 ólíkum þáttum. Þetta sannkallaða
virtúósastykki frá æskuárum Bachs
(talið samið um 1710) lék í höndum
Carole Cerasi, og þó að danskennd-
ustu kaflarnir – einkum hin falda-
feykjandi gikkfúga í lokin – væru
stundum ívið rúbatóteygðir fyrir
minn smekk, var eflaust frekar kalli
tízkunnar að kenna en skorti á
fingralipurð. Glæsileg, tandurskýr og
gleðismitandi spilamennska.
Litlu síðri var frammistaða brezka
organistans í seinni hlutanum. James
Johnstone, sem m.a. kennir í Guild-
hall og Trinity College og leikur með
fjölda fornmúsíkhópa, flutti fyrst tvo
forleiki úr Das Orgelbüchlein, Wer
nur den lieben Gott lä[ss]t walten
BWV 642 og Wenn wir in höchsten
Nöten sein BWV 641 frá um eða rétt
fyrir 1714. Túlkun hans var snörp í
fyrra stykkinu en fallega mjúkt líð-
andi í því seinna, og hið litla 17 radda
Frobenius-orgel Skálholtskirkju
virtist falla ljómandi vel að bæði bar-
okkstíl verkanna og öfundsverðum
hljómburði guðshússins í smekklegri
registrun Johnstones.
Einnig hann lauk sínum hluta með
virtúósasmíð, Prelúdíunni og fúgunni
í e-moll BWV 548 frá Leipzigárunum
1725-28. Þetta glæsiverk er meðal
þekktari orgelópusa Bachs, og þó að
örlaði stöku sinni á votti af stirðleika í
prelúdíunni, var á hinn bóginn ekki
annað hægt að segja en að gneistað
hafi flugeldum af túlkun Johnstones í
fúgunni sem Bretar hafa uppnefnt
„Fleyg-fúguna“ (Wedge) vegna hins
skoppandi aðalstefs. Það gaf eins og
nærri má geta einnig tilefni til sóp-
andi tilþrifa á pedal, sem Johnstone
leysti af fæti af heillandi fagmennsku.
Í ofanálag heyrðist hver tónn skýrt
og skilmerkilega, ólíkt því sem oft
verður að þola í gímaldsheyrð Hall-
grímshofsins mikla á Skólavörðuhæð
í hröðum leik, og var það vissulega
ekki minnst um vert.
Meistari
meistaranna
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Orgel- og sembalverk eftir J. S. Bach. Ca-
role Cerasi, semball; James Johnstone,
orgel. Laugardaginn 27. júlí kl. 17.
SUMARTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Carole
Cerasi
DOUGLAS A. Brotchie, organisti
Háteigskirkju, er næsti orgelleik-
ari á hádegistónleikum í Hall-
grímskirkju á morgun, fimmtudag,
kl. 12. Hann er enn einn í röð nem-
enda Harðar Áskelssonar sem í
sumar leika á Klais-orgel kirkj-
unnar á vegum tónleikaraðarinnar
Sumarkvöld við orgelið á fimmtu-
dögum.
Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru
tvö orgelverk sem má segja að séu
dæmigerð fyrir Douglas en hann
leitar gjarnan uppi orgelverk sem
ekki hafa heyrst hér áður. Að
þessu sinni er það umritun
Davids Titteringtons á
verki Pauls Dukas Fanfare
La Péri og Hymne eftir Jo-
seph Canteloube í umritun
Jean Bonfils. Bæði eru
verkin frá fyrri hluta 20.
aldar, eftir tónskáld sem
ekki skrifuðu fyrir orgel.
Þar á eftir hljóma tveir
þættir úr Orgelmessu
Francois Couperin. Þetta
eru Domine Deus, Rex coelestis og
Agnus Dei – Dona nobis pacem.
Síðast leikur Douglas tvo kafla úr
L’Ascension eftir Olivier
Messiaen. Í íslenskri þýð-
ingu heita þættirnir Yf-
irveguð allelúja sálar sem
langar til himins og Tryllt
gleði sálmar frammi fyrir
dýrð Krists sem er sín
eigin.
Douglas A. Brotchie er
Skoti, fæddur í Edinborg.
Hann hefur haldið tón-
leika víða um Evrópu,
bæði sem meðleikari m.a. með
Söngsveitinni Fílharmóníu og ein-
leikari.
Douglas A.
Brotchie
Að hætti Brotchie
Bergþóra Jónsdóttir
Síðumúla 24 • Sími 568 0606
Sjónvarpsskápur
139.000 Kr